Morgunblaðið - 10.06.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 10.06.1995, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA JlfaregmtMiifrfö 1995 LAUGARDAGUR 10. JÚNI BLAD Morgunblaðið/Júlíys Þeir skoruðu síðast gegn Ungverjum EYJÓLFUR Sverrisson og Arnór Guðjohnsen skoruðu síðast gegn Ungverjum, þegar íslendingar lögðu þá að velll I Laugardalnum, 2:0, 1993 í undankeppnl HM Þurfum að ná topp- leik til að sigra - sagði Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari, um leikinn gegn Ungverjalandi ÁSGEIR Elíasson, landsliðsþjálfari íslands, segir að leikurinn gegn Ungverjum annað kvöld verði að vinnast. „Við þurfum mjög góðan leik til að leggja þá. En ef við náum upp góðum leik þá held ég að við vinnum leikinn og það er vissulega markmiðið," sagði þjálfarinn. Hann segir að Ungveijar séu sterkari vamarlega en áður. „Þeir eru sterk- ari en fyrir tveimur árum, þá aðallega vamarlega. Þetta verður því erfiðara hjá okkur núna en fyrir tveimur árum þegar við unnum þá mjög verðskuldað 2:0. Þeim hefur gengið bærilega en hafa reyndar tapað tveimur leikjum niður í jafntefli eftir að hafa náð tveggja marka forskoti á heimavelli," sagði Asgeir. „Ég held að möguleikar okkar gegn Ungveijum séu ekkert meiri en gegn Sviss- lendingum og Tyrkjum. ÞeSsi lið eru öll mjög áþekk að styrkleika. Ungverjar eiga enn möguleika á að komast áfram og geta náð sautján stigum og þeir koma hingað til að sigra.“ Um breytingar á leikskipulaginu frá því \ leiknum gegn Svíum á dögunum sagði Asgeir: „Það er alveg hugsanlegt að ég breyti einhverju, en í sjálfum sér skiptir leikskipulagið ekki megin máli. Staðreynd- in er sú að ef við spilum með þrjá menn frammi eru þeir með fjóra aftur og ef við spilum með tvo frammi verða þeir senni- lega með þijá aftur. Aðaiatriðið er að við spilum þá leikaðferð sem okkur hentar best og við náum toppleik. Ég get lofað því að leikmennirnir munu leggja sig alla fram og svo er hitt alltaf spurning hvernig menn hitta á leikinn boltalega séð. Leik- menn geta átt mjög misjafna daga en leik- menn geta alltaf hlaupið og unnið vinnuna sína og þeir munu gera það. Ef við náum góðum leik eigum við að geta unnið öll þessi lið i riðlinum á heimavelli og auðvitað ætlum við okkur það fyrirfram," sagði hann. Mészöly hefur styrkt vörn Ungverjalands ÁSGEIR Elíasson, landsliðsþjálfari íslands, segir að Ungverjar leiki betri varnarleik en þegar íslendingar lögðu þá að velli í undankeppni HM — fyrst 1:21 Bútapest og síðan 2:0 á Laugardals- vellinum. Þegar að er gáð, er það skyljanlegt að varnarleikur þeirra sé betri, því að liðið leik- ur undir sljóm Kálmán Mészöly, sem var einn af bestu miðvörðiun heims á árum áður. Hann var frægur fyrir mikla yfirburði sína í skalla- tækni, bjó yfir miklum dugnaði, þekldngu og var sterkur sem klettur — var mikill baráttumað- ur, sem lék best undir álagi. Hans sögulegasti leikur er án efa þegar Ungverjar irnnu Brasilíumenn 3:1 í HM í Englandi 1966. í leiknum skoraði hann mark úr vítaspyrnu. Mészöly meiddist á öxl í leiknum, lét það ekki á sig fá — lék allan leikinn með hendi í fatla, sem frægt varð. Þessi gamalkunni leikmaður varð fjómm sinnum ungverskur meistari með Vasas og hann lék Evrópuleiki gegn Valsmönnum 1967. Mész- öly, sem er 54 ára, lék 61 landsleik fyrir Ung- veijaland á árunum 1961 til 1971. Tvíburarnir til Núrnberg í tvo daga TVÍBURARNIR Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir urðu að mæta á æfingar hjá fé- lagi sínu, Niirn- berg í Þýska- landi, í síðustu viku, annars hefðu þeir fengið sekL Þeir vora með íslenska landsliðinu i Sviþjóð og komu með liðinu til ís- lands um siðustu heigi og ætluðu að dvelja hér fram að landsleiknum við Ungverja. Þýska félag- ið lieimtaði að fá þá út og þeir urðu að hlýða kallinu og héldu tíl Þýskalands á mánudag og náðu tveimur æfingum áður en þeir komu aftur til íslands á fimmtudag tíl að undirbúa sig fyrir landsleikinn gegn Ungveijum á sunnudag. Ásgeir óánægður með Laugar- dalsvöllinn LAUGARDALS VÖLLUR hefur komið illa undan vetri eins og reynar undanfar- in ár. Ásgeir Eliasson, landsliðsþjálfari, segir að ástand vallarins þurfi ekki að koma á óvart þvi hann hafi alla tíð verð slæmur. „Völlurinn hefur aldrei verið góður, en núna er hann aðeins verri en veryulega," sagði Ásgeir. Hann segir að það verði að fara að gera eitthvað í þessu. „Ég man ekki eft- ir vellinum í góðu ástandi og er ég þó búinn að vera lengi í þessu. Auðvitað getum við haft völlinn betri með því að leggja hita undir hann. Það ætti ekki að vera svo mikið mál með allt þetta heita vatn í Laugardalnum. Það er ekki svo langur vegur að leggja afrennslisvatn úr Laugardalslauginni og yfir á völlinn. Auðvitað kostar þetta allt peninga en við höfum svo sem eytt í annað eins. Það er einfaldlega lélegt lyá okkur að eiga ekki betri þjóðarleikvang," sagði landsl- iðsþjálfarinn. t FRJÁLSÍÞRÓTTIR: LANDSLIÐIÐ KEPPIR Á EVRÓPUMÓTI í TALLINIM / D4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.