Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 2
2 D LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 D 3 ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA TENNIS HANDBOLTI GOLF / LANDSMOT I HOLUKEPPNI Sigurður sigraði Björgvin á 20. holu LANDSMÓTIÐ í holukeppni í golfi hófst í gær á Grafarholtsveliin- um. 32 kylfingar hófu leik í karlaflokki og eru 24 þeirra úr leik eftir fyrstu tvo hringina. ísland lagði Moldavíu Landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri vann sigur á Moidavíu, 32:20, í gærkvöidi á eyjunni Madeira í Portúgai, í for- keppni heimsmeistarakeppni 21 árs liða. Liðið leikur gegn Portúg- ai á morgun. Sigurvegarinn í þessum riðli kemst áfram í heims- meistarakeppnina í Argentínu síð- ar á þessu ári. Þeir uem skoruðu mörk íslands voru: Davlð Ólafsson 6, Gunnleifur Gunnlcifs- son 5, Daði Hafþórsson 4, Magnús A. Magnúason 4, Jón Þórðamon 4, Sigfús Sigurðsson 8, Ari Allansson 2, Hiimar Þóriindsson 2, Einar B. Ámason 2. Hlynur Jóhannesson varði 19 skot. Aðrir leikmenn í hðpnum eru: Mark- verðir Ásmundur Einarsson úr UMFA og Jónas Stefánsson úr FH. Aðrir leik- menn: Páll Beck úr KR, Amar Péturs- son og Davið Hallgrímsson úr ÍBV, Þorkell Magnússon úr Haukum. „Þetta var prófraun og við vorum mjög óstyrkir í byijun en svo fóru hiut- imar að ganga og staðan var 15:9 f hálfleik," sagði Guðmundur þjálfari eft- ir lcikinn. „Um Portúgala vitum við aðeins að þeir eru með mjög gott lið og urðu Evrðpumeistarar 1 þessum ald- ursflokki. Þeir hafa verið hér í mfinga- búðum og leggja allt í sölumar en við vitum meira þegar við sjáum þá spila við Moldavíu á morgunn." Sigurður Hafsteinsson úr GR gerði sér lítið fyrir og sigraði Björgvin Sigurbergsson úr Keili í hörkuspennandi við- Frosti uréign þar sem úrslit Eiösson fengust ekki fyrr en skrífar í annarri holu bráða- bana. Björgvin átti tvær holur á Sigurð eftir sextán holur en Sigurður náði að tryggja sér bráðabana. Úrslitin réðust á 2. holu vallarins þar sem Björgvin lenti í vandræðum í glompu og lék á fjór- um höggum en Sigurður þremur. Sigurður mætir Einari Long úr GR, sem vann óvæntan sigur á Þórði Emil Ólafssyni 1-0 í sextán manna úrslitunum. Sigurpáll Geir Sveinsson sló Björg- vin Þorsteinsson úr GA út úr keppn- inni og mætir öðrum Akureyringi, Emi Amarsyni, sem lagði Kristinn G. Bjamason að velli 5-4. Sturla Ómarsson úr GR lagði fyrr- um íslandsmeistara Þorstein Hall- grímsson að velli í 32 - manna úrslit- um og bar síðan sigurorð af Tryggva KNATTSPYRNA Traustasyni í 16 - manna úrslitum og spilar gegn Bimi Knútssyni úr Keili. Þorkell Snorri Sigurðsson úr GR er einnig kominn áfram, hann hafði betur í einvígi við Öm Ævar Hjart- arson 3-1 og mætir meistaranum frá því í fyrra, Birgi Leif Hafþórssyni. Birgir Leifur fór í efsta sætið í stigakeppninni til landsliðs með sigr- um sínum í gær. Birgir er með 198 stig, Björgvin Sigurbergsson með 196 og Bjöm Knútsson og Öm Am- arson koma næstir með 193 stig. Keppendur verða ræstir út frá klukkan tíu árdegis og þá fara stúlk- umar einnig af stað með átta manna úrslit. Níu stúlkur voru skráðar til leiks og léku þær Ásthildur Jóhanns- dóttir úr GR og Kristín Elsa Erlends- dóttir um áttundu sætið. Ásthildur hafði betur og mætir Karenu Sæv- arsdóttur. Þórdís Geirsdóttir mætir Herborgu Amarsdóttir, Ólöf María Jónsdóttir og Ásgerður Sverrisdóttir eigast við og Rut Þorsteinsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir. UM HELGINA ÚRSLIT Knattspyrna 2. deild karla: KA - Stjarnari...................0:2 - Guðmundur Steinsson 2. 3. deild: Reynir S. - Smástund.............3:3 Gissur Hans Þórðarson 2, Sigurður Gylfa- son - Guðni Helgason 2, Magnús Steinþórs- son. Fjölnir - Völsungur..............2:3 Rögnvaldur Rögnvaldsson, Guðni Grétars- son - Guðni Rúnar Helgason 2, Róbert Skarphéðinsson. Selfoss - Haukar...,.............5:0 Sævar Gíslason, Ólafur Þórarinsson, Grétar Þórsson, Njörður Steinarsson, Jón Þorkell Einarsson. Leik BÍ og Leiknis R. var frestað. 4. deild: Léttir - Ármann..................4:3 Afturelding - GG.................5:0 Þrymur-Magni.....................1:4 KS-Hvöt..........................5:0 KVA - Einheiji...................3:0 ÍH-Bruni.........................4:2 Ökkli-Grótta.....................0:1 Karfa Norðurlandamót 22 ára landsliða á Sauðár- króki: Finnland - Danmörk...............84:105 ísland - Svíþjóð...................77:67 Stig íslands: Brynjar Ólafsson 28, Hinrik Gunnarsson 11, Ingvar Ormarrsson 9, Ei- ríkur Önundarson 9, Friðrik Stefánsson 8, Halldór Kristmansson 4, Kristján Guð- mundsson 4, Baldvin Johnsen 2, Gunnar Einarsson 1, Páll Kristinsson 1. Staðan eftir tvær umferðir: 2 2 0 Noregur 0 Guðmundur skoraði tvívegis STJARNAN hélt uppteknum hætti í 2. deildinni þegar liðið lagði KA að velli 2:0 á Akureyrar- velii ígærkvöldi. Leikur liðanna var upphaflega settur á 30. maí en var þá frestað eftir 25 mín- útna leik vegna slæms ástands vallarins. Garðbæingar hafa því sigraði í öllum þremur ieikjum sínum f sumar og eru á toppnum ásamt Fylki. Stjaman var mun betri aðilinn í fyrri hálfleikinn og lék ágæt- lega og uppskám eitt mark. Þar var Guðmundur Steins- Frá Reyni son ad verki með Eirfkssyni föstu skoti úr víta- á Akureyrí teignum eftir fallega sókn Stjömunnar. Leikurinn var frekar daufur í síðari hálfleiknum. KA átti þó eitt gott færi sem ekki tókst að nýta en það var hins vegar Guðmundur Steinsson sem innsiglaði sigur Stjömunnar með góðu skoti af 25 metra færi undir lok leiksins. Stjömumaðurinn Lúðvík Jónasson fékk að sjá rauða spjaldið fyrir brot á síðustu mínútu leiksins hjá Svan- laugi Þorsteinssyni dómara. Lúðvík sýndi óíþróttamannslega framkomu þegar hann yfirgaf völlinn, hann skvetti úr vatnsbrúsa yfir varamenn KA. í S L A N I) - UNGVERJALAND Á Laugardalsvelli 11. JÚNÍ KL. 20:00 Starfandi dómarar og aðrir með gild aðgangskort fá afhenta aðgöngumiða á leikinn á Laugardalsvelli, laugardaginn 10. júníkl. 11:00 - 18:00. ATH! MIÐAR VERÐA EKKl AFHENTIR ____________Á ÖÐRUM TÍMUM.____________ Aðilar utan af landi með gild aðgangskort geta hringt á skrifstofu KSÍ, laugardaginn 10. júnf kl. 11:00 - 18:00 og látið taka frá fyrir sig miða sem síðan verða afhentir samkvæmt nánara samkomulagi. Knattspyrna Laugardagur: Landsteikur, U-21s árs: Kópavogsvöllur: ísland - Ungverjal....16 3. deild karla: Dalvík: Dalvík - Þróttur N............14 4. deild karla: Helgaf.völlur: Framh.-Hamar...........14 Ólafsvík: Víkingur- Víkveiji..........14 Hofsós: Neisti H. - Tindast...........14 Djúpavogur: Neisti D. - Sindri........14 Þórshöfn: UMFL-KBS............i.......14 1. deild kvenna: Ásvellir: Haukar - ÍBA................14 Vestm’eyjar: ÍBV-KR...................14 Stjömuvöllur: Stjaman-ÍA..............14 Valsvöllur: Valur-Breiðablik..........14 2. deild kvenna: Fáskrúðsflörður: KBS - Höttur.........14 Reyðarfjörður: KVA-Einherji...........14 Sunnudagur: A-Iandsleikur Laugardalsv.: Island - Ungveijal...kl. 20 Mánudagur: 2. deild karla Víkingsvöllur: Víkingur-HK........kl. 20 3. deild fsafjörður: BÍ - Leiknir R........kl. 20 Sundmót á Akranesi ÍA-Esso mótið ( sundi verður f Jaðarsbakka- laug á Akranesi um helgina. 160 keppendur eru skráðir frá sjö félögum. Keppnin hefst kl. 10 í dag og verður framhaldið á sama tíma á morgun. Sundmót í Mosfellsbæ í dag heldur sunddeild UMFA í Mosfellsbæ bikarmót i sundi í Varmárlaug. Mótið hefst kl. 10. Verðlaunaafhendingar verða kl. 13:30 og 16:30. Tennis Stórmóti Þróttar í tennis á tennisvöllum félagsins á mótum Holtavegar og Sæviðar- sunds lýkur á sunnudaginn. En í d_ag hefst keppni kl. 9 og stendur til kl. 22. Á sunnu- dag byijar boltinn að ganga kl. 10 og mót- inu lýkur kl 14. Körfuknattleikur Norðurlandamót körfuknattleiksmanna 22 ára og yngri verður fram haldið á Sauðár- króki um helgina og lýkur síðdegis á sunnu- daginn. Leikir helgarinnar verða sem hér segir: Laugardagur: Noregur - Finnland..................12 Svíþjóð - Danmörk...................14 ísland - Norégur....................18 Finnland - Svíþjóð..................20 Sunnudagur: Danmörk - Noregur...................14 ísland - Finnland...................16 Golf Opið mót, Maarud open, verður á Keilisvelii í Hafnarfirði í dag. Keppt er f höggleik með og án forgjafar. Ræst verður út frá kl. 8 ■Golfklúbburinn Dalbúi hefur komið upp 9 holu golfvelli á jörðinni Miðdal við Laugar- vatn. Einnig hefur verið komið upp golf- skála og verður opið hús í Miðdai á laugar- daginn og verður þá tekið á mótið nýjum félögum og starfsemin kynnt. ■Opið öldungarmót á vegum LEK fer fram á Svarfhólsvelli við Selfoss, sunnudaginn 11. júní og verður ræst út frá kl. 8. Auk öldungaflokks verður keppt í flokki karla 50-54 ára og kvenna 50 ára og eldri. Körfuboltaskóli KR Körfuboltaskóli KR verður starfræktur í sumar. Hvert námskeið stendur yfir í tvær vikur og er kennt alla virka daga frá klukk- an 13 - 17. Nánari upplýsingar f síma 511-5520 alla daga milli kl. 10 og 16. Morgunblaðið/Júlíus SIGURÐUR Jónsson og Guðni Bergsson, fyrlrllði landsliösins, kljást um knöttlnn á æfingu í Laugardalnum í gær. „Verðum að ná upp bar áttu gegn Ungveijum" - segir Sigurður Jónsson, lykilmaðurinn á miðjunni, sem hefur leikið mjög vel gegn Chile og Svíum LEIKURINN gegn Ungveijum leggst mjög vel í mig, ef leik- menn eru tilbúnir að leggja á sig það sem þarf, til að ná fram góðum úrslit- um fyrir okkur,“ sagði Signrður Jóns- son, lykilmaðurinn á miðjunni hjá ís- lenska landsliðinu, sem hefur átt mjög góða leiki gegn Chile og Svíþjóð á árinu. Það er ljóst að það mun mæða mik- ið á Sigurði og félögum hans á miðj- unni, þegar þeir reyna að ná yfirráðum þar — til að stjórna leiknum. Þegar Sigurður var spurður um miðjubarátt- una, sagði hann: „Það verður barátta út um allan völl — það er aldrei þann- ig að það sé meiri barátta á einum stað frekar en á öðrum á vellinum. Til að knattspymulið geti náð ár- angri, verður baráttan að vera á öllum stöðum og það er baráttan sem við verðum að ná upp innan liðsins gegn Ungveijum. Við þurfum að ná upp stemmningunni, samheldninni." - Það mæðir jafnvel meira á ykkur miðvallarspilurunum núna, þegar á að sækja meira? „Það mæðir alltaf mikið á okkur, þannig að það er engin breyting þar á. Við kvíðum ekki fyrir því. Eg er tilbúinn í slaginn og mun leggja mig fram við það verkefni sem framundan er, til að ná þeim úrslitum sem við sækjumst eftir. Við erum ákveðnir í að standa okkur í Evrópukeppninni, þó svo að byijunin hafi ekki verið eins og við óskuðum okkur, eða fyrstu þrír leikirnir. Það var mikill léttir fyrir okkur að ná góðum úrslitum í Chile og gegn Svíum í Stokkhólmi — á þeim árangri verðum við að byggja upp og halda áfram. Við erum tilbúnir í leik- inn gegn Ungveijum,“ sagði Sigurður Jónsson. Strákarnir mæta Ungverjum í dag á Kópavogsvelli - í Evrópukeppni 21 árs liða LJörður Helgason, þjálfari 21 ■*árs landsliðsins, sem mætir Ungveijum á Kópavogsvellinum í dag kl. 16, tilkynnti byijunarlið sitt eftir æfíngu í gærkvöldi. Strákarnir sem byija leikinn gegn Ungveijum eru: Arni Gautur Arason frá ÍA, Sturlaugur Haraldssson ÍA, Óskar Þorvaldsson KR, Pétur Marteins- son Fram, Hermann Hreiðarsson ÍBV, Kári Steinn Reynisson ÍA, Lárus Orri Sigurðsson Stoke, Auð- unn Helgason FH, Rútur Snorra- son ÍBV, Kristinn Lárusson Val og Eiður Smári Guðjohnsen PSV Eindhoven. Eina breytingin á liðinu, frá síð- asta leik, er að Kristinn Lárusson kemur inn í stað Pálma Haralds- sonar frá ÍA. Óvíst er hvort Eiður Smári nái að spila vegna meiðsla eftir að tognun tók sig upp á æfingu í gær og ekki ljóst fyrr en í dag hvort hann spilar en Hörður var svart- sýnn á það. Ef hann spilar ekki kemur Pálmi í hans stað. Að sögn Harðar þjálfara verður róðurinn erfiður hjá stráknum enda eru Ungveijarnir með sterkt lið sem hefur unnið alla sína leiki í riðlinum. „En það er kominn tími á þá að hiksta," sagði Hörður. Morgunblaðið/Július EYJÓLFUR Sverrisson og Arnar Grétarsson á æflngu. Eyjólfur skoraðl síðast mark í landsleik gegn Ungverjalandl fyrlr tvelmur árum á Laugar- dalsvelllnum. -r „Góður stuðn- ingur hefiur mikið að segja" - segir Guðni Bergsson, fyrirliði íslenska lands- liðsins, sem er bjartsýnn á góð úrslit „ÞAÐ er Ijóst að leikurinn gegn Ungverjum verður erfiður. Þeir eru betri en þegar við lékum gegn þeim í undankeppni heims- meistarakeppninnar og koma ákveðnir og sterkirtil leiks eftir að hafa lagt Svía að velli í Búdapest — það var sú lyftistöng sem þeir þurftu á að halda," sagði Guðni Bergsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. „Við erum einnig jákvæðir og ákveðnir fyrir leikinn, eftir góðan leik gegn Svíum í Stokkhólmi, þannig að ég á von á hörkuleik." Guðni sagði að ef áhorfendur komi til að veita landsliðinu stuðning á Laugardalsvellinum, eigum við eftir að leika vel. „Það vita allir sem hafa leikið og fylgst með knattspyrnu, hvað góður stuðningur á heimavelli hefur mik- ið að segja. Það fundum við best þegar við lékum síðast á vellinum — gegn Svíum, hvað það hafði góð áhrif og var mikil upplyfting fyrir liðið. Við vonum svo sannarlega að sú stemmning verði einnig í leiknum gegn Ungveijum — og bíðum spenntir eftir að takast á við verkefnið. Liðsheildin og bar- átta hefur alltaf verið vopn is- lenskra landsliða. Það eru þessi atriði sem hafa oft gefið okkur góð úrslit og ég vona að á því verði engin breyting gegn Ungveijum.“ - Nú vilja margirhaida því fram, Ætlum okkur sigur - segir Eyjólfur Sverrisson sem skoraði síðast í landsleik gegn Ungverjum 16. júní 1993 Eyjólfur Sverrisson og Arnór Guðjohnsen skoruðu mörkin gegn Ungverjum í 2:0 sigri í undan- keppni HM á Laugardalsvelli 16. júní 1993, eða fyrir tveimur árum. Eyjólfur hefur ekki skorað mark í landsleik síðan. „Ég segi það fyrir hvern landsleik; „nú ætla ég að skora,“ en satt best að segja skipt- ir það engu máli hvaða leikmaður gerir mörkin. Aðalatriðið er að sigra,“ sagði Eyjólfur Sverrisson í samtali við Morgunblaðið eftir landsliðsæfingu á Valbjarnarvelli í Laugardal í gær. Eyjólfur sagði að leikurinn gegn Ungveijum annað kvöld yrði erfíð- ur. „Við ætlum okkur að vinna þennan leik til að bæta stöðu okkar í riðlinum. En til þess verðum við að eiga mjög góðan leik, leggja okkur hundrað prósent fram því Ungverjar verða erfiðir. Ég hef séð nokkra leiki með ungverska liðinu á myndbandi og það er miklu betra en fyrir tveimur árum þegar við unnum það tvívegis. Það er miklu meiri kraftur í leikmönnum liðsins að Ungverjar ættu að vera auðveld bráð, þar sem íslendingar lögðu þá létt á Laugardalsvellinum fyrir tveimur árum. Þú ert að sjálfsögðu ekki sammála því? „Nei, það er ég ekki — það er aldrei hægt að spá um úrslit fyrir- fram. Ungveijar hafa alltaf verið skráðir ofar en við, nema kannski síðustu eitt til tvö ár. Það er ekki sjálfgefið að við vinnum Ungveija. Við ætlum okkur að bæta okkur, verðum við að ná að vinna leiki á heimavelli, en það er ekki hægt að bóka fyrirfram að úrslitin verði eins og við viljum hafa þau. Ég er þó mjög bjartsýnn á að úrslitin verði okkur í hag — til þess verðum við að leika eftir bestu getu og verðum að ná góðum leik,“ sagði Guðni Bergsson. en áður. Við verðum að hafa mikið fyrir þessu. Með góðum leik og stuðningi áhorfenda eigum við möguleika á að sigra Ungvetja," sagði Eyjólfur. Eyjólfur sagðist vera ákveðinn í að fara frá Besiktas í Tyrklandi, en framtíðin væri nokkuð óljós. „Ég er að skoða þessi mál og held að þetta komist ekki á hreint fyrr en í júlí. Ég verð ekki áfram í Tyrk- landi. Það er ágætt að hætta þar sem meistari og ég veit að liðið mun eiga erfítt uppdráttar næsta tímabil því hin liðin eru búin að styrkja sig mikið. Við vorum ekki með besta liðið í Tyrklandi í vetur, en vorum heppnir því við sluppum að mestu við meiðsli lykilmanna. Stuttgart á enn kaupréttinn á mér — leigði mig aðeins til Besiktas. Ég hef ekki áhuga á að tyrkneskt lið eignist mig og hef því meiri áhuga á að leika í Þýskalandi, Frakklandi eða jafnvel Englandi. En þetta kemur allt í ljós síðar,“ sagði Eyjólfur. MICHAEL Chang fagnar slgri sínum á Bruguera. Bruguera nær ekki þrennunni að verða Thomas Muster frá Austurríki og Michael Chang, Bandaríkjunum, sem leika til úrslita á einliðaleik karla á Opna franska meistaramótinu í tennis á morgun. Michael Chang sigraði Sergi Brugu- era frá Spáni í þremur settum og gerði þar með út um vonir Brugu- era að sigra í mótinu þriðja árið í röð og endurtaka þar með afrek Björns Borgs á sínum tíma. Thomas Muster sigraði Yevgeny Kalefnikov frá Rússlandi í þremur settum, 6-4, 6-0, 6-4. Með sigrinum varð hann fyrsti Austurríkismaður- inn sem leikur til úrslita á ein- hverra hinna fjögurra stórmóta í tennisheiminum á ári hveiju. Must- er hefur ekki tapað á leirvelli í ár og þetta var 35. sigurleikur hans í röð. Fyrsta settið var jafnt framan af en Muster seig fram úr og sigr- aði og fylgdi þeim sigri eftir með því að rúlla. Rússanum upp í öðru setti. Muster hafði síðan leikinn í hendi sér í þriðja settinu og inn- byrti auðveldan sigur að loknum aðeins níutíu mínútna leik. Michael Chang sigraði á Opna franska meistaramótinu árið 1989 þá sautján ára gamall og hefur ekki leikið til úrslita á mótinu síð- an. Viðureign hans og Sergi Brugu- era var jöfn og spennandi. Chang sigraði fyrsta settið, 6-4 og í öðru setti 7:6. Bruguera náði forystu í þriðja setti 5-4, en komst ekki lengra. Chang snéri leiknum sér í hag og sigraði settið 7-6. Bruguera seldi sig dýrt í leiknum enda mikið í húfi hjá honum að komast í úrslit þriðja árið í röð, en allt kom fyrir ekki. Meiðsli í hné hafa hijáð hann sl. vikur og settu þau strik í reikn- ingin hjá honum í þessum erfiða leik gegn Bandaríkjamanninum. AFMÆLISHLAUP GRANDA HF. Fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækið Grandi hf. á 10 ára afmæli á þessu ári. Að því tilefni verður efnt til Grandahlaups sunnudaginn 11. júní kl. 13.00. Skráning hefst við Norðurgarð kl. 11.00 en hlaupið hefst kl. 13.00. Hlaupnar verða tvær vega- lengdir: Annars vegar 2. km fjölskylduskokk um gamla hafnarsvæðið, hins vegar 9,3. km Neshringur. Hlaupið verður í 10 aldursflokkum. Tekinn verður tími af þátttakendum og fá allir Grandabol að gjöf frá Granda. Þeir sem ljúka hlaupunum fá verðlaunapening. Sérverðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í öllum aldursflokkum. Grandi hvetur alla skokkara og göngufólk til þátttöku og útiveru á sunnudaginn kemur og býður þátttakendum í grillveislu eftir hlaupið. \____________________________________Z_____________________________________/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.