Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 1
SUZUKIVITARA LANGURIREYNSLUAKSTRI - NYIR BILAR Á BÍLASÝNINGUNNIíSEOUL - TÍURÁÐ TBL KAUPENDA NOTAÐRA BÍLA - BENSÍNVERÐ ÍEVRÓPU ^ ## 9I*tgtisiH*Mfe SJ0VAt3CALMENNAR Kringlunni 5 - sími 569-2500 SUNNUDAGUR11. JUNI 1995 5dyranA¥4jepPmii erkominnogkostar aðeins 2.389.000 kr. <g> TOYOTA Tákn um gceði Nýr BMW 328i meö nýrri gerð vélar NÝR BMW 328i var frumsýndur fyrir skemmstu á bílasýningunni í Barcelona. Helstu nýjungar við bíl- inn er ný sex strokka, 2,8 lítra vél með blokk úr áli sem vegur 17% minna, er 31 Vi kg léttari, en 2,5 lítra vélin sem 328i var áður boðinn með. 328i er flaggskipið í 3-línunni frá BMW en auk stallbaks er bíllinn smíðaður sem tveggja hurða sport- bíll, blæjubíll og langbakur. Þrátt fyrir stærra slagrými segir BMW að vélin sé þremur prósentum sparneytnari en 2,5 lítra vélin og eyði 8,5 lítrum á jöfnum 100 km hraða. Vélin er með fjögurra ventla tækni, þ.e.a.s. 24 ventlum, og skilar sama hestaflafjölda og eldri vélin, 193 hestöflum, en 15% meira togi, eða 280 Nm við 3.950 snúnínga á mínútu. Hröðun úr kyrrstöðu í 100 km hraða á klst er sögð taka 7,3 sekúndur og hámarkshraðinn sagður vera 236 km á klst. Meirl staðaibúnaður Með nýrri vél bætist einnig við staðalbúnaðinn í 328i því nú er bíll- inn búinn þjófavörn í lykli. Annar staðalbúnaður ér rafstýrðar rúður og speglar, upphækkanleg fram- sæti, vökvastýri og innbyggt loftnet í afturrúðu. Meðal öryggisbúnaðar sem er staðalbúnaður má nefna líkn- arbelg í stýri og fyrir framsætisfar- þega, styrktarbitar í hliðum, sætis- beltastrekkjarar og ABS-hemlalæsi- vörn. Nýi langbakurinn er af annarri kynslóð og er hann stærri en fyrir- rennarinn. Farangursrými aftan við aftursæti er 40 lítrum meira, eða BMW 328i langbakur er med stærri, sex strokka vél sem engu að síður vegur 17% minna en eldri og stærri vélin. 370 lítrar, og 115 lítrum meira sé aftursætisbökum hallað fram og er þá 810 lítrar. Heildarrýmisaukningin upp að þaktoppi er 133 lítrar og er rýmið samtals 1.320 lítrar. Lang- bakurinn var fyrst settur á markað 1988 og hafa 126 þúsund bílar ver- ið seldir í Evrópu síðah. Árleg sölu- aukning í þessum flokki bíla er 12%. Sscmgyong Musso f ro Kóreu og Benz SSANGYONG Musso er kóreskur jeppi sem hefur vakið töluverða at- hygli víða fyrir skemmtilega hönn- un og lágt verð. Mikið samstarf er með Ssangyong og Mercedes-Benz og jeppinn er m.a. með fimm strokka, 2,3 og 2,9 lítra dís- elvél frá Mercedes og sjálfskiptingin kemur einnig úr vopnabúri Þjóð- verja. Ssangyong^ er umboðslaus á íslandi en hefur selst í töluverðum mæli í Evrópu, þ.á.m. í Noregi og Bretlandi. Þar kostar ódýrasta útfærslan 16 þúsund sterlíngspund, um 1.600 þúsund ÍSK en flaggskipið, Musso GSE með fjög- urra þrepa sjálfskíptingu og loft- ræstikerfi um 22.500 sterlingspund, um 2,3 milljónir ÍSK. Musso er afturhjóladrifinn þegar ekki er þörf á fjórhjóladrifinu en það er tengt með því að snúa litlum hnappi í mælaborðinu og það er hægt að gera þótt ekið sé á allt að SSANGYONG Musso er ódýr jeppi en er umboðsmannalaus á íslandi. 70 km hraða á klst. Bíllinn er því sem næst fólksbílalegur í akstri á bundnu slitlagi en þar sem hann er hvorki með forþjöppu né milli- kæli er upptakið aðeins rétt þolan- legt. EyAslugrannur Það sem vekur hvað mesta at- hygli við Musso er rennileg hönnun- in enda er loftstuðullinn aðeins 0,424. Bíllinn er með sjálfstæðri framfjöðrun með gasdempurum en að aftan er gormafjöðrun. Hann er rúmgóður að innan og með tveimur aukasætum aftur í komast sjö manns fyrir í honum. Hægt er að fella niður aftursætisbök til að stækka farangurs- rýmið. Mælaborðið er fremur einfalt í sniðum með auðles- anlegum mælum. Meðal aukabúnaðar má nefna sjálfskipt- ingu frá Mercedes- Benz, fjarstýrðar samlæsingar, loft- ræstikerfi, ABS- hemlalæsivörn og sóllúgu en staðal- búnaður er vökva- og veltistýri, raf- stýrðir gluggar og hliðarspeglar. Bíllinn vegur rétt um 1.800 kg, er 4.640 sm á lengd og hjólhafið er 2.630 sm. Vélin er eins og fyrr seg- ir framleidd af Mercedes-Benz og skilar 2,3 lítra vélin 78 hestöflum og eyðslan innanbæjar er nálægt 10 lítrum en 7,2 lítrum á jöfnum 90 km hraða. Stærri vélin, 2,9 lítra er 94 hestöfl með 11,6 lítra meðal- eyðslu innanbæjar og 8 lítra á jöfn- um 90 km hraða á klst. ¦ Samkeppni leitt til 15 millj. sparnaoar GUNNAR Svavarsson hjá Aðalskoð- un hf. segir að samkeppni á sviði bifreiðaskoðunar hafi leitt til 15 milljóna kr. sparnaðar í skoðunar- kostnaði á ársgrundvelli. Annað eins megi spari ef samkeppni yrði inn- leidd í bifreiðaskráningum og núm- erameðhöndlun en þar hefur Bif- reiðaskoðun íslands einkaleyfi. Gunnar segir að með samkeppni í skoðunum hafi ýmislegt breyst sem snýr að neytendum, t.a.m. séu skoðunartímar orðnir ábyggilegri, opnunartímar lengst, biðlistar þekkist ekki lengur og öll umgjörð í kringum þjónustuna hafi breyst. „Verðið hefur einnig lækkað. Með afslætti sem fyrirtæki og starfs- mannafélög fá, auk þess sem 12% lækkun hefur orðið á skoðunar- gjaldi, tel ég að sparast hafi 15 milljónir kr. í skoðunarkostnað. Sparnaðurinn skilar sér beint til ökutækjaeigenda. Verði farið út í samkeppni á skráningaskoðun, breytingaskoðun, sérskoðun og fleiri atriðum má lúta að umsýslu öku- tækja megi ná svipuðum þjónustu- gæðum upp og lækkuðu verði," sagði Gunnar. ¦ Stærstu bílaframleiðendurnir 1994 General Motors Ford Toyota Volkswagen Nissan Chrysler Fiat Peugeot-Citroen Mitsubishi Renault Honda Mazda 8.420.000 6.600.000 4.S60.000 3.042.383 2.617.294 2.400.000 2.300.000 1.989.800 1.913.053 1.851.257 1.730.000 1.255.311 Fjöldi framSeiddra ökutækja O 36 milljónir bíla f ramleiddar í f yrra FRAMLEIDDIR voru 36 milljónir bíla í heiminum 1994, sem er 5% fleiri bílar en árið 1993 en hæst fór framleiðslan árið 1989 í 36,6 milljónir bíla. General Motors er enn sem fyrr stærsti framleiðandinn og markaðshlutdeildin er 16,1% en í næsta sæti kemur Ford með 12,5% ogþáToyotameð 9,8%. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.