Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/jt VITARA er lipur sem fólksbíll og hefur ágæta vinnslu. Vitara er lipur fólks- bíll og góður ferðabíll Suzuki Vitara V6 í hnotskurn Vél: 2,0 lítrar, 6 strokkar, 4 ventlar, 136 hestöfl. - aldrif, hátt og sjálfvirkar fram- drifslokur. Vökvastýri. Líknarbelgir fyrir öku- mann og farþega í framsæti. Styrktarbitar í hurð- um. Hæðarstillanleg bíl- belti. Rafdrifnar rúðuvindur. Rafstilling hliðarspegla. Upphituð framsæti. Loftnet og lagnir fyrir 4 hátalara. Lengd: 4,12 m. Breidd: 1,69 m. Hæð: 1,69 m. Hjólhaf: 2,48 m. Þvermál beygjuhrings: 11 m. Þyngd: 1.31 kg. Burðargeta 665 kg. Bensíneyðsla: 12,9 1 í bæja- rakstri, 8,2 á jöfnum 90 km hraða. Stærð bensíntanks: 70 1. Hámarkshraði 160 km/klst. Hröðun úr kyrrstöðu í 100 tek- ur 12,5 sekúndur. Staðgreiðsluverð kr.: 2.590.000. Umboð: Suzuki bílar hf., Reykjavík. Verðið er hægt að drýgja með því að leggja fram hluta aftursætis eða allt sætið. í heild má segja að Suzuki Vitara sé ágætlega stór að innan og veiti bæði ökumanni og farþegum gott atlæti hvort sem þeir ferðast innanbæjar eða utan. Mælaborðið er einfalt í sniðum. Beint fram af ökumanni eru hraða- og snúningshraðamælar ásamt bensín- og hitamælum undir hlíf sem lokast í hálfhring og afmarkar mæla og útilokar vel alla speglun. Til hliðar eru miðstöðvarrofar og þar fyrir neðan útvarpsstæði og neðst á stokkum er gírstöng og milli framsæta er handhemill og stöng fyrir skiptingu milli drifa. Þar eru einnig rofar fyrir hita í framsætum. Óllu er þessu vel og haganlega fyrir komið. SÆTI ökumanns er stíft og gott og veitir góðan stuðn- ing við bak og hliðar. Hljóðlát vél Nýja vélin í Vitara er tveggja lítra, sex strokka og 136 hestöfl. Hún er með 24 ventlum og er þeir drifnir af fjórum ofanáliggjandi kambásum en vélin er öll byggð úr áli og því eins létt og unnt er og hafa hönnuður og tæknimenn verksmiðjanna einnig reynt að draga sem mest úr titringi og há- vaða. Enda má segja að þessi vél sé sérlega hljóðlát og ekki heyrist að marki í henni þótt henni sé komið á sæmilega háan snúning. Vélin er með fjölinnsprautun á elds- neyti, loftinntaki með sveifluherm- um og beina rafeindakveikjun. Gírkassi er sambyggður og millikassi og er hann með háu og lágu drifi. Framdrifslokur eru sjálfvirkar og er það staðalbúnað- þá_300 þúsund krónum hærra. í akstri er Vitara lipur sem fólks- bíll. Hann er ágætlega röskur í við- bragðinu í innanbæjarsnattinu og þar sem ökumaður situr sæmilega- hátt hefur hann góða yfirsýn og nær strax góðum tökum á bílnum. Hann er rétt rúmlega fjögurra metra langur og er því ósköp líkur meðalstórum og venjulegum fjöl- skyldubíl í allri meðhöndlun. í þjóð- vegaakstri er vinnslan ágæt. Á venjulegum ferðahraða þarf ekki endilega að skipta of mikið niður og er eftirtektarvert hversu hljóðlát vélin er. Þá er fjöðrunin mjúk og er bíllinn mjög rásfastur þótt aðeins sé ekið í eindrifi. Framfjöðrun er MacPherson gormar og að aftan eru klofaspyrnur með gormum. Mikll fjárfestlng LENGRI gerðin af Suzuki ^ Vitara jeppanum er nú fáan- leg með nýrri sex strokka vél og var þessi nýja gerð kynnt fyrir nokkru hjá umboðinu, Suzuki bílum hf. í Reykjavík. JJJ Jafnframt hafa verið gerðar minni háttar útlitsbreytingar. Vitara er nokkurn veginn Z fullvaxinn jeppi, með háu og lágu drifi, miklum búnaði og M á margan hátt athyglisverður OC bíll, lipur, hljóðlátur og þægi- legur. Verðið er að vísu orðið tæp- ar 2,6 milljónir króna fyrir hand- skiptan bíl og nærri 2,9 m. kr. fyrir sjálfskiptan og er það eini gallinn en þarna er líka mjög margt innifalið í skemmtilegum bíl. Við skoðum handskiptu gerð- ina í dag. Útlitsbreytingar á Vitara eru smávægilegar, búið að setja heldur meira króm á grillið, fram- og aft- urstuðar eru nýir og búið að hressa við hliðarklæðningarnar sem fylgja stuðaralínunni. Vitara er ekki íkja stór, rétt rúmir fjórir metrar að lengd, en hann er nokkuð verkleg- ur - eða verður það ef hann er settur á heldur stærri hjólbarða en koma undir honum, hann er með áferðarfalleg brot í hliðum, stórar rúður og hefur nokkuð mjúklegar línur án þess að vera um of teygður í átt að fólksbíl. Stór að innan Að innan er Vitara einnig þokkalegasti bíll. Sætin eru sérlega góð og yfrið nóg höfuðrými. Mætti þess vegna hafa framsætin örlítið hærri til að ná enn betra útsýni sem er þó ágætt. Fótapláss er iíka rúmt í fram- sem aftursætum. Þar fyrir aftan er farangursrými sem er svosem ekkert of stórt en það Röskur Rúmgóður Hljóðlátur MÆLAR eru stórir og góðir ökumaður fljótur að ná áttum í atriðum við stjórn bílsins. ur. í þessu tilviki var prófaður bíll með fimm gíra handskiptingu en hægt er einnig að fá fjögurra þrepa tölvustýrða sjálfskiptingu sem einnig er búin sparnaðar- og átaksstillingum. Sé bíllinn tekinn með sjálfskiptingu fylgir honum einnig hemlalæsivörn og er verðið og er öllum Verðið á Suzuki Vit- ara í lengri útgáfunni er kr. 2.590.000 og eru þá innifalin númera- spjöld, skráning og verksmiðjuryðvöm. Umboðið mælir þó með viðbótarryðvöm sem kostar kr. 19 þúsund og er á henni 8 ára ábyrgð. Sé útvarp einn- ig keypt er heildarverð- ið komið í um 2.620 þúsund krónur og hækkar í nærri 2,7 ef teknir eru stærri hjól- barðar og bíllinn hækk- aður um nokkra cm. Þetta er eini gallinn við þennan ágæta og lipra bíl. En þá er líka kominn mjög skemmtilegur og alhliða ferðabíll án þess að verið sé að tala um jöklaferðir eða annað slíkt, heldur ferðir um alla fjallavegi og vega- slóða á hálendi sem hinn venjulegi ferðamaður sækist eftir að kom- ast. Vitara dugar vel á slíkum leiðum og þarf ekki að fjárfesta í dýrara tæki til þessara ferða. Þetta verð má þó ekki hærra vera og er helsti og eini galli bílsins því Vitara er á allan hátt skemmti- legur jeppi með ríkulegum bún- aði. Að lokum er rétt að minna á að áfram verður Vitara fáan- legur með minni vélinni, 1600 rúms- entimetrar og 96 hestöfl. Kostar hann 2.178.000 en þá hafa menn heldur ekki líknarbelgi, ekki sjálf- virkar driflokur og þetta miklu minni vél. Hér verða menn því eins ogáðuraðkveljastogvelja. ■ Jóhannes Tómasson Þrír km af raflögnum VOLVO 460 er samansettur úr 10 þúsund lausum hlutum og raf- lagnirnar í honum eru um 750 kílómetrar að lengd. Mercedes S-línan slær Volvo við hvað varðar lengd raflagna en í Benz eru þær heilir þrír kílómetrar að lengd. S-línan er líka með 29 tölvur af ýmsum gerðum og 35 rafmótora en fjöldi þeirra tvöfaldast ef bíllinn er með öllum þeim aukabúnaði sem í boði er. Vöxturí Suöur-Kóreu SUÐUR-kóreskir bílframleiðendur framleiddu 12% fleiri bíla í fyrra en 1993. Alls voru framleiddir 2,3 milljónir bíla í fyrra. Útflutningur jókst um 16% og fór í alls 740 þúsund bíla. í hitti fyrra jókst út- flutningurinn enn meira, eða um 40%. Suður-kóreskur bíliðnaður stefnir að enn meiri útflutningi á markaði ESB, eða í 210 þúsund bíla, sem yrði vöxtur upp á 60%. Rollsinn selst vel ROLLS Royce er vinsæll um þess- ar mundir. I Evrópu jókst salan um 22% fyrstu fimm mánuði árs- ins og 17% í Bandaríkjunum og Japan. Það dró hins vegar úr söl- unni í Miðausturlöndum og í Aust- urlöndum fjær. Englendingar aögætnir ENGLENDINGAR eru á margan hátt sérstakir ökumenn. Fyrir það gildir vinstri handar umferð í land- inu, og í annan stað slógu Eng- Iendingar á síðasta ári met frá 1926.1 fyrra var minnst tíðni umferðaróhappa innan ESB-land- anna fimmtán og hafa aldrei orðið færri umferðarslys í landinu síðan 1926. FIAT Brava. Arftaki Fiat Tipo FIAT frumkynnir Bravo og Brava, arftaka Tipo, á bílasýningu í Tór- ínó í lok ágúst. Þrennra dyra hlað- bakurinn, Bravo, og fimm dyra stallbakurinn Brava, verða settir á markað í Evrópu 16. september nk. Sparneytnari Tocoma HELDUR var bensíneyðslan á Tacoma jeppanum frá Toyota gerð mikil síðastliðinn sunnudag en rétt er hún 9,4 lítrar á jöfnum 90 km þjóðvegahraða og 12,4 lítrar í bæjarakstri. Það er Bílabúð Benna sem flytur inn Tacoma. )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.