Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1995 13 VATNAVEXTIR OG SKRIÐUFOLL Vegurinn til Illugastaða í sundur Fólk flutt úr húsum vegna skriðuhættu hægt að gera miklar ráðstafanir, „annað hvort hangi þær eða fari“. Helst sé óttast að þriðja skriðan fari af stað á Svalbarðsströnd en lítið hægt að gera annað en að vera viðbúinn. Búist er við áfram- haldandi hlýindum og segir Ólafur verst að hláni jafnt að nóttu sem degi vegna lítils hitamunar, sem auki á hættu á skriðum. FJÓRAR fjölskyldur voru fluttar úr húsum sínum í orlofshúsabyggðinni á Illugastöðum í Fnjóskadal vegna skriðuhættu á sunnudag. Hlíf Guðmundsdóttir starfsmaður í orlofshúsabyggðinni sagði að nú væri dvalið í 10 húsum á svæðinu og fólk á leið í það ellefta hefði þurft frá að hverfa í gærmorgun þar sem vegurinn frameftir hafði rofnað við Veturliðastaði. „Við vorum á ferðinni í fyrrinótt að skoða aðstæð- ur og komum þá að þegar vegurinn var að gefa sig,“ sagði Hlíf. Hætta á skriðuföllum Stúlka á leið frá Illugastöðum í vinnu sína á Fosshóli var feijuð yfir ólgandi lækinn í gærmorgun, en annars sagði Hlíf að fólk biði rólegt eftir að viðgerð á veginum lyki. „Þeir hafa verið í vandræðum með að koma ræsinu fyrir vegna vatnavaxt- anna, en fólk skilur að það er lítið hægt að gera, við verðum bara að bíða eftir að búið er að koma á vega- sambandi aftur," sagði Hlíf. Hætta er á að jarðskriður falli ofan orlofshúsabyggðarinnar, en jarðvegurinn er að sögn Hlífar allur sprunginn fram. „Maður er logandi hræddur um að þetta fari af stað,“ sagði hún. Vegna yfirvofandi hættu var fólk flutt úr fjórum húsum á efsta svæði byggðarinnar í önnur neðar. Þá er verslunin á svæðinu á hættusvæði og því hefur ekki verið hægt að opna hana enn, en fyrirhugað er að koma upp bráðabirgðaverslun í þjón- ustumiðstöðinni á svæðinu. Ræsi skammt frá sundlauginni gaf sig í vatnavöxtunum og flæddi vatn upp um alla veggi. Þegar búið var að laga til eftir það kom í ljós að vatns- lögn upp á fjallinu hafði gefið sig og ekki hægt að veita vatni í sund- laugina. „Það hafa verið eintóm vandræði vegna þessa vatnsflaums, en við verðum bara að bíða þar til þetta gengur yfir, en það er ekki hægt að neita því að það hefur verið mik- ið að gera hérna," sagði Hlíf. Jökulsá á Dal líkust hafsjó Vaðbrekku, Jökuldal - Mikil leys- ing hefur verið á Jökuldal síðan á sunnudag og eru vatnavextir svo miklir að vatnsborð þveráa á Jök- uldal eru með því hæsta sem ger- ist. Þegar allt þetta vatn safnast svo saman i Jökulsá á Dal verður hún eins og hafsjór yfir að líta er hún kemur úr gili sínu við Foss- velli. Ekki hafa orðið teljandi skemmdir á mannvirkjum vegna vatnsflaumsins, en þó skemmdist vegurinn héim að Klausturseli. Skriðufall í Garðsnúpi Laxamýri - Mjög stór skriða féll í Garðsnúpi í Aðaldal sl. föstudags- kvöld og urðu miklar skemmdir á gróðri í hlíðinni sem vafin er birki- kjarri og miklu lyngi. Fólk sem býr við Hafralækjar- skóla varð vart við mikinn hávaða og gný en hélt fyrst að þota í lág- flugi væri á svæðinu. Svo reyndist ekki vera og sást þá skriðan sem hreif með sér alian jarðveg og gróður á stóru svæði. Mestar urðu drunumar þegar fargið féll neðst niður þar sem hlíðin er bröttust og þeyttust steinar og annað það sem skriðunni fylgdi í allar áttir. Áður hafa margar skriður fallið í Garðsnúpi þó mest um 1870 og síðan aftur í stórrigningum 1948. Morgunblaðið/Rúnar Þ6r FNJÓSKÁ hreif með sér þessa nýlegu brú yfir í Vaglaskóg í hamförunum. Öflugir kranar verða látnir halda brúnni á sín- um stað svo hún fari ekki lengra. Morgunblaðið/Rúnar Þór STEFÁN Krisljánsson í Nesi í Fnjóskadal við bæjarlækinn sem er mikiil að vöxtum um þessar mundir. Glumdi í öllu vegna grjótkasts í bæjarlæknum BÆJARLÆKURINN við bæina Nes og Tungunes í Fnjóskadal er mikill að vöxtum þessa dag- ana og sagði Stefán Kristjáns- son bóndi í Nesi að hann hefði sjaldan verið stærri, en hann hefur átt heima á bænum allt frá fæðingu. Heimarafstöð fyrir bæina, sem er í fjallinu fyrir ofan þá, fór í átökunum, en Stefán sagði að mikið gijót hefði ruðst fram með læknum allan sunnudaginn og því fylgt hávaði mikill. Einn maður var hafður á vaktinni við bæinn í alla fyrri- nótt vegna hættu á að aurskrið- ur féllu. „Það er nokkur hætta á að falli aurskriður hér niður úr fjallinu og betra að hafa varann á,“ sagði Stefán en sagði að hávaðinn í bæjarlæknum, Nesánni eins og hann nefnist, hefði ekki haldið fyrir sér vöku. „Þetta var mikið gijótkast, það glumdi hér í öllu allt sunnudags- kvöldið.“ Morgunblaðið/Jón Sigurðsson VATNSDALURINN og Eylendið neðan flóðsins er eins og fjörð- ur yfir að líta. í forgrunni er bærinn Hnjúkur og sér yfir dalinn. Vatnsdalsá í Austur-Húnavatnssýslu Mestu flóð í manna minnum Blönduósi - Mestu flóð í manna minnum eru nú í Vatnsdalsá. Ástæðan fyrir flóðunum er mikil leysing á vatnasvæði árinnar. Vatnsdalurinn er sem fjörður yfir að líta og liggur vegur að hluta beggja vegna dalsins undir vatni. Ekki er vitað um skemmdir af völd- um flóðsins en ljóst er að þetta flóð á eftir að vara í nokkra daga og öll kurl því ekki komin til grafar. Eylendið, sléttlendið neðan brú- arinnar yfir Vatnsdalsá við Sveins- staði er umflotið vatni og vatn er nánast komið að fjósdyrum á bæn- um Hnausum í Þingi. Vatnsdýpt á veginum við bæinn Vatnsdalshóla er milli 40 og 50 cm að sögn Magn- úsar bónda Sigurðssonar á Hnjúki. Einnig flýtur vatn yfir veginn skammt norðan við bæinn Hvamm í austanverðum dalnum og bæinn Flögu í dalnum vestanverðum. Veg- urinn hefur verið stikaður og var talinn fær stórum bílum í gær, en aðgæslu er þörf. Sigurður Magnús- son frá Hnjúki sem lifað hefur tæp áttatíu ár segir þetta vera mestu flóð sem hann muni eftir í Vatns- dalnum. Sumarlistaskólinn á Akureyri 18. júní til 2. júlí fyrir 10 til 17 ára. Leiklist - myndlist - ritlist - dans Veggmyndamálun í Hrísey og ferðalag. í kringum Tröllaskagann. Aðalkennarar: Súsanna Svavarsdóttir, rithöfundur. Ingvar Þorvaldsson, listmálari. Örn Ingi, fjöllistamaður. Nokkur pláss eru laus - upplýsingar í síma 462 2644. Með sumarkveðju, Örn Ingi. LACOSTE og liturinn þinn UTILIFf GLÆSIBÆ, SÍMI581 2922
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.