Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1995 i- MORGUNBLAÐIÐ fl VIÐSKIPTI Sala bjórs hefur aukist um 12% milli ára Hlutdeild ís- lensks bjórs fer minnkandi BJÓRNEYSLA hér á landi heldur áfram að aukast og nam bjórsala ÁTVR fyrstu fimm mánuði ársins rösklega 2,8 milljónum lítra. Þetta er tæplega 12% aukning frá sama tíma í fyrra. Rösklega 708 J>úsund lítrar af bjór seldust hjá ÁTVR í maímán- uði sem er um 11% aukning frá sama mánuði í fyrra. Fjölmargar nýjar bjórtegundir hafa litið dags- ins ljós á markaðnum og náð ein- hverri sölu. Á meðan hafa innlendu framleiðendurnir tapað markaðs- hlutdeild því hún nam fyrstu fimm mánuðina tæplega 62% samanbor- ið við 70% á sama tímabili í fyrra. Ölgerðin Egill Skallagrímsson hef- ur þó heldur aukið sína sölu milli ára en sala Viking Brugg dregst saman. Benedikt Hreinsson, mark- aðsstjóri Ölgerðarinnar, bendir á að sterkasta merki fyrirtækisins, Egils gull, hafi haldið sínu að und- anförnu þrátt fyrir aukið framboð innflutts bjórs og verðlækkanir á markaðnum í byijun maímánaðar. Nýjar tegundir Af nýjum tegundum á markaðn- um má nefna að um 14 þúsund lítrar af Warsteiner-bjórs seldust í maímánuði en þessi tegund var á boðstólum á keppnisstöðum Heimsmeistarakeppninnar í hand- knattleik. Þá hafa bæst við tegund- ir eins og DAB, Lapin, Faxe, San Miguel, Oranje Boom. Bandaríski bjórinn Budweiser virðist njóta vaxandi hylli neytenda því salan nam tæplega 110 þúsund lítrum fyrstu fimm mánuðina samanborið við 55 þúsund lítra árið áður. Hef- ur markaðshlutdeildin aukist úr um 2,2% í 3,9%. Nú fer í hönd aðalsölutími bjórs því júlí er jafnan langsöluhæsti mánuður ársins. I fyrra nam salan í þeim mánuði hátt í eina milljón lítra og ef fram heldur sem horfir verður salan í ár yfir einni milljón lítra. Á meðfylgjandi mynd sést nánar hvernig hlutdeild einstakra tegunda hefur þróast á árinu. Islendingum býðst þátttaka í forvali vegna flugbrautarframkvæmda í Grænlandi Framkvæmdir uppáum 11 milljarða króna ÍSLENSKIR verktakar eiga mögu- leika á að bjóða í flugbrautarfram- kvæmdir á Grænlandi, en heima- stjórn Grænlands samþykkti nýlega áætlun um byggingu flugvalla í sjö grænlenskum bæjum. Framkvæmd- unum á að ljúka árið 2002 og gerir fjárhagsáætlun ráð fyrir kostnaði upp á rúmlega einn milljarð danskra króna eða sem svarar um 11 millj- örðum íslenskra króna. Jens Hesseldahl, hjá yfirstjórn samgöngumála hjá grænlensku heimastjórninni, sagði í samtali við Morgunblaðið að forval verktaka vegna flugbrautarframkvæmdanna væri auglýst á öllum Norðurlöndum og í Kanada. Auglýsing um forvalið birtist í Morgunblaðinu í síðustu viku. Fyrra stigi áætlunarinnar um byggingu flugvallanna á að ljúka árið 1999. Þá verða byggðir flugvell- ir í Maniitsoq, Aasiaat, Uummannaq og Sisimiut. Á seinna stigi áætlunar- innar, sem ráðgert er að ljúka við árið 2002, verða byggðir flugvellir í Qaqortoq, Paamiut og Upernavik. Að sögn Jens Hesseldahl er kostnað- ur við framkvæmdir á fyrra stigi áætlaður um 600 milljónir danskra króna og kostnaður við framkvæmd- ir á síðara stigi um 400 milljónir danskra króna. Reynsla og geta Verkkaupandinn, Grönlands Luft- havnsvæsen í Nuuk, býður þeim verktökum og verktakahópum í of- angreindum löndum, sem áhuga hafa, að taka þátt í forvali vegna útboðs byggingar flugvalla á fyrsta stigi áætlunarinnar og er hægt að sækja um þátttöku i forvali vegna einnar eða fleiri af þeim flugbrautum sem stendur til að byggja þar. Aðspurður sagði Hesseldahl að einungis fyrirtæki eða fyrirtækja- hópar með reynslu og getu til þess að framkvæma verkið yrðu tekin til greina í forvalinu. Þá væri nauðsyn- legt að einstök fyrirtæki hefðu við- skiptaleyfi á Grænlandi. Hesseldahl sagði ennfremur að sérstaklega yrði litið til þeirra fyrirtækja og fyrir- tækjahópa sem áætluðu samvinnu við grænlenska aðila. Stefnt er að því að verktökum sem valdir verða í forvali verði boðið að leggja inn tilboð sín síðari hluta árs- ins 1995 og fyrri hluta 1996. Styrum Ferða- málasjóð NOKKUR óánægja virðist ríkja á meðal nokkurra fyrirtækja í ferða- málaiðnaði með starfsemi Ferða- málasjóðs. Síðastliðinn sunnudag birtist auglýsing frá Lögmannsstof- unni Lögmenn, þar sem óskað var eftir viðræðum við aðila er hefðu áhuga á að endurfjármagna lán nokkurra lánþega hjá Ferðamála- sjóði þar sem starfsemi sjóðsins sam- ræmist ekki lengur því hlutverki sem honum ber að sinna lögum sam- kvæmt að því er kemur fram í þess- ari auglýsingu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er hér um að ræða nokkur fyrirtæki er fengið hafa skuldbreyt- ingu á lánum sínum hjá Ferðamála- sjóði, en verið synjað um frekari fyrirgreiðslu. Að sögn Guðmundar Jónssonar lögmanns, sem fer með þetta mál fyrir hönd þeirra fyrirtækja er í hlut eiga, er það til komið vegna óánægju með starfsemi og þjónustu sjóðsins og hafa þessi fyrirtæki því afráðið að leita eftir endurfjármögnun á þeim lánum sem þau hafa fengið þar. Að hans sögn er hér um að ræða nokkra minni aðila í ferðaþjón- ustu. Björn Jósef Arnviðarson, formað- ur stjórnar sjóðsins vildi í samtali við Morgunblaðið lítið tjá sig um málið. Hann sagði að stjórn sjóðsins væri kunnugt um málavexti og hefði grun um hvert eðli þessarar óánægju væri, en þar sem ekki hefði borist formleg kvörtun til sjóðsins þar sem fram kæmi hvaða aðilar ættu hér í hlut, treysti hann sér ekki til þess að tjá sig nánar um málið. ----» ♦ ♦-- Annríki hjá flugfélögum íEvrópu Briissel. Reuter. FARÞEGAFLUG evrópskra flugfé- laga jókst um 11,8% í apríl. Þar sem þá voru páskar getur verið varhuga- vert að treysta þeim tölum, að sögn framkvæmdastjóra Sambands evr- ópskra flugfélaga en hann telur þær benda til þess að sumarið verði líf- legt. ! í » í s l 1 > i f t i I í í 1 I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.