Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1995 17 _________URVERINU_______ Samtök smábáteigenda krefjast róðradaga Morgunblaðið/Árni Sæberg EIGENDUR krókabáta eru uggandi um framtíð sína. Smábátamenn mótmæla frum- varpi um stjórn fiskveiða FJÖLMÖRG samtök eigenda smá- báta, sjómannasamtök og bæjarfé- lög hafa á undanförnum dögum samþykkt mótmæli við frumvarpi um stjórn fiskveiða er nú liggur fyrir. I frumvarpinu er gert ráð fyrir að heildarafli krókaleyfisbáta verði 21.500 tonn og veiðar þeirra áfram takamarkaðar með bann- dögum. í samþykktum þessum er frumvarpið, verði það að lögum, talið rothögg á útgerð þessara báta og valda stórkostlegu at- vinnuleysi í sjávarútvegsbæjum landsins. Fundur í Smábátafélaginu Eld- ingu í ísafjarðarsýslu ályktar á þessa leið á fundi, sem haldinn var í lok síðustu viku: „Þau frumvarps- drög um málefni krókaleyfisbáta, sem nú eru í meðferð alþingis, hafa þrjú meginmarkmið: í fyrsta lagi að neyða fleiri sjó- nienn til að velja fisk til löndunar. I öðru lagi að gera stóran hluta smábátaeigenda gjaldþrota. Og síðast en ekki sízt munu þorp sem eru háð afla þessara báta verða lögð í eyði og verðmæti, sem þar eru, að engu gerð. Það er og verður höfuðkrafa Eld- ingar og Landssamabands smá- bátaeigenda að krókaveiðar verði gefnar frjálsar. Þó er hægt að fall- ast á tillögur minnihluta sjávarút- vegsnefndar Alþingis um stundar sakir.“ Bæjarstjórn Vesturbyggðar vil róðrakerfi Bæjarstjórn Vesturbyggðar hef- ur sent frá sér mótmæli vegna frumvarpsins, en þar segir meðal annars: „Á undanförnum árum hefur enginn landshluti orðið fyrir jafnmiklum aflasamdrætti og suð- ursvæði Vestfjarða. Einungis eru eftir 33% af þeim aflaheimildum, sem í upphafi kvótakerfísins 1984, var úthlutað á þennan landshluta. Það sem í raun hefur haldið þessum landshluta í byggð er því afli smá- báta. Bæjarstjórn Vesturbyggðar'vill að einungis verði tekið upp eitt kerfi, en ekki tvö, til að stjórna sókn smábáta. Bæjarstjórn leggur eindregið til að tekið verði upp róðradagakerfi, þar sem smábáta- eigendur geti valið sína róðradaga sjálfir og sókninni verði beint á þann árstíma sem minnsta hættu skapar fyrir smábátasjómann, eins og samtök þeirra hafa ályktað um.“ Vilja 33.000 tonn af þorski Smábátamenn á Patreksfirði hafa einnig sent frá sér ályktun, sem samþykkt var á fundi þeirra á sjómanandaginn. Þar segir meðal annars: „Við mótmælum þeirri miklu skerðingu sen felst í að setja þak á afla krókabáta við 21.500 tonn. Til að við eigum möguleika á að halda velli verður að viður- kenna rétt okkar til veiða á að minnsta kosti 33.000 tonnum af þorski." Stórfellt atvinnuleysi blasir við Verkalýðs- og sjómannafélag Patreksfjarðar hefur einnig sent frá sér mótmæli vegna þessa máls og segir þar: „Stjórn Verkalýðs- og sjómannafélags Patreksíjarðai' tekur heilshugar undir ályktun bæjarstjórnar Vesturbyggðar frá 9. júní síðastliðnum, þar sem breyt- ingum á lögum um stjórn fiskveiða er harðlega mótmælt. Ljóst er að verði umrætt frum- varp að lögum, blasir stórfellt at- vinnuleysi við á svæðinu og jafnvel gjaldþrot fjölda heimila, sem byggja afkomu sína á veiðum smá- báta og vinnslu afla úr þeim.“ Róðradagar æskilegir Félagsfundur hjá Smábátafélag- inu Árborg, sem er félag smábáta- eigenda á Suðurlandi, mótmælir frumvarpinu einnig. I ályktun frá félaginu segir meðal annars svo: „Mörg rök má færa fyrir því að æskilegra sé að stjórna veiðunum með róðradögum svo sem eftirfar- andi atriði: Sjómenn munu nýta góð veður- skilyrði til róðra í stað þess að róa í slæmum veðrum með tilheyrandi hættu á slysum, óhagræði og erfiði sem fylgir sjósókn lítilla báta í slæmu veðri. Sjómenn geta nýtt róðradaga sína með tilliti til möguleika á ann- arri atvinnu, sem hægt væri að stunda hluta ársins í stað þess að vera bundnir yfir bátunum allt árið. Með þeirri hagræðingu sem næst með því að velja sína róðradaga er eigendum þessarra báta mögu- legt að lifa af með minni afla og því munu færri lenda í fjárhagslegu þroti vegna þessara skerðinga. Með því að úthluta róðradögum er ekki vegið eins þungt að hinum hefðbundna trillukarli sem rær sinni trillu yfir sumartímann á handfærum og tekur hana upp yfír veturinn. Þessir menn fara ákaf- lega illa út úr skerðingunni sam- kvæmt frumvarpinu, þar sem veið- ar eru skertar langmest yfir sumar- tímann, en minna yfir veturinn." Aflaþak frá 15 upp í 60 tonn Klettur, félag smábátaeigenda á Norðurlandi eystra hafr.ar frum- varpinu einnig og mótmælir fram- komnum hugmyndum um kvóta á krókabáta. I ályktun frá félaginu segir svo: „Smábátaeigendur hafa lagt á það höfuðáherslu að sett verði í stað banndagakerfis sóknar- kerfi sem geri mönnum kleift að velja sjálfir sína sóknardaga. Slíkt kerfi myndi stuðla að auknu öryggi í sjósókninni ásamt því að aðilar ættu mun auðveldara með að hag- ræða í rekstri. Til að stuðla að því að halda heildarafla nálægt viðmið- un verður að setja jafnframt há- marks leyfilega veiði á hvern bát. Fundurinn telur hæfilegt að miða við 10 tonn af þorski pr. brúttótonn í hveijum bát, þó þannig að minnsta þak sé 15 tonn á hvern bát miðað við slægðan fisk, en hæsta þak sé 60 tonn.“ Burtflogin hænsn og teiknaðar kartöflur Stjórn Snæfells, félags smábáta- eigenda á Snæfellsnesi, hefur einn- ig ályktað um þessi mál. Þar segir meðal annars á þessa leið: „Höfuðástæða þess að smábátar hafa aukið veiðar sínar er sú að stjórnvöld hafa ekki lokað fyrir inn- streymi nýrra báta og þar með aukna afkastagetu innan veiðikerf- is þess sem gilt hefur hveiju sinni. Stjórnvöld hafa að hluta viður- kennt í verki að þetta sé hin raun- verulega ástæða. Nú eru hins vegar ýmsar blikur á lofti. Annars vegar er ekki ljöst með hversu myndarlegum hætti stjórn- völd ætla að taka á vanda þeirra smábátaeigenda sem eru á afla- marki. Skorar fundurinn á ráða- menn að til aðgerða verði gripið sem raunverulega nýtast þessum mönnum, en verði ekki „burtflogin hænsn og teiknaðar kartöflur" eins og jöfnunarsjóðsaðgerðir síðustu ára hafa verið. Fundurinn ítrekar þá kröfu að krókabátar fái að róa eftir kerfi sem felur það í sér dð þeir fái að velja sína sóknardaga sjálfir. Við- bárur yfirvalda um að slíkt kerfi sé illframkvæmanlegt vegna eftir- litsþátta halda ekki.“ Þá hefur Morgunblaðinu borist ályktum smábátamanna í Grímsey, en þar segja þeir meðal annars: Fjölgun báta afleiðing ákvarðana stjórnvalda „Þessi fjölgun krókabáta og aukning í stærð þeirra og afköstum er bein afleiðing ákvarðana stjórn- valda og lýsum við því ábyrgð á hendur löggjafanum. Sá afli sem krókabátum er ætlaður, 21.500 tonn, er samkvæmt viðmiðun út frá afla fiskveiðiársins 1991-1992 en síðan var kerfinu haldið galopnu og nánast allir þeir bátar sem kom- ið hafa inn í kerfið síðan eru af stærstu og afkastamestu gerð þannig að það Iiggur fyrir að sókn- argetan hefur aukist gífurlega á þessum tíma. Við lýsum því fullri ábyrgð á hendur þingmönnum og skorum á þá að axla hana með þeim hætti, að menn sem stunda útgerð í þessum flokki haldi sögu- legum rétti sínum til veiða.“ Bæjarráð Bolungarvíkur mótmælir frumvarpinu Bæjarráð Bolungarvíkur hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Bæjarráð Bolungarvíkur mótmæl- ir harðlega framkomnu frumvarpi sjávarútvegsráðherra um veiðifyr- irkomulag krókabáta. Gangi frum- varpið eftir mun það í einni svipan svipta atvinnugrundvellinum undan langstærstum hluta krókabátaflot- ans, sem verið hefur snar þáttur í atvinnulífi Bolungarvíkur og Vest- íjarða í heild. Bæjarráð skorar á stjórnvöld að endurskoða nú þegar framkomið frumvarp og gera breytingar á því sem gerir króka- bátum mögulegt að stunda sínar veiðar með fyrirkomulagi, sem þeir sjálfir eru sáttir við.“ "1 Apple-umboðið SKIPHOLTI 21 • SÍMI: 511 5111 Heimasíðan: http:llwww.apple.is Framtíðin er kominl 6100/66 án VSK V S K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.