Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1995 19 CLINTON og Gingrich í New Hampshire á sunnudag. Reuter Gmgrich kannar j arð veginn Claremont í New llampshire. The Daily Telegraph. HINN umdeildi forseti fulltrúadeild- ar Bandaríkjaþings, Newt Gingrich, notar hvert tækifæri til að vekja athygli á skoðunum sínum og segir að þetta sé ástæða þess að hann útiloki ekki algerlega að reyna fyrir sér í forsetaframboði á næsta ári. Hann segir að flölmiðlar muni kalla þetta lymskufulla aðferð við að bjóða sig fram til forseta en hann viti að með þessu sé ávallt tryggt að minnst 15 myndavélar séu á staðnum þegar hann tjái sig. Hvað sem þessum ummælum líð- ur þykir ljóst að þingforsetinn sé í reynd að velta fyrir sér framboði, þrátt fyrir viðvörun móður sinnar í sjónvarpsviðtali nýverið: „Ekki núna, það er of snemmt." Gingrich er einn helsti talsmaður þeirra repú- blikana sem vilja grípa til rótttækra ráðstafana til að skera niður ríkisút- gjöld og minnka opinber afskipti. Með öflugan meirihluta í báðum þingdeildum hafa þeir þegar sam- þykkt mikilvæg frumvörp í þessa veru. Þótt Gingrich sé meira í sviðsljós- inu en nokkur annar bandarískur stjórnmálamaður að Bill Clinton for- seta undanskildum sýna kannanir að hugur fólks til þingforsetans er blendinn. Tveir af hveijum þrem kjósendum eru ósáttir við þær að- ferðir sem hann beitir til að koma málum sínum í gegn. Ljóst er að mun fleiri repúblikanar vilja að Bob Dole verði forsetaframbjóðandi fremur en Gingrich og spár benda til að Dole myndi sigra Clinton. Á atkvæðaveiðum Þingforsetinn var á atkvæðaveið- um í New Hampshire fyrir skömmu og var annar tveggja ræðumanna á fundi á sunnudag með eftirlauna- þegum, hinn var Clinton. Sýnt var frá fundi þeira í sjónvarpi en þetta er í fyrsta skipti sem forseti Banda- ríkjanna og þingforsetinn mætast með þessum hætti. Þeir Clinton og Gingrich lögðu áherslu á að þeir gætu starfað saman og virtist fara vel á með þeim. Verkföll lama starf- semi SAS Stokkhólmi. Reuter. STARFSEMI SAS-flugfélagsins var lömuð í gær vegna dagsverk- falls flugstjóra, þess fjórða á 10 dögum. Hafa flugstjórar boðað ann- að verkfall á morgun, miðvikudag, hafi samningar um nýjan kjara- samning ekki tekist þá. Talsmaður SAS sagði, að aflýsa hefði orðið 800 flugferðum með um 55.000 farþega en flugið átti að hefjast aftur á miðnætti sl. Upp úr viðræðum flugstjóra og samninga- manna flugfélagsins slitnaði á sunnudag og hafa verkfallsaðgerð- irnar áhrif á allt flug SAS í Evrópu og á alþjóðaflugleiðum og einnig innan Norðurlanda. Það er aðeins feijuflug milli Svíþjóðar og Dan- merkur, sem hefur gengið eðlilega. Akveða áti í gær hvenær næsti samningafundur yrði haldinn en flugstjórar hafa boðað dagsverkfall á morgun verði ekki orðið við kröfu þeirra um 6% kauphækkun. Tals- menn SAS sögðu fyrir helgi, að ekki yrði boðið meira en 3,5% en sænskir fjölmiðlar segja, að boðið hafi þó eitthvað verið hækkað. -----♦ ♦ «---- Aðskilnað- arsinnar sameinast Montrcal. Reuter. LEIÐTOGAR aðskilnaðarsinna { Quebec-fylki í Kanada sögðu á föstudaginn að þeir hefðu sameinað krafta sína í baráttunni fyrir full- veldi fylkisins og myndu efna til almennrar atkvæðagreiðslu með haustinu Leiðtogar þriggja flokka sem beijast fyrir aðskilnaði, Parti Qu- ebecois (PQ), Bloc Quebecois (BQ) og Action Democratique du Quebec (ADQ) sögðust hafa lagt drög að sameiginlegri stefnu sem yrði borin undir atkvæði íbúa fylkisins. Þeir leita eftir umboði til þess að semja um efnahagsleg og stjómmálaleg tengsl við Kanada, komi til aðskiln- aðar. Fylkið myndi síðan lýsa yfir sjálfstæði ári síðar, hvort sem samningar hefðu tekist eða ekki. Mikilvægi samkomulags flokk- anna þriggja felst bæði í samvinnu PQ, sem er við stjórnvölinn á fylkis- þinginu, og BQ, sem er næst- stærsti flokkurinn á ríkisþinginu í Ottawa, og einnig í því að ADQ, sem er hófsamari í aðskilnaðarmál- inu, hefur gengið til liðs við þá. Stuðningur við aðskilnað hefur mælst um 45% í fylkinu, sem er svipað fylgi og PQ fékk í síðustu fylkiskosningum. ADQ hlaut 6,5% atkvæða í þeim kosningum, og binda aðskilnaðarsinnar vonir við að fylgi flokksins nægi til þess að- skilnaður verði samþykktur í at- kvæðagreiðslunni í haust. Gömu/ atvmnutæki geta grafíð undan rekstrinum Ný tæki og skynsamlegar fjárfestingar geta gjörbreytt rekstri fyrirtækis þíns. SP-Fjármögnun hf. er nýtt fyrirtæki í eigu Sparisjóðanna sem býður fyrirtækjum og einstaklingum í rekstri kaup og fjármögnunarleigusamninga sem valkost við kaup á atvinnutækjum. Helstu kostir við eignarleigusamninga SP-Fjármögnunar hf. eru þeir að þú nýtur staðgreiðslu- afslátttar við kaup tækja, greiðslubyrði getur verið sveigjanleg, fjármögnun allt að 100% og tækið er helsta tryggingin. Kjartan G. Gunnarsson Guörun Einarsdóttir l'ótur Gunnarsson Linda Mctúsalemsdóttir Haf&u samband og fáöu nánarí upplýsingar - fyrir betri tíma Vegmúli 5, 108 Reykjavík, simi 588-7200, fax 588 - 7201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.