Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1995 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ Franskir sósíalistar hvetja til samstöðu gegn Le Pen París. Reuter. ÞJÓÐFYLKING hægri öfgamannsins Jeans Maries Le Pens stal sviðsljósinu í fyrri umferð bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum í Frakklandi um helg- ina og bendir allt til þess að fyrstu borgar- og bæjarstjórar flokksins komist til valda þegar seinni umferðin verður haldin á sunnudag. Sósíalistar hafa skorað á frönsk stjómmálaöfl að snúa bökum saman gegn frambjóðendum fylkingarinnar. Uggur meðal Sósíalista Velgengni frambjóðenda Þjóðfylkingarinnar hefur vakið ugg meðal hófsamari hægri manna og vinstri flokka í Frakklandi. Sósíalistar, sem tókst að halda velli í mörgum sinna helstu vígja, lýstu yfir þvi að frambjóðendur þeirra yrðu látnir draga sig í hlé á þeim stöðum, sem þeir ættu enga von um að bera sigur úr býtum í seinni umferðinni ef framboð þeirra gæti leitt til þess að frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar kæmist til valda, þótt það kostaði sigur hægri manna, sem nær standa miðju. Stjómarflokkunum tókst ekki að gera sér mat úr sigri Jacques Chirac í forsetakosningunum í maí. Þeir fengu 53,35 prósenta fylgi á landsvísu og var það minna en stuðningsmenn Chiracs höfðu átt von á. Sósíalistar og kommúnistar, sem víðast hvar buðu sameiginlega fram, fengu 40,86 af hundraði atkvæða og sagði dagblaðið Le Monde að vinstri vængurinn hefði haldið sínu. Sósíalistum tókst meðal annars ^ð halda völdum í borgunum Strasbourg og Nantes, þar sem hægri menn höfðu vonast til að gera þeim skráveifu. Þjóðfylkingin fékk aðeins 4,3 af hundraði at- kvæða samkvæmt lokatölum, en það segir ekki alla söguna, því að víða bauð flokkurinn ekki fram. Frambjóðandi flokksins í iðnaðarbænum Vitrolles, skammt frá Marseille, fékk 43 af hundraði at- kvæða og frambjóðandi hans í Nice fékk 34 af hundraði atkvæða. Þjóðfylkingin fékk minna en þriðjung þess fylg- is, sem Le Pen fékk í forsetakosningunum, en hann lýsti engu að síður yfir „sláandi sigri“. Endurkjörinn 12. sinni Mesti sigurvegari kosninganna var þó sennilega elsti og þáulsetnasti borgarstjóri Frakklands. Lou- is Philipon var endurkjörinn til að sitja tólfta sex ára kjörtímabilið í þorpinu Juvigny og fékk hann 133 af 152 greiddum atkvæðum. Philipon er 95 ára og var fyrst kjörinn í embætti árið 1929. Kosningaþátttaka var aðeins 65,9 prósent í kosningunum á sunnudag, sú minnsta frá árinu 1947. Reuter BERLUSCONI á kjörstað í Mílanó á sunnudag. Meirihluti ítalskra kjósenda kom í veg fyrir, að hann neyddist til að brjóta upp fjölmiðlaveldið sitt. Þjóðaratkvæðagreiðslan á Ítalíu á sunnudag Pólitískur sigur fyrir Berlusconi Róm. Reuter. Major fær kaldar kveðjur London. The Daily Telegraph, Reuter. MARGARET Thatcher, fyrrver- andi forsætisráðherra Bretlands, segir að ríkisstjóm íhaldsflokksins sé ekki nægilega trygg hefðbundn- um grundvallarsjónarmiðum flokksins. „Þeir hafa ráðist á allt sem ég trúði á,“ sagði hún í blaða- viðtali í gær í tilefni þess að annað bindi æviminninga hennar kom út. Þrátt fyrir þessar köldu kveðjur telur Thatcher að John Major for- sætisráðherra hafi að undanfömu sýnt merki um að hann sé að hverfa af villigötunum og hún seg- ist andvíg því að honum verði velt úr leiðtogasessi. Það myndi veikja flokkinn sem þurfi mjög á sam- stöðu að halda. „Hann verður meiri íhaldsmaður með hverjum degi sem líður,“ sagði Thatcher um arftakann. Er gengið var á hana í sjónvarpsviðtali sagð- ist hún myndu ráða flokksfélögum sínum að kjósa Major ef til leið- togakjörs kæmi. Hún er á hinn bóginn mjög óánægð með stefnuna undanfarin ár og segist hafa fyllst skelfingu er ríkisstjómin stóð fyrir því að vaxtafrádráttur vegna kaupa á eigin húsnæði var lækkaður, lagð- ur var skattur á fasteignatrygging- ar og dregið úr skattafrádrætti hjóna. Thatcher lagði í valdatíð sinni mikla áherslu á að auðvelda fólki að kaupa sér eigið húsnæði og beitti sér fyrir því að hlutabréfa- eign yrði almenn. „Ég vildi að all- ir yrðu kapítalistar", sagði hún í viðtalinu. Tók rógburð nærri sér í öðm bindi minninganna þykir „Jámfrúin", eins og andstæðingan nefndu hana, vera opinská um til- fínningar sínar. Hún segist hafa verið afar hörundsár, tekið mjög nærri sér róg, einnig þegar hún stóð fyrir sársaukafullum breyt- ingum sem hún taldi nauðsynlegar og var gagnrýnd fyrir að vera harðbijósta. Thatcher hefur ávallt verið ein- staklega afkastamikil en hún skýr- ir frá því að hún hafi leitað til Sir Laurence Oliviers, leikarans heims- kunna, til að læra ræðuflutning. Thatcher segir það hafa verið þungt áfall er hún var hrakin úr leiðtogaembættinu 1990 en síðar hafí hún getað glaðst yfír því að í stjómartíð sinni hafí hugarfar gerbreyst í Bretlandi. Þetta hafí hún fyrst skilið eftir að hún yfír- gaf Downingstræti 10, embættis- bústað forsætisráðherra Breta. FJOLMIÐLAKONGURINN Silvio Berlusconi hrósaði sigri í þjóðarat- kvæðagreiðslu á Ítalíu um helgina en þá hafnaði meirihluti kjósenda tillögu um að takmarka eignarhald á sjónvarpsstöðvum við eina stöð. Sjálfur á Berlusconi þijár stöðvar og því eru úrslitin öðrum þræði póli- tískur sigur fyrir hann. Búist er við, að hann muni nú herða á kröfum sínum um þingkosningar í haust. Berlusconi hefur barist fyrir nýj- um kosningum frá því stjórn hans féll í desember síðastliðnum þegar Norðursambandið ákvað að hætta stuðningi við hana. Hafði stjórnin þá aðeins setið í sjö mánuði. An- tonio Tajani, talsmaður Forza Italia, flokks Berlusconis, sagði í gær, að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar á sunnudag væri mikill per- sónulegur sigur fyrir hann og myndi verða til að gefa kröfunni um haust- kosningar aukið vægi. Dini liggur ekkert á Lamberto Dini, forsætisráðherra „sérfræðingastjórnarinnar", sem nú situr og er skipuð mönnum, sem ekki hafa haft mikil afskipti af stjórnmálum, sagði á sunnudag, að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar myndi engu ráða um það hvort stjórnin sæti lengur eða skemur og undir það tók Tiziano Treu, atvinnu- Búist við að hann herði á kröfum sínum um haust- kosningar málaráðherra. Lét Dini hafa það eftir sér í blaðaviðtali í síðustu viku, að þingkosningar gætu í fyrsta lagi orðið í október og útilokaði ekki, að þær yrðu á næsta ári. Meginspurning þjóðaratkvæða- greiðslunr.ar á sunnudag var um það hvort takmarka ætti eignarhald á sjónvarpsstöðvum við eina en Ber- lusconi á þijár og mörgum þykja áhrif hans í gegnum þær og áróðurs- aðstaða meiri en góðu hófu gegnir. Kosningaþátttaka var lítil, aðeins um 57%, en um 57% voru andvíg því að takmarka eignarhaldið. Er niðurstaðan sætur sigur fyrir Ber- lusconi og raunar sá fyrsti í nokkurn tíma en flokki hans vegnaði illa í héraða- og sveitarstjórnarkosning- unum í apríl og maí. „Hefnd Berlusconis“ Framtíð Berlusconis er að vísu enn óráðin að því leyti, að verið getur að dómari í Mílanó skipi honum að mæta fyrir rétt í næsta mánuði vegna spillingarákæru en niðurstað- an á sunnudag var þó einmitt það, sem hann þurfti. „Hefnd Berluscon- is“ var aðalfyrirsögnin í dagblaðinu La Repubblica í gær en blaðið hefur yfírleitt verið Berlusconi andsnúið. La Stampa sagði, að með sjónvarps- stöðvarnar þijár að vopni væri Ber- lusconi nú albúinn að takast á við mið- og vinstriflokkana til að láta drauminn rætast, að komast aftur í forsætisráðherrastólinn. Spurningin um eignarhald á sjón- varpsstöðvum var aðeins ein af 12 og voru hinar um hin margvísleg- ustu efni, til dæmis réttindi verka- lýðsfélaga og afgreiðslutíma versl- ana. Var tilgangurinn með aðal- spurningunni að hnekkja lögum frá 1990, sem leyfðu Berlusconi að eiga þijár sjónvarpsstöðvar við hliðina á þeim þremur, sem ítalska ríkisút- varpið, RAI, rekur. Hefur Berlusconi nú alger yfirráð á markaðinum fyrir einkareknar stöðvar. Tvær aðrar spurningar lutu einnig að sjónvarpinu og niðurstaðan þar var einnig eins og Berlusconi óskaði sér. Með annarri var leitast við að takmarka verulega tímalengd aug- lýsingahléa meðan verið er að sýna kvikmyndir og samþykki við hinni hefði bannað auglýsingastofum að vinna fyrir fleiri en eina sjónvarps- stöð. Kjósendur svöruðu báðum neit- andi. Hótaað fella stjórn Rabins ÞRÍR þingmenn ísraelska verkamannaflokksins hafa hótað að fella ríkisstjórn Yitz- haks Rabins forsætisráðherra ljái hún máls á því að afhenda aftur Sýrlendingum Gólan- hæðir sem ísraelar tóku í sex daga stríðinu 1967. Þing- mennirnir lýstu þessu yfir í kjölfar heimsóknar Warrens Christophers utanríkisráð- herra Bandaríkjanna til Mið- austurlanda um helgina þar sem samkomulag náðist um að yfírmenn heija ísraels og Sýrlands hæfu viðræður um framtíð Gólan-hæða og örygg- isþætti hugsanlegra friðar- samninga landanna í Wash- ington 27. júní. Friðþægir Kínverja LEE Teng-hui forseti Taiwan freistaði þess að friðþægja Kínveija í gær með því að segja að nota bæri hvert tæki- færi sem gæfist til þess að efla traust og í gærmorgun. Talsmenn hersins fullyrtu að 16 skæruliðar hefðu fallið. og Peking. Sagði hann þetta á blaðamannafundi eftir heim- komuna frá Bandaríkjunum; sex daga heimsókn sem stjórn- völd í Peking reyndu að koma í veg fyrir með hótunum við bandarísk yfirvöld. Kúrdar fella 18 hermenn SKÆRULIÐAR úr aðskilnað- arsamtökum Kúrda felldu a.m.k. 18 tyrkneska hermenn í áhlaupi á búðir tyrkneska hersins við þorpið Saritas í Ahvanoz-gilinu í suðaustur- hluta Tyrklands. Israelar fella ökuþór ÍSRAELSKIR hermenn, sem stóðu vörð við vegtálma á Vesturbakkanum, skutu araba sem hugðist keyra þá niður í gærmorgun. Báru þeir við sjálfsvöm en ökumaðurinn var 21 árs. Girnilegt gerviauga GEOFF Woods, næturklúbbs- eigandi í Port Talbot í Wales, kvaðst í gær vera bíða eftir því að komast aftur yfír gervi- augað sitt. Hann lagði það frá sér um helgina i klúbbnum og greip í tómt er hann ætlaði að setja það aftur í tóttina; svang- ur hundur hafði tekið það í misgripum fyrir matarbita og gleypt í heilu lagi. „Ég mun fylgjast með hveiju fótmáli hvutta og setja það á sinn stað eftir gott bað í sótthreinsilegi,“ sagði Woods í gær. Reglugerðir til vansa SAMTÖK evrópskra fyrir- tækjarekenda (UNICE) sögðu í gær, að frumskógur reglu- gerða, oft á tíðum illa samdra, kæmi í veg fyrir skilvirka sam- keppni í álfunni. Þær lettu til nýbreytni og framfara og hægðu á hagkvæmni í rekstri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.