Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ imiiiM HOI.I.T íslenskt grænmeti er safríkt, bragð- mikið, hreint og hollt. Hreinleikarannsóknir hafa sýnt að engin aukaefni finnast í íslensku grænmeti. Það er ómissandi í salöt, sem álegg, í pottrétti eða sem ferskur biti á milli máltíða. Njóttu hreinleikans og hollustunnar í íslensku grænmeti. LISTIR f SUMAR verða endurfluttir í útvarpi, á rás eitt, þættir Rögnvaldar Sigurjónssonar píanóleikara, Túlkun í tón- list. Þættirnir vöktu athygli á sínum tíma fyrir aðgengilega og skemmtilega umfjöllun um túlkun á sígildri tónlist, og veröld hennar opnaðist þeim fjölmörgu sem á hlýddu. Að sögn Rögnvaldar kviknaði hugmyndin að þátt- unum í Vínarborg, eitt sinn er hann var þar staddur ásamt konu sinni. „Við heyrðum af tilviljun þátt í útvarpinu þar, sem okkur þótti skemmtilegur og lifandi og við fórum að tala um að gaman væri að heyra þátt í svipuðum dúr heima á ís- landi. Það var svo konan mín Túlkun í tónlist Rögnvaldur Siguijónsson sem ýtti mér út i að hafa samband við útvarpið og at- huga hvort áhugi væri á svona þætti.“ Rögnvaldur fékk strax góð viðbrögð og þáttunum var hleypt af stokkunum sumarið 1985 og héldu áfram næstu tvö sumur þar á eftir. Tónlist frá ýmsum tímabil- um er leikin. Bach, Mozart og Beethoven eru áberandi ásamt tónlist píanósnilling- anna Chopin og Liszt og játar Rögnvaldur að hann leggi töluvert uppúr túlkun á pí- anótónlist, þó hann leitist við- að hafa þættina sem fjöl- breyttasta. Nú gefst sem sagt nýrri kynslóð kostur á að hlusta á þættina en þeir verða á dag- skrá kl. 23.00 á miðvikudags- kvöldum í Sumar. Morgunblaðið/Kristinn FRAMUNDAN hjá Friðrik Þór er frekari kynning á myndum hans, auk þess sem nú er allt að verða tilbúið fyrir tökur á Djöflaeyjunni, þeirri dýrustu sem gerð hefur verið á íslandi. Myndir Friðriks Þórs í miðnætursól Tímarit • TÍMARIT Máls og menningar, 2. hefti 1995, er komið út. Heftið er að stórum hluta helgað skáldskap Einars Más Guðmundssonar, en hann hlaut eins og kunnugt er Bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrr á þessu ári. Birt er þakkarræða Einars Más við afhendingu verð- launanna, viðtal Silju Aðalsteins- dóttur við Einar Má, sem er ítar- legasta viðtal sem tekið hefur verið við hann og loks er ritdómur Páls Valssonar um verðlaunabókina, Engla alheimsins. Að vanda frumbirtir TMM skáld- skap eftir þekkt og óþekkt skáld á ýmsum aldri: ljóð eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur, Gerði Kristnýju, Þórodd Bjarnason, Kristján Þórð Hrafnsson, Guðjón Sveinsson og Andra Snæ Magnason og sögur eftir Thor Vilhjálmsson, Stefaníu Þorgrímsdóttur og Wolfgang Schif- fer. Auk þess er stutt útvarpsleik- rit eftir austurríska rithöfundinn Peter Handke. Meðal greina í nýjasta TMM má nefna „Söngvara lífsfögnuðarins, hugleiðingu um skáldskap Davíðs Stefánssonar á aldarafmæli hans“, eftir Svein Skorra Höskuldsson pró- fessor og tvær greinar um myndlist eftir Ólaf Gíslason ogHarald Jóns- son. Tímarit Máls og menningar, 2. hefti 1995 er 120 bls. TMM kemur út fjórum sinnum á ári ogkostar ársáskrift 3300 kr. Ritstjóri erFrið- rik Rafnsson. • TÍMARITIÐ Gangleri, fyrra hefti 69. árgangs, er komið út. Gangleri flytur greinar um andleg og heimspekileg mál. Ristjóri er Birgir Bjarnason. í vorhefti Ganglera nú eru meðal annars eftir- farandi greinar: Listin og taó- isminn eftir Ben Willis. Hann ijall- ar um ýmislegt listrænt í taóisma og þau áhrif sem taóisminn hefur á list. Stefnumót við Móður Meeru er lýsing á heimsókn til Meeru eftir Ágústu Stefánsdóttur. Geta vísind- in útskýrt vitundina? eftir John Horgan er grein um nýjar hug- myndi vísindamanna um vitundina. Ástin skapar einingu er eftir Yogi Amrit Desai. Ormurinn er eftir Birgi Bjarnason. Næring fyrir tuttgustu og fyrstu öldina er kynn- ing á ofurfræði eftir Elías Jón Sveinsson. Þór Jakobsson skrifar um þekkingu á umhverfi mannsins — og hinn innri heim. Gangleri er 96 bls. og kemur út tvisvará ári. Áskriftargjald er 1.500 krónur. DAGANA 14-18 júní verður í Finnlandi haldin kvikmyndahátíð miðnætursólarinnar sem, eins og nafnið ber með sér, fer fram þar sem sumarsólin aldrei sest, í bæn- um Sodankyla í finnska Lapp- landi. Kvikmyndasýningar verða í gangi allan sólarhringinn á þremur stöðum í bænum. Á dagskrá hátíð- arinnar verða myndir héðan og þaðan úr heiminum og þar á með- al eru þijár mynda Friðriks Þórs Friðrikssonar. Friðrik segir hátíðina töluvert þekkta og ekki síst fyrir hvað sé gaman að vera þar. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég er með, en mig hefur alltaf langað að fara en aldrei komist enda er maður yfirleitt fastur í tökum á þessum tíma árs.“ Hátíðin er haldin að undirlagi þekktustu kvikmynda- gerðarmanna Einna, bræðranna Mika og Aki Kaurismaki. Að- spurður sagði Friðrik hana einkum mikilvæga fyrir kynningu mynda sinna á Finnlandsmarkaði. Upphlaup Á kvikmyndahátíðinni í Cannes á dögunum voru myndirnar Bíó- dagar og Á köldum klaka sýndar. Vonir Bíódaga um verðlaun urðu að engu þegar upphlaup varð meðal dómara, vegna sýningar á myndinni þegar hún var sýnd á barnahátíðinni. „Dómarar voru allir börn undir stjórn eins „kennara“ og voru sex slíkir hópar sem dæma áttu mynd- ina. Þegar kom að atriðinu þar sem drengirnir eru að kíkja á ástarleik í gegnum glugga þusti einn kenn- arinn út með sinn hóp og kom síð- an inn aftur og heimtaði að bíó- gestir færu að dæmi hans; þetta væri engin barnamynd. Bíógestir sem eftir sátu hreyfðu sig ekki en 1/6 hluta dómenda vantaði eftir þetta.“ Stærsta opnun Þrátt fyrir þetta fara Bíódagar í meiri dreifingu en Börn náttúr- unnar gerði og Á köldum klaka gerir enn betur og verður heims- frumsýnd, ' fyrir utan ísland, í þremur bíóhúsum í London í sept- ember sem verður stærsta opnun á norrænni mynd í London til þessa, að sögn Friðriks. Samning- ar hafa tekist um sölu og dreifingu myndanna til fjölmargra landa auk þess sem t.d. sjónvarpsstöðin „Channel 4“ hefur keypt Á köldum klaka. Framundan hjá Friðrik er frek- ari kynning á myndunum auk þess sem nú er allt að verða til- búið fyrir tökur á Djöflaeyjunni, en aðeins er beðið eftir að fjár- mögnun ljúki. Að sögn Friðriks verður myndin sú dýrasta sem gerð hefur verið á Islandi en fjár- hagsáætlun hljóðar upp á 167 milljónir króna. Friðrik Rafnsson Birgir Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.