Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1995 27 AÐSENDAR GREINAR Internetið og viðskipti Nýtum okkar sameiginlegu sóknarfæri FYRIR ári voru fáir sem höfðu heyrt minnst á Internetið. í dag vita velflestir í grófum dráttum um hvað málið snýst. Þó að margir viti um Internetið, eru möguleikar þess fyrir íslenskt atvinnulíf verulega vannýttir. Allt of margir sofa þyrni- rósarsvefni hvað varðar vitund um þá möguleika sem hin nýja upplýs- ingahraðbraut býður okkur upp á. Fyrir fámennt smáríki sem byggir afkomu sína á útflutningi og ört vaxandi ferðaþjónustu er Internetið himnasending sem við höfum ekki efni á að láta fram hjá okkur fara. Við verðum að grípa til aðgerða nú þegar. Allir þeir aðilar sem stunda útflutning eða eru í ferða- og upp- lýsingaþjónustu (og hafa ekkert gert) verða að vakna og spytja sig; hvernig get ég nýtt mér möguleika Internetsins? Internetið er ekki ein- hver tölvuleikur fyrir krakka eða þröngt áhugamál tölvugeggjara. Heldur er hér um að ræða ís-kaldan veruleika. Internetið er markaður með yfir fjörutíu milljón neytendur, í um 150 löndum. Markaður sem vex um 10-15 af hundraði á milli mánaða. Markaður sem kemur til með að fá sífellt meira vægi í al- þjóðaviðskiptum í allra nánustu framtíð. Intemetið er upplýsingam- iðill framtíðarinnar sem miðlar upp- lýsingum á hvaða formi sem er, hvert sem er um allan heiminn og er aðgengilegur hveijum sem vill. Islensk fyrirtæki eiga að nýta sér Internetið til markaðsstarfsemi Þegar skoðuð er skipting þeirra aðila sem tengjast netinu kemur í ljós að þáttur einkafyrirtækja er orðinn umtalsverður og er í stöð- ugri sókn. Helsti vaxtarbroddur Internetsins er á sviði viðskipta. Fyrirtæki og stofnanir um heim allan eru einfaldlega farin að sjá sér beinan hag af því að stunda markaðssetningu á vörum og þjónustu á netinu. Astæður þessa eru augljósar. Kostn- aðurinn við að kynna fyrirtæki, þjónustu og vörur á netinu er nán- ast fáránlega lítill mið- að við hefðbundnar kynningaleiðir. Þú ert sjáanlegur um víða veröld, og gefst í gegn- um e-mail kostur á því að svara fyrirspurnum eða taka á móti pönt- Hafliði Skúlason unum samstundis. Internetið býður upp á fjölbreytta framsetningu upp- lýsinga. Hægt er að nota texta með myndum, hljóði og jafnvel kvik- mynd. Þetta margmiðlunarform gerir öllum íslenskum fýrirtækjum mögu- Helzti vaxtarbroddur Internetsins, segir Hafliði Skúlason, er á sviði viðskipta. legt að setja upp kynningarefni á netinu sem notendur geta flett og kafað dýpra í að vild eftir frekari upplýsingum. Þetta er því upplýs- ingaform sem má líta á sem blöndu af hefðbundnum kynningarbækl- ingi, sjónvarpsauglýsingu og fyrir- spurnar- og pöntunarþjónustu. ímyndin skiptir miklu máli Um leið og ég hvet öll íslensk fyrirtæki sem erindi eiga inn á net- ið til að vera ekki að hika neitt við framkvæmdina. Þá vil ég undir- strika mikilvægi góðr- ar hönnunar og fram- setningar á því efni sem sett er inn á netið. Það er ekki nóg að demba bara einhveiju efni inn á netið þannig að notandinn hafi það á tilfínningunni að hann sé að lesa síma- skrána. Það nennir enginn að lesa síma- skrána, hvorki á Inter- neti né annars staðar. Rusl-póstur vekur sömu viðbrögð alls staðar. Góð hönnun, myndræn og helst Margra meina bót HEILBRIGÐI og vellíðan eru eftirsókn- arverðust allra lífs- gæða. Margt getur ver- ið þess valdandi að við náum ekki þessum mik- ilvægu lífsgæðum. Suma hluti ráðum við þó vel við ef við viljum og reynum. Til er tvenns konar þreyta, góð þreyta og vond þreyta. Góð þreyta gerir vart við sig eftir alhliða hreyfingu en fyrir vondri þreytu finnum við eftir mikið andlegt álag eða ein- hliða erfiðisvinnu. Góð þreyta gefur góðan svefn og slökun, öfugt við vonda þreytu. Til að hrista af sér vondu þreytuna, sem getur orðið svæsin ef hún fær að þróast með tilheyrandi vöðvaverkjum, sleni, höfuðverk, minnkandi starfs- gleði og kvíða, þá er til nokkuð ein- falt ráð fyrir flesta. Farðu út og njóttu þess að hreyfa þig, árangur- inn lætur ekki á sér standa. Það þarf ekki að taka langan tíma ef þú telur þig vera tímabundna. Sá tími sem þú eyðir fyrir sjálfa þig með þessu móti er eins og smurning á góða vél sem gengur betur 'á eft- ir með meiri afköstum og minni lík- um á ýmiss konar vélarbilunum. Sífellt fleiri eru að vakna til vit- undar um mikilvægi hollrar hreyf- ingar, þökk sé . áhugafélögunum sem þrotlaust hafa vakið athygli manna á bættum lífsháttum. Á undanförnum árum hafa samtökin „íþróttir fyrir alla“ staðið fyrir kvennahlaupi vítt og breitt um land- ið. Ég hef tekið þátt í þessu hlaupi mér til mikillar gleði, gengið við hlið kvenna um áttrætt og séð M Z'n hvernig þessar konur halda síðan áfram að hreyfa sig þegar þær finna hve einfalt og skemmtilegt það er og keppa aðeins að einu marki, þ.e. betri heilsu og _betri líðan. Ég las viðtal við danska konu sem er 77 ára gömul og hefur þjáðst af slitgigt um margra ára skeið. Yf- irskrift viðtalsins var „Ég hleyp burt frá minni slitgigt". Hún Ingibjörg lýsti því hvernig hún Pálmadóttir smátt og smátt þjálf- aði sig upp í að skokka daglega og hvernig líðan henn- ar breyttist til bóta. Konum er hætt við ýmsum alvarleg- um sjúkdómum upp úr fimmtugu. Beinþynning er einn þessara kvilla en með réttu mataræði og góðri alhliða hreyfingu má verulega draga úr þessari hættu. Ef þú ert ekki farin að undirbúa Farðu út og njóttu þess að hreyfa þig, segir Ingíbjörg Pálmadótt- ir. Árangurinn lætur ekki á sér standa. þig fyrir efri árin bytjaðu þá 18. júní næstkomandi. Þann dag er árlegt kvennahlaup haldið víðsveg- ar um landið. Það er góður dagur til að bytja að láta sér líða betur. Höfundur er heilbrigðis- og tryggingamáiaráðherra. skemmtileg framsetning efnis mun vekja athygli notenda netsins, auk þess að endurspegla ímynd viðkom- andi vöru eða fyrirtækis. ímyndin skiptir því miklu máli, sér í lagi þegar hún styður við innihaldið. Fegurðardísir og íþróttahetjur hafa skilað góðu verki við landkynningu, en við verðum að gera okkur ljóst að til að kynna land, þjóð, vörur og þjónustu þarf meira að koma til en að vera sterkastur eða sætust. Internetið er kjörinn vettvangur fyrir framsýn fyrirtæki og stofnan- ir sem vilja sjást og vera með. Þetta á ekki hve síst við lítil og meðalstór fyrirtæki sem hafa ekki haft fjár- hagslegt bolmagn til að kynna sig á alþjóðavettvangi. Við ættum með litlum tilkostnaði og stuttum fyrir- vara að geta komið öllum íslenskum fyrirtækjum á sviði útflutnings, ferða- og upplýsingaþjónustu inn á netið með stórglæsilegar heimasíð- ur sem eftir yrði tekið. Með því móti bætum við ekki einungis sókn- arfæri okkar, heldur byggjum upp glæsta ímynd íslands. Imynd sem svo hjálpar okkur að selja vörar og þjónustu. Látum heiminn vita af okkur og hvað við höfum upp á að bjóða. Hér er um sameiginlega hagsmuni okkar allra að ræða og við höfum ekki efni á því að sitja hjá aðgerðalaus. Nýtum sóknarfær- in og festum Island í netinu. Höfundur er félagsfræðingur og markaðsstjóri Auglýsingastofu Reykjavíkur. Nýja testamentið með í sumarfríið VIÐ mætum Guði í Biblíunni. Hún er þó ekki auðveld aflestrar, kannski ekki sérlega aðgengileg og tormelt á köflum eða svo segja margir. Marteinn Lúter sagði: „Biblían er eins og skógur með alls kyns trjám. Þar má finna margs konar ald- in. Ég hef aldrei til einskis hrist neina grein í þeim skógi.“ Einu -sinni kom mað- ur að máli við mig og sýndi mér gamalt og slitið Nýja testamenti. Sigurbjörn Þorkelsson mér eftirfarandi: „Ég fékk Nýja testamentið að gjöf þegar ég var 12 ára gamall eða fyr- ir u.þ.b. þijátíu árum. Mér þótti strax mikið til bókarinnar koma. Ég tók hana alltaf með mér í ferðalög eða lengri ferðir, en samt las ég aldrei neitt í bókinni. Hún var mér bara, sem eins konar verndargripur. Það var svo ekki fyrr en fyrir svona fjórum árum að ég fór loks að lesa í þessari blessuðu bók. Mikið Síðan sagði hann: „Það var einhver maður sem gaf mér þetta Nýja testamenti fyrir mörgum árum. Eg Er ekki upplagt að kippa Nýja testament- inu með í sumarfríið, spyr Sigurbjörn Þor- kelsson, sem hér íjallar um heilaga ritningu. hef lesið daglega í því frá því ég eignaðist bókina. Reyndar fer ég aldrei neitt án þess að hafa Nýja testamentið með mér.“ Annar maður hafði líka eitt sinn samband við mig og sagði: „Ég er utan af landi, en nýlega var ég í sumarfríi í Reykjavík og gisti ég þá nokkrar nætur á hóteli. A hótel- inu var Biblía, sem ég fór að lesa og las ég mikið í henni. Þér að segja hafði ég aldrei áður opnað Biblíuna. Nú er nokkuð síðan að ég kom heim og er ég alveg friðlaus. Ég sakna Biblíunnar, að geta ekki hald- ið áfram að lesa í henni, ég á nefni- lega enga Biblíu, en er staðráðin í að kaupa mér hana og kynnast hinu dásamlega innihaldi hennar betur. Veistu nokkuð hvar ég get fengið Biblíuna keypta?" Þá má ég einnig til með að segja frá þriðja manninum, sem sagði vildi ég að ég hefði byijað fyrr. Nú hef ég lesið Nýja testamentið allt, bæði afturábak og áfram,“ sagði hann og var nú eins og ljóm- aði af honum. Síðan hélt hann áfram og sagði: „Nú hef ég verið meðvitaður kristinn maður í um þijú ár, hef gert Jesú Krist frelsara minn að mínum lífsleiðtoga. Við þetta má bæta að nú fer ég í kirkju reglulega og á samfélag við annað trúað fólk. Já, það er merkilegt að þetta Nýja testamenti var búið að fylgja mér í öll þessi ár, án þess að ég læsi nokkuð í því. Loksins þegar ég hóf lesturinn, eftir áratugi, hef ég nú eignast lifandi von, nýtt og innihaldsríkt líf og trú á frelsar- ann.“ Já, svona getur það verið. Er ekki upplagt að kippa Biblíunni eða Nýja testamentinu með í sumarfríið og kynnast hinu dásamlega inni- haldi bókarinnar í afslöppuðu um- hverfi, í friði og ró? Biblían, sem bók í hillu, kemur að litlu gagni. „Útskýring orðs þíns upplýsir, gjörir fávísa vitra.“ (Sálmur 119:130). Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagn- aðarerindið. Það er kraftur Guðs til hjálpræðis hveijum þeim sem trúir. Því get ég ekki annað en tal- að það, sem ég hef séð og heyrt. Höfundur er framkvæmdastjóri Gídeonfélagsins á íslandi. Tilboðsverð til Kanarí 4. iúlí frá kr. 39.930 Glæsilegt tilboð Heimsferða 4. júlí til Kanaríeyja, þar sem þú finnur besta loftslag í heimi á þessum tíma. Við höfunt nú fengið glæsilegt kynningartilboð á Lenamar gististaðnum, einurn vinsælasta gististað okkar á Kanaríeyjum. Rúmgóðar íbúðir með einu svefnherbergi, stofu, baði, eldhúsi og svölum. Fallegur garður og staðsetningin einstök, í hjarta ensku strandarinnar. Bókaðu strax, því aðeins 10 íbúðir eru í boði á þessu frábæra verði. Kanaríeyjar 4.-20. júií Abeins 10 íbúöir í boöi 39.932 Verð kr. m.v. hjón með 2 böm. 2-14 ára, 4. júlí. Verð kr. 49.960 m.v 2 í íbúð. InnifaliÖ í verði: Flug, gisting, íerðir til og frá flugvelli, íslensk fararstjóm og flugvallarskattar. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.