Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1995 2l JltargtifiÞIfifrUt STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf„ Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TRILLUKARLAR OG RÓÐRARDAGAR HATRÖMM átök standa yfir um sjávarútvegsfrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem snýst fyrst og fremst um leið- ir til þess að takmarka afla trillubáta. Fyrir og um helgina hafa Alþingi borizt ályktanir frá sveitarstjórnum og félaga- samtökum trillukarla vegna þessa máls og í gær efndu trillukariar til útifundar á Austurvelli til þess að leggja áherzlu á skoðanir sínar. Þeirri aðgerð fylgdu þeir eftir með því að fylla áheyrendapalla Alþingis og vel það. Sunnudaginn 4. júní sl. birtust viðtöl hér í Morgunblaðinu við nokkra trillukarla, þar sem þeir lýstu skoðunum sínum á frumvarpi ríkisstjórnarinnar og þeim aðgerðum, sem frum- varpið gerir ráð fyrir til þess að takmarka veiði þeirra. Óli Bjarni Ólason á Óla Bjarnasyni EA frá Grímsey sagði í samtali við Morgunblaðið, að sér litist langbezt á það, ef hægt yrði að hafa ákveðna sóknardaga á ári í stað banndaga- kerfisins. Betra væri að hafa færri sóknardaga en leyfa mönnum að ráða því sjálfir, hvenær þeir færu í róður. Sævar Jónsson á Sval NK frá Neskaupstað kvaðst helzt vera á því, að setja þak á veiði krókabátanna en hann teldi það strax skárra, ef menn fengju að velja róðrardaga í stað banndaga. Guðjón Indriðason hjá Þórsbergi hf., sem gerir út fjóra krókabáta á Tálknafirði, sagði: „Eg tel þetta frv. hins vegar vera málamiðlun, sem allflestir ættu að geta sætt sig við, svona miðað við fyrstu upplýsingar. En ef ég fengi að velja sóknardaga í stað banndaga þá kysi ég það. Ella hugsa ég, að ég mundi velja þakið.“ Stefán Egilsson frá Patreksfirði sagði m.a.: „Ég er því frekar hlynntur sóknardögum af þessu tagi heldur en að vera með einhvern kvóta á þessum bátum, því ég óttast að það fari í nákvæmlega sama farið og það sem er að gerast með kvótabátana. Menn klára kannski kvótann sinn og fara þá að reyna við einhveijar aðrar tegundir. Þá lenda þeir í því að þurfa að henda fiski eða að þeir svindla fram hjá vigt, eins og þessir menn á kvótabátunum hafa verið til- neyddir til að gera í mörgum tilvikum. Menn vita þetta en þora ekki að tala um það.“ Guðmundur Rafn Gunnarsson á Þórdísi Guðmundsdóttur VE sagði: „Menn verða að fá að ráða þessum bönnum sjálf- ir því til dæmis hérna sunnanlands er svo mikil ótíð að það var trekk í trekk eftir janúar, þegar við gátum byrjað, að það var alltaf blíða þessa helgi, sem við þurftum að hanga í landi. Svo var verið að beijast þetta í skítabrælu hina helgina, sem mátti róa og það kom ekkert út úr því. Það gengur náttúrlega ekki, ef menn ætla að fara að stjórna þessu frá skrifborði því þessir menn vita ekki, hvernig veðr- áttan er.“ Sveinbjörn Jónsson á Sæstjörnunni ÍS frá Suðureyri sagði: „Ef menn fengju eitthvað í kringum 120 sóknardaga þá væri hægt að velja þá eftir því, hvernig háttar til á hveijum stað, bæði hvað varðar veðurfar og afla.“ Þegar horft er til ummæla trillukarla sjálfra svo og álykt- ana, sem sveitarstjórnir hafa sent frá sér og m.a. er sagt frá í Morgunblaðinu í dag, fer ekki á milli mála, að langflestir þeirra, sem um þetta mál fjalla af hálfu trillukarla og sveit- arstjórna geta sætt sig við róðrardaga í stað banndaga. Þetta mál er erfitt viðureignar innan stjórnarflokkanna, eins og berlega hefur komið í ljós á Alþingi síðustu daga og m.a. í gær, þegar tveir af þingmönnum Sjálfstæðisflokks- ins greiddu atkvæði með stjórnarandstöðunni. Vitað er, að mun harðari deilur hafa orðið um málið innan þingflokka stjórnarflokkanna, en fram hefur komið opinberlega og raunar einnig á milli sjávarútvegsráðherra og sjávarútvegs- nefndar Alþingis. Pólitískt séð er þetta mál ekki sízt erfitt fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Trillukarlarnir eru persónugervingar einkafram- taksins, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur barizt fyrir alla tíð. Það er óskemmtilegt fyrir flokk einkaframtaksins að fá þessa sérstöku fulltrúa þess upp á móti sér. Rökin gegn banndagakerfinu eru augljós. Menn hafa efa- semdir um, að hægt sé að halda uppi nægilega öruggu eftir- liti með veiðum trillukarla, ef róðrardagar eru teknir upp. Hins vegar ljáir ríkisstjórnin máls á því í frumvarpinu sjálfu og í ræðu á sjómannadaginn mátti skilja Þorstein Pálsson, sjávarútvegsráðherra á þann veg, að hann teldi róðrardaga- kerfi koma til greina. Það er hægt að ná sáttum í þessum erfiða deilumáli með því að taka upp róðrardagakerfi. Útfærslan á eftirliti með því að það kerfi verði haldið getur verið erfið en hún verð- ur tæpast erfiðari en hálfgerð styijöld á milli trillukarla og opinberra stjórnvalda, sem ella virðist blasa við. UMGENGNIN UM AUÐLINDIR HAFSINS JóhannA. Jónsson Halldóra B. Jónsdóttir Brynjólfur Bjarnason Kristján Ragnarsson Sigurður Einarsson Engín fyrir- mæli um að flcygja fiski Útvegsmenn neita því að sjómenn á skipum þeirra fái fyrírmæli um að fleygja físki. í sam- tölum við Helga Bjamason kemur fram að skipstjóramir geti lent í vandræðum ef þeir fylgja ekki útgerðarstefnu fyrirtækjanna og verði of gírugir í þorskveiðinni. ENGIR hafa meiri hagsmuni í þessu efni en útgerð og sjómenn. Þess vegna finnst mér leitt að sjómenn hendi físki í þeim mæli sem þama er talað um,“ sagði Kristján Ragnarsson, for- maður Landssambands íslenskra út- vegsmanna, þegar rætt var við hann í gær um það vandamál að miklu af fiski virðist vera fleigt af fískiskipum, með vísan til viðtala við sjómenn um það efni hér í blaðinu sl. sunnudag. Kristján segir að sér þyki það mið- ur að menn vilji ekki koma fram und- ir nafni þegar fjallað er um svona alvarlegt mál og tekur fram að hann meti frásagnimar ekki jafngildar nafnlausar. „Það eru svo margir sem telja sig hafa hagsmuni af því að kollvarpa þessu fískveiðistjómunar- kerfí og era enn með þær væntingar að geta stundað hér frjálsar fískveið- ar. Að mínu mati verður það ekki gert um ókomin ár þar sem sóknar- geta og tækni gerir okkur mögulegt að veiða upp nánast hvaða fískistofn sem er.“ Tengist ekki fiskveiði- stjórnunarkerfinu Margir sjómannanna sem rætt var við á sunnudag sögðu að kvótakerfíð ýtti undir það að físki væri fleygt. í því sambandi bendir formaður LIÚ á að lengi hafí verið talað um að físki væri hent. Rifjar hann það upp að árið 1976 hafí hann fengið skeyti frá öllum skipstjóram togaraflotans sem mótmæltu því að hann væri að álasa þeim fyrir að henda físki. Það hafí verið fýrir daga kvótakerfísins. Hann segir að þetta vandamál tengist öllum fískveiðistjómunarkerfum og kannski ekkert síður þar sem fískað er frítt, eins og hann segir að sögumar af Reykjaneshrygg og úr Barentshafi bendi til. Sigurður Einarsson, útgerðarmað- ur í Vestmannaeyjum, segist hafa velt ýmsum kostum fyrir sér í þessu efni en komist að þeirri niðurstöðu að hvati manna til að henda fiski væri ekkert minni í sóknarmarks- en aflamarkskerfí. Hann hefði heldur ekki heyrt neinn halda slíku fram. Kerfið væri ekki vandamálið, heldur hvemig menn biygðust við þegar þorskkvótinn væri búinn. Kvótinn fyrir meðaflann í viðtölunum um helgina sögðu sjó- mennirnir almennt að skipstjórinn ákvæði hveiju væri fleygt, stundum útgerðarmaðurinn, og skipstjórinn væri undir þrýstingi frá útgerðinni. Honum væri sagt hvað hann mætti koma með að landi. „Ég vil ekki trúa þessu. Það hefur enginn útgerðar- maður játað það fyrir mér að hafa gefið fyrirmæli um að henda físki. Þegar þorskkvótinn er svona lítill er mönnum sagt að þeir megi ekki stunda þorskveiðar og verði að nota kvótann fyrir meðaflann. Það tekst ekki alltaf að stýra því nákvæmlega og þess vegna hafa menn þurft að kaupa sér veiðiheimildir til viðbótar. Það er alger óhæfa ef menn gera þetta og mér fínnst málið svo alvar- legt að menn verði að koma með nöfn þessara skipa og útgerða upp á yfírborðið,“ segir Kristján Ragnars- son. Skipstjórarnir of gírugir „Ég þekki ekki neinn útgerðar- mann sem gefur mönnum fyrirmæli um að henda físki. Við höfum þvert á móti lýst hinu gagnstæða yfir,“ segir Jóhann A. Jónsson útgerðar- maður á Þórshöfn, aðspurður um þetta. „Útgerðarmaður framtíðar- innar á einna mest undir því komið að auðlindin verði ræktuð og sem best um hana gengið." Jóhann segir að vandamálin komi upp þegar skipstjórarnir verða of gírugir í þorskveiðinni. Segir að skip- stjóri skips sem eigi að einbeita sér að veiði á öðrum tegundum en þorski, og megi kannski veiða 30-50 tonn af þorski í veiðiferðinni, byrji of oft á því að veiða þorskinn. Þegar hann sé búinn að því og ætli að snúa sér að hinum tegundunum komist hann að raun um að ekki sé hægt að kom- ast hjá því að fá þorsk og fari hugs- anlega að henda honum. Menn geti komist hjá því með því að veiða teg- undirnar í bland frá upphafi veiðiferð- ar og hirða þann þorsk sem kemur með. „Þeir eru alltof gírugir í að veiða þorskinn, sem oftast er auðveldast að veiða. En stundum er það þannig að ekki er hægt að forðast hann. Menn eiga ekki að taka þorskinn nema sem meðafla, það hlýtur að vera meginlínan," segir Jóhann og bætir því við að það séu þau fyrir- mæli sem skipstjórnarmenn á skipi hans fyrirtækis fái. „Við viljum að menn skilji stefnu útgerðarmannsins og fylgi henni. Á meðan við höfum takmarkaðan þorskkvóta reynum við að veiða sem mest af aukategundum og látum þorskinn vera meðafla," segir hann. Ekki þorskkvótalausir á sjó Sigurður Einarsson segir að í flest- um tilfellum liggi aflaheimildir skips- ins ljósar fyrir. „Það er verkefni skip- stjórans og útgerðarinnar að halda sig innan þeirra. Skipstjóri ákveður það í hveijum túr og stundum á lengra tímabili hvernig hann fer að því. Skipstjóranum er líka gert ljóst að ef hann klárar einhveijar veiði- heimildir erum við stopp. Við ætlum ekki að vera þorskkvótalausir á sjó.“ Hann segir að fyrirmæli útgerð- anna séu vafalífið misjöfn. Sjálfur segist hann ekki hafa viljað taka þátt í að henda fiski, enda sé fyrir- tækið tiltölulega vel sett í kvóta mið- að við margar aðrar útgerðir. Sigurð- ur furðar sig á því að skip séu send á sjó þorskkvótalaus. „Ég skil ekki hvaða fjárhagslegur grandvöllur er fyrir þeirri útgerð. Það getur ekki gengið að menn fari á sjó til þess að henda besta og verðmætasta físk- inum.“ Segir hann að menn eigi skil- yrðislaust að stoppa þegar þeir eiga ekki lengur kvóta fyrir þeim físki sem þeir fá. Flótti undan þorskinum Bæði Sigurður, Jóhann og fram- kvæmdastjóri Granda hf. segjast gefa sínum skipum fyrirmæli um að koma með í land allan þann fisk sem veidd- ur er, einnig undirmálsfisk. Halldóra B. Jónsdóttir, útgerðarmaður á Höfn og formaður Útvegsmannafélags Hornaíjarðar, segist ekki verða vör við að físki væri fleygt og það sé ekki gert á því skipi sem hún gerir út. „En það sér það hver maður hvað það er mikill vandi að ná aukategund- unum þegar þorskkvótinn er orðin þetta lítill. Vandamálið er hve sam- setning aflamarksins er orðin skökk. Við höfum fundið það á okkar skipi, tekjurnar minnka stöðugt vegna þess að við eram á siöðugum flótta undan þorskinum. Við þetta hefur aflaverð- mætið minnkað um helming og við erum komin niður fyrir hungur- mörk,“ segir Halldóra. Stefna fyrir hvert skip Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda hf., segir að stjórnendur fyr- irtækisins geri áætlanir um afla hvers skips eftir tegundum í upphafi hvers fiskveiðiárs. Einnig sé reynt að áætla aflamagnið eftir mánuðum vegna vinnu við rekstraráætlun. „í samráði við skipstjórana reynum við að ákveða útgerðarstefnu hvers skips. Frystitogurunum er beint meira í úthafið og ákveðnum skipum beint í ufsa og ýsu. Við höfum verið að leigja okkur kvóta og kaupa þann- ig að mögulegt sé að stunda veiðar þar sem meðafli er. Þorskkvóti fyrir- tækisins, alls um 1.800 tonn, er ein- göngu notaður fyrir meðaflann. Eftir þessu vinna menn,“ segir Brynjólfur. Uthafið og eigin kálgarður „MENN verða að ganga um þessa auðlind eins og sína eigin. Það er enginn munur á Smug- unni og okkar eigin kálgarði í þessu efni,“ segir Jóhann A. Jónsson, formaður úthafs- veiðinefndar LÍÚ, um slæma umgengni I Smugunni á síðasta ári. „Skipstjórarnir eiga ekki að taka stærri höl en þeir ráða við að vinna. Það er hægt að leysa með glugga á flottrollinu og nánast skammta sér hæfilegt í vinnsluna. Sjómenn sem veiða alltaf of mikið fyrir vinnsluna kunna ekki sitt fag. Þeir geta ekki bent á aðra en sjálfa sig í þessu og það hefur enginn útgerðarmaður, svo ég viti til, stutt þau sjónarmið að ganga um auðlindina eins og sögur fara af að hafí gerst. Við eigum ekki að láta slíka umgengni spyrj- ast um okkur,“ segir Jóhann. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda hf., sem gerir út frysti- og ísfisktogara á úthafs- karfa og vinnsluskip í Smuguna segir að vissu- lega ríki eilítið annað viðhorf á fjarlægari miðum en hér í landhelginni. Nefnir sem dæmi að ef menn fái höl með mjög smáum og sýktum karfa sé hann látinn fara fyrir borð. Skipin þurfi að koma með sem verðmæt- astan afla þegar svona langt er sótt og sýkti karfinn nánast verðlaus. Brottfallið í vinnsl- unni sé svo mikið að meginhlutinn fari í bræðslu. „Ég er sannfærður um að í kapphlaupinu um veiðireynslu í Smugunni hafa komið gríð- arstór höl. Við vorum með vinnsluskip þarna og urðum þessa varir vegna þess að meiri- hluti aflans fór í verðminni pakkningar en við hefðum viljað. Það gerist þegar menn eru að reyna að keyra meira í gegn og nota lélegt hráefni vegna þess að of mikið hefur komið inn á dekk. Þetta var ekki mikið magn og skipsljórarnir hafa áttað sig fíjótlega á þessu,“ segir Brynjólfur. „Ég hef heyrt þessar sögur og mér finnst þær yfirgengilegar," segir Kristján Ragnars- son, formaður LIÚ. Ég fullyrði að útgerðin getur ekki haft neitt með það að gera hvern- ig veitt er þegar fiskað er frjálst, skipstjórarn- ir hljóta að taka þessar ákvarðanir. Sögurnar eru svo viðurstyggilegar að ég trúi þeim ekki fyrr en ég fæ þær tengdar við ákveðin skip.“ Græðgi í norðri Sjómenn tala um rán- yrkju o g græðgi þegar þeir ræða um veiðarnar í Smugunni. Margar sög- ur rifjast upp þegar Helgi Bjarnason ræðir við menn um atganginn þar í fyrrasumar og haust. Veiðigleðin tók völdin hjá skipstjórum þannig að mannskapur- inn var til skiptis í því að veiða fisk og kasta. DAUÐUR fiskur í Smugunni. Myndina tók Óli G. Jóhannsson togarasjómaður þegar skip hans sigldi upp að breiðu af dauðum fiski og birtist myndin í Ölduróti, sjómannadagsblaði Akureyrar. Telur Óli að þarna hafi verið 70 tonn af fiski frá ónafngreindum frystitogara. GRÍÐARLEGA mikið af þorski virðist hafa eyði- lagst og verið kastað í Smugunni í Barentshafi á síðasta ári. Ekki síst í flottrollsveið- inni síðari hluta sumars. Kemur þetta fram í viðtölum við nokkra af þeim sjómönnum sem blaðamaður hefur rætt við að undanförnu um útkast á fiski. Melduðu risahöl Blaðamaður Morgunblaðsins varð þess áskynja þegar hann fór í Smug- una í lok ágúst á síðasta ári, í lok flottrollsveiðinnar miklu, að um- gengni sumra skipstjóranna við auð- lindina var ekki sem best. Varþessu þá líkt við gullgrafaraæði. Eg sá ekki slíka umgengni með eigin aug- um. Sumir sjómannanna sem rætt var við viðurkenndu fúslega að miklu væri hent, sérstaklega á öðrum skip- um en þeirra eigin. Ýmislegt var gefið í skyn í talstöðinni, karlarnir voru að bölva ruslinu sem þeir fengu í trollið. Þar var um að ræða blóðg- aðan þorsk sem greinilega hafði ekki gefist tími til að vinna og dauð- an smáþorsk, auk hausa, roðs og beina. Eitt kvöldið fór ég um borð í frystiskip sem lá í aðgerð. Skipstjór- inn sagðist hafa fengið 50 tonn eft- ir 40 mínútna tog og viðurkenndi að það væri allt of mikið en hann hefði bara ekki ráðið við það. Þessi skipstjóri lagði áherslu á að vinna aflann áður en farið væri að veiða aftur. Skipstjórarnir heyrðust melda miklu stærri höl í talstöðina og var í mörgum tilvikum ljóst að ekki var aðstaða um borð í skipunum til að vinna nema hluta aflans, stundum lítinn hluta. Bátsmaður á frystitog- ara sagði að skipstjóri hans hefði oft dregið lengi uppi í sjó og einnig híft úr mikilli veiði til að fá upp hæfilega mikið af fiski í vinnsl- una. Sagði að annað væri bara græðgi. Fram kom í viðtölum við sjómenn að þorskurinn í Smugunni væri mag- ur og nýtingin verri en heima. Þá var mikið af smáfiski á suðurhluta veiðisvæðsins. Viðurkennt er að miklu var hent af smáfíski og sum skipin settu undirmálsmörkin við mun stærri físk en heima, til dæmis var rætt um að skipin sem verkuðu í salt hafi aðeins hiit stærsta þorsk- inn. Reynslusögur hrannast upp Þegar svo farið er að ræða að nýju við sjómenn um þessimál hrann- ast reynslusögumar upp. í ljós kemur að margir hafa hugsað mikið um umgengnina í Smugunni og sumir skammast sín fyrir að hafa tekið þátt í henni, þótt sjálfir hafi þeir ekki fengið neinu að ráða um það. Margir skipstjórnarmenn virðast líta á veiðar utan landhelginnar, sér- staklega á íjarlægum miðum, öðrum augum en veiðar við landið, þó fram hafi komið að umgengnin hér sé ekki nærri alltaf til fyrirmyndar. Auk Smugunnar má nefna úthafskarfann á Reykjaneshrygg og rækjuna á Flæmska hattinum. Fram hefur kom- ið að gríðarlega miklu af físki er kastað við þessar veiðar. Almennir sjómenn sem opna sig um þessi mál við blaðamann fordæma þennan hugsunarhátt, segja svona umgengni ekkert frekar réttlætanlega á fjar- lægum miðum en hér heima. Vert er að taka það fram að ekki má alhæfa um störf sjómanna þarna norðurl höfum út frá þeim reynslu- sögum sem hér eru rifjaðar upp, margir skipstjórnarmenn héldu ró sinni og stóðu skynsamlega að veið- um og vinnslu. Þá er ekki vanda- laust að draga línuna milli góðra siða og slæmra og trauðla hægt að fá yfirlit um það hve margir eru hvoru megin hennar. Tugum þúsunda tonna hent Einn af togarasjómönnunum úr Smugunni tekur veiðarnar þar sem dæmi um rányrkju á fiskistofnum. Sjómaðurinn, Oli G. Jóhannsson rit- stjóri Ölduróts, sjómannadagsblaðs Akureyrar, skrifar leiðara í blaðið þar sem hann heldur því fram að íslenskir frystitogaramenn hafi hent tugum þúsunda tonna á hafsvæðinu í norðri síðastliðið sumar og haust. Vinnslugeta skipanna hafi ekki ráðið við allan þann þorsk sem veiddur var. „Rányrkja af verstu gerð var stunduð í Smugunni, ég var þar sjálfur, varð vitni að ósómanum. Dauður, úldinn þorskur flaut um allan sjó.“ Samkvæmt opinberum skýrslum veiddu íslensk skip tæp 37 þúsund tonn í Barentshafi á síðasta ári, mest þorsk, að verðmæti 2,7 millj- arðar króna. Ansi hátt hlutfall hefur farið aftur í sjóinn ef tilfinning Óla um að hent hafi verið tugum þús- unda.tonna er rétt og þá er jafn- framt verið að tala um verðmæti í milljörðum fremur en hundruðum milljóna. Sprengdi tíu sinnum „Ég veit um frystitogara sem sprengdi tíu sinnum á tíu dögum,“ segir sjómaður af frystitogara. Seg- ir hann að skipstjórinn hafí þó haft Þá fórum við að henda og hentum mikiu alla möguleika á því að sjá hvað inn kom. Hann segir frá einu atviki sem hann segir lýsa augljósum skorti á skynsemi. „Það var enginn fiskur í móttök- unni þegar skipið keyrði í gegn um rosalega torfu. Skipstjórinn sá fisk- inn rótast inn og aflanemarnir, sem áreiðanlega voru hátt stilltir við þessar aðstæður, kveiktu á sér. Hefði hann látið skynsamina ráða hefði átt að hífa strax til að koma vinnslunni í gang og til þess að losna við að fá of mikið inn í einu. Þess í stað sneri hann við og fór 2-3 ferð- ir í torfuna. Það endaði með því að hann sprengdi trollið og lenti svo í tómu hafaríi í framhaldi af því.“ 100 tonn beint í bræðslu menn halda alltaf að þeir séu að veiða síðustu fiskana. Flestir skipstjórarnir eru aldir upp við þann hugsunarhátt að veiða sem mest og þegar þeir eru síðan allt í einu komnir með flott vinnsluskip og lenda í svona fiskiríi kunna þeir sér ekki hóf, það grípur þá æði.“ Maðurinn segir að mönnunum um borð hafi blöskrað þessar aðfarir og rætt það í borðsalnum. Menn þyrðu ekki að taka afstöðu gegn skipstjór- anum enda væri hvort sem er ekki hlustað á þá. Síðan væri skipstjórinn sjálfsagt undir þrýstingi frá útgerð- inni. „Maður varð var við að þetta var viðkvæmt mál hjá yfirmönnum og dæmi um að myndatökur væru bannaðar um borð.“ Sjómaður sem ekki var í Smug- unni hefur þessa sögu eftir vini sín- um sem var um borð í skipinu sem um er rætt: Frystitogari byijaði veiðar í Smugunni áður en vinnslan var komin í gang, það voru einhveij- ir erfiðleikar með vélarnar. Þeir voru komnir með 100 tonn eftir sólar- hringinn og það fór allt í bræðslu. Og skipstjórinn hélt áfram að veiða. Sjómaðurinn talar um þetta sem svívirðilega umgengni um auðlindir hafsins og segir að hún sé jafn slæm þó að þetta atvik hafi ekki átt sér stað innan okkar eigin landhelgi. Byrjað að henda þegar trollið var tekið Veiddu og hentu til skiptis „Hann opnaði sig< við mig um daginn, leið illa út af þessu,“ segir sjómaður og er þá að lýsa samtali við skyldmenni sem var á frystitog- ara í Smugunni í fyrrasumar. „Þeir voru að fá alltof stór hol og köstuðu svo aftur með allt fullt á dekki og í móttöku. Þeir stóðu frívaktirnar til að blóðga niður í kör. En skipstjórinn kastaði aftur og fékk svipað. Þeir stóðu svo í því að henda blóðguðum fiski aftur í sjóinn. Voru komnir í þá stöðu að veiða og henda til skiptis. Það er grátlegt að heyra af svona fram- ferði.“ „Þegar menn lenda í uppgripum eins og í Smugunni í fyrra kemur gamla veiðimannseðlið upp í mönn- um, menn veiða og veiða og henda og henda,“ segir sjómaður á frysti- togara sem fór norður í Barentshaf. „Trollinu var haldið uppi ________ á meðan verið var að hreinsa af dekkinu og þá kastað aftur og svo byrjað að henda þegar trollið var tekið aftur.“ ______ Hann segir misjafnt hvað menn nái út úr þessum afla. „Menn voru að giska á 50-60 tonna hol en út úr því komu kannski 20-30 tonn. Frystigetan á þessum skipum er yfirleitt um 20 tonn af flökum á sólarhring sem samsvarar 40-50 tonnum af fiski upp úr sjó. Það er hægt að vinna fiskinn í 15-20 tíma eftir að trollið er tekið en gæðin fara að minnka eftir 6-11 tíma, þá hægist á vinnslunni vegna þess að los er komið í fiskinn. Eftir sólar- hringinn hirðir maður fjórða til fimmta' hvert flak. Það var því ekki nokkur ástæða til að veiða svona stíft. Það hefst ekkert upp úr þessu. Það virðist skapast einhvers konar múgæsing, 100 tonn af þorski beint í bræðslu Ruslinu sópað úr mótttökunni „Það var ofboðslega mikið af smáfíski í túrnum. Við hirtum eitt- hvað af undirmálinu þar til allar stíur á millidekkinu voru orðnar full- ar. Þá fórum við að henda og hent- ________ um miklu.“ Þetta er lýsing sjómanns sem fór í Smug- una á ísfisktogara. Hann hefur aðra sögu að segja af því þegar þeir „stálust“ á Svalbarðasvæðið, þar var eingöngu rígaþorskur, allt tveggja handa fiskur, eins og hann orðar þar. „í 15-20 tonna hölum í Smugunni fóru 5-6 tonn aftur í sjóinn. Menn urðu svo þreyttir á þessu rusli og því var hreinlega sópuð út úr mót- tökunni. Við vorum að fara þarna út til að koma heim með fullt skip og gátum gert það þó að við hentum miklu. Auðvitað ræddu menn þetta um borð. Mönnum fínnst blóðugt að horfa upp á þessa eyðileggingu. Við vorum að fá upp dauðan físk og beingarðana frá frystiskipunum, jafnvel fisk sem búið var að blóðga áður en hann fór aftur í sjóinn,“ segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.