Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ SÖLVI Jónsson við sumarbústað sinn í Stakkadal. „Fegurst er í Aðalvík“ FUNDUR var haldinn í Landeig- endafélagi Sléttu og Grunnavíkur- hrepps 27 maí sl. þar sem fjallað var um greinargerð Skipulags ríkisins um stefnumörkun í skipulags- og byggingarmálum Sléttuhrepps og fyrrum Grunnavíkur- og Snæfjalla- hrepps 1995-2015. Faðir minn, Sölvi Jónsson, áður bóndi en nú landeigandi að stórum hiuta í Aðalvík, sat fundinn og vegna þeirr- ar óánægju sem þar kom fram með þessa stefnumörkun, vil ég leyfa mér að skrifa, með svolitlum formála þó, um það sem hér raun- verulega er að gerast. Faðir minn fæddist á Látrum í Aðalvík 1908 en gerðist bóndi í Stakkadal er hann keypti þá jörð 1929. Hann giftist móður minni 1939 en hún er fædd í Neðri Miðvík 1914 eða hinum megin við Mannfjallið sem skilúr Stakkadal og Miðvík að. Þeirra bú- skapur stóð því miður stutt í Stakkadal, því móðir mín veiktist af berklum fáum árum á eftir svo flytja varð hana suður á Vífiistaði, þá berklaspítala. í þá daga var dýrt að eiga konu á spítala og fór faðir minn því sem kyndari á togara og brá búi stuttu seinna. Þegar móðir mín var útskrifuð af Vífilstöðum voru flestir farnir frá Aðalvík eða voru í þann mund að flytja. Þar á meðal afí minn og amma sem flust höfðu til Látra frá Miðvík á seinni \j í|2)jyesTI VEIÐIVERSLUN SlÐUMÚLA 11 108 REYKJAVlK SlMI 588 6500 árum en síðan til Reykjavíkur 1948. Varð því ekki af því að foreldrar mínir hæfu aftur búskap í Stakkad- al. Flutningur fólksins frá Aðalvík kom ekki til af því að það vildi ekki dvelja þar sína ævina alla, heldur var, að samgöngur allar voru erfiðar og engin bryggja til að stunda bá- taútgerð frá. Bryggjustúfur var reyndar gerður um vorið 1944, en kom því miður allt of seint því flestir voru þá farnir eða á leið burt. Hróp þeirra um hjálp yfirvalda náði aldrei eyrum ráðamanna. Einstök ást til sinna átthaga hefur fylgt öllu þessu fólki sem þaðan flutti. Samstaða þeirra gerði þeim kleift að búa þama og herti átthaga- bönd sem aldrei siitna. Frá því að ég man eftir mér var ég alin upp við að hitta og hafa sam- fundi með þeim sem þennan stað byggðu og foreldrar _ mínir um- gengust í Atthagafélagi Sléttuhrepps. Engan söng hef ég heyrt sunginn af slíkri tilfinningu en átthagasöng þeirra Sléttuhreppinga um Aðalvík, sem endar á þessum orðum: Fegurst er í Aðalvík, og þá má sjá tár á hvarmi í söknuði eftir sinni sveit. Síðan samgöngur urðu betri og auðveldara er um allan aðdrátt, hef- ur svéitin vaknað á ný að sumarlagi og hafa burtfluttir bændur og búal- ið komið saman og endurbyggt hús sín. Það er því glatt á hjalla í Aðal- vík á sumrin og oft er þá farið á milli bæja til að kankast eitthvað á eða til að hlægja, eins og stendur í kvæðinu. Einstakur ferðalangur skaut upp kollinum við og við og var honum þá tekið af stakri gest- risni. Seinna kom upp neyðarskýli fyrir sjómenn og ekki þótti sveitung- um við hæfi að mótmæla, þar sem um skýli fyrir nauðstadda væri að ræða. Ekki vissu menn þá að þetta iitia skýli mundi vaida slíkum breyt- ingum á friðsældinni í okkar ást- kæru sveit þegar ferðamenn lögðu það undir sig. Sléttuhreppingar hafa engu mótmælt en látið yfir sig ganga að sveitin hafi verið lýst frið- land, að á henni var reist neyð- arskýli, án þess að landeigendur væru spurðir álits, að skipulagðir flokkar ferðamanna ganga um land þeirra að þeim forspurðum, að nátt- úruverndarráð hefur gert þeim ókleift að hefja búskap þarna að nýju með því að friðlýsa iandið - og nú það síðasta, að þeir háttvirtir ráðamenn sem stjórna skipulagi rík- isins, það sama ríki sem ekki vildi hjálpa lítilli sveit að haldast í byggð, tekur réttinn af þeim sem landið eiga með því að ákveða hvar má reisa sumarhús og hvar ekki og ekki aðeins það, heidur tekur Nátt- úruverndarráð öll ráð í hendur sér um hvernig þeir sem eiga landið fái að ganga um það, velti við steini eða planti gróðri. Þeir láta eins og þarna hafi aldrei verið byggð, eins og þetta land hafi aldrei komist í kynni við ágang manna, búfjár eða hjól vagnkerrunnar. Og á hveiju er N áttúruverndarráð hefur gert Sléttuhrepp- ingum ókleift, segir Margrét Sölvadóttir, að hefja búskap að nýju, með því að friðlýsa landið. þetta mat þeirra byggt, já það er athyglisvert og sýnir að þeir vita lítið um þessa sveit og líka er það undarlegt að forsenda stefnumörk- unarinnar, eins og stendur í skýrsl- unni, sé til að koma til móts við óskir landeigenda um landnotkun, frekar held ég að hér sé verið að hlusta eingöngu á óskir ferðafröm- uða um skipulag staðarins en lan- deigenda sem engan áhuga hafa á því að skemma sveitina sína með ágangi og slæmum framkvæmdum. „Tillit tii verndarsjónarmiða á nátt- úru og minjum," stendur í skýrsl- unni, en minjum hvers? flest sem þarna er, er í eigu núlifandi manna og þeirra eignir. Svo segir orðrétt: „Þetta mat er byggt á samanburði staðanna út frá fyrirliggjandi upplýs- ingum en ekki rannsóknum á staðn- um. Til grundvallar hafa verið lagðar sögulegar heimildir um búsetu, fjölda bygginga, rannsóknir á jarðfræði og gróðri, sjónrænt mat staðkunnugra á undirlendinu og gróðurmagni og upplýsingar um veðurfar og umferð. Staðir eru taldir viðkvæmir ef þeir þola litla umferð og umsvif án þess að láta á sjá.“ Tilv.lýkur. Síðan eru taldir upp staðir sem taldir eru þoia umferð og þar eru m.a. Látrar í Aðalvík. En í skýrsl- unni stendur að þar hafi verið mikil byggð, - svo allt í lagi sé að leyfa byggingu sumarhúsa og ferða- mannaaðstöðu þar, en ekki í Miðvík og í Stakkadal. Matið er byggt á því að það hljóti að vera allt í lagi að byggja á stað þar sem svo mörg hús hafí staðið og ætla mætti að skýrslugerðarmenn álíti að fólk hafí byggt Látrana út frá því sjónarmiði að landið þama þyldi ágang sérstaklega. Staðreyndin er hins vegar sú að á Látrum settust að fleiri fjölskyldur en í Miðvík og Stakkadal, vegna betri skilyrða til sjósóknar. Á milli áranna 1927 og 1937 voru átján til tuttugu fjölskyldur búsettar á Látr- um en sex til sjö fjölskyidur bjuggu þá í Miðvík efri og neðri og þijár í Stakkadal. í Miðvík og Stakkadal var stundaður búskapur og var þar mannmargt, en á Látrum var gert út á fiskinn en aðeins hafði hver fjöl- skylda nokkrar kindur eða geitur sér til búbótar og ekki hafa verið fleiri en átta tii tíu kýr þar er mest var. Það má því sjá að lítið minna var um umgang fólks í Miðvík og Stakkadal en á Látrum og er því mat þessara skýrslugerðarmanna byggt á endaleysu og út í hött að halda því fram að landið í Miðvík og Stakkadal þoli ekki að byggð séu á því sumarhús. Faðir minn er 87 ára í dag, hann hefur nú síðustu árin verið að dunda sér við að byggja sumarhús í Stakkadal ájörðinni sem bundin var við drauma bóndans, er ekki fengu að rætast. Nú dveiur hann þar sumarlangt, verður ungur í annað sinn og eru það honum ómetanlégar stundir. Það þýðir lítið fyrir þá sem ekki vildu sjá þennan hrepp í gamla daga að koma nú og þykjast þar öllu ráða. Hann pabbi og hans gömlu sveitungar eiga bágt með að skilja slíkan yfirgang, menn sem aldrei hafa farið fram á neitt frá yfirvöldum síðan samgöngu- beiðnin var hunsuð. Faðir minn mundi aldrei eyði- leggja sína ástkæru sveit með fram- kvæmdum sem ekki ættu þar heima eða skaði hlytist af og okkur, - af- komendum hans hefur hann kennt að umgangast þennan stað með virð- ingu og ástúð. Það er aftur á móti skipuleggjend- ur ríkisins og ferðaþjónustufurstarn- ir og jafnvel Náttúrverndarráð sem við óttumst. Höfundur er rithöfundur. Margrét Sölvadóttir Skattgreiðendur snúi vörn í sókn SKATTFRELSIS- DAGURINN var laug- ardaginn 10. júní. Að minnsta kosti 43,8% landsframleiðslunnar í ár renna til hins opin- bera og lífeyrissjóða sem allir launþegar eru skyldaðir að greiða til. Ef dæmið er gert upp á ársgrundvelli hafa landsmenn nú eytt næstum helmingi þess í að vinna fyrir hið opin- bera. Það er þó jafnvel fullsnemmt fyrir hinn almenna skattgreiðanda að gera sér glaðan dag. Hann á nefniiega eftir að vinna nokkra daga í viðbót til að geta staðið skil á gjöldum sínum til stofnana eins og Ríkisút- varpsins (sem lögsækir hann ef hann greiðir ekki afnotagjöldin) og verka- lýðsfélaganna (sem seilast. óumbeðin í launaumslagið hans). Ósýnileg hönd ríkisins Það skiptir ekki öliu máli hvenær það er nákvæmlega sem skattgreið- andinn losnar undan okinu en það er að minnsta kosti um þetta leyti sem opinberar stofnanir hafa náð sínum skerfi af landsframleiðslunni. En samt er ekki öll sagan sögð. Að auki baka innflutningshöft, lögboðin einokun og ýmsar aðrar þvingunar- aðgerðir ríkisins skattgreiðendum ómældan kostnað. Má því vel ætla að landsmenn haldi aðeins eftir um helmingi tekna sinna þegar hinar sýnilegu og ósýnilegu greipar ríkisins hafa sópað launaumslagið. Þá á skattgreiðandinn að sjálfsögðu eftir að fæða og klæða sig og fjölskyldu sína, greiða af námslánunum, hús- bréfunum, sófasettinu og öðru úr reikningasúpunni.. Var einhver að tala um að endar næðu ekki saman? Skattkerfi í strandi En af hveiju ættu skattgreiðendur allt í einu að rísa upp nú og mót- mæla skattheimtunni? Renna skatt- arnir ekki allir til nauðsynlegra grunnþarfa samfélagsins? Rétt er að hluti þeirra gerir það. Það ríkir nokk- uð almenn sátt um að þjóðfélagið annist löggæslu, tryggi grunnmennt- un þegnanna og stuðli að heilbrigði þeirra. Þegar ríkið hélt sig að mestu á þessu þrönga sviði heyrðust ekki háværar raddir um óhóflega skattheimtu. Á síðustu áratugum hefur eyðsla og skattheimta ríkisins hins vegar auk- ist úr hófi fram. Það sýnir hug þegnanna til skattkerfisins að mikill meirihluti þeirra hefur svikið undan skatti samkvæmt skoðana- könnunum. Skattadagurinn í júlí árið 2000? Fyrstu skref núver- andi ríkisstjórnar benda til þess að hún ætli sér ekki að auka skattbyrðina. Það er hins vegar ekki nóg að halda sköttum niðri. Skatt- greiðendur hljóta að gera þá kröfu að ráðist verði í víðtækan niðurskurð í fjármálum ríkis og sveitarfélaga Það er hætt við því, seg- ir Kjartan Magnússon, að ekki líði mörg ár uns skattadagurinn færist aftur í júlí eða á síðari helming ársins. með þrenns konar markmið að leiðar- ljósi. í. Hætta hallarekstri. 2. Lækka skuldir. 3. Lækka skatta og aðrar opinberar álögur. Haldi stjórnmálamenn áfram að slá vandanum á frest er hætt við að ekki líði mörg ár uns skattadagurinn færist aftur í júlí eða á síðari helm- ing ársins. Höfundur er skattgreiðandi. Kjartan Magnússon Af alltof mörgum „góðum málum“ MÖRGUM íslend- ingum virðist þykja það sjálfsagt að krefiast síaukinna ríkisútgjalda til mála þeim þóknan- legum. Óll eiga þessi mál það sameiginlegt að vera „góðu málin“ að mati þeirra sem bera þau fram. Fjölmargir þrýstihópar æpa einum rómi á aukin umsvif ríkisins en fátt er jafn- an um svör, þegar þeir hinir sömu og hafa ót- eljandi tillögur um eyðslu eru beðnir að nefna leiðir til að spara á móti útgjöldunum. Reikningarnir fyrir útgjöldunum falla því jafnan á almenna skatt- Það er almenn skoðun, segir Þorsteinn Arn- alds, að of langt sé gengið í skattheimtu. greiðendur eða eru geymdir handa komandi kynslóðum. Því er svo komið að í nýlegri könn- un kom fram að 75% fólks myndu „svíkjá* undan skatti ef þau gætu! Segir þetta okkur ekki ein- faldlega að fólki þyki ríki og sveitarfélög hafa gengið það langt í skattheimtu að það telji sig ekki lengur þurfa að uppfylla þær skyldur sem skattkerfið leggur því á herðar? Sannast hér hið fornkveðna: Með lögum skal land byggja en ólögum eyða. Er því ekki kominn tími til að íslendingar hætti í þrýstihópaleikn- um en fari þess í stað að berjast fyrir ein- hveiju raunháefu? Þar er gott dæmi veruleg lækkun útgjalda ríkis og sveitarfélaga sem er forsendan fyrir því að skattar og skuldir ríkis og sveitarfélaga lækki svo nokkru nemi. Eitt framlag Heimdallar til þessa baráttumáls er „skattadagurinn", sem vonandi verður að árlegum við- burði þannig að stjórnmálamennirnir fái aðra og betri mælistiku á frammi- stöðu sína en þá hversu miklu skattfé þeir hafi reddað í „góðu málin“. Höfundur er stjórnarmaður í Heimdalli. Þorsteinn Arnalds
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.