Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ1995 35 Sigurbjörg Helga Sigur- vinsdóttir fæddist í Melstað í Miðfirði í V-Hún. 4. október 1902. Hún lést á Landspítalanum 3. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Katrín Böðvarsdóttir, f. 23.3. 1878, d. 20.2. 1959, og Sigurvin Baldvinsson, f. 5.9. 1867, d. 26.6. 1939. Attu þau saman níu börn og var Sigur- björg Helga þeirra elst og er aðeins Anna María eftir á lífi. Systkini Sigurbjargar Helgu voru Baldvin, f. 16.3. 1904, Ol- geir, f. 30.9. 1905, Stefanía, f. 18.11. 1906, Kristinn, f. 15.1. 1908, Anna María, f. 20.6. 1909, búsett á Akranesi, Pétur, f. 20.2. 1911, Guðný, f. 20.6.1914, Jón Evert, f. 26.9. 1915. Hálf- systkini Sigurbjargar Helgu voru Ingunn Kristín, f. 28.6. ÞÆTTI Sigurbjargar Helgu Sigur- vinsdóttur eða Sillu, eins og hún var jafnan kölluð, er lokið. Eftir stendur skýr minning um konu sem hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og var ófeimin að láta þær í ljós. Silla átti að baki langa göngu í lífsins skóla, en það var ekki henn- ar eina skólavist, hún hafði nefni- lega verið á réttum tíma í Ólafsdal hjá Guðlaugu Sakaríasdóttur og Torfa Bjarnasyni. í Ólafsdal var á þessum tíma búnaðarskóli og kennski mestur fyrirmyndarbú- skapur á íslandi. Þó að Silla væri aðeins vinnustúlka var vistin þar henni sú undirstaða sem hún ávallt byggði á. Alltaf var henni jafnljúft að minnast veru sinnar í Ólafsdal, enda kunni hún alla húsaskipan og vinnutilhögun út í hörgul. Og hafi 1896, Ólafía og Soffía, f. 18.9. 1900. Albert, f. 14.1.1901, Signý, fæðingar- dagur óþekktur, og Laufey, f. 9.8. 1927. Sigurbjörg Helga giftist Salomoni G. Hafliðasyni, f. 10.1. 1902, d. 20.3. 1987. Þau áttu einn son, Karl, f. 11.10. 1928, d. 26.12. 1970. Hans kona var Rósa Petra Jensdóttir frá Sauðárkróki, f. 11.5. 1929, d. 21.11. 1993. Þau áttu þrjár dætur, Ingibjörgu Sigríði, f. 3.9. 1952, maki Sigfús Guðmundsson, bú- sett í Borgarnesi, Sigurbjörgu Katrínu, f. 20.7. 1954, maki Valdimar Runólfsson, búsett í Reykjavík, og Svanhildur, f. 7.8. 1956, maki Þórður H. Jóns- son, búsett í Borgarnesi. Sigurbjörg Helga verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. hin skæða kerling Elli eitthvað get- að ruglað fyrir henni undir það síð- asta, fékk hún þó engu raskað ef Ólafsdalur átti í hlut. Silla var elst af níu alsystkinum, en átti auk þeirra sex hálfsystkini. Hún fæddist á Melstað í Miðfirði, en fluttist að Ólafsdal með foreldr- um sínum sem voru þar i vinnu- mennsku. Átján ára að aldri fór hún í vist að Stórholti og síðan að Hjarð- arholti. Þar kynntist hún Salómon Hafliðasyni, sem varð hennar lífs- förunautur. Þau fluttu til ísafjarðar og bjuggu þar til ársins 1950 er þau fluttu til Reykjavíkur. Einn son eignuðust þau, Karl, en hann lést aðeins 42 ára að aldri. Kona hans var Rósa Jensdóttir og áttu þau þijár dætur, Ingibjörgu Sigríði, Sig- urbjörgu Katrínu og Svanhildi. Eftir að Salómon dó, bjó Silla ein um tíma á heimili þeirra á Haga- mel. En síðustu árin var hún í skjóli Sillu Kötu, sem ásamt fjölskyldu sinni sýndi henni mikla umhyggju. Tvíburabræðurnir Brynjar og Krist- inn voru henni sérstaklega kærir, enda höfðu þau töluvert saman að sælda. Silla var glaðlynd og lét sér ekki leiðast. Hún var stundum dálítið prakkaraleg og skeytti þá ekkert um hvað öðrum fannst. Til dæmis var það fyrst fyrir er hún eignaðist peninga sem unglingur að kaupa sér hnakk. En þá var til siðs að konur riðu í söðli. En Sillu fannst hún ekki komast nógu hratt sitj- andi í söðli. Hún kunni kynstrin öll af vísum og kvæðum og lagði oft til viðeig- andi vísur í umræðuna. Líka marg- ar sögur úr Dölunum eða frá ísafirði, sem urðu ljóslifandi í hennar frásögn. Hún saumaði í og heklaði mikið og hafði gaman af því. Svo átti hún það til að fara niður á Lækjartorg, taka næsta strætisvagn og fara með honum hring. Þetta voru svona útsýnis- ferðir - hún kallaði þær .salibun- ur“. Stundur fór hún um gömlu hverfin, en stundum hitti hún á vagn sem fór á nýjar slóðir. Skemmtiferðir þurftu ekki endi- lega að vera langar eða dýrar, en þeirra var vel notið. Það má líka sjá hana fyrir sér á níræðisaldri, kvika á fæti, snarast niður tröðina hér í Lindarselinu og vinda sér upp í strætisvagn eftir að hafa harðneitað að Iáta keyra sig heim. Eftir að Salómon hætti að vinna og heilsan fór að bila hugsuðu þau vel hvort um annað, hvort þeirra sem frískara var. Það er dálítill íjársjóður af hafa kynnst þessum hjónum og átt þau að vinum. Og háði það þeim vin- skap ekki þó að aldursmunur væri töluverður. Við þökkum Sillu fyrir samfylgd- ina og óskum henni velfarnaðar á nýjum stigum. Systrunum og ijöl- skyldum þeirra sendum við góðar kveðjur. Matthildur og Ingimundur. SIG URBJORG HELGA SIG UR VINSDÓTTIR BERGLJÓT Þórunn Gísla- dóttir fæddist 13. júní 1945 að Kirkjubóli í Ketild- alahreppi í Arnar- firði og hefði því orðið 50 ára í dag, hefði henni enst aldur. Hún andað- ist á Landspítalan- um 25. maí 1986. Foreldrar hennar voru Hildur Hjálm- arsdóttir skálds frá Hofi á Kjalar- nesi, fædd 6. des- ember 1921, d. 22. júní 1955, og Gísli Ólafsson frá Vind- heimum í Tálknafirði, f. 5. júlí 1913, d. 5. júní 1993. Syst- ur Bergljótar voru Lára, f. 7. desember 1938, d. 1992, Hulda, f. 8. júní 1940; börn Hildar: Jóna Sigurbjörg fædd 3. mars 1947 og Anna Hjálm- dís f. 13. mars 1954. ÉG VIL minnast systur minnar með örfáum orðum. Þegar foreldr- ar okkar hófu búskap á eignarjörð sinni Kirkjubóli 1944 var húsið svo lélegt, að það fraus inni við tveggja til þriggja gráðu frost ef kul fylgdi. Fyrsta vetur ævi Bergljótar eða Beggu eins og hún var ævinlega kölluð, lét pabbi hana sofa á maganum á sér til að halda hita á barninu. Það var svo margt að þessu litla skinni, sem var þriðja barn mömmu, en frumburður pabba. Til dæmis allir fingur utan þumalfingurs sam- grónir. Hún var ung þegar hún fór í sína fyrstu aðgerð á sjúkrahús, og þær urðu margar áður en yfir lauk. Hún var alla tíð lágvaxin, en alla jafna skapgóð og launglettin. Tíu ára gömul, þegar mamma dó, tók hún að elda fyrir heimilið. Hún fékk ekki olíu eða raf- magn til að elda við. Nei, eldavélin var kynt með kolum. Pábbi kenndi henni og leiðbeindi fyrst í stað, en hún var fljót að læra og ótrúlega dugleg. Pabba brá búi vegna heilsubrests 1962. Þá fór Begga í vist til ísafjarðar. Þaðan lá leið hennar í Verkmenntaskól- ann í Reykjanesi við Djúp, þaðan útskrifaðist hún gagnfræðingur. Seinna fór hún í Kvennaskólann á Blönduósi. Næst lá leið hennar með pabba að Búrfellsvirkjun þar sem hún vann við ræstingar eitt sumar. Þá var hún kaupakona á Álftaveri og á Teigarhorni. Síðan lá leið hennar í Tálknafjörðinn, æskustöðvar pabba, þar sem hún eignaðist litla íbúð í húsi sem heit- ir Valhöll og átti þar heima og vann í frystihúsinu þar til að ekki varð umflúið að flytjast suður vegna nýrnabilunar sem dró hana til dauðá eftir erfiða legu. Begga var snillingur í höndun- um, og var alveg sama hvort hún pijónaði, heklaði eða saumaði út. Marga smábamagalla pijónaði hún um ævina og fékk myndir af böm- unum í þeim. Það vom einu launin sem hún fékkst til að taka fyrir þá. Begga átti alla sína ævi við heilsuleysi að stríða. Ég vil nota tækifærið þó seint sé að þakka öllum sem önnuðust hana sérstakar þakkir og kveðjur. Og ég veit að hún vildi senda hugheilar kveðjur heim í Tálkna- fjörð. Hún unni honum heitar og meir en Arnarfirðinum, þar sem hún var borin og barnfædd. Blessuð sé minning þín. Jóna S. Gísladóttir, skáldkona. t HELGA D. JÓNSDÓTTIR, er lést á héraðshælinu á Blönduósi miðvikudaginn 7. júní, verður jarð- sungin frá Blönduóskirkju föstudaginn 16. júní kl. 14.00. Rútuferð frá BSI 16. júní kl. 8.00. Börn og barnabörn. BERGLJÓT ÞÓRUNN GÍSLADÓTTIR BALDVIN ÓLAFSSON + Baldvin Ólafs- son fæddist í Lambhaga i Vest- mannaeyjum 13. júní 1915. Hann andaðist á Heilsu- gæslustöð Suður- nesja, þá gestkom- andi, 8. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Tómasson og Guð- rún Ilalldórsdóttir. Uppeldisfaðir Baldvins var Bjarni Vilhjálmsson. Bald- vin var næstelstur af 17 systkinum og eru 14 þeirra enn á lífi. Eftirlifandi eiginkona Bald- vins er Guðný Nanna Stefáns- dóttir og eignuðust þau sjö börn. Þau eru: Gunnar, f. 18.8. 1941, maki Alda Jónatansdótt- ir, eiga þau fjögur börn; Marta, f. 19.10. 1943, maki Sigurður Guðmundsson, eiga þau níu börn; Palla, f. 26.5. 1946, maki Mark Kell og eiga þau tvö börn; As- dís, f. 11.12. 1951, maki Helgi Ás- geirsson, eiga þau tvö börn; Jóhanna, f. 6.6. 1958, maki Jónas Snorrason, eiga þau tvö börn; Ásta, f. 14.12. 1962, á hún eitt barn; Sóley f. 03.09. 1966, á hún eitt barn. Fyrir hjú- skap Baldvins og Nönnu átti Nanna eitt barn, Stefán Guð- mundsson, f. 30.9. 1939, maki Gotta Sigurbjörnsdóttir og eiga þau fimm börn. Baldvin Ólafsson var jarð- sunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 13. maí siðastlið- inn. í DAG, 13. júní, hefði Baldvin náð áttræðisaldri. Síðustu tíu ár ævi sinnar átti Baldvin við erfiðan hjartasjúkdóm að stríða, sem að lok- um hafði sigur, en víst er, og því trúði Baldvin í einlægni, að hann er aðeins horfínn til hins besta stað- ar. Baldvin varð tíðrætt um æskuár sín austur á Norðfirði, en þangað fluttist hann frá Vestmannaeyjum fimm ára að aldri. Eins og algengt var á þeim tíma byijaði Baldvin ungur að stunda vinnu. 12 ára gam- all, að loknum skóla það sumar, byijaði hann til sjós, sem hann stundaði allt til ársins 1951 þá bú- inn að ganga í gegnum nánast öll þau sjómannsstörf sem kunn voru fram að þeim tíma, ásamt því að vera í eigin útgerð, en á tímabili gerði hann út mb. Auði, aðallega á snurvoð. Nútíma snurvoðir átti hann afar erfitt með að kalla því nafni. Allt til starfsloka var Baldvin í ýmsum störfum á Keflavíkurflug- velli. Síðustu starfsár sín starfaði hann sem blikksmiður hjá Vamar- liðinu. Eins og hann komst sjálfur að orði, þá var atvinnuöryggið þar til staðar, enda var það hans stærsta Fylgstu meb í - Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu |Hot0mtbIabib •kjarni málsins! mál að fjölskyldan liði aldrei skort enda fyrir stórri fjölskyldu að sjá, en sjálfur kom hann úr stórri fjöl- skyldu þar sem hann sagði að aldr- ei hafí skort til hnífs og skeiðar. Baldvin var alla tíð ákaflega iðju- samur þar sem helst var að hitta hann úti í skúr, sýslandi við allt milli himins og jarðar. Eftir Baldvin liggja tvö myndarleg hús í Keflavík sem hann reisti að sjálfsdáðum, sem lýsir vel atorku þessa manns. Baldvin bar ávallt mikla um- hyggju fyrir bömum sínum og barnabörnum, sem sum hver áttu þess ekki kost að vera við útför hans. Færi ég þér ásamt þeim þökk. fyrir allt. Guði veri með þér og styrki. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Jónas Snorrason. Blómastofa Friófinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sfmi 31099 Opíð öl! kvöld tii kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. as. HELGASON HF STEINSMIDJA SKEMMUVEGI 48 • SlMI 557 6677
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.