Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1995 41 FRÉTTIR Ár liðið frá stofnun Mannréttinda- skrifstofu íslands Oflug starfsemi fyrsta árið UM ÞAÐ BIL eitt ár er liðið frá stofnun Mannréttindaskrifstofu íslands. Skrifstofan hefur svar- að fjölda fyrirspurna sem henni hafa borist, en einnig staðið fyr- ir námskeiðum, fundum og ráð- stefnum af ýmsu tagi. Mannréttindaskrifstofan er þátttakandi í samstarfi mann- réttindastofna á Norðurlöndum en athygli vakti sameiginleg skýrsla stofnananna vegna stríðsins í Tsjetsjníu. Mannrétt- indaskrifstofan er einnig tengi- liður við Evrópuráðið og sér um að senda mannréttindaskrifstofu ráðsins ýmis konar upplýsingar sem tengjast mannréttindasátt- mála Evrópu. Að mannréttindaskrifstofunni standa íslandsdeild Amnesty Intemational, Bamaheill, Bisk- upsstofa, Hjálparstofnun kirkj- unnar, Jafnréttisráð, Kvenrétt- indafélag íslands, Rauði kross íslands og UNIFEM. Námskeið í móttöku þyrlu NÁMSKEIÐ um það hvemig á að taka á móti þyrlu á slysstað verð- ur haldið fimmtudaginn 15. júni. Þegar slys eiga sér stað eða maður veikist alvarlega getur það haft úrslitaþýðingu fyrir hann að komast í hendur læknis sem fyrst. Þetta gildir sérstaklega þegar slys verður utan þeirra svæða sem njóta þjónustu sjúkrabíla. Þá get- ur sjúkraflutningur með þyrlu verið nauðsynlegur. Þetta nám- skeið er hentugt fyrir fararstjóra, leiðsögumenn, rútubilstjóra og aðra sem fara mikið um óbyggðir landsins. Þeir sem áhuga hafa á að kom- ast á ofangreint námskeið geta skráð sig þjá Reykjavíkurdeild RKÍ. Kveikt í skúr við Laxá í Kjós Námskeið í leiklist, söng og tjáningu SEX vikna námskeið í leiklist, söng og tjáningu verður haldið í Austur- bæjarskóla dagana 19. júní til 31. júlí fyrir 11-13 ára og 14-16 ára. Leiðbeinendur eru Kristbjörg Karí Sólmundsdóttir og Margrét Sig- urðardóttir. Gestir á námskeiðinu verða meðal annars Baltasar Kormákur, Diddú og Páll Óskar Hjálmtýsson. Þá mun Magnús Geir Þórðarson leikstýra söngleik í lok námskeiðsins, sem settur verður upp í Tónabæ. Innritun verður þriðjudaginn 13. júní og miðviku- daginn 14. júní frá 11-14 og fást allar nánari upplýsingar hjá Iþrótta- og tómstundaráði Reykja- víkur. -----♦ ♦ ♦ Kvöldganga í Viðey KVÖLDGANGA um Viðey á þriðju- dagskvöldum er fastur liður á Við- eyjardagskránni í sumar. í dag verður hún farin í annað sinn. Gengið verður austur á Sund- bakka, hann skoðaður og ekki síst skólahúsið þar sem nú er búið að gera vel upp þannig að það sýnir vel hvernig nýr skóli leit út árið 1928. Þar er nú ljósmyndasýning frá lífi og starfi fólksins á Sund- bakka fyrr á árum. Af Sundbakkan- um verður gengið með suðurströnd- inni heim að Viðeyjarstofu. Farið verður úr Sundahöfn kl. 20.30. Sjálf gönguferðin tekur rúmlega einn og hálfan tíma. LÖGREGLUNNI í Mosfellsbæ var tilkynnt um að logaði í skúr við brúna yfir Laxá í Kjós á fimmtu- dagskvöld. Slökkvilið Kjalarnes- hrepps var kvatt á staðinn og sömu- leiðis tveir bílar frá slökkviliðinu í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Mosfellsbæ var um að ræða ónýtan bárujárnsskúr sunnan Laxár, sem eitt sinn þjónaði sem veiðihús. Eigendur skúrsins höfðu ætlað að losa sig við hann og ákváðu að kveikja í honum en láð- ist að fá til þess leyfi. Skúrinn var mikið brunninn þeg- ar að var komið en stóð þó enn. Ákveðið var að slökkva í honum og ganga frá í kringum hann frek- ar en að láta hann brenna niður, enda var hætta á að neisti hlypi í STYRKUR var nýlega veittur úr Minningarsjóði dr. phil. Jóns Jó- hannessonar, prófessors. Ármann Jakobsson BA hlaut styrkinn að þessu sinni. Ármann hefur stundað nám við Háskóla íslands í íslenskri málfræði og íslenskum bókmenntum og hann hefur þegar samið ýmsar greinar um fræðileg efni. Hann er nú að viðkvæman gróður í kring. Slökkvi- liðið á Kjalarnesi sá um það og bíl- arnir úr Reykjavík sneru við. Ber alltaf að sækja um leyfi Að sögn Hrólfs Jónssonar, slökkviliðsstjóra í Reykjavík, ber mönnum að sækja um leyfi til við- komandi slökkviliðs ef þeir ætla að brenna niður hús. Hann segir að slökkviliðið í Reykjavík fái oft að nota hús, sem ætlunin er að rífa, til að æfa sig í slökkvistarfi. Það sé yfirleitt gert að nóttu til, til að valda sem minnstu ónæði. Hann segir að slökkviliðsmenn vilji alltaf vera á staðnum, undir öllum kringumstæðum, til að geta brugðist við ef eitthvað fer úrskeið- is, þótt ætlunin sé að láta húsin brenna til grunna. semja MA-ritgerð um konungs- ímynd nokkurra miðaldarita. Minningarsjóður dr. phil. Jóns Jóhannessonar, prófessors, er eign Háskóla íslands. Tekjum sjóðsins er varið til þess að veita stúdentum eða kandídötum í íslensku og sagn- fræði styrki til einstakra rann- sóknaverkefna er tengjast námi þeirra. Hlaut styrk úr Minningarsjóði Jóns Jóhannessonar Úr dagbók lögreglunnar í Reykjavík Yfir 100 öku- menn stöðvaðir 9. til 12.júní í DAGBÓK helgarinnar eru skráð 485 tilvik. Af þeim eru hlutfalls- lega flest vegna ölvunartengdra mála. í 78 tilvikum voru höfð af- skipti af ölvuðu fólki er ekki kunni sér hófs, 26 sinnum þurfti að ræða við fólk vegna hávaða og ónæðis, bæði utan dyra og innan, tvisvar kom upp ágreiningur, 11 ökumenn sem lögreglumenn stöðvuðu í akstri eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis en ekki er vitað til að ölvaðir öku- menn hafi lent í umferðaróhöppum en tilkynnt var um 31 slíkt til lög- reglunnar. í 4 tilvikum urðu meiðsl á fólki. 12 sviptir á staðnum Tilkynnt var um 15 innbrot og 16 þjófnaði, 5 líkamsmeiðingar og 17 rúðubrot og skemmdarverk. Tuttugu og fjórir ökumenn voru kærðir fyrir að aka vel yfir leyfileg hámarkshraðamörk og u.þ.b. 40 aðrir voru áminntir. Af þessum 24 ökumönnum, sem kærðir voru, var helmingur þeirra sviptur ökurétt- indum „á staðnum". Þrír ökumenn reyndust við athugun réttindalausir í umferðinni, 10 voru kærðir fyrir að virða ekki rauða ljósið á umferð- arvitanum og 29 voru kærðir fyrir önnur umferðarlagabrot. Talið er að um þijú þúsund manns hafi verið í miðborginni þeg- ar mest var aðfaranótt laugardags. Mikið bar á ungu fólki og var ölvun þó nokkur. Lögreglumenn töldu ástandið þokkalegt. Aðfaranótt sunnudags var svipaður fjöldi í miðborginni. Töluverð ölvun var á meðal fólks. Undir morgun vartals- vert af fólki enn við skemmtan á strætum miðborgarinnar, enda var veður með ágætum. Hátíðahöld sjómannadagsins fóru vel fram og ekki er vitað til að óhöpp hafi orðið í tengslum við þau. Áfengi selt út frá veitingastað Tveir ökumenn voru fluttir á slysadeild eftir árekstur þriggja bifreiða á gatnamótum Listabraut- ar og Kringlumýrarbrautar á föstu- dagsmorgun. Minniháttar meiðsl hlutust af eftir árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Bústaða- vegar og Litluhlíðar síðdegis á föstudag. Síðdegis á laugardag varð reiðhjólamaður fyrir bifreið í Vesturbergi. Hann meiddist lítils- háttar. Um miðjan dag á sunnudag þurfti að aka þrennu á slysadeild VINNIN LAUGA 3STÖLUR RDAGINN 10. 06.1995 (10) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 af 5 1 4.383.600 n 4 af 5 a ^•Plús K w*— 102.730 3. 4 af 5 123 5.760 4. 3af5 3.940 410 Heildarvinningsupphæð: 7.118.400 M { BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR eftir árekstur á Vesturlandsvegi við Kiðafell í Kjós. Á föstudagskvöld gerðu lög- reglumenn athugasemd við að áfengi var selt út frá veitingastað í miðborginni. Eigandinn sá til þess að því yrði hætt. í dag hafa þrír veitingastaðir fengið leyfi til að selja áfengi til gesta utan dyra, tveir út á stétt og einn upp á þak staðarins. Sex aðrir staðir hafa fengið leyfi til sölu veitinga utan dyra, annarra en áfengis. Sækja verður í öllum tilvikum um slíka sölu sérstaklega. Með alsælutöflur og hvítt duft Á föstudagskvöld höfðu lög- reglumenn afskipti af tveimur ung- um mönnum á veitingahúsinu Tunglinu. Annar þeirra hafði fram- vísað röngum skilríkjum. Við leit á þeim fundust alsælutöflur og svolít- ið af hvítu dufti. Mennimir voru báðir vistaðir í fangageymslunum það sem eftir lifði nætur. Aðfaranótt laugardags höfðu lögreglumenn afskipti af þremur 13 ára gömlum stúlkum í tjaldi fyrir ofan borgina. Þær reyndust ofurölvi og var því komið í hendur foreldra þeirra. Aðfaranótt sunnudags var bund- inn endi á för ölvaðs manns, sem berað hafði á sér óæðri endann á Sæbraut. Fólk hafði kvartað yfir sýniþörf mannsins, enda endinn á honum ekki endilega það sem fólk- ið hafði viljað sjá við þennan fal- lega útsýnisstað yfir sundin. Sérstaklega hugað að eftirvögnum Unglingum var vísað úr sam- kvæmi í húsi í austurborginni að- faranótt sunnudags. Kvartað hafði verið undan hávaða frá húsinu og við nánari athugun kom í ljós að þar voru unglingar einir heima með gleðskap. Lögreglan á Suðvesturlandi hef- ur ákveðið í samvinnu við Bifreiða- skoðun íslands að beina athyglinni sérstaklega að eftirvögnum í næstu viku. Athugað verður með búnað, skráningu og annað er viðkemur vögnunum sem og dráttartækjun- um. 23. leikvika, 10.-1 l.júní 1995 Nr. Leikur:_______________Röðin: 1. Sviþjóð - Japan - X - 2. Engiand - Brasilía - - 2 3. Bragc - Forward - X - 4. Luleá - Brommapojk. 1 - - 5. Umeá - Assyriska 1 - - 6. Vasalund - Lira 1 - - 7. Visby - GIF Sundsvall 1 - - 8. Gunniise - GAIS - X - 9. Hássleholm - Faikenberg - - 2 10. Ljungskile - Kaimar FF 1 - - 11. Myresjö - Hácken 1 - - 12. Oddcvold - Landskrona 1 - - 13. Skövde - Stenungsund - X - Heildarvinningsupphæðin: 63 milljón krónur 13 réttir: 1.860.570 kr. 12 rcttir: T 19.380 | kr. H réttir: 1.630 kr. 10 réttir: 470 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.