Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reylqavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Tommi og Jenni Ljóska Ferdinand Smáfólk c.úp'q FI6HTIN6,. l'M JU6T 5ITT1N6 H EKE.. Og þú ert alltaf að gera það! Það gerir mig brjálaða! Af hverju get- Af hverju heimtarðu.. Eruð þið Hún er að ríf- urðu ekki skilið tvö að rífast? ast...ég bara sit það? Af hverju? hérna... Alfarog geimverur Frá Gesti Sturlusyni: SUNNUDAGINN 21. maí sl. birtist grein í Morgunblaðinu eftir Einar Þorstein, er nefnist Hin hliðin á frét- taflutningi. Fjallar greinin um frétt um bók, sem prófessor við Harvard- háskóla, John Mack að nafni, er höfundur að. Um fréttaflutninginn ætla ég ekki að ræða. En það er annað í þessari grein, sem hefur valdið mér nokkrum heilabrotum. Aðurnefnd bók fjallar aðallega um geimverur og samband þeirra við jarðarbúa. Þar segir m.a: „Staðreyndin er sú, hvo'rt sem mönnum líkar það betur eða verr, að á síðustu 30 árum hafa æ fleiri einstaklingar leitað til sál- fræðinga, sem orðið hafa fyrir ein- kennilegri lífsreynslu utan við venju- leg viðmiðunarmörk okkar tilvistar." Og einnig: „Það sem fram kemur í mjög sárum tilfinningagegnumgangi hjá sálfræðingunum, oft með aðstoð dáleiðslu, eru einkenni eins og tapað- ur tími (fólk veit ekki hvað hefur gerst viss stutt tímabil ævinnar), brottnám af einhvers konar verum, sem búa yfir óskiljanlegri tækni, lík- amsrannsóknir sem beinast að ýms- um líkamshlutum í mjög framandi tæknilegu umhverfi, myndræn og hugræn upplýsingamiðlun um mjög varhugavert vistrænt ástand jarð- arinnar og hvaða afleiðingar áfram- haldandi þróun á sömu brayt myndi hafa.“ Þegar ég las þessar línur rifjaðist upp það sem ég las í þjóðsögum um álfa og huldufólk og viðskipti þess- ara vera við mannfólkið og fann ég býsna mikinn skyldleika við furðu- sögur þær, sem nú eru sagðar af geimverum. Þarna er margt, sem minnir á þjóðsögurnar okkar, t.d. fjalla margar sögurnar um fólk, sem lendir hjá huldufólki, er þar lengri eða skemmri tíma og kemur svo til baka hálfært og utan við sig. Virð- ist það lítið geta munað af því sem skeði. Munurinn á þessu fólki þjóð- sagnanna og fólki nútímans, sem komist hefur í kynni við geimverur, er sá, að það fyrrnefnda hafði enga sálfræðinga sér til hjálpar. Dr. Mack segir að geimverur eigi gjarnan kynlífssamband við jarð- arbúa. Leiðir þetta hugann að öllum sögunum um selmatseljurnar, sem urðu óléttar eftir huldumenn (nátt- úrlega geta þetta hafa verið mennsk- ir menn, sem þóttust vera huldu- menn til að firra sig allri ábyrgð af króganum). Dr. Mack segir geimver- urnar hafa mikinn áhuga á hinu vist- ræna ástandi jarðarinnar og áhyggj- ur af framvindunni í þeim málum og hvernig við jarðarbúar um- göngumst móður jörð. Og aftur í þjóðsögurnar. Hvað um alla þessa álagabletti, sem ekki mátti hrófla við? Ef svo var gert mátti búast við þungri refsingu. Oft voru þessir álagablettir griðarstaðir álfa og hul- dufólks. Hvað lá á bak við þessi bönn? Getur ekki hafa verið að verki einhver dulin vitund mannskepnunn- ar að umgangast móður jörð með virðingu og nærgætni? Annars mundi illa fara. Og enn vitna ég í dr. Mack: „Brottnám hafa gert mér ljóst að við höfum einangrað okkur frá öðrum tilvistargerðum alheims- ins. Þetta viðhorf okkar er einnig aðalástæðan fyrir þeirri neikvæðu þróun á jörðinni sem er að ógna til- vist okkar. Fjöldamorð í nafni kyn- þáttamunar sem gæti endað með kjarnorkueyðingu og eyðingu undir- stöðu lífhjúps jarðarinnar.“ Þessi síðustu orð, sem ég vitna hér til, fínnst mér nokkuð koma heim við kenningar dr. Helga Pjet- urs um helstefnu og lífsstefnu, um lífið í alheimi og lífsamband hinna ýmsu lífsforma. GESTURSTURLUSON, Hringbraut 50, Reykjavík. Islandssíldinni eytt Frá Einari Vilhjálmssyni: ÁRIÐ 1950 var landhelgin færð út í fjórar sjómílur fyrir Norðurlandi, frá grunnlínum sem dregnar voru fyrir mynni fjarða og flóa, á svæð- inu frá Homi að Langanesi. Árið 1952 var fjögurra mílna landhelgin með sama hætti færð út allt í kring- um land, 1958 var fært út í tólf mílur og stefnt var að frekari út- færslu. Þetta þrengdi þegar at- hafnasvæði norska síldarflotans á íslandsmiðum, sem saltaði aflann um borð, oft í landvari innan land- helginnar, á afskekktum stöðum. Á þessum árum settu norsku vísinda- mennirnir fram þá skoðun, að vor- gotssíldin við Noreg leitaði ekki vestur í Islandshaf til fæðuöflunar nema stofninn færi yfir tiltekna stærð. Bentu þeir á, að hægt væri að stjórna stofnstærðinni með stór- felldu smáseiðadrápi. Óhemju seiðadráp hafði verið stundað til hráefnisöflunar fyrir síldarverk- smiðjurnar í Norður-Noregi um langan aldur, en nú fékk þessi rán- yrkja tvöfaldan tilgang og tvöfald- aðist að magni til. Þessi vísindalega stjórnun Norsa sagði fljótt til sín og lýsti sér með hruni síldarstofns- ins, eins og frægt er orðið. Rússarn- ir sáu strax hvert voðaverk Nors- arnir voru að vinna og mótmæltu því. Rússarnir gerðust síðan sjálfir sekur um smásíldardráp til mjöl- vinnslu, en ekki í víðlíka mæli og Norsar. Það kemur því úr hörðustu átt, þegar þessi siðlausa rányrkju- þjóð ætlar að kenna öðrum um það mikla tjón, sem stafar af siðlausri hegðun gagnvart umhverfi sínu og yfirgangi gegn grenndarþjóðum. Þeir eru orðnir íslendingum dýrir grannarnir austan íslandshafsins. Þeir luku við að eyða hvalnum í byijun aldarinnar og síldinni á sjö- unda áratugnum. EINAR VILHJÁLMSSON frá Seyðisfirði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.