Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JKmipiiiHftfeife 1995 KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 13.JUNÍ BLAÐ B .íi í;. 6, Sigurmarkið Morgunblaðið/RAX Lí SIGURÐUR Jónsson tryggöi Islandl 2:1 slgur gegn Ungverjalandl í Evrópukeppnl landsllða í knattspyrnu (fyrra- kvðld og hér horfir hann á eftlr boltanum í netið en skðmmu áður jafnaðl Guðnl Bergsson. Leikur íslands og úrslitin lofa góðu um framhaldið 4i Bfl U' <I1 19 6f>: [í tf. of. Islenska landsliðið í knattspyrnu er með fjðgur stig í Evrópukeppninni eftir 2:1 sigur gegn Ungverjum í fyrrakvöld en enn eru níu stig í pottinum. „Ég er ánægð- ur með leik strákanna. Ég sagði við þá í hálfleik að halda áfram af sama krafti og fyrir hlé og þeir gerðu það. Við vorum að skapa okkur færi í fyrri hálfleik sem við ekki nýttum og það var því um að gera að halda áfram og uppskeran var eftir því," sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari íslenska liðsins. Ásgeir sagði að Ungverjar væru með betra lið núna en fyrir tveimur árum þegar ísland sigraði þá 2:0 á Laugardals- velli. „Þeir eru með meira spilandi lið núna og það segir okkur að við erúm lík- lega að taka framförum. Þetta er mjög jákvætt eftir jafnteflið á móti Svíum í Stokkhólmi. Það var mikil og góð vinnsla í liðinu og baráttan var til staðar. Við vorum að skapa okkur færi allan leikinn og þetta var bara spurningin um að nýta eitthvað af þeim," sagði Asgeir. ísland byrjaði í keppninni með 1:0 tap- leik heima gegn Svíum og sagði Ásgeir að menn gætu nagað sig í handarbakið þess vegna en hins vegar hefði alltaf mátt gera ráð fyrir tapi í útileikjunum. „Þetta er liðið og ekkert við því að segja en við stefnum áfram að því að ná 50% stiga og eigum að geta það með því að sigra í heimaleikjunum." Leikurlnn/B4-B5. Tvö Islandsmet ífrjálsíþróttum TVÖ Islandsmet litu dagsins ljós í 2. deildar- keppni Evrópubikars landsliða í frjálsíþróttum sem fram fór í Tallin í Eistlandi um helgina. Jón Arnar Magnússon bætti þriggja vikna gam- altmetsittí HOmetra grindarhlaupi um 13/100 úr sek., hJjóp á 14,19 sek., og sigraði í grein- iimi. Kvennasveitin í 4 x 4 00 metra boðhlaupi setti hitt metið þegar hún hHóp á 3:4 0,59 min., gamla metíð var 3:43,05 mín. frá árinu 1982. „Metið í 110 metra grindarhlaupi kom mér þægi- íega á óvart vegna þess hversu stutt er síðan ég keppti í erfiðu tugþrautarmóti," sagði Jón Arnar Magnússon í samtah' við Morgunblaðið að keppni iokinni. Kvennalandsliðið fer til Portúgals LANDSLIÐ kvenna í knattspyrnu leikur tvo æf ingalciki við landslið Portúgals ytra 15. og 17. júní. Leikirnir eru liður í undirbúningi ís- lenska landsliðsins fyrir undankeppni Evrópu- keppninnar sem hefst í haust. Kristinn BjSrns- son landsliðsþjálfari hefur valið sextán manna hóp vegna leikjanna við Portúgal og er hann þannig skipaður: Markverðir eru Sigríður Páls- dóttir, KR, og Sigfríð Sophusdóttir, Breiðabliki. Aðrir leikmenn eru: Vanda Sigurgeirsdóttir, Breiðabliki, Ásthildur Helgadóttir, Breiðabliki, Margrét Ólafsdóttir, Brciðabliki, Helga Ósk Hannesdóttir, Breiðabliki, Sigrún Óttarsdottir, Breiðbliki, Olga Færseth, KR, Guðlaug Jónsdótt- ir, KR, Auður Skúladóttír, Stjörnunni, Katrín Jónsdóttir, Stiörnunni, Ragna Lóa Stefánsdóttír, Stiörnunni, Guðrún Sæmundsdóttír, Val, Ás- gerður Ingibergsdóttir, Val, Hjordís Simonar- dóttir, Val og Jónína Víglundsdóttír, ÍA. Guðnibyrjarvel með Völsungi GUÐNI Rúnar Helgason skiptí úr K R, þar sem hann fékk lítíð að spreyta sig, yfir í Völsung frá Húsavík og lék f yrsta leik sinn með liðinu, er það mættí Fjölni. Guðni, sem er 18 ára og var hjá Sunderland í Englandi um tíma, byrjaði vel og gerði tvö af þremur mörkum liðsins i 3:2 sigri, Reyndar misfórst vítaspyrna hjá honum en Jón Ottí J ónsson mar k vör ður varði út við stöng „að hættí Ravelli" að sögn sjónarvotta. Landsliðin í golfi á stórmót erlendis RAGN AR Ólafsson, landsein vald ur tílkynntí is- lensku landsliðin sem keppa munu á Norður- landa- og Evrópumótinu í sumar. Ólöf María Jónsdóttir úr Keili og Ragnhildur Sigurðardótt- ir, GR, unnu sér sæti í landsliðinu með góðum árangrí á stigamótínu. Ragnar valdi til viðbótar þær Herborgu Arnarsdóttur, GR, og Karen Sæv- arsdóttur, GS, til keppni á Norðurlandamótínu og Þórdís Geirsdðttír, Keili, og Ásgerður Sverris- dóttír, GR, verða í liðinu sem keppir á Evropu- mótinu. Varamaður kvennaliðsins er Ásthildur Margrét Jóhannsdóttir. Örn Arnarson úr GA og Þorkell Snorri Sigurð- arson úr GR urðu í tveimur efstu sætunum í stíga- keppninni til landsliðs og spiluðu sig þvi inn i liðið. Ragnar valdi auk þess Björgvin Sigurbergs- son, Keili, Birgi Leif Hafþórsson, Leyni, Sigurp- ál Sveinsson, GA, og Björn Knútsspn, Keili, í lið- ið og Þórð Emil Olaf sson, Leyni, sem varamann. Bæði liðin halda til Svfþjóðar til keppni á NM þann 26. þessa mánaðar en keppnin verður 28. og 29. júní. Evrópumótið hefst síðan 5. julí. Kvennaliðið keppir í Mílanó á ítalíu og karlarnir í Antwerpen í Belgíu. Þess má geta að Þorkell Snorri er einnig í unglingalandsliðinu og segja má að lítíð annað komist að en golf á næstu vikum. Hann keppir með karlaliðinu & Norðurlanda- og Evrópumóti. Síðan tekur hann þátt í Evrópu- og Norðurlanda- móti unglinga. Hann verður því í ríima n mánuð í keppnisferð en kemur heim í tæka tíð til að geta tekið þátt i Landsmótinu á Hellu. KÖRFUKNATTLEIKUR: HOUSTON Á GÓÐRILEIÐ MEÐ AÐ VERJA TITILINN / B7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.