Morgunblaðið - 13.06.1995, Page 1

Morgunblaðið - 13.06.1995, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA B 1995 ÞRIÐJUDAGUR 13. JUN! BLAD Morgunblaðið/RAX Sigurmarkid SIGURÐUR Jónsson tryggöl íslandl 2:1 slgur gegn Ungverjalandl í Evrópukeppnl landsllða í knattspyrnu í fyrra- kvöld og hér horfir hann á eftlr boltanum í netið en skömmu ðður Jafnaðl Guðnl Bergsson. Leikur Islands og úrslKin lofa góðu um framhaldið Islenska landsliðið í knattspyrnu er með fjögur stig í Evrópukeppninni eftir 2:1 sigur gegn Ungverjum í fyrrakvöld en enn eru níu stig í pottinum. „Ég er ánægð- ur með leik strákanna. Ég sagði við þá í hálfleik að halda áfram af sama krafti og fyrir hlé og þeir gerðu það. Við vorum að skapa okkur færi í fyrri hálfleik sem við ekki nýttum og það var því um að gera að halda áfram og uppskeran var eftir því,“ sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari íslenska liðsins. Ásgeir sagði að Ungvetjar væru með betra lið núna en fyrir tveimur árum þegar ísland sigraði þá 2:0 á Laugardals- velli. „Þeir eru með meira spilandi lið núna og það segir okkur að við erúm lík- lega að taka framförum. Þetta er mjög jákvætt eftir jafnteflið á móti Svíum í Stokkhólmi. Það var mikil og góð vinnsla í liðinu og baráttan var til staðar. Við vorum að skapa okkur færi allan leikinn og þetta var bara spumingin um að nýta eitthvað af þeim,“ sagði Ásgeir. ísland byijaði í keppninni með 1:0 tap- leik heima gegn Svíum og sagði Ásgeir að menn gætu nagað sig í handarbakið þess vegna en hins vegar hefði alltaf mátt gera ráð fyrir tapi í útileikjunum. „Þetta er liðið og ekkert við því að segja en við stefnum áfram að því að ná 50% stiga og eigum að geta það með því að sigra í heimaleikjunum." ■ Leikurlnn/B4-B5. Tvö íslandsmet í frjálsíþróttum TVÖ íslandsmet litu dagsius Ijós í 2. deildar- keppni Evrópubikars landsliða I frjálsíþróttum sem fram fór I Tallin i Eistlandi um helgina. Jón Arnar Magnússon bætti þriggja vikna gam- alt metsittí llOmetragrindarhlaupi um 13/100 úr sek., hljóp á 14,19 sek., og sigraði í grein- inni. Kvennasveitin í 4 x 400 metra boðhlaupi setti hitt metið þegar hún hljóp á 3:40,59 min., gamla metið var 3:43,05 mín. frá árinu 1982. „Metið í 110 metra grindarhlaupi kom mér þægi- lega á óvart vegna þess hversu stutt er síðan ég keppti I erfiðu tugþrautarmóti," sagði Jón Arnar Magnússon í samtali við Morgunblaðið að keppni lokinni. Kvennalandsliðið fer til Portúgals LANDSLID kvenna í knattspymu leikur tvo æfingaleiki við landslið Portúgals ytra 15. og 17. júni. Leikirnir eru liður í undirbúningi ís- lenska landsliðsins fyrir undankeppni Evrópu- keppninnar sem hefst í haust. Kristinn Bjöms- son landsliðsþjálfari hefur valið sextán manna hóp vegna leikjanna við Portúgal og er hann þannig skipaður: Markverðir em Sigríður Páls- dóttir, KR, og Sigfríð Sophusdóttir, Breiðabliki. Aðrir ieikmenn em: Vanda Sigurgeirsdóttir, Breiðabliki, Ásthildur Helgadóttir, Breiðabliki, Margrét Ólafsdóttir, Breiðabliki, Helga Ósk Hannesdóttir, Breiðabliki, Sigrún Óttarsdóttir, Breiðbliki, Olga Færseth, KR, Guðlaug Jónsdótt- ir, KR, Auður Skúladóttir, Stjörnunni, Katrín Jónsdóttir, Stjörnunni, Ragna Lóa Stefánsdóttir, Sljömunni, Guðrún Sæmundsdóttir, Val, Ás- gerður Ingibergsdóttir, Val, Iljördís Simonar- dóttir, Val og Jónína Víglundsdóttir, í A. Guðni byrjar vel með Völsungi GUÐNI Rúnar Helgason skipti úr KR, þar sem hann fékk lítið að spreyta sig, yfír í Völsung frá Húsavík og lék fyrsta leik sinn með liðinu, er það mætti Fjölni. Guðni, sem er 18 ára og var hjá Sunderland í Englandi um tíma, byrjaði vel og gerði tvö af þremur mörkum liðsins í 3:2 sigri. Reyndar misfórst vítaspyraa þjá honum en Jón Ótti Jónsson markvörður varði út við stöng „að hætti Ravelli“ að sögn sjónarvotta. Landsliðin í golfi á stórmót erlendis RAGNAR Ólafsson, landseinvaldur tilkynnti ís- Iensku landsliðin sem keppa munu á Norður- landa- og Evrópumódnu í sumar. Ólöf María Jónsdóttir úr Keili og Ragnhildur Sigurðardótt- ir, GR, unnu sér sæti í landsliðinu með góðum árangri á stigamótinu. Ragnar valdi til viðbótar þær Herborgu Arnarsdóttur, GR, og Karen Sæv- arsdóttur, GS, til keppni á Norðurlandamótinu og Þórdís Geirsdóttir, Keili, og Ásgerður Sverris- dóttir, GR, verða í liðinu sem keppir á Evrópu- mótinu. Varamaður kvennaliðsins er Ásthildur Margrét Jóhannsdóttir. Öra Arnarson úr GA og Þorkell Snorri Sigurð- arson úr GR urðu í tveimur efstu sætunum i stiga- keppninni tU landsliðs og spiluðu sig því inn I liðið. Ragnar valdi auk þess Björgvin Sigurbergs- son, Keili, Birgi Leif Hafþórsson, Leyni, Sigurp- ál Sveinsson, GA, og Björn Knútsson, Keili, í lið- ið og Þórð Emil Olafsson, Leyni, sem varamann. Bæði liðin halda til Svíþjóðar til keppni á NM þann 26. þessa mánaðar en keppnin verður 28. og 29. júní. Evrópumótið hefst síðan 5. júlí. Kvennaliðið keppir í Mllanó á Ítalíu og karlarnir í Antwerpen I Belgíu. Þess má geta að Þorkell Snorri er einnig í unglingalandsliðinu og segja má að lítið annað komist að en golf á næstu vikum. Hann keppir með karlaliðinu á Norðurlanda- og Evrópumóti. Síðan tekur hann þátt í Evrópu- og Norðurlanda- móti unglinga. Hann verður því í rúman mánuð í keppnisferð en kemur heim I tæka tíð til að geta tekið þátt i Landsmótinu á Hellu. KÖRFUKNATTLEIKUR: HOUSTON Á GÓDRI LEK> MED AÐ VERJA TITILINN / B7

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.