Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ 1 ÍÞRÓTTIR ^ 2:1 Ungverjaland i Reykjavik, 11.júni 1995 1:1 Svíþjóð í Stokkhólmi, 2. júni 1995 1:1 Chile i Temuco, 22. apríl 1995 1 0:1 Svíþjóð i Reykjavik, 7. sept. 1994 0:1 Sviss i Lausanne, 16. nóv. 1994 0:5 Tyrkland í Istanbúl, 12. okt. 1994 ■ MAGNÚS I. Stefánsson hand- knattleiksmarkvörður gekk fyrir skömmu frá félagsskiptum úr Vík- ingi í Fylki. „Mér líst vel á, það er að rísa nýtt íþróttahús og nýir leikmenn líklega á leiðinni þó byggja eigi einnig upp á strákum úr félaginu. Við ætlum upp í 1. deild,“ sagði Magnús. ■ DAVÍÐ Garðarsson, sem spil- aði með knattspyrnuliði Vals en fór síðan til liðs við Hamburg í Þýskalandi, er kominn til baka og leikur með Val í sumar. Fyrsti leikurinn átti að vera gegn FH annaðkvöld þá þarf Davíð að taka út leikbann. ■ EYJASTÚLKUR fá frekari liðsauka við 1. deildarlið sitt þegar gengið verður frá samning við serbneskan markvörð, Tatjana Arsic, í vikunni. Hún lék áður með Júgóslavneska landsliðinu og reyndar í sama liði og Svetlana Ristic, sem þegar er byrjuð að spila með Eyjaliðinu. ■ AJAX gerði í gær samning til fjögurra ára við Brasilíumanninn Marcio Santos sem var í sigurliði Brasilíu á fjögurra þjóða mótinu sem lauk í Englandi um helgina. Hollenska fréttastofan ANP sagði að kaupverðið hefði verið um 3,2 faómR FOLK millj. dollarar (um 203 millj. kr.). ■ TREVOR Francis, fyrrum framkvæmdastjóri Sheffield Wednesday sem var rekinn frá félaginu í síðasta mánuði, ætlar að höfða mál á hendur félaginu. Hann segist hafa gert sitt besta við erfiðar kringumstæður og að formaðurinn hafi rekið sig án þess að bjóða nokkrar bætur og neiti að ræða málin. Félagið bauð David Pleat, stjóra Luton, starfið. ■ ÞRÍR aðdáendur ítalska liðsins Genúa, létust af hjartaslagi á meðan leik Genúa og Padove stóð á laugardaginn, en Genúa féll í b-deild. Tveir þeirra, 50 og 42 ára, fengu slag á leikvanginum og einn 79 ára lést fyrir framan sjónvarpið. ■ GIUSEPPE Signori gæti verið á förum frá Lazio eftir að Parma bauð í hann um 945 milljónir kr. „Það er til tilboð sem ekki er hægt að hafna og ég er verslunarmaður sem get ekki lokað augunum fyrir því,“ sagði Sergio Cragnotti eig- andi Lazio „en ég er líka aðdá- andi og langar ekki til að selja.“ ■ PARMA lætur ekki staðar numið og hefur einnig lýst áhuga á að kaupa bosníska framheijann Alen Boksic frá Lazio. Sú sala myndi líklega þýða að Parma gæti ekki einnig boðið í Roberto Baggio sem ætlar sér frá Juvent- us en AC Milan og Inter hafa einnig spáð í kappann. ■ STEAUA Búkarest varð Rúmeníumeistari í 17. sinn þegar liðið vann F.C. Natioanl Búkarest 3:0 á laugardaginn. ■ SLAVA Kozlov skoraði í ann- arri framlengingu og tryggði Detroit 2:1 sigur gegn Chicago í fimmta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NHL-íshokkídeild- arinnar. Detroit leikur til úrslita um Stanleybikarinn í fyrsta sinn í 29 ár og mætir Philadelphia eða New Jersey. ■ KÍNVERSK stúlka, hin 13 ára Zhang Xilian, er næsta stjarna Kínverja i körfubolta. Hún er nú þegar um 2 metrar á hæð en vakti strax athygli körfuboltaliðs héraðs síns rúmlega tveggja ára, þegar orðin 112 sentímetrar á hæð. RÆKTUN Að undanförnu hafa svört ský hrannast upp á íslenskan íþróttahimin — menn eru ekki búnir að gleyma árangri hand- knattleikslandsliðsins í HM og síð- an komu fréttirnar frá Portúgal, þar sem íslenska 21 árs landsliðið mátti þola fimmtán marka ósigur gegn Portúgölum á Madeira. Þessi ósigur þýðir að liðið kemst ekki í heimsmeistarakeppni 21 árs landsliða í Arg- entínu, en liðið varð í þriðja sæti í síðustu HM, í Egyptalandi. Körfuknattleikslandsl- iðið stóð sig illa í Sviss, þar sem liðið lék í Evr- ópukeppninni og á Smáþjóða- leikunum í Lúxemborg. í kjölfarið hafnaði íslenska 22 ára landsliðið í fimmta og neðsta sæti á Norður- landamótinu, sem fór fram á Sauð- árkróki. I svartnættinu er þó sólargeisli, það er íslenska landsliðið í knatt- spyrnu. Það er greinilegt að knatt- spyrnuforystan á íslandi hefur lagt mikla vinnu í að rækta garðinn sinn og uppskeran er eftir því. Árangur landsliðsins gegn Svíum í Stokkhólmi á dögunum var glæsi- legur, þó svo að menn í arfagrón- um reiti hafi séð ofsjónir og farið með dylgjur. Frækileg framganga íslensku leikmannanna, undir stjórn Ásgeirs Elíassonar landsl- iðsþjálfara, gegn Ungveijum, sýnir að íslensk knattspyrna er á réttri leið. Ásgeir teflir fram góðri blöndu af leikmönnum, þar sem hæfileikar hvers og eins fá að njóta sín og skapa sterka liðsheild. Landsliðið getur staðið hvaða liði sem er snúninginn og barátta leik- manna liðsins er aðdáunarverð. íslenska landsliðið í knattspyrnu er móðurskip íslenskra íþrótta. Almenningur hefur ávallt gert miklar kröfur til landsliðsins, en var þó ekki tilbúinn að svara kalli landsliðsmanna, sem báðu um góð- an stuðning fyrir leikinn gegn Ungveijum — aðeins tæplega fimm þúsund áhorfendur mættu á Laugardalsvöllinn, en þeir áhorf- endur fóru ekki vonsviknir heim. Löngu eftir að búið var að flauta leikinn af, stóðu áhorfendur og hylltu hetjur íslands; þökkuðu þeim fyrir góða skemmtun með lófaklappi. Það er sjálfsagt að gleðjast með knattspyrnumönnum, en sú gleði má ekki loka augum manna fyrir því að það er eitthvað meira en lítið að í uppbyggingu hjá Hand- knattleiks- og Körfuknattleiks- sambandinu. Það er áhyggjuefni að sjá hvað draumar handknatt- leiksmanna hafa hrunið — fyrst missti a-landsliðið af farseðlinum á Ólympíuleikana í Atlanta 1996 og þá kemst 21 árs liðið ekki á HM í Argentínu. Menn verða að setjast niður og kryfja mál sín til mergjar og finna út hvað hægt er að gera til að komast upp úr öldudalnum. Kristján Arason sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrir hálfu ári, að Handknattleikssam- bandið mætti ekki týna markmið- inu — að handknattleikur væri íþróttastarfsemi. Forystan hefur sofnað á verðinum, unglingastarf- ið hefur verið látið sitja á hakan- um. Unglingalandslið eru ekki lengur til og það var ekki til að laða að, þegar unglingum var hald- ið frá HM á íslandi með of háu miðaverði. í stað þess að HSÍ rétti út faðminn og sagði; komið til mín, var ungviðið lokað úti í svart- nættinu. Það mun ekki birta til fyrr en menn leggja vinnu í að rækta garðinn sinn. Þá fyrst verð- ur upp skorið. Sigmundur Ó. Steinarsson Til að árangur náist, verður að hlúa vel að ungviðinu Hvað ætlar kylfingurinn ÖRIM ARNARSOIM að gera í fmmtíðinni? Þarf að leita mér að vinnu ÖRN Arnarson hefur látið mikið að sér kveða á stigamótunum í golfi á síðustu vikum. Örn hafði aldrei sigrað á stigamóti þartil i Vestmanneyjum um þar síðustu helgiog um helgina varð hann íslandsmeistari íholukeppni. Orn er borinn og barnfæddur Akureyringur og gat sér gott orð sem skíðamaður í ungl- ingaflokkum fyrir P ft. norðan. Eftir að Eiðsson hann kynntist golf- skrifar iou hefur það verið í fyrsta sætinu. Hann starfar þessa dagana hjá íslenskri tækni á Grensásveginum þar sem hann meðal annars fæst við að smíða fuglabúr. Örn er fluttist nýlega suður, í Mos- fellsbæinn þar sem hann er í sam- búð með Áslaugu Björnsdóttur og bíða eftir að fyrsta barn þeirra komi í heiminn. Hvernig stóð á því að þú fórst að leika golf? „Ég man iítið eftir því hvernig það byijaði, annað en það að ég keypti eitthvað notað sett af ná- granna. Einn vinur minn, Skúli Ágústsson, gaf mér síðan nýtt golfsett og eftir það hef ég ekki getað stoppað og ég kom oft ekki heim til mín fyrr en á miðnætti." Varstu fljótur að ná tökum á golfinu? „Ég hitti boltann bara ágætlega til að byija með. Ég var frekar fljótur að komast niður í tíu í forg- jöf, ætli það hafi ekki tekið mig tvö eða þijú sumur. Síðan fór ég niður í fimm en staðnaði síðan í tveimur til þremur í forgjöf í tvö ár.“ Hvað segir þú um kosti þína og galla sem kylfings? „Eg er stundum fljótfær og það er galli. Stundum á ég það til að taka fullmikla áhættu en það get- ur stundum komið sér vel. Mér finnst það vera kostur að ég slæ þokkalega langt og er orðinn sæmilega beinn.“ Þú hefur ekki verið hræddur um að vera kallaður upp á fæð- ingadeild í miðjum mótshring í holukeppninni? Morgunblaðið/Frosti ÖRN Arnarson smíðar fuglabúr, en hann flutti í vor í Mos- fellsbæinn og kemur líklega til með að búa þar næstu árin. „Það var viss hætta á því og ég átti allt eins von á því að sjá einhvern koma hlaupandi til mín út á völl. Við vorum reyndar búin að ræða málið, ég og kærastan og hún sagði við mig að ef sú staða kæmi upp þá gæti ég feng- ið að klára hringinn, mamma hennar færi upp á fæðingadeild með henni.“ Nú eru báðir íslandsmeistara- bikararnir í vörslu akureyska kylf- inga. Er mikil samkeppni milli þín og Sigurpáls Sveinssonar, sigur- vegara á Landsmótinu í golfi í fyrra? „Já það hefur verið barátta á milli okkar. Reyndar var ég yfir- leitt betri en hann skaust uppfyrir mig eitt sumarið og ég átti svolít- ið erfitt með að sætta mig við það til að byija með. En við erum frá- bærir félagar í dag og almennt má segja að kylfingar á Akureyrir haldi vel saman. Þess má geta að Sigurpáll er tvítugur í dag [mánu- dag], og hann er að vonast eftir því að barnið komi í heiminn í dag.“ Hvað með framtíðina hjá þér? „Ég hef lítið á pijónunum. Sú vinna sem ég er í er aðeins tíma- bundin þannig að ég þarf að leita mér að vinnu þegar þessu verki er lokið. Ég hef ekki lokið stúd- entsprófi og hygg ekki á nám eins og er. Konan er í hjúkrunarfræði og stefnir að því að fara í sjúkra- þjálfun og síðan hugsanlega í eitt- hvert framhaldsnám erlendis.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.