Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1995 B 5 + EVROPUKEPPNIN IKNATTSPYRNU EVROPUKEPPNINI KNATTSPYRNU Þjappaði okkur sam- an að lenda undir EYJÓLFUR sagði að þetta hafi verið mikill baráttuleik- ur. „Þetta var erfitt í byrjun því við fengum á okkur mark svo snemma og vissum þá að við yrðum að gera tvö tU að vinna. Það var eins og það hafl þjappað okkur enn meira saman eftir að við lent- um undir. Fengum þá strax ágæt færi og eftir það sljórn- uðum við leiknum og það vantaði aðeins herslumuninn í fyrri hálfleik. Þetta var góður sigur og gefur okktir aukið sjálfstraust fyrir næstu leiki,“ sagði Eyjólfur. Aldrei spurning um sigur ARNAR Gunnlaugsson var ánægður með leikinn. „Ég er ánægður með leikinn. Mér fannst við spila mjög vel. Við fengum fullt af færum. Vor- um óheppnir í fyrri hálfieik að ná ekki að koma inn einu marki. En eftir að við jöfnuð- um var þetta aldrei spuming. Þetta var sanngjarn sigur og það er fyrir öllu. Ungveijum hefur gengið vel í keppninni og það er því sterkt fyrir okkur að vinna þá. Vonandi verður framhald á þessu hjá okkur. Við eigum erfíða leiki framundan gegn Sviss og Tyrklandi, en með svona bar- áttu getum við náð hagstæð- um úrslitum,“ sagði Araar. ÓLAFUR Adolfsson skallar knöttinn að marki Ungverja eftir hornspyrnu Rúnars Kristinssonar. Varnarmaðurlnn Mihály Mracskó nær að bjarga á elleftu stund á marklínu. Héhaðégværi rangstæður - sagði Sigurður Jónsson um sigurmarkið Sigurður Jónsson skoraði sigurmark íslands. „Ég hélt fyrst að ég væri rangstæður. Ég tók boltann niður á bringuna og heyrði ekki í flautinni og ákvað því að klára þetta bara — setti hann aðeins til hliðar við hann. Það var gaman að sjá boltann í netinu. Þetta voru góð úrslit fyrir okkur,“ sagði Sigurður. „Baráttan var til staðar og þegar hún er fáum við góð úrslit. Það hef- ur verið stígandi í leik liðsins á þessu tímabili. Við höfum náð tveimur jafnteflum á útivelli og síðan fylgir sigur hér heima í þessum leik. Nú er bara að halda áfram og reyna að bæta við stigum í keppninni og klára þetta með sóma. Nú erum við komnir með fjögur stig. Vi tökum einn leik fyrir í einu og með sömu baráttu er þetta hægt. Við getum þetta ef við trúum því sjálfir.“ Völlur er þjóðarskömm KÁLMÁN Mészöly, þjálfari Ung- veija, var ekki ánægður með Laugardalsvöll. „Færeyingar myndu ekki einu sinni bjóða nokkru liði upp á það að leika á svona velli. Þessi völlur er þjóðar- skömm fyrir Islendinga og ekki við hæfi að spila þýðingarmilda leiki í Evrópukeppni landsliða við þessar aðstæður. Æfingavöllurinn [Valbjarnarvöllur] hér við hliðina er miklu betir og það hefði verið skárra að láta leikinn fara fram þar,“ sagði Mészöly. Gerðumþað sem þurfti til að sigra - sagði Rúnar Kristinsson, sem lék vel Rúnar Kristinsson stóð sig vel og hann var ánægður með leikinn. „Já, þetta gekk bara vel. Ég hafði meiri tíma með boltann í stöðu bakvarðar en á miðjunni og það hentaði mér vel. Við héldum haus þó svo þeir hafi komist yfir, héldum áfram á fullu allan leikinn og reyndum að gera það sem Ás- geir var búinn að leggja upp fyrir okkur. Við gerðum það sem þurfti í síðari hálfleik, að skora tvö mörk og sigra. Við fengum mörg hálf- færi eða „klafs“ inn í vítateignum í fyrri hálfleik en náðum síðan að skora upp úr svipuðum aðstæðum í seinni hálfleik," sagði Rúnar sem hélt til Svíþjóðar í gær og leikur með Örgryte gegn Malmö FF annað kvöld. Ánægjuleg endurkoma Arnar Grétarsson kom nú inn í byrjunarliðið eftir nokkurt hlé og stóð sig vel á miðjunni. „Það er gaman að koma inn í liðið aftur og það skemmir ekki fyrir að sigra. Þetta var mjög ánægjuleg endur- koma. Þessi sigur er mikilvægur og hjálpar okkur fyrir næsta heima- leik. Það var kominn tími á að sigra í keppninni. Liðið er á uppleið og góður andi í hópnum. Við sýndum mikinn „karakter“ að koma til baka eftir að hafa lent undir. Ég er mjög ánægður," sagði Arnar. Morgunblaðið/RAX GUÐNI Bergsson réttur maður á réttum stað — búinn að spyrna knettlnum og horfir örvæntingafullur á eftir honum stefna á þver- slánni....næ ég ekkl að skora? BJarkl Gunnlaugsson er farinn að fagna út á vellinum, er þar með upprétta hægri fiendl. Gott að leika fyrir aftan baráttulið Birkir Kristinsson, markvörður, stóð sig vel í markinu þrátt fyrir að hafa fengið á sig eitt mark. „Ég gat lítið gert við þessu marki. Ég náði að veija fyrra skotið með fætinum og boltinn barst út til vinstri og þar var maður laus sem skaut í gegnum klofið á Kristjáni. Það var í raun hálfgerður heppnisstimpill yfir þessu marki hjá þeim,“ sagði Birkir. „Þetta var stórkostlegur sigur, mikil barátta og gott spil. Við vorum betri allan leikinn og það var gott að spila fyrir aftan lið sem sýnir svona mikla baráttu. Ég var reyndar svolítið smeykur eftir fyrri hálfleikinn því við vorum að misnota mörg þokkalega færi, en við skoruðum á góðum tíma í upphafi síðari hálfleiks og eftir það var ég viss um að við myndum vinna leikinn," sagði landsliðsmarkvörðurinn. Byrjuðum vel en hætt- um eftir markið „VBÐ áttum erfítt, í byijun spiluðum við vel og allt var í lagi en eftir markið okkar stoppuðum við. Þá tóku Is- lendingamir við sér, börðust betur og unnu leikinn. íslend- ingarair voru harðir og fjjót- ir og uppskáru þannig tvö mörk,“ sagði ungverski knattspyrausnillingurinn Ferenc Puskas, fyrrum stór- stjarna, sem var heiðursgest- ur á leiknum. Ákveðnir að láta ekki deigan síga GUÐNI Bergsson, fyrirliði íslands, var að vonum ánægð- ur eftir sigurinn gegn Ung- verjum. „Við ræddum um það í hálfieik að láta ekki deigan síga — halda áfram á fullum krafti. Menn verða að sýna ákveðið baráttuþrek við að verða undir, sem okkur tókst — náðum að snúa leiknum við. Við sýndum styrk í þess- aristöðu. Við náðum að leika vel, en mikilvægast var að ná fram sigri eins og við ætluðum okkur. Okkur hefur gengið vel í þremur síðustu Iandsleikjunum og við verð- um að halda áfram á þessari braut. Framundan er vináttu- leikur gegn Færeyingum og síðan þrír Evrópuleikir, gegn Sviss, Tyrklandi og Ung- veijalandi.“ Friðrik var í stöðugu símasambandi FRIÐRIK Friðriksson, varamarkvörður landsliðsins, var fijótur í farsím- ann um leið og leikurinn var flautaður af. Ástæðan var sú að eigin- kona hans, Nanna Leifsdóttir, á von á barni þeirra hjóna og átti hún að eiga um helgina. „Nei, barnið Iætur ekki sjá sig og vonandi verð ég kominn til Eyja til að vera viðstaddur fæðinguna — kannski er barnið að bíða eftir pabba sínum,“ sagði Friðrik eftir símtalið við eigin- konu sína eftir leikinn. Hann fór til Eyja með Heijólfi aðfaranótt mánudagsins vegna þess að hann treysti ekki á flug til Eyja í gær. íslendingar settu pressu á okkur - sagði Kálmán Mészöly, þjálfari Ungverja OB 4| Mistök urðu til þess að Ungverjar fengu knöttinn á 20. mín. og náðu ■ 1 hraðri sókn. Béla Illés komst á auðan sjó inn í vítateig og skaut að marki. Birkir Kristinsson varði, knötturinn barst til István Vincze, sem var einn og óvaldaður rétt fyrir utan markteig — hann sendi í gegnum klof Kristjáns Jóns- sonar, í netið fór knötturinn. 1a afl Rúnar Kristinsson tók homspymu, sendi knöttinn fyrir mark Ungveija ■ | á 62 mín., þar sem Ólafur Adolfsson skallaði að marki — bakvörðurinn Mihály Mracskó bjargaði á marklínu, knötturinn fór til Guðna Bergssonar, sem skaut knettinum upp undir þverslánna og þaðan fór knötturinn niður á völlinn, fyrir innan marklínu. Guðni fylgdi og skallaði knöttinn betur inn í markið og fagn- aði síðan gtfurlega. 2a 4| Guðni Bergsson tók aukaspymu á 67 mín., á vallarhelmingi Ungveija, ■ I rétt innan miðlinu. Eyjólfur Sverrisson skallar knöttinn inn í vítateig, þar sem Ungveijar skölluðu knöttinn í tvígang — í seinna skiptið út fyrir teig, þar sem ólafur Adoifsson var og skailaði hann knöttinn inn í vítateig, þar sem Sigurð- ur Jónsson var á réttum stað, snéri bakinu að marki, tók knöttinn niður með bijóstkassanum, snéri sér við og renndi knettinum fram hjá Zsolt Petry, markverði. Þetta var slakasti leikur okkar í keppninni til þessa,“ sagði Kálmán Mészöly, þjálfari Ung- veija, eftir leikinn. „Islenska liðið er með góða skallamenn og það var fyrst og fremst það sem færði íslenska liðinu sigur ásamt bar- áttugleðinni sem fór stundum yfir mörkin. Við fengum tækifæri á að komast í 2:0 í fyrri hálfleik og það hefði verið betra að fara í leikhléið með það veganesti.“ Mészöly sagði að íslenska liðið hafi pressað mikið í síðari hálfleik en var ekki á því að úrslitin hafi verið sanngjörn. „Ég held að jafn- tefli hefði verið sanngjörn úrslit, en ég hefði samt ekki verið ánægð- ur með jafntefli. Við vorum að fá ágæt færi sem við áttum að nýta betur og áttum að vera búnir að gera út um leikinn í hálfleik.“ Hann sagðist óánægður með tímasetningu leiksins vegna þess að deildarkeppnin í Ungveijalandi hafi verið að klárast fyrir nokkrum dögum. „Það verður alltaf ákveðið spennufali hjá leikmönnum eftir deildarkeppni og því var erfítt að ná upp stemmningu í liðið fyrir þennan leik. Leikurinn olli mér vonbrigðutn því við komum hingað til að sigra,“ sagði þjálfarinn. „íslendingar hafa vakið athygli fyrir að vera sterkir, frekir og ákveðnir. Þeir geta unnið Sviss og Tyrkland ef þeir beijast eins og þeir gerðu í þessum leik. Ég vona svo sannarlega að þeir haldi áfram að beijast gegn hinum liðunum.“ Knötturinn fór Inn fyrir marklínu, en. -tll að vera viss. Guðni rekur smiðshöggið á verk sltt. Guðni (7) og Eyjólfur Sverrlsson fagna markinu. Islensku landsliðsmennirnir léku við hvern sinn fingur á Laugardalsvellinum í Evrópuleik gegn Ungverjum Tvö skemmtileg stef gáfu mörk „ÞAÐ var stórkostlegt að skora þetta mark, sem kom okkur aftur inn í leikinn. Ég var viss um að þegar við næðum að skora, myndum við vinna leikinn, eins og raunin var á,“ sagði Guðni Bergsson, ein af íslensku hetj- unum, eftir sigurleikinn, 2:1, gegn Ungverjum. Guðni skoraði jöfnunarmark íslands, 1:1, sem var jafnframt hans fyrsta mark með landsliðinu í 62 leikjum. „Það fór sælutilfinning um mig þegar knötturinn þeyttist af slánni og inn fyrir marklínuna, en til öruggis skallaði ég knött- inn í netið þegar hann kom aftur upp — til að vera viss.“ Mark Guðna hafði ótrúleg áhrif á leik- inn. Það má með sanni segja að ís- lensku leikmennirnir hafi leikið við hvern sinn fingur, eftir að þeir voru búnir að stilla saman strengi sína — fyrst kom falskur tónn, þegar Ungveij- ar náðu að skora fyrsta mark leiksins eftir hræðileg mistök. Þrátt fyrir þetta áfall gáfust leikmenn íslenska liðsins ekki upp, heldur voru þeir ákveðnir að safna liði og ná fram hefndum. Það var þó ekki fyrr en í seinni hálfleik, að leik- Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar mennirnir náðu að finna rétta taktinn og þeir glöddu 4.474 áhorfendur með tveimur skemmtilegum stefum á fimm mín. leikkafla, sem gáfu mörk — bæði komu þau eftir að háar send- ingar, sem Ólafur Adolfsson náði að stýra með höfðinu; fyrst var skalla frá honum bjargað á marklínu, sem varð til þess að Guðni Bergsson skor- aði. Síðan skallaði Ólafur knöttinn til Sigurðar Jónssonar, sem þakkaði fyrir sig með því að skora. Allt er þegar þrennt er, getur Sig- urður Jónsson sagt, því að áður en hann skoraði hafði Zsolt Petry, mark- vörður Ungveija, varið tvisvar frá honum — fyrst skot af stuttu færi í fyrri hálfleik og síðan glæsilega þrumufleyg af 25 m færi í seinni hálfleik, er hann kastaði sér út við stöng og sló knöttinn aftur fyrir enda- mörk. Upp úr hornspyrnunni kom jöfnunarmark Guðna, sem gaf ís- lenska liðinu sigurtóninn. íslensku leikmennimir byijuðu leikinn á rólegu nótunum, eins og góður forleikur á að vera — það var ekki fyrr en á 7,19 mín. sem ung- verski markvörðurinn fékk að snerta knöttinn og stuttu seinna kom fyrsta marktækifæri íslands. Arnór Guð- johnsen sendi knöttinn til Arnars Grétarssonar, sem sendi hann yfir Petry markvörð og einnig ungverska markið. Eftir feilnótuna, sem var slegin á 20 mín., sem varð til þess að Ungveijar skoruðu, munaði tvisv- ar ekki miklu að íslendingar næðu að skora — Petry var í bæði skiptin vel á verði og varði skot frá Sigurði Jónssyni og Arnari Gunnlaugssyni. Það vantaði aðeins smá takt í sóknar- lotur íslenska liðsins. Guðni Bergsson og Ólafur Ádolfsson sköpuðu hættu þegar þeir brugðu sér fram í fremstu víglínu, þegar auka- og hornspyrnur voru teknar. Það lá svo sannarlega í loftinu að Guðni næði að skora. Eins og fyrr segir, þá náðu leik- menn Islands að stilla saman strengi sína í seinni hálfleik, mættu ákveðnir til leiks og sýndu mikla baráttu — það var greinilegt að það var aðeins eitt sem þeir ætluðu sér, að ná yfir- hendinni. Það gerðu þeir heldur betur og Ungveijar náðu ekki að standast þeim snúninginn — hlutimir gerðust fljótt, tvö falleg mörk á fimm mín. leikkafla og síðan gat Arnar Gunn- laugsson hæglega gengið endanlega frá Ungverjum, þegar hann fékk fal- lega sendingu frá bróður sínum, Bjarka, á 77 mín., en hann hikaði — gat bæði skorað sjálfur og sent knött- inn til Eyjólfs Sverrissonar, sem var fyrir opnu marki. Eitt hik — hvað átti að gera? - varð til þess að varnar- maður Ungveija náði knettinum. Ungveijar gerðu síðan örvænting- arfulla tilraun til að jafna metin, en Birkir Kristinsson sá við þeim og varði þrisvar vel — í þriðja skiptið meistaralega skot frá István Sallói, frá markteig. Eins og í Svíþjóð Eins og í leiknum gegn Svíum í Stokkhólmi, var það liðsheildin sem var aðalsmerki íslenska liðsins. Það er ekki nema góð liðsheild sem nær að snúa leik sér í hag, eftir að hafa komist óvænt undir. Það tekur á taugarnar að sækja, og þá sérstak- lega þegar heppnin var lengi vel ekki með. Þegar Guðni gaf tóninn, léku íslensku leikmennirnir við hvern sinn fingur. Birkir Kristinsson var að vanda öruggur í markinu og þá léku bakverðirnir vel, Kristján Jónsson og Rúnar Kristinsson. Guðni Bergsson og Ólafur Adolfsson voru góðir í vörn og sókn — sterkir í loftinu. Sigurður Jónsson átti mjög góðan leik á miðj- unni, Arnar Grétarsson gerði góða hluti og Ólafur Þórðarson vann vel. Sóknarleikmennirnir Arnór Guðjohn- sen, Eyjólfur Sverrisson og Arnar Gunnlaugsson voru alltaf á ferðinni, ógnandi, og einnig Bjarki Gunnlaugs- son þegar hann kom inn á fyrir Ólaf Þórðarson. Ásgeir Elíasson, þjálfari, teflir fram góðri blöndu af leikmönn- um, þar sem hæfileikar hvers og eins fá að njóta sín og skapa sterka liðs- heild. Arangur íslenska liðsins í ár — jafntefli á útivöllum gegn Chile og Svíþjóð, sigur heima gegn Ungveij- um, er frábær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.