Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR13. JÚNÍ 1995 B 7 ÚRSLIT 3. Júgóslavía..........................99 4. Eistland............................82 5. ísland..............................72 6. Lettland............................50 7. Smáþjóðir Evrópu....................42 1 GOLF íslandsmótið í holukeppni Mótið var haldið á Grafarholtsvellinum um helgina. Um var að ræða útsláttarkeppni. 32 kylfingar kepptu í karlaflokki, níu í kvennaflokki. 32 manna úrsiit Björn Knútsson GK sigraði Guðjón R. Einilsson GR 5 - 3. Hannes Eyvindsson GR sigraði Hjalta Atlason GR 1-0. Sturla Ómarsson GR sigraði Þorstein Hallgrímsson GV 4-2. Tryggvi Traustason GK sigraði Viggó ' Viggósson GR 5 - 3. Sigurpáll Sveinsson GA sigraði Guðmund J. Óskarsson GR 7 - 6. Björgvin Þorsteinsson GA sigraði Tómas Jónsson GKJ 3-1. Örn Arnarson sigraði Einar Bjarna Jóns- son GKJ á 2. holu bráðabana eftir að jafnt hafði verið eftir átján holur. Kristinn G. Bjarnason GL sigraði Jens Sigurðsson GR 5 - 4. Þórður Emil Ólafsson sigraði Guðmund Gylfason 1-0. Einar Long Þórisson GR sigraði Tryggva Pétursson GR 1 - 0. Sigurður Hafsteinsson GR sigraði Ómar Halldóreson GA 5 - 3. Björgvin Sigurbergsson GK sigraði Hall- dór Birgisson GHH 3 - 2. Örn Ævar Hjartarson GS sigraði Frið- björn Oddsson GK 2-1. Þorkell Snorri Sigurðarson GR sigraði Jónas Kristjánsson GR 5-4. Helgi Þórisson GS sigraði Helga Dan Steinsson GL 3 - 2. Birgir Leifur Hafþórsson GL sigraði Torfa Stein Stefánsson GR 6 - 5. 16 manna úrslit: Björn Knútsson sigraði Hannes Eyvinds- son 3 - 2. Sturla Ómarsson sigraði Tryggva Traustason 1-0. Sigurpáll Sveinsson sigraði Björgvin Þor- steinsson 1 - 0. Örn Arnarson sigraði Kristinn G. Bjarna- son 5-3. Einar Long Þórisson sigraði Þórð Emil Ólafsson 2 - 0. Sigurður Hafsteinsson sigraði Björgvin Sigurbergsson á 20. holu. Þorkell Snorri Sigurðarson sigraði Öm Ævar Hjartarson 3-1. Birgir Leifur Hafþórsson sigraði Helga Þórisson 3 - 2. 8 manna úrslit: Sturla Ómarsson sigraði Björn Knútsson 6 - 4. Örn Arnarson sigraði Sigurpál Sveinsson 3 - 2. Einar Long Þórisson sigraði Sigurð Haf- steinsson 1 - 0. Þorkell Snorri Sigurðarson sigraði Birgi Leif Hafþórsson 3-2. Undanúrsiit: Örn Arnarson sigraði Sturlu Ómarsson 3-2. Þorkell Snorra Sigurðarson sigraði Einar Long 3 - 2. Leikir um sæti: 1-2. Öm Arnarson sigraði Þorkel Snorra Sigurðarson 3 - 2. 3-4. Einar Long Þórisson sigraði Sturlu Ómarsson 5- 3. Kvennaflokkur 8 manna úrslit: Karen Sævarsdóttir GS sigraði Ásthildi M. Jóhannsdóttur GR 4 - 2. Þórdis Geirsdóttir GK sigraði Herborgu Arnarsdóttur GR 4 - 3. Ólöf María Jónsdóttir GK sigraði Ásgerði Sverrisdóttur GR 2 - 0. Ragnhildur Sigurðardóttir GR sigraði Rut Þorsteinsdóttur GS 7 - 6. 4 manna úrslit: Karen Sævarsdóttir sigraði Þórdísi Geirs- dóttur 3 - 2. Ólöf María Jónsdóttir sigraði Ragnhildi Sig- urðardóttur 2-1. Leikir um sæti: 1-2. Ólöf María Jónsdóttir sigraði Karenu Sævarsdóttur 3 - 2. 3-4. Ragnhildur Sigurðardóttir sigraði Þór- dísi Geirsdóttur 5 - 3. TPC í Hamborg TPC-mótið í Hamborg sem er eitt mótanna 1 Evróputúr atvinnumanna fór fram í Ham- borg um helgina. Helstu úrslit: 270 Bernhard Langer (Þýskal.) 67 66 68 69 276 Jamie Spence (Bretl.) 68 69 69 70 277 Mats Lanner (Svíþjóð) 69 74 68 66 279 Anders Forsbrand (Svíþjóð) 75 72 65 67 280 Sam Torrance (Bretl.) 71 67 71 71, Costantino Rocca (ítaliu) 68 70 71 71 281 Roger Wessels (S-Afríku) 73 70 71 67, Michael Campbell (N-Sjálandi) 71 68 74 68, Stephen McAllister (Bretl.) 73 68 69 71 282 Gary Orr (Bretl.) 70 74 71 67, Jarmo Sandelin (Svíþjóð) 71 69 73 69 283 Peter Baker (Bretl.) 69 74 71 69, Sant- iago Luna (Spáni) 71 74 69 69, Jean- Louis Guepy (Frakkl.) 75 70 69 69, Mark Litton (Bretl.) 71 68 73 71, Step- hen Ames (Trinidad og Tobago) 70 69 71 73 ÍÞRÓTTIR KORFUKNATTLEIKUR Hoston hikstar ekki í titllvörninni eð Hakeem Olajuwon í broddi fylkingar innbyrtu meistarar Houston Rockets þriðja sigur sinn i röð á Orlando Magic, 106:103 í úrslitakeppni NBA deildarinnar í fyrri nótt. Fjóðra viðureign liðanna fer fram í Houston annað kvöld og sigri heimamenn tryggja þeir sér meistaratitilinn og um leið 4:0 sigur í einvíginu. Það yrði um leið í sjötta sinn í sögu úrslitakeppni NBA sem úrslitaleikirnir verða einungis fjórir. „Þetta var hörkuleikur frá upp- hafi til enda og ekta úrslitaleikur," sagði Hakeem Oljauwon, sem eins og svo oft áður var stigahæstur leik- manna Hoston. Þessi leikur var jafn- ari en fyrri viðureignirnar tvær. Að loknum fyrsta leikhluta leiddi Hous- ton, 30:28, en Orlando náði að snúa blaðinu við í öðrum hluta og hafa eitt stig yfir að honum loknum, 54:53. Þriðji leikhluti var mjög jafn og þegar honum lauk stóðu leikar jafnir, 75:75. Þegar um það bil ein mínúta var eftir skoraði Nick Anderson þriggja Björn Bjömsson skrifar frá Sauðárkróki NM pilta: Danir Norður- landa- meistarar Danir urðu Norðurlanda- meistarar piltalandsliða í körfuknattleik á Sauðárkróki um helgina. Þeir sigruðu Norð- menn í síðasta leik mótsins á sunnudag. ís- lendingar töpuðu tveimur síð- ustu leikjunum, gegn Norð- mönnum á laugardag, 75:76, þar sem Norðmenn skoruð sig- urkörfuna á síðustu sekúndu leiksins og síðan gegn Finnum á sunnudag, 69:82. Finnar höfn- uðu í öðru sæti, Svíar í þriðja, Norðmenn í fjórða og íslending- ar ráku lestina. Urslit leikja á laugardag voru þessi: Svíþjóð - Danmörk 84:79, Noregur - Finnland 80:94, Finnland - Svíþjóð 90:81 og ísland - Noregur 75:76. Stig íslands: Brynjar Ólafsson 20, Kristján Guðlaugsson 15, Hinrik Gunnarsson 11, Gunnar Einarsson 9, Baldvin Johnsen 7, Eiríkur Önundarson 6, Friðrik Stef- ánsson 4 og Halldór Kristmannsson 3. Úrslit leikja á sunnudag: Danmörk - Noregur 101:68, Island - Finnland 69:82. Stig íslands: Brynjar Ólafsson 20, Ingvar Ormarsson 19, Halldór Kristmannsson 11, Eiríkur Önundarson 5, Friðrik Stefánsson 4, Kristján Guðlaugsson 4, Gunnar Ein- arsson 3, Baldvin Johnsen 2, Hinrik Gunnarsson 1. stiga körfu og minnka forskot Ho- uston niður í tvö stig, 100:98 og Robert Horry skoraði úr einu vítak- asti í kjölfarið og staðan 101:98. Horance Grant svaraði að bragði með tveggja stig körfu fyrir Orlando og forskot Houston minnkaði í eitt stig, 101:100. Með það fóru meistar- arnir í sókn og Robert Horry færði þá skrefí nær sigrinum með þriggja stiga körfu 104:100. Nick Anderson var ekki af baki dottinn og skoraði þriggja stig körfu fyrir Orlando þeg- ar 2,7 sekúndur voru eftir en Clyde Drexler svaraði umsvifalaust fyrir Houston og Sam Cassel bætti um betur rétt áður en lokaflautið gali með körfu úr vítaskoti. Hakeem Oljajuwon skoraði 31 stig fyrir Houston, tók 14 fráköst, átti 7 stoðsendingar, varði 2 bolta og stal knettinum tvisvar. Clyde Drexler lék einnig mjög vel og gerði 25 stig, náði 13 fráköstum og átti 7 stoðsendingar og Robert Horry fylgdi í kjölfari með 20 stig og 9 fráksöt og 4 varin skot. Eins og svo oft áður var Shaquilie O’Neal stig- hæstur Orlandomanna með 28 auk þess sem hann tók 10 fráköst, An- fernee Hardaway skoraði 19, Hor- ance Grant 18 stig auk þess að ná 10 fráköstum. „Þrátt fyrir að hafa tapað þremur fyrstu leikjunum höfum við ekki sagt okkar siðasta orð,“ sagði Shaquille O’Neal að leikslokum. Reuter CLYDE Drexler áttl stórleik i liðl Hoston í fyrrakvöld í þriðja sigri Hoston á liði Ortlando. Einkum lék hann vel í fjórða leikhluta. Hér er hann að lauma knettinum framhjá stór- stjörnum Orlando, Shaquílle O’Neal og Anfernee Hardaway. TENNIS / OPNA FRANSKA Muster stal senunni Steffi Graf náði að hefna með því að sigra Vicario í úrslitum AUSTURRÍKISMAÐURINIM Thomas Muster og Steffi Graf frá Þýskalandi sigruðu í ein- liðaleik á Opna franska meist- aramótinu í tennis sem lauk um helgina. Muster sigraði Michael Chang frá Bandaríkj- unum í úrslitum 7-5,6-2 og 6-4 og varð um leið fyrsti Austurríkismaðurinn til að sigra á stórmóti ítennis. Graf vann Arantxu Sanchez Vicario frá Spáni 7-5,6-2 og 6-4. Muster, sem er 27 ára og kem- ur frá bænum Leibnitz, hef- ur ekki tapað leik á leirvelli það sem af er árinu og undirstrikaði það enn frekar á franska meistara- mótinu. Urslitaleikurinn stóð yfir í aðeins tvær klukkustundir og 35 mínútur. Besti árangur Musters fyrir mótið var þegar hann komst í undanúrslit á Opna franska 1989. Hann var einnig fyrstur til að vinna þrjú mót á leirvelli í röð, Monte Carlo, Róm og Opna franska, síðan Ilie Nastase gerði það 1973. „Þetta er dásamlegur dagur fyr- ir mig. Ég hef átt þennan draum síðan ég var strákur," sagði Must- er. „Ég er hamingjusamasti maður í heimi og ég vona að þetta komi ekki til með að stíga mér til höf- uðs. Líf mitt er tennis,“ sagði Austurríkismaðurinn, sem er fyrsti örfhenti tennismaðurinn til að sigra á Opna franska síðan Andre- as Gomez frá Ekvador gerði það fyrir fimm árum. Chang, sem er yngsti sigurveg- ari mótsins frá upphafi — sigraði 1989 þá aðeins 17 ára gamall, virk- aði þreyttur og átti aldrei mögu- leika gegn Muster á sunnudaginn. Sigurvegarinn fékk 42 milljónir króna í verðlaun. Graf aftur á toppinn Steffi Graf endurheimti efsta sætið á heimslistanum eftir sigur- inn á Vicario á laugardaginn, en þetta var fjórði sigur hennar á Opna franska og 16-. sigurinn á stórmóti á ferlinum. Leikurinn stóð yfir í tæpar tvær klukkustundir og var sigurinn sætur fyrir Graf því hún tapaði fyrir Vicario í úrslit- um mótsins 1989 þegar sú spænska var aðeins 17 ára gömul. „Þetta er búið að vera erfitt ár hjá mér,“ sagði Graf, sem hefur átt við meiðsli að stríða. „Ég tók aðeins þátt í fjórum mótum áður en ég kom til Parísar og _það er því dásamlegt að sigra. Ég var ekki viss um að geta keppt á þessu móti og hvað þá að komast í úr- slit. Þessi sigur er því mjög mikil- vægur fyrir mig og skiptir mig öllu,“ sagði Graf, sem hefur ekki unnið stórmót síðan á Opna ástr- alska í fyrra. HANDKNATTLEIKUR íslendingar sáu aldrei til sólar Islenska landsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 21s árs og yngri, sá aldrei til sólar í viðureign sinni við Portúgal í forriðli heims- meistarakeppninnar á eyjunni Ma- deira í Portúgal á sunnudaginn. Islenska liðið tapaði með 15 marka mun, 31:16, sem þýðir að liðið kemst ekki í úrslitakeppni heims- meistaramótsins í Argentínu eins og að var stefnt. Það verða Portúg- alar sem fara þangað úr þessum riðli. íslensku strákarnir byijuðu illa og lentu strax undir 2:0, 5:2 og 9:5. Staðan í hálfleik var 14:9, en í síðari hálfleik var um algjört hrun að ræða þar sem þeir gerðu ekki nema 7 mörk á móti 16 frá heima- mönnum. íslenska liðið komst aldr- ei í takt við leikinn og réði illa við 3-2-1-vörn Portúgala. Ari Allans- son fékk rauða spjaldið um miðjan fyrri hálfleik og svo meiddist Hlyn- ur Jóhannsson markvörður í upp- hafi síðari hálfleiks og ekki bætti það úr skák. „Þetta er mikið áfall fyrir okkur og íslenskan handknattleik. Við ætluðum okkur svo sannarlega að komast til Argentínu. En þetta var einn af þessum dögum þar sem ekkert gengur upp,“ sagði Heimir Ríkharðsson, aðstoðarþjálfari ís- lenska liðsins. Páll Beck var markahæstur í liði íslands með 5 mörk, Daði Hafþórs- son kom næstur með 4, Davíð Ól- afsson gerði 2, Magnús A. Magn- ússon 2, Gunnleifur Gunnleifsson 1, Ari Allansson 1 og Sigfús Sig- urðsson 1. Reuter STEFFI Graf er komin aftur í efsta sæti heímslistans eftir sigurinn á Opna franska meistaramótinu í tennis um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.