Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 8
GOLF / LANDSMOT I HOLUKEPPNI Öm og Ólöf María sigruðu Morgunblaðið/Frosti ÖRN Arnarson úr Golfklúbbi Akureyrar og Ólöf María Jónsdóttlr úr Kelll urðu íslandsmelstarar í holukeppnl í goifl eftlr spennandi keppni í Grafarholtlnu um helgina. ÖRN Arnarson, tvítugur kylfingur úr Golfklúbbi Akureyrar, og Olöf María Jónsdóttir, átján ára gömul úr Golf- klúbbnum Keili, urðu á sunnudag ís- landsmeistarar íholukeppni f golfi eftir skemmtilegar viðureignir i úrslitunum. Holukeppnin er leikin með útsláttarfyrir- komulagi, maður gegn manni þar sem aðeins annar stendur uppi. 32 kylfingar hófu ■■■■■■ leik í karlaflokki á föstudag og Frosti aðeins tveir kylfingar voru Eiðsson uppistandandi í hvorum flokki skrifar 4 laugardagskvöldið. Níu kepp- endur voru í kvennaflokki. Öm Amarson byijaði svo sannarlega með látum í úrslitaleiknum gegn Þorkeli Snorra. Fyrsta hola þeirra féll á jöfnu en Öm sigraði aðra holuna með löngu pútti eftir að hafa verið allt of stuttur í innáhögginu. Öm sagði eftir mótið að það væri lengsta púttið sem hefði dottið í sumar. Hann sigraði einnig á tveimur næstu holum og átti því þijár holur á Þorkel Snorra eftir fyrstu Qórar holurnar. Þorkell Snorri svaraði fyrir sig á sjöttu hol- unni og Öm átti ýmist eina eða tvær holur á Snorra á fyrri hringnum. Snorri náði að snúa leiknum sér í hag með því að vinna aðra og þriðju holu á síðari hringnum en Öm svaraði strax fyrir sig og leiddi síðari hringinn. Gott aö byrja vel „Það var gott að byija svona vel og ná góðu forskoti strax í byijun. Það klikkaði svo eitthvað hjá mér í byijun síðari hringsins. Ég hef verið að spila vel að undanfömu. Upphafs- höggin eru að skila sér en þau hafa verið minn veikasti punktur hingað til,“ sagði Öm. „Ég hugsaði bara um að halda áfram,“ sagði Þorkell Snorri, aðspurður um hvernig honum hefði liðið eftir fjórar fyrstu holurnar. „Annars var ég að slá mjög vel en púttaði hins vegar illa. Öm gaf hins vegar aldrei eft- ir og spilaði alveg frábærlega. Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu og með að vera kominn í karlalandsliðið. í þessari keppni tókst mér að vinna upp mun bæði gegn Birgi Leif [Hafþórssyni], og gegn Emi. Þegar mað- ur tapar getur maður huggað sig við að mað- ur lærir alltaf eitthvað," sagði Þorkell Snorri. Golfklúbbur Reykjavíkur getur verið ánægður með útkomuna úr mótinu þar sem spilarar úr klúbbnum urðu einnig í þriðja og fjórða sætinu. Einar Long Þórisson náði þriðja sætinu með því að sigra Sturlu Ómarsson 5 - 3 og báðir lögðu þeir landsliðskappa að veili á leið sinni í fjögurra manna úrslitin. Ekki oft sem Karen tapar „Ég hef unnið Karenu áður en það hefur ekki verið oft,“ sagði Ólöf María Jónsdóttir að gekk mjög vel hjá báðum sveitum 0g við erum að sjálfsögðu mjög ánægð með árangurinn hér. Fyrir utan árangur kvenna- sveitarinnar standa íslandsmetin tvö upp úr. Eins voru margir að bæta sig persónulega og það lofar góðu fyrir sumarið," sagði Jón Arn- ar Magnússon, en hann bætti sig um 11/100 úr sek. í 100 metra hlaupi og varð annar auk eftir sigur á Karenu Sævarsdóttur, GS, í úr- slitaleik kvennaflokksins 3-2. Ólöf stendur einnig mjög vel í baráttunni um stigameistara- titilinn þar sem hún hefur unnið fjögur af fyrstu fimm stigamótunum og hefur 43 stiga forskot á Ragnhildi Sigurðardóttur úr GR. „Ég spilaði mjög vel í mótinu ef undanskil- ið er hringurinn í gærmorgun [laugardags- morgun]. Ég setti niður nokkur pútt sem mér hefði ekki tekist að setja niður fyrr í sumar. Ég held að ég geti þakkað góðum æfingum í vetur. Ég æfði vel, 4-5 sinnum í viku en einu sinni í fyrra og það er greinilega það sem skiptir máli,“ sagði Ólöf. Ólöf hafði tögl og hagldir gegn Karenu, var komin fjórar holur yfir eftir 15. holu á fyrri hringnum og þegar líða tók á síðari hringinn var flestum ljóst hvert stefndi. Ólöf gat tryggt sér sigur á þrettándu holunni en mistókst pútt og Karen hélt sér inn í leiknum með því að sigra bæði á fjórtándu og fímmtándu hol- unni. Úrslitin réðust á sömu flöt og í karla- flokknum, þeirri sextándu, Karenu mistókst þess að sigra og setja íslandsmet í 110 metra grindarhlaupi. Jafnframt varð hann annar í langstökki, stökk 7,65 metra. Guðrún Am- ardóttir vann þrenn gull í keppninni. Hún sigr- aði í 100 metra grindarhlaupi á 13,60 sek., 400 metra grindarhlaupi á 57,30 sek., auk þess að skipa boðhlaupssveitina sem setti ís- landsmetið í 4x400 metra hlaupi. „Ég er mjög innáhögg en vippaði bolta sínum upp að stöng og fékk par. Ólöf var inn á flöt í tveimur höggum og púttaði alveg að holu og tryggði sér sigur 3-2. Sló llla í morgun „Ég er mjög ánægð með seinni átján holum- ar hjá mér en ég sló illa í morgun. Ég missti þá nokkur auðveld pútt, týndi bolta og sló öðmm í vatn. Ólöf átti fjórar holur á mig fyr- ir seinni hringinn og það var of mikið, hún spilaði vel og ég átti ekki möguleika en mér tókst að halda mér inni í leiknum. Ég er samt alls ekkert óánægð með sjálfa mig, ég kom heim síðasta sunnudag og þetta var ágætis- byijun þrátt fyrir að það dygði ekki til sig- urs “ sagði Karen Sævarsdóttir. Ólöf María er sú fjórða til að fá nafn sitt á íslandsbikarinn í holukeppni. Hinar em Karen, Ragnhildur Sigurðardóttir og Þórdís Geirsdóttir. Þær tvær síðastnefndu áttust við í leiknum um þriðja sætið og hafði Ragnhildur betur 5-3. ánægð með árangurinn og þetta var betra en ég átti von á. Þetta er greinilega allt að koma hjá mér eftir meiðsli í upphafi keppnistímabils- ins. Það var hörkukeppni í öllum greinum," sagði Guðrún. Geirlaug B. Geirlaugsdóttir fylgdi eftir góð- um árangri sínum innanhús í vetur með því að sigra í 100 metra hlaupi á 11,85 sek., og kom i mark 14/100 ur sek. á undan lettnesku stúlkunni sem krækti í annað sætið. Sunna Gestsdóttir varð önnur i 200 metra hlaupi kvenna á 24,24 sek. og bætti sig nokkuð. Snjólaug Vilhelmsdóttir bætti sig um 2,02 sek., þegar hún hljóp 400 metrana á 56,16 sek., og dugði sá árangur til annars sætis. ■ Úrsllt / B6 Margir gengu með FJÖLMARGIR áhorfendur fylgdust með Landsmótinu og voru þeir um 120 talsins þegar flest var, siðasta daginn þegar úrslitin réðust. Margir létu sér nægja að fylgjast með keppninni af sjónvarps- skjá þar sem úrslit einstakra holna voru færð inn um leið og þau voru kunn. Gengu fimmtíu km ÞEIR sem leikið hafa Grafarholt vita að völlurinn er ekki auðveldur til gangs og mikið er um brekkur. Örn Arnarson og Þorkell Snorri Sigurðarson sem léku til úrslita í karlaflokki gengu völlinn sex sinnum á þremur dögum og áætla má að vegalengdin sem þeir hafi lagt að baki sé rúmlega fimmtíu kílómetrar. Flaggið sást ekki FRESTA þurfti rástímum á lokadegi mótsins vegna þoku. Þær Ólöf María Jónsdóttir og Karen Sævarsdóttir þurftu tvívegis að snúa við eftir að hafa gengið upp á teig vegna þess hve skyggni var lítið. Til að mynda sást ekki flaggið á fyrstu holunni af teignum. Miðnæturþoka LANDSMÓTIÐ í holukeppni var ekki eina mótið sem haldið var í Grafarholt- inu um helgina. Opið miðnæturmót var haldið á laugardagskvöldið og var ræst út frá öllum teigum samtimis klukkan 21 um kvöldið en keppni lauk um kl. 2 eftir miðnættið. Kylfingar þurftu oft að slá boltum sínum inn í dimma þokuna enda lentu margir keppendur í að týna boltum. Garner stjórnaði landsliðsæfingum JOHN Garner, sem Iengi hefur verið þjálfari íslenska landsliðsins, stjórnaði landsliðsæfingu á sunnudagsmorguninn sem haldin var á Korpúlfsstöðum og á æfingasvæðinu í Grafarholti. Garner kom hingað til lands fyrir síðustu helgi en heldur af landi brott í dag. Titillinn hefur ekki verið varinn BIRGIR Leifur Hafþórsson úr Leyni, holukeppnismeistari frá því í fyrra, féll út í sextán manna úrslitunum gegn Þor- keli Snorra Sigurðarsyni eftir að hafa átt tvær holur á hann á tímabili. Snorra tókst að tryggja sér sigurinn með því að sigra á 16. og 17. holunni. Holukeppn- ismeistari hefur aldrei náð að veija tttil sinn í karlaflokki en mótið um helgina var það niunda í röðinni. Alls hafa átta kylfingar náð þessum titli, aðeins Úlfar Jónsson hefur sigrað tvivegis. Flatirnar eiga langt í land KYLFINGAR hafa fengið að súpa seyðið af veðráttunni í vetur og golfvellir á suð - vesturhorainu eru flestir í lélegu ásig- komulagi. Flatiraar í Grafarholtinu eiga til að mynda enn langt í land með að verða góðar. Met á Nesinu NESVÖLLURINN hefur tekið miklum breytingum í sumar en sl. haust voru gerðar miklar breytingar á vellinum. Vilhjálmur Ingibergsson NK setti vallar- met á hinum nýja velli á opnu móti á laugardaginn þegar hann lék áiján hol- urnar á 71 höggi. Þrír klúbbar með meistaramót ÞRÍR goifklúbbar halda meistaramót sín um næstu helgi en mótunum var flýtttíl þess að þeir klúbbmeðlimir sem eru i landsliðum geti verið með. Kiúbbarnir eru Golfklúbbar Reykjavíkur, Suður- nesja og Keilir. Meistaramót þessara klúbba hefjast á sunnudaginn. FRJALSIÞROTTIR / EVROPUBIKARKEPPNI LANDSLIÐA Konumar í öðru sæti ÍSLENSKA landsliðið 1 frjálsiþróttum náði mjög góðum árangri 1'2. deild Evrópubik- arkeppninnar íTaliin í Eistlandi um heigina. Kvennasveitin náði öðru sæti af sjö þjóðum og karlasveitin hafnaði ífimmta sæti. Þetta er í annað sinn sem kvenna- sveitin nær öðru sæti i Evrópubikarkeppni landsliða en árið 1977 náði liðið sama árangri í keppni í Kaupmannahöfn. Ekki er þó enn ijóst hvort þetta dugir liðinu tii áframhaldandi þátttöku því keppt er á tveimur öðrum stöðum í 2. deild og sú þjóð sem nær flestum stigum af þeim þjóðum sem eru í öðru sæti, fylgir efstu sveitun- um þremur í 1. deildarkeppnina sem verður að ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.