Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Samkomulag um róðrar- dagakerfi frá 1. febrúar Formaður Landssambands smá bátaeigenda ósáttur ef aflahá- marki verður ekki breytt SAMKOMULAG hefur tekist við sjávarútvegsráðherra um að róðrar- dagakerfi taki gildi 1. febrúar næst- komandi og er nú unnið að því innan meirihluta sjávarútvegsnefndar að útfæra breytingartillögu við físk- veiðistjómarfrumvarpið vegna þessa, en frumvarpið kemur væntanlega til 3. umræðu á Alþingi í dag. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er gert ráð fyrir því að róðr- ardagar verði 86 talsins og skiptist á fjögur tímabil. Hægt verður að færa daga milli tímabila, en þó þann- ig að róðrardagar að sumri og vetri til verða ekki jafngildir heldur er það háð skerðingu, séu róðrardagar að vetri færðir yfir á sumar. Þá er einnig gert ráð fyrir því að þeir sem velja aflahámark í upphafi fiskveiðiársins í haust geti komið inn í róðrardagakerfið með nýju fisk- veiðiári. Akvæði um sameiginlegt aflahámark 21.500 tonn er áfram inni í frumvarpinu. Við atkvæðagreiðslu um fiskveiði- stjómarfrumvarpið eftir aðra um- ræðu voru nokkrir stjómarliðar með fyrirvara um afstöðu sína háða því að tillaga um upptöku róðrardaga- kerfis yrði flutt við þriðju umræðu. Eftir því sem næst verður komist er talið að sátt geti orðið um þessa niðurstöðu. Ákveðin áhætta tekin „Það hefur verið staðföst ætlan mín að koma þessu róðrardagakerfi á sem allra fyrst og eina ástæðan fyrir því að við settum ekki ákveðna dagsetningu inn í upphafi var sú að við sjáum enn ekki hvemig við eigum að koma eftirlitinu við,“ sagði Þor- steinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra. Hann sagði að tekin væri ákveðin áhætta hvað eftirlitið snerti með því að ákveða dagsetningu. Hugsanlega myndu menn standa frammi fyrir því í byijun að eftirlitið væri ekki nægilega fullkomið, en hann vonað- ist til að það yrði þá bara í örfáa mánuði ef til kæmi. Kjaminn væri auðvitað sá að verið væri að gefa trillusjómönnum kost á að velja milli tveggja möguleika, róðrardaga, sem yrðu auðvitað ekki mjög margir og færri en í banndagakerfí, en á móti kæmi að kerfið byði upp á meira frelsi. Hinn kosturinn væri aflahá- mark, og þá hefðu menn enn rýmri möguleika til að stjórna veiðum sín- um sjálfir. Lögfesting aðalatriði „Ég tel að það sé aðalatriði að fá róðrardagakerfi lögfest, þó það verði einhver töf á því að það taki gildi,“ sagði Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum. Hann sagði að á haust- mánuðum væru 54 róðrardagar og þess vegna væri hægt að fallast á að róðrardagakerfi tæki ekki gildi fyrr en 1. febrúar. Aðspurður sagði hann að allt benti til þess að góð sátt gæti tekist um þessa niðurstöðu. Hann væri sann- færður um að þessi kostur væri skástur fyrir trillusjómenn og gerði það að verkum að flestir þeirra ættu að geta komist af, þó vissulega væri um heilmikla skerðingu að ræða. Þarf að viðurkenna meiri afla „Mér líst mjög illa á ef aflahá- markið er óbreytt. Við höfum verið að benda á að allan þann tíma sem þetta kerfí hefur verið við lýði hefur nýrri afkastaaukningu verið hleypt inn í þennan kvóta, og það þarf að viðurkenna meiri afla til sjómanna," segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda. Hann kveðst þó fagna því ef breytingamar fela í sér nálgun á sjónarmiðum smábátasjómanna, en stórt skref sé eftir, ef sameiginlegt aflahámark verði óbreytt. Hugsan- lega muni ákvæði um tilfærslu róðr- ardaga milli tímabila leysa nokkum vanda, en of snemmt sé að fullyrða um slíkt fyrr en hann hafi grann- skoðað samkomulagið. Korpúlfsstaðir GRfær álmu í stað golfskála REYKJAVÍKURBORG og Golf- klúbbur Reykjavíkur hafa komist að samkomulagi um breytingar á samn- ingi frá 1993 um gerð golfvallar við Korpúlfsstaði. Samkvæmt nýja samningnum samþykkir GR að legu og gerð golfvallarins verði breytt og að lóð fyrir golfskála verði tekin af fyrra skipulagi. í staðinn fær klúbb- urinn afnot af einni álmu Korpúlfs- staða í 30 ár. Golfklúbburinn fær afnot af öllum hæðum í austustu álmu Korpúlfs- staða fyrir félagsheimili. Borgin mun veija allt að 15 milljónum króna til viðgerða á álmunni á árinu 1996 samkvæmt ákvæðum samningsins. í þann tíma sem golfklúbburinn hefur húsnæðið á Korpúlfsstöðum til af- nota skal hann greiða fasteignagjöld af því og sinna viðhaldi þess. Listflug um loftin blá ÞORGEIR Árnason sést hér fyúga listflug í um 1.000 metra hæð yfir Mosfellsheiði og er Þingvallavatn í baksýn. Svifflug- an er af gerðinni ASK 21 og er hún með 17 metra vænghaf. Morgunblaðið/Halldór Þingsályktunartillaga frá Þjóðvaka Lagt verði á veiðileyfagjald Islensk menningarhátíð í Þýskalandi Sextíu listviðburð- ir í sex borgum Bonn. Morgunblaðið. ÍSLENSK menningarhátíð var sett að viðstöddu fjölmenr.i í Bonn í Þýskalandi í gærkvöldi. Hátíðin teygir anga sína til sex borga sem verða munu vettvangur meira en sextíu listviðburða á næstu vikum. Ráðuneyti menningarmála í sam- bandslandinu Nordrhein-Westfalen hefur haft veg og vanda af skipu- lagningu hátíðarinnar en menning- armálaráð borganna Bonn, Kölnar, Bielefelds og Krefelds hafa í samein- ingu ákveðið að veija umtalsverðum fjármunum til hennar. íslenskir aðil- ar sem lagt hafa hönd á plóginn eru menntamálaráðuneytið, Flugleiðir og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, auk sendiráðsins í Bonn. Einstakt tækifæri Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra setti hátíðina í gærkvöldi og sagði ómetanlegt fyrir íslendinga að geta stofnað til jafn margra list- viðburða í Nordrhein-Westfalen. Hann sagði að íslendingar hefðu lengi sótt þangað til náms, meðal annars í listum, og þetta væri ein- stakt tækifæri til að sýna íbúum landsins og þeim sem þangað leggja leið sína, hvað væri að gerast í ís- lensku menningarlífi um þessar mundir. Bjöm minntist Jóns Sveinssonar, Nonna, og sagði að sennilega hefði enginn einn maður kynnt ísland meira í Þýskalandi á þessari öld. „Það gerði hann með bókum sínum, list sinni," sagði Björn. Rut Ingólfsdóttir lék síðan á fiðlu verk eftir Jón Leifs, Hallgrím Helga- son og Atia Heimi Sveinsson, en Tunglskinseyjan, ný kammerópera eftir þann síðastnefnda, er einn af hápunktum hátíðarinnar. Þá fluttu Sigurður Bragason barítón og Vovka Ashkenazy píanóleikari, verk eftir Franz Liszt. ■ Einlægur áhugi/21 ÞINGMENN tjóðvaka hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að taka beri upp veiðileyfagjald í sjávarútvegi og að sjávarútvegsráð- herra verði falið að skipa nefnd til að undirbúa löggjöf um þetta efni. Gert er ráð fyrir að í nefndinni eigi sæti fulltrúar allra þingflokka og helstu samtaka útgerðar, sjó- manna og fiskvinnslu. Nefndin á að skila áliti fyrir marslok 1996 og frumvarp um veiðileyfagjald á að leggja fram þá á vorþingi. Þjóðareign grundvöllurinn í greinargerð með tillögunni segir að grundvóllur veiðileyfagjalds sé sú staðreynd að fiskistofnamir kringum landið séu eign allrar þjóðarinnar og þó nauðsynlegt sé að koma upp stýri- kerfi til að stjóma veiðum til að koma í veg fyrir ofnýtingu breyti það því ekki hveijir eigi fískinn í sjónum. „Eignarréttur þjóðarinnar á fiskimiðunum er ótvíræður þótt út- gerðin fái tímabundinn afnotarétt til að draga þann fisk úr sjó. Þessi tíma- bundni afnotaréttur felst í úthlutun veiðileyfa. Það gildir um veiðileyfi eins og annað sem er af skornum skammti að þau eru ávísun á verð- mæti,“ segir í greinargerðinni. Þá eru rakin rök fyrir veiðileyfa- gjaldi og segir að ein helsta röksemd- in sé réttlætissjónarmið, þar sem það særi réttlætiskennd manna að versl- að sé með veiðiheimildir og þeir sem hafí fengið þeim úthlutað upphaflega án þess að greiðsla hafí komið fyrir geti hagnast verulega með því að selja þær eða leigja. I öðru lagi muni safnast upp hagn- aður innan útgerðarinnar þegar fram líða stundir ef gjaldið komi ekki til. Undanfama áratugi hafí þeirri að- ferð verið beitt að skrá gengið tiltölu- lega hátt. Fyrir vikið hafí innflutn- ingur orðið ódýrari og afrakstri af sjávarútveginum hafi þannig veitt inn í hagkerfíð. í þriðja lagi sé hægt að draga úr óhagkvæmri sókn með álagningu veiðileyfagjalds og í fjórða lagi geti gjaldið einnig verið leið til sveiflujöfnunar í sjávarútvegi. í greinargerðinni eru síðan raktir ýmsir möguleikar á álagningu gjalds- ins 'sem nefnd sú, sem kveðið er á um í ályktuninni að sjávarútvegsráð- herra skipi, muni meðal annars fjalla um. Að lokum segir: „Meginatriðið við veiðileyfagjald er að því verði komið á. Skynsamlegt er að í byijun sé um tiltölulega lágar greiðslur að ræða sem gætu hækkað eftir því sem sjávarútvegurinn hefur burði til að greiða. Ef genginu væri jafnframt beitt til að auðvelda sjávar- útveginum greiðslu gjaldsins mundi annar útflutningsiðnaður styrkjast. Þá er hér komin efnahagsstefna sem skilar auknum hagvexti á næstu árum, eflir sjávarútveginn og er fylgt fram í samræmi við réttlætiskennd þjóðarinnar, eiganda fískimiðanna." Verkfall í ísal Viðræður liggja enn niðri EKKI hefur verið boðað til viðræðu- fundar í álversdeilunni en upp úr viðræðum slitnaði sl. föstudag. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er ekki búist við að reynt verði að halda samningaviðræðum áfram á allra næstu dögum. Engar letjandi aðgerðir Unnið hefur verið að því að draga smám saman úr framleiðslu verk- smiðjunnar til að undirbúa hana fyrir stöðvun og tekur það 14 daga frá upphafi verkfalls. Einn fulltrúi starfsmanna er tengiliður við stjórnendur álversins um fram- kvæmd þess, sem hefur gengið eðli- lega fyrir sig, að sögn Gylfa Ing- varssonar, aðaltrúnaðarmanns. „Við höfum tekið ákvörðun um að verða við öllum þeirra óskum í sam- bandi við það og höfum ekki verið með neinar letjandi aðgerðir en það er sýnilega ekki metið á einn eða annan hátt,“ segir Gylfi. Trúnaðar- ráð starfsmanna kemur saman til fundar á morgun. ♦ ♦ ♦--- Kjaramál flugmanna Miðar í réttaátt FÉLAG íslenskra atvinnuflug- manna, FÍA, og viðsemjendur þeirra hittust í húsnæði ríkissáttasemjara um kl. 18 í gær og stóð fundurinn enn yfír laust fyrir miðnætti. Þá var að sögn samningamanna taldar góð- ar líkur á því að samningar næðust í nótt sem leið. Kristján Egilsson formaður FÍA sagði að á löngum samningafundi sem stóð til kl. 6 að morgni þriðju- dagsins hefðu mál þokast áfram. „Þessu miðar öllu í rétta átt. Það hafa ósköp litlar kröfur verið settar fram af okkar hálfu. Það var byijað á þessum samningum með þreifing- um í samræmi við það sem hefur gerst í kringum okkur,“ sagði Krist- ján. Hann sagði að flugmenn sæktust eftir svipuðum kjarasamningum og gerðir hefðu verið á almennum markaði auk lagfæringa og skil- greininga á vinnutíma. „Það hefur ekki verið alveg sama túlkun á því og olli það ágreiningi á síðasta samningstímabili. Við vilj- um hreinsa slíka hluti í burtu,“ sagði Kristján. ----»-♦ ♦--— Þingmenn Alþýðubandalags Margorðir um áfengis- frumvarpið ÞINGMENN Alþýðubandalagsins komu hver á fætur öðrum í ræðu- stól á þingi í gær þegar stjórnar- trumvörp vegna breytinga á inn- flutningi áfengis voru til 2. umræðu. Umræðunni lauk um kl. 23. Aðrir þingmenn tóku ekki til máls. I máli þingmanna Alþýðubanda- lagsins kom fram að þeir telja ekki neina þörf á að breyta innflutnings- fyrirkomulagi áfengis, þó ísland hafi gerst aðili að EES og eigi að láta reyna á málið fyrir EES-dóm- stolnum geri Eftirlitsstofnun EFTA alvöru úr því að vísa málinu þangað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.