Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1995 15 Stærsti hópur kandídata frá Háskólanum á Akureyri Nám í matvælafram- leiðslu og iðjuþjálfun STÆRSTI hópur kandídata sem útskrifaður hefur verið frá Háskól- anum á Akureyri brautskráðist á háskólahátíð sl. laugardag, alls 52. Flestir þeirra luku Bs-prófi í hjúkr- unarfræði eða 18, þá luku 9 prófi í iðnrekstrarfræði og 11 í rekstrar- fræði. BS-prófi í gæðastjórnun luku 7 manns og jafnmargir BS-prófi í sjávarútvegsfræðum, en sem fyrr voru fjórar deildir starfræktar við skólann. Nemendum við Háskólann á Ak- ureyri fjölgaði um 40% milli ára og kom fram í ávarpi Þorsteins Gunn- arssonar háskólarektors að þessi mikla aukning væri á mörkum þess að skólinn hafi með góðu móti get- að tekið við henni og hafi ein deilda hans, heilbirgðisdeildin beitt fjölda- takmörkunum inn á vormisseri 1. árs af þeim sökum. Matvælasetur Rektor greindi frá því að nú lægi fyrir ítarleg skýrsla um með hvað hætti megi mæta þörf matvælaiðn- aðarins á Eyjafjarðarsvæðinu fyrir menntað vinnuafl og bæta rekstrar- umhverfið. Settar eru fram þijár tillögur í skýrslunni, þ.e. að komið verði á fót Matvælasetri í tengslum við Háskólann á Akureyri, nám í matvælagreinum á framhaldsskóla- stigi verði samræmt og að sett verði á stofn námsbraut í matvælafram- leiðslu við Háskólann á Akureyri. Nám í matvælaframleiðslu yrði sérstök námsbraut innan sjávarút- vegsdeildar og miðað við fjögurra ára nám sem lyki með 120 eininga BS-prófi, lokaverkefni yrði unnið í samvinnu matvælaseturs og fyrir- tækja og myndi skólinn þannig tengjast matvælaiðnaði og rann- sóknarstarfsemi á því sviði sterkari böndum. Stofnun slíkrar brautar krefst nokkurs undirbúnings en lík- legt er að mati rektors að kennsla gæti hafíst haustið 1996 fáist til þess fjárveitingar. Af öðrum nýjungum sem á döf- inni eru nefndi Þorsteinn að boðið yrði upp á fleiri sérsvið í deildum skólans, þannig væri áætlað að inn- an kennaradeildar yrði komið á fót námi fyrir verðandi leikskólakenn- ara og námi í iðjuþjálfun við heil- brigðisdeild. Atvinnudeild Háskólans Yfirstjórn Háskólans á Akureyri flytur í nýtt framtíðarhúsnæði á Sólborgarsvæðinu í ágúst næst- komandi, en nýtt húsnæði leysir Heyflutn- ingar stöðvaðir FLUTNINGAR á heyi frá bæjum í Svarfaðardal þar sem riðuveiki kom upp í vor voru stöðvaðir á föstudag og laugardag, en heyið átti að fara í hesthúsahverfi Akureyringa. Að sögn lögreglunnar á Akureyri barst tilkynning um heyflutninga úr Svarfaðardal á föstudag og voru þeir stöðvaðir norðan Akureyrar og þeim sem að flutningunum stóðu vísað með heyið til baka. Sama sagan endurtók sig svo á laugar- dag. Að sögn lögreglunnar bárust svo fregnir af því að áður hefði verið flutt hey úr Svarfaðardalnum í hesthúsahverfið við Akureyri, en það stóð þar á vagni án þess að byrjað væri að gefa eitthvað af því. Var það fjarlægt af staðnum fyrir tilstilli starfsmanns riðuveiki- nefndar. mikinn bráðavanda í húsnæðimál- um skólans. Rektor sagði uppbyggingu skól- ans á þessu svæði opna marga möguleika og myndi með öflugu samstarfí háskólans og rannsókna- stofna verða hægt að byggja upp á næstu árum Atvinnudeild Háskól- ans á Akureyri þar sem kennd yrðu námskeið sem væru nátengd at- vinnuvegum landsmanna. Þar hefðu rannsókarstofnanir atvinnuveg- anna aðstöðu og gert væri ráð fýr- ir nýjum rannsóknarstofnunum eins og t.d. Stofnun Vilhjálms Stefáns- sonar, rannsóknar- og þróunarsetri í matvælaframleiðslu og rannsókn- ardeild í ferðamálafræðum. 52 kandídatar Eftirtaldir 52 kandídatar voru brautskráðir 10. júní: BS-próf í hjúkrunarfræði (18): Anna Rósa Magnúsdóttir, Anna Margrét Pálsdóttir, Anna Margrét Tryggvadóttir, Elín Margrét Hall- grímsdóttir, Emilía J. Einarsdóttir, Erna Margrét Bergsdóttir, Eva Hjörtína Ólafsdóttir, Fanney Frið- riksdóttir, Fríður Brandsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, Guðrún Sig- urðardóttir, Hulda Guðný Finn- bogadóttir, Ingibjörg Einarsdóttir, Ingibjörg R. Þórðardóttir, Kristín SEX manns, ökumenn og farþegar í tveimur bílum, voru flutt á slysa- deild Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri síðdegis á laugardag eftir aft- anákeyrslu á Norðurlandsvegi, í Vaðlareit handan Akureyrar. Bílunum var báðum ekið í suður- átt. Ökumaður annarrar bifreiðarinn- ar ók á töluverðri ferð aftan á hina, en varðstjóra lögreglunnar á Akur- eyri var ekki kunnugt um hvort fremri bifreiðin hefði verið kyrrstæð eða Thorberg, Sigríður Kristinsdóttir, Valgerður Jónsdóttir, Þorsteinn B. Bjamason. Iðnrekstrarfræði (tveggja ára nám) (9): Axel Aðalgeirsson, Einar Áskels- son, Einar Bjöm Erlingsson, Guð- mundur Rúnar Guðmundsson, Jón Hreinsson, Óðinn Steinsson, Rand- ver Karlsson, Valgerður Kristjáns- dóttir, Þorgils Sævarsson, Ama S. Sigurðardóttir, Borghildur Freyja Rúnarsdóttir, Hafdís Elva Ingi- marsdóttir, Helgi Einarsson, Jón Páll Kristófersson, Katrín Harðar- dóttir, Óttar Gauti Erlingsson, Ragnar H. Bjarnason, Sigurlína Styrmisdóttir, Sigurður Björnsson, Þórir Jón Guðlaugsson. BS-próf í rekstrarfræði, g-æða- stjórnun (7): Davíð Hjaltested, Gísli Hrannar Sverrisson, Hannes Steinar Guð- mundsson, Jón Skjöldur Karlsson, Lilja Kolbrún Bjarnadóttir, Sigurð- ur Steingrímsson, Smári Kristins- son. BS-próf í sjávarútvegsfræði (7): Bernharð Stefán Bernharðsson, Gestur Geirsson, Gunnar Öm Krist- jánsson, Hermann Stefánsson, Sig- mundur Andrésson, Stefán Bjarni Gunnlaugsson, Sævaldur Gunnars- son. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson henni ekið hægt eftir veginum. Við áreksturinn valt fremri bíllinn út af veginum og hafnaði í brattri hlíðinni. Ókumaður og farþegi í annarri bifreiðinni og ökumaður og þrír far- þegar úr hinni vom fluttir á slysa- deild þar sem gert var að sárum þeirra, en að sögn varðstjóra var ekki talið að um alvarleg meiðsl væri að ræða. Bílarnir vom báðir dregnir á brott af slysstað og em mikið skemmdir. Sex á slysadeild tt t íslenskt grænmeti er safríkt, bragð- mikið, hreint og hollt. Hreinleikarannsóknir hafa sýnt að engin aukaefni finnast í íslensku grænmeti. Það er ómissandi í salöt, sem álegg, í pottrétti eða sem ferskur biti á milli máltíða. Njóttu hreinleikans og hollustunnar í íslensku grænmeti. <é tSLENSKUR LANDBÚNAÐUR ÍSLENSK GARÐYRKJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.