Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1995 17 Hækkun á pappír Bolir á alla fjölskylduna Rupert Murdoch minnkar blöðin Sydney. Reuter. ÁBATASAMASTA blaðaútgáfufyr- irtæki Ástralíu, John Fairfax Hold- ings, hefur tilkynnt að blöð fyrirtæk- isins verði minnkuð til þess að draga úr áhrifum hækkaðs verðs á dag- blaðapappír. Hækkunin mun jafnframt neyða umsvifamesta dagblaðaeiganda Ástralíu, Rupert Murdoeh, til þess að hækka verð á blöðum sínum og auglýsingum að sögn kunnugra. Talið er að hækkunin muni kosta Fairfax að minnsta kosti 20 milljónir Ástralíudala á 12 mánaða tímabili frá 1. júlí. „Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að draga úr notkun á dagblaðapappír," sagði íjármála- stjóri Fairfax, Doug Halley. Fairfax er undir yfirráðum kanadíska blaða- kóngsins Conrad Black og blöðin Sydney Morning Herald, Australian Financial Review og The Age í Melboume verða minnkað um 7-8%. Viðbrögð News Corp. verða ákveð- in einhvern næstu daga. Talið er að pappírskostnaður sumra blaða Ástr- alíudeildarinnar News Ltd. tvöfaldist fyrir síðari hiuta árs 1996. Tilkynnt hefur verið að verð á áströlskum dagblaðapappír muni hækka í 1.020 Ástralíudala tonnið í júlí, samanborið við 816 Ástralíudala tonnið í fyrra. Lufthansa og United vilja undanþágu Chicago. Reuter. LIKUR eru á að Lufthansa fari fram á á undanþágu frá lögum um hringa- myndun ásamt flugfélaginu United Airlines til þess að félögin geti sam- ræmt verðlag og önnur atriði þegar varanlegur loftferðasamningur Þýzkalands og Bandaríkjanna verður gerður. Talsmaður Lufthansa segir að umrædd undanþága myndi skila sér til neytenda, meðal annars í lækk- uðum fargjöldum. Síðan Lufthansa og United sömdu fyrir ári hefði far- þegum fjölgað um 1.000 á dag. Af því mætti sjá að um mikilvæga sam- vinnu væri að ræða. Flugfélagið Northwest Airlines hefur undanþágu frá lögum um hringamyndun vegna bandalags við hollenzka flugfélagið KLM. Félög- unum er heimilt að semja um verð, markaðssetningu og önnur umsvif. Northwest og KLM halda uppi sameiginlegum ferðum yfir Atlants- haf og þeim er stjórnað sameigin- lega sem að sögn talsmanns Nort- hwest veitir félögunum gífurlega samkeppnisyfirburði. 3H*V9t«lÞl*tafe - kjarni málsins! Velkomin um borð í Boeing 737 vél Emerald Air til Norður írlands og til Englands. 30 júní hefst reglubundið flug frá Keflavík alla þriðjudaga og föstudaga. Nýr valkostur í farþegaflugi og ódýr fargjöld. Góða ferð! öll gjöld innifalin í verði Sölustaðir: Ferðaskrifstofan Alis, slmi 565-2266 Ferðaskrifstofan Ferðabær, sími 562-3020 Ferðaskrifstofa Reykjavíkur, sími 562-1490 Ferðaþjónusta bænda, slmi 562-3640 Ferðaskrifstofa Stúdenta, sími 561-5656 Norræna ferðaskrifstofan, slmi 562-3632 Ferðaskrifstofa íslands, slmi 562-3300 EMERALD AIR - lengra fyrir lægra verð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.