Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1995 29 AÐSENDAR GREIIMAR Hverj u höfnuðu sjómenn? í VIÐRÆÐUM sjómanna og út- gerðarmanna í yfirstandandi kjara- deilu hefur farið hæst sú krafa sjó- manna að fijáls verðlagning yrði á fiski. Lögð hefur verið áhersla á að eina færa leiðin sem menn sæju væri sú að allur fiskur yrði seldur á fiskmarkaði. Jafnframt hefur það komið fram að stór hluti sjómanna vill fremur sjá ríkið seíja útgerðum aðgang að auðlindinni en að afla- marki sé úthlutað ókeypis til út- gerða sem síðan versli með það sín í milli og láti svo sjómenn e.t.v. greiða sér veiðileyfagjald í formi þátttöku í kvótakaupum. í þeirri tillögu sem sjómenn felldu var á hvorugu þessu atriði tekið með marktækum hætti. Hver selur hveijum veiðileyfi? í dag er staðan þannig að útgerð- armenn hafa bæði ráðstöfun kvót- ans og verðmyndun aflans í hendi sér. Lögin heimila verslun með afla- hlutdeild og kvóta innan ársins. Þeir útgerðaraðilar sem grófast hafa notfært sér kerfið hafa selt úthlutaðan kvóta og síðan látið sjó- menn taka þátt í að kaupa nýjan. Þannig hafa einstaka útgerðar- menn notfært sér sveigjanleika kerfisins, sveigjanleika sem menn væru annars í flestum tilfellum tilbúnir að við- urkenna sem nauðsyn- legan lið í að ná fram hagræðingu. Ef krafa sjómanna um viðskipti með fisk um markaði næði fram að ganga kæmu slík viðskipti strax uppá borðið og yrðu þar með fljótt úr sögunni. Sömuleiðis „tonn á móti tonni“ og önnur þau viðskipti þar sem sjómenn hafa verið látnir taka þátt í kvóta- kaupum með einhveij- um hætti; greiða út- gerðarmönnum veiði- leyfagjald. Þannig fengju sjómenn greiddan sinn hlut, án tillits til þess hvemig aflahlutdeild eða kvóti er kominn í hendur viðkomandi út- gerða. Þetta, ásamt því að útgerðaraðil- ar selja þann veiðirétt sem þeir hafa fengið úthlutað ókeypis, hleyp- ir illu blóði í sjómenn og misbýður jafnframt réttlætiskennd fólksins í landinu. Það er merkilegt að horfa uppá hversu sofandi þeir aðilar sem vilja vemda núverandi fiskveiði- stjómunarkerfi virðast margir hveijir vera gagnvart þeirri hættu sem vax- andi gagnrýni á fram- kvæmd þess hlýtur að hafa í för með sér. „Litla hryllingsbúðin“ endurvakin Það era ekki sjó- menn, heldur útgerð- armenn, sem bera höfuðábyrgð á þeim hugmyndum um nýtt verðlagsráð, „litlu hryllingsbúðinni" eins og sjómenn kalla það, sem komnar vora í framvarpsbúning og á borð Alþingismanna strax á mánu- dag. Þær hugmyndir sem þróast höfðu í viðræðunum era til vitnis um tvennt. Þann flótta sem útgerð- armenn era á undan því að fiskur fari um markað og hitt hversu fús- ir þeir era að fara undir frekari rík- isforsjá með sín mál. Þeir vilja frem- ur en að verð ráðist á markaði, að nefnd verði sett í að ákveða fis- kverð og síðan á sú nefnd reglulega að „birta upplýsingar um fískverð þannig að þær gagnist útvega- mönnum og sjómönnum sem best.“ Svanfríður Jónasdóttir Ætli það vilji ekki býsna margir taka undir með sjómönnum varð- andi nafngiftina, „litla hryllingsbúðin“ þegar þessi veruleiki rennur upp fyrir þeim? spyr Svanfríður Jónasdótt- ir um leið og hún bend- ir á meginástæðu þess að sjómenn felldu samningana. Á hvaða braut er verið að. leggja? Er ekki nokkuð ljóst að þau verð sem nefndin mun safna og síðan birta munu verða leiðbeinandi um fískverðið? Hvað erum við þá komin langt frá gamla verðlagsráðinu? Hversu langur tími mun líða þar til ríkisvaldið, vegna ákvarðana oddamanns, verður gert ábyrgt fyr- ir afkomu vinnslunnar og við tekur tími hinna gömlu klassísku „efna- hagsráðstafana" með viðeigandi gengistilfæringum? Ætli það vilji ekki býsna margir taka undir með sjómönnum varðandi nafngiftina, „litla hryllingsbúðin“ þegar þessi veraleiki rennur upp fyrir þeim? Mörkum stefnu til framtíðar Öllum sem fjalla um þau mál sem tengjast verðmyndun sjávar- afla og því hvernig unnt væri að ná sátt í þessi mál er ljóst að við vanda er að etja. Þeir sem ljá máls á því að auka þurfi frelsi í sjávarútvegi, m.a. með því að losa- um þau tengsl sem eru á milli veiða og vinnslu, eru sammála um að verðlagning á fiski um fiskmarkaði verður ekki á einni nóttu, heldur þarf aðlögun að slíkri breytingu. Menn hafa m.a. bent á það að verð á kvóta myndi hríðlækka um leið og ákvörðun um allan afla um markað yrði tekin og í því liggi ekki hvað síst hinir stóru hagsmun- ir hins óbreytta ástands. En við hljótum að spyija hversu langt er hægt að ganga til að viðhalda óbreyttu ástandi og í öllu falli er ljóst að það verður ekki hægt lengi úr þessu. Um það ber deila sjó- manna og útvegsmanna um fisk- verð og það hver á að greiða hveij- um veiðileyfi gleggst vitni. Jafnframt verður sú réttlæti- skrafa fólksins í landinu sífellt háværari að útgerðin greiði fyrir aðgang að auðlindinni. Það skilja nú þegar ýmsir þeir útgerðaraðilar sem gera sér ljóst að ná þarf sátt við þjóðina um kerfið. En hvenær mun forysta þeirra leggja eyrun við þeim röddum eða þeim röddum sem vilja frelsi í viðskipti í sjávarút- vegi í stað ríkisforsjár og einokun- ar? Því fyrr sem við mörkum stefnu til framtíðar, stefnu sem tekur mið af breiðari hagsmunum en þrengstu hagsmunum útgerðar- manna, því betri líkur á sátt. Á því veltur framhaldið. Höfundur er alþingismaður. Skattadaginn fyrráárið SKATTAR verða því aðeins lagðir á að til þess sé heimild í lögum. Þessi mikil- væga regla helgast af eðli skattheimtu, en skattur er einhliða ákvörðun hins opin- bera. Hefur það verið talið eðlilegt að skatt- ar séu ekki lagðir á þjóðfélagsþegna nema fyrir hendi sé laga- heimild, vegna þess hversu íþyngjandi þessi ákvörðun er fyrir þá. Hefur verið litið á þessa reglu sem svo mikilvæga að rétt sé að hún komi fram í stjórnarskrá lýðveldisins. Með því að lagaheimild verði Fjármunir fólks eru betur komnir í þess vörslu, segir Sigur- björg Asta Jóns- dóttir, en njá ríkinu. að vera fyrir hendi svo leggja megi skatta á er reynt að koma í veg fyrir að einstakir handhafar ríkisvalds geti lagt skatt á upp á sitt eindæmi. Eðlilegt er að hand- höfum ríkisvalds sé gert erfiðara fyrir við að leggja á skatta með því að krefjast þess að lagaheimild sé fyrir hendi. Telja verður að almennt séu fjármunir fólks betur komnir í þeirra eigin vasa en í vasa misvit- urra stjórnmálamanna. Það eru einföld sannindi að menn fara mun betur með eigið fé en ann- arra. Þrátt fyrir þetta er skattbyrðin mjög mikil og hefur aukist á síðustu áram. Með því að skattar verði því aðeins lagðir á með lögum höfum við falið Alþingi það vandmeðfarna hlut- verk að ákveða þá skatta sem á almenn- ing verða lagðir. En reyndin er sú að al- þingismenn hafa fengið dygga aðstoð hinna ýmsu hags- munahópa þjóðfélagsins við að auka skattbyrðina. Reynt hefur verið að spara á ýmsum sviðum og komið hafa fram tillögur um að fækka útgjald- aliðum í ijárlögum en þá hafa ris- ið upp hinir ýmsu hagsmunahóp- ar, stórir og smáir, og mótmælt. Mörg dæmi þessa mætti nefna. Ekki er langt síðan fram komu tillögur um að leggja niður list- skreytingarsjóð og spara með því einhveijar milljónir. Þá tók tiltölu- lega fámennur hópur listamanna upp á því að strengja segl yfir listaverk við Skúlagötu í mót- mælaskyni. Það var ekki að því að spyija að listskreytingarsjóður var kominn inn á fjárlög aftur fyrr enn varði. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum. Þótt ekki sé verið að tala um gífurlegar fjár- hæðir í hvert skipti þá safnast þegar saman kemur. Með því að þingmenn hætti að láta hagsmunahópa stjórna starfi sínu á Alþingi aukast líkur á því að útgjaldaliðum fækki og skattar lækki. Þannig væri stuðlað að því að skattadagurinn færðist fyrr á árið og fólk héldi meiru eftir af sjálfsaflafé. Höfundur er nemi og félugi i Heimdnlli. Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir Breyta þarf áherslum í íþróttauppeldi stelpna! , KVENNAHLAUP ÍSÍ er sérstæður við- burður í _ íslensku íþróttalífí. Á síðasta ári tóku 13.800 kon- ur þátt í Kvenna- hlaupinu og í ár virð- ist enn ætla að verða fjölgun. Stærsta hlaupið er í Garðabæ en hlaupið verður á yfir 80 stöðum um allt land 18. júní nk. Landssamtökin „íþróttir fyrir alla“ eru framkvæmdaað- ili Kvennahlaups ÍSÍ. Kvennahlaupið breiðir víðar úr sér en á íslandi því íslendingafélögin á Norðurlöndum hafa sýnt Kvennahlaupinu mikinn áhuga og verður hlaupið í Noregi, Dan- mörku, Svíþjóð og í Færeyjum. Einnig verða fleiri hópar erlendis með sitt Kvennahlaup og 40 konur í Namibíu ætla ekki að láta sitt eftir liggja. Með þeim fara nokkrar innfæddar konur í sjálfstæðishug og eru þær alveg heillaðar af þessu uppátæki íslensku kvennanna. Þessi mikli áhugi á þátttöku í Kvennahlaupinu og sú mikla at- hygli sem Kvennahlaupið hefur vakið sýnir að fyrirkomulagið á vel við stóran hóp kvenna. íþróttaunglingar standa sig betur Mikið hefur verið rætt um rann- sókn þá á íslenskum ungmennum sem gerð var af Rannsóknarstofn- un uppeldis- og menntamála og menntamálaráðuneytinu. Þar kem- ur í ljós að unglingar sem stunda íþróttir koma miklu betur út en þeir unglingar sem ekki stunda íþróttir. Það kemur líka í ljós að þeir hafa hærri einkunnir, meira sjálfstraust og sjálfsvirðingu og færri þeirra reykja eða neyta ann- arra vímuefna. í þessari rannsókn kemur líka fram að ef foreldrarnir stunda íþróttir era ungl- ingamir líklegri til þess að stunda íþróttir sjálf- ir. Þetta er frábær nið- urstaða og sýnir að við verðum að virkja börnin og hjálpa þeim af stað í íþróttum því ágóðinn er mikill. Brottfall unglingsstelpna úr íþróttum vekur athygli og er áberandi mikið í könnun á yejgum Umbótanefndar ÍSI um kvennaíþróttir sem unn- in var af Rannsóknar- stofnun uppeldis- og menntamála kemur í ljós að stelpur byija síður að æfa íþróttir en strákar og þær hætta líka frekar! Þar kemur líka fram að þær þurfa meiri hvatningu en strákarnir og hvatningin þarf að koma meira frá mömmunni en pabbanum í þessu tilviki! Tengist þetta uppeldinu og stöðu kvenna í íþróttahreyfingunni og annars staðar í þjóðfélaginu eða eru stelp- ur öðruvísi en strákar að þessu leyti? Vissulega koma margir þætt- ir inn í myndina hjá unglingsstelp- um, eins og byijun blæðinga og fleiri breytingar vegna kynþroska. Það hefur líka mikið að segja að oft hafa stelpur verri aðstöðu til íþróttaiðkunar en strákar. Hvetjum stelpurnar meira Þarna eru áherslur sem þarf að Kvennahlaupið er kjörinn vettvangur, segir Helga Guð- mundsdóttir, til að byrja á breyttum áhersl- um í íþróttauppeldi íslenskra stelpna. breyta því stelpur þurfa líka á þeim ágóða að halda sem fæst við að stunda íþróttir fram eftir aldri. Margar stelpur sem nú era á sjötta ári hafa tekið þátt í Kvennahlaup- inu frá byijun. Þær hafa gaman af hreyfingunni og eru líklegar tiF að stunda íþróttir áfram. Kvenna- hlaupið er kjörinn vettvangur til að byija á breyttum áherslum í íþróttauppeldi íslenskra stelpna. Hvetjum þær meira til að stunda íþróttir og styðjum enn betur við bakið á þeim! Höfundur er fræðslufulltrúi hjá „íþróttum fyrir nlin “ og frnmkvæmdastjóri Kvennnhlaups ÍSÍ. A TILBOÐ: BANTHAI 4? réttir fvrir 4 kosta á mann kr. 1.390 m9rnttir fvrir ? kn^tn á mann ITÆLENSKUR MATUR| Laugavegi 130 Nýtt símanúmer 552 2444 kr. 1.490 Helga Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.