Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Jóhanna Smith fæddist í Reykjavík 5. mars 1955. Hún andaðist á Landakotsspitala 5. júní sl. Foreldrar hennar voru hjónin Ásta Jóhanna Guð- mundsdóttir, f. 15. febrúar 1922, d. 10. ágúst 1955, og Thorolf Smith, fréttamaður, f. 5. apríl 1917, d. 16. janúar 1969. Eftir lát móður sinnar fór Jóhanna í fóst- ur til móðurbróður síns, Óskars Guðmundssonar á Tungulæk í Borgarhreppi, f. 23. ágúst 1925, d. 7. október 1989, og konu hans, Ragnhildar Einarsdóttur, f. 2. september 1931. Systkini Jóhönnu eru Pétur Smith Heyerdal viðskiptafræðingur, (f. 1942), Einar Páll Smith fisk- vinnslumaður, (f. 1951) og Hjör- dís Smith læknir, (f. 1953). Fóst- urbræður Jóhönnu eru Guð- mundur Valtýr Óskarsson læknir, (f. 1956), Einar Óskars- son bifvélavirki, (f. 1958), Sæ- mundur Óskarsson trésmiður og tæknifræðingur, (f. 1960) og Kristján Óskarsson læknir, (f. Hanna litla! Hanna litla! Heyrirðu ekki vorið kalla? MÉR hafa svo oft komið þessar ljóðlínur Tómasar í hug er ég hugs- aði til Hönnu systur minnar gegnum árin. Aldrei meir en nú þegar hún .. er öll og þessu stríði lokið, stríði er hún háði af svo miklum hetju- skap. Nú er vorið liðið, komið sum- ar og gróður jarðar fer að skarta sínu fegursta. Litla systir mín mun ekki lengur njóta þess sem náttúran skartar í þessu jarðlífi. Það er freist- andi að vona að hún sjái aðrar og fegurri lendur þar sem hún er nú. Að leiðarlokum er ótal margs að minnast, Hanna með heyvisk í hár- inu eða strá uppí sér, Hanna í gul- leitum kjól með grænum laufblöð- um. Með slöngulokka á fermingar- daginn, alltaf svo mjó. Á bakinu á Bleik gömlu hans afa. Hanna og Valtýr að koma úr beijamó, bæði svo beijablá. Með Kristján í fang- .Jnu, sem hún gætti af svo mikilli natni. Hanna í stóra mexíkanska ponsjóinu, þá komin í menntaskóla. Með blik í auga og nýjan kærasta sem hét Guðjón. Með litla stúlku við bijóst sér og seinna aðra. Hanna á línunni að hvetja Hildi til dáða. Hanna, Guðjón, Unnur og Hildur að útbúa vöggu fyrir aðra litla stúlku, dóttur mína sem þá var nýfædd. Þær eru óteljandi myndirnar sem renna um hug mér á þessu fagra júníkvöldi. Það er birta yfír þeim öllum. Og ég minnist annarrar Hönnu, sem hvorug okkar systra bar gæfu til að kynnast og við þekktum aðeins úr fjarlægð. Það Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 FLUGLEIÐIR fliTiL umiiin 1962). Jóhanna lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1974. . Hún lagði stund á nám i sálar- fræði við Háskóla íslands í einn vetur og starfaði sem læknaritari á Borg- arspítala, Landspit- ala, Kleppsspítala og Heilsugæslustöð- inni á Eskifirði. Frá 1983-1993 var hún fulltrúi á lögmanns- stofu Baldurs Guð- laugssonar. Jóhanna giftist 10. janúar 1986 Guðjóni Magnús- syni, lögfræðingi hjá ríkissak- sóknara, f. 2. ágúst 1950, en þau höfðu hafið sambúð árið 1977. Foreldrar Guðjóns eru hjónin Þuríður Ólafsdóttir, f. 23. júní 1929, og Magnús Guð- jónsson silfursmiður, f. 28. nóv- ember 1925. Guðjón og Jó- hanna eignuðust tvær dætur, Unni, menntaskólanema, f. 24. ágúst 1978, og Hildi, grunn- skólanema, f. 20. júní 1982. Jóhanna verður jarðsungin í Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30, en jarðsett verður að Borg á Mýrum. er sú Hanna sem gaf okkur lífið, en fékk ekki að njóta þess með okkur. Sem ég rita þessar fátæklegu lín- ur heyri ég hjalið í Ásthildi Hönnu, litlu dóttur minni sem ég gaf líf. Ég mun segja henni frá Hönnu frænku sem gladdist svo óumræði- lega mikið með mér er hún vissi að von var á litlu barni. Ég mun einnig segja henni frá Hönnu ömmu; það verða líka aðrir til þess sem þekktu hana betur. Þær hafa þannig allar haft áhrif á líf mitt, Hönnurnar þijár, móðir mín, systir mín og dóttir mín. Samfylgdin var að sönnu alltof stutt við tvær þær fyrrnefndu. En er ég horfí á Ást- hildi Hönnu, litlu dóttur mína, veit ég að lífíð er gott, þrátt fyrir allt - og að hún mun hjálpa mér að lifa við söknuðinn. Guðjón, þakka þér fyrir að hafa verið til fyrir Hönnu mína, alltaf þegar hún þurfti þess með. Þakka þér einnig fyrir að vera besti faðir sem hugsast getur. Unnur og Hild- ur, þið eruð ríkar að hafa átt hana. Hún var eins og önnur Hanna, ljúf- ust allra. Hjördís Smith. Mágkona mín, Jóhanna Smith, er fallin í valinn eftir 12 ára bar- áttu við krabbamein; sama sjúkdóm og felldi móður hennar fyrir íjöru- tíu árum. Baráttan var Jóhönnu stundum erfið, ekki síst þegar í ljós kom að meðferð dugði ekki. Lengst af gekk hún hins vegar hnakka- kerrt til daglegra starfa af þeirri seiglu og þijósku sem henni var eiginleg. Banalegan var stutt. Jóhanna var á fyrsta árinu þegar móðir hennar féll frá, Hjördís syst- ir hennar tæpra tveggja ára og bróðirinn Einar Páll á fjórða ári. Eftir lát móður sinnar var Einar Páll áfram hjá Thorolf föður sínum og ólst upp hjá honum og síðar konu hans, Unni. Systumar Hjördís og Jóhanna voru hins vegar teknar í fóstur af móðurbræðrum sínum í Borgarfirði; Hjördís af Jóhannesi Guðmundssyni á Ánabrekku og Ásu konu hans, en Jóhanna af Oskari Guðmundssyni á Tungulæk og Ragnhildi konu hans. Örstutt er á milli bæjanna, þannig að stutt var milli systranna í uppvextinum. Á skólaárum sínum í Reykjavík bjuggu þær systur svo saman á heimili Unnar, ekkju Thorolfs föður þeirra, sem lést 1969. Einnig leigðu þær saman um tíma á þessum árum og var alltaf mjög náið með þeim. Þegar ég kynntist Jóhönnu, fyrir sjö árum, kom hún mér fyrir sjónir sem greind, skemmtileg og einkar vel gerð kona. Þetta álit staðfestist við frekari kynni. Smám saman uppgötvaði ég líka hversu sterk fjöl- skyldubönd Jóhönnu voru. Það var gaman að sjá hversu mikla rækt þau hjónin Guðjón og Jóhanna lögðu við að koma dætrum síncfm til manns, þeim Unni og Hildi. Bönd Jóhönnu við Tungulækjarfólkið voru líka bersýnilega mjög sterk, bæði við fósturforeldra sína, en Óskar dó 1989, og fósturbræður sína fjóra, sem höfðu á henni mikið dálæti. Tengslin við aðra ættingja, t.d. Ánabrekkufólkið og móðursyst- urnar, voru líka mikil. Fjölskyldu- samkomur, þar sem þetta fólk hitt- ist, voru ósvikið tilhlökkunarefni. Þeir eru margir sem sakna nú Jóhönnu Smith úr lífi sínu, þó miss- irinn sé Guðjóni, Unni og Hildi sár- astur. En Jóhanna mun lifa áfram í hugum þeirra sem fengu að kynn- ast henni og þótti vænt um hana. Ólafur Þ. Harðarson. Þegar miskunnarleysi lífsins tók frá okkur föðursystur okkar, var okkur „gefin“ systir sem við feng- um að hafa hjá okkur þar til hún kvaddi þetta líf fyrir nokkrum dög- um. Við fengum ekki bara systur, heldur ljúfan vin sem alltaf verður óaðskiljanlegur hluti af tilveru okk- ar, þótt nú sé minningin ein eftir. Allir sem kynntust Jóhönnu munu minnast heiðarleika hennar, trygg- lyndis, óeigingirni og mannkær- leika, kosta sem við öll viljum finna hjá okkar nánustu á sjálfhverfum stundum, þegar okkur finnst við vera stuðnings þurfi. Elsku systir, hjartans þakkir fyr- ir þessi ár sem við áttum saman. Minningin um þig lifír með okkur. Kæri Guðjón, Unnur og Hildur. Ykkar missir er mikill, en tíminn græðir flest sár og þannig verður það líka í þetta sinn, en munið að við erum aldrei langt undan. Að lokum viljum við senda starfs- fólki á Landakotsspítala þakkir fyr- ir allt sem það hefur gert til hjálpar Jóhönnu í gegnum árin og síðast en ekki síst alla þolinmæðina við okkur aðstandendurna þessa síð- ustu daga. Valtýr, Einar, Sæmundur og Krislján. Jóhanna Smith er okkur sem með henni störfuðum á Lögmanns- og endurskoðunarstofu mikill harmdauði. Þótt fráfall hennar hafí ekki komið með öllu á óvart, hafði hún svo lengi barist hetjulegri bar- áttu við erfiðan sjúkdóm að á köfl- um var maður jafnvel farinn að ímynda sér að henni ætlaði að tak- ast að byggja varnargarð sem héldi. En eigi má sköpum renna. Fertug að aldri fellur hún í valinn. Jóhanna var samstarfskona mín í um það bil áratug, eða þar til haustið 1993 er hún hætti störfum utan heimilis. Hún var vel gefin og vel gerð kona og setti sterkan svip á vinnustað okkar með hressi- legri og glaðlegri framkomu sinni og röskleika í störfum. Hún þurfti oft að vinna undir miklu álagi og leysti störf sín vel af hendi. Á sam- fundum starfsfólks utan vinnu var Jóhanna gjarnan hrókur alls fagn- aðar. Hún hafði einstaklega góða návist. Jóhanna þurfti í mörg ár að vera í strangri læknismeðferð sem með reglulegu millibili leiddi til nokkurr- ar fjarveru hennar frá störfum. Þeim mun eftirminnilegra og að- dáunarverðara var af hvílíku kappi og ósérhlífni hún rækti störf sín þess á milli, þótt hún væri þá oft sárlasin. Fyrrum samstarfsfólk Jóhönnu Smith á Lögmanns- og endurskoð- unarstofu minnist hennar með virð- ingu og sendir eiginmanni hennar, Guðjóni Magnússyni og dætrum þeirra tveimur, Unni og Hildi, sam- úðarkveðjur. Þeirra er missirinn mestur. Um Jóhönnu Smith á vel við hið fornkveðna. Hún var drengur góð- ur. Blessuð sé minning hennar. Baldur Guðlaugsson. Jóhanna Smith er nú tekin frá sínum ástvinum og kunningjum langt um aldur fram. Ég var þess njótandi að kynnast þessari ágætu konu í gegnum kvennaknattspymu Vals, þar störfuðum við saman í unglingaráði. Það þurfti ekki löng kynni til þess að sjá hve frábær manneskja Jóhanna var, bæði í háttum og gerðum. Hennar er nú sárt saknað. Guðjón, Unnur og Hildur, góður Guð gefí ykkur styrk. Lára Árnadóttir. Sumarið 1992 hófust kynni okk- ar af Jóhönnu Smith. Fótboltamót var í Vestmannaeyjum og dætur okkar beggja þátttakendur. Jó- hanna var þar fararstjóri, og leysti hún það hlutverk vel af hendi eins og alltaf. Okkur er mjög minnisstætt þeg- ar verið var að rogast með níð- þunga matarkassana og Jóhanna sagði ekki fyrr en eftir á að hún væri svo til nýkomin úr aðgerð vegna krabbameins. Samkvæmt öllum tilmælum mátti hún ekki reyna á sig, en það hvarflaði ekki að henni að skorast undan burðin- um. Jóhanna var ötull stuðningsmað- ur kvennaknattspyrnu og varla var leikur öðru vísi en að hún væri mætt á völlinn. Hún var Valsari inn að beini. Hún tók að sér ýmis störf í þágu síns félags og reif upp starf- semina í kringum stelpumar. Alveg til síðasta dags var hún að vinna að félagsstörfum í Val. Kvenna- knattspyrnan hefur ætíð átt undir högg að sækja, bæði innan félaga og utan, og er því mikill missir að konu eins og Jóhönnu. Henni var umhugað um hag stelpnanna og barðist fyrir jafnrétti á við strák- ana. Hún fékk „grasið“ þegar þær áttu bara að fá „mölina" og þau voru ófá íslandsmótin sem Jóhönnu tókst að fá á Valstúnið. Öll vissum við að Jóhanna var mjög veik. Við fylgdumst með lyfja- meðferðum hennar og dáðumst að bjartsýni hennar og þrautseigju. Hún talaði um veikindi sín af æðru- leysi og hún hafði sínar framtíðar- áætlanir. Hún var stolt af dætrum sínsum og átti þá ósk, eins og allir foreldrar, að sjá bö'rnin sín vaxa úr grasi. Hún vissi þó að hveiju stefndi. Við kveðjum Jóhönnu með söknuð í huga. Við kveðjum hana með virðingu og þakklæti fyrir hið ötula starf hennar í þágu kvenna- íþrótta. Mikill er missir Hildar, Unnar og Guðjóns og sendum við þeim okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hildur Sveinsdóttir og Helgi Viborg. Elskuleg vinkona mín, Jóhanna Smith, er látin. Kynni okkar hófust árið 1976 er við störfuðum saman á bæklunar- lækningadeild Landspítalans. Hún var þá líka við nám í sálarfræði við Háskólann. Fljótlega varð okkur vel til vina og styrktist sá vinskapur sífellt. Á þessum árum kynntist hún mannsefni sínu, Guðjóni Magnús- syni, þá verðandi lögfræðingi. Fljót- lega fæddist þeim eldri dóttirin, Unnur, og þau eignuðust sitt fyrsta húsnæði á Njálsgötu. Vegna at- vinnu Guðjóns, sem varð fulltrúi sýslumanns á Eskifirði, fluttust þau búferlum austur og dvöldu þar um árabil og þar fæddist þeim yngri dóttirin, Hildur. Jóhanna var einstök kona. Hún var há og myndarleg og var hvar- vetna tekið eftir henni. Hún hafði mikið yndi af bókmenntum og tón- list og vegna einstakra gáfna henn- ar og minnis, en það var eins og hún gleymdi aldrei neinu sem hún hafði heyrt eða lesið, var hún haf- sjór af fróðleik um þessi efni. JOHANNA SMITH Reyndar var þó varla hallað á með þeim hjónunum S tónlistinni, en Guðjón hefur alltaf haft gífurlegan áhuga á sígildri tónlist, enda stund- aði hann píanónám um árabil. Svo mikill er þessi tónlistaráhugi, að plötuhillurnar svigna og vönduð hljómflutningstæki hans eru ein- stök. Dæturnar tvær eru líka tón- listarunnendur og stunda tónlist- arnám. Móður sína missti Jóhanna er hún var aðeins þriggja mánaða gömul og fer þá til fósturs hjá móðurbróð- ur sínum, Óskari Guðmundssyni og konu hans, Ragnhildi Einarsdóttur, að Tungulæk við Borgarnes. Þau hjónin eignuðust síðan fjóra syni sem urðu Jóhönnu sem bestu bræð- ur og voru tengsl þeirra systkina mjög sterk. Fyrir 12 árum kenndi Jóhanna sér fyrst meins af þeim sjúkdómi sem síðan bar hana ofurliði. Sjúk- dómssaga hennar er ótrúleg, fyrst röng greining og síðan raunveruleg- ur sigur hennar á sjúkdómnum. Skyndilega kemur fram nýtt mein nú í vor og varð þá ekki við neitt ráðið. Það hefur verið undarleg lífs- reynsla að fylgjast með henni Jó- hönnu þessi ár. Alltaf var ég sann- færð um að hún myndi hafa sigur að lokum, sem svo reyndist um tíma. Ekki bar hún erfiðleika sína á torg og var mjög erfítt að kom- ast að því hvernig henni raunveru- lega leið. Var það raunar helsta einkenni hennar að valda ekki öðr- um áhyggjum né að setja sjálfa sig fram fyrir aðra. Þannig liðu þessi ár, hún oft sárþjáð og vildi ekki að neinn vissi af því. Stundaði hún sína vinnu utan heimilis þrátt fyrir mjög erfíðar læknismeðferðir. Þannig var Jóhanna mín, öllum trygg og trú, frábær móðir, sem studdi við dætur sínar af mikilli elju, svo þær mættu skila sínum frábæra námsárangri, í skóla og á íþrótta- og tónlistarsviðinu. Höfð- ingsskapur hennar við okkur hjónin, og reyndar þá fjölmörgu gesti sem hún alltaf hafði, var mikill. Allir pottar fullir af ýmiss konar góð- meti og hvergi til sparað að hafa veitingar sem glæsilegastar. Alltaf til autt rúm, eitt eða fleiri, alltaf pláss. Ég á þeim hjónum mikið að þakka, vináttu mikla, dvöl á þeirra heimili með börnum mínum og fjöl- margar heimsóknir. Hún Jóhanna hélt sína síðustu stórveislu á fertugsafmæli sínu, 5. mars sl. Engan þar grunaði að svo stutt væri eftir. Allir voru bjartsýn- ir. Þessi mörgu veikindaár hefur Guðjón staðið eins og klettur við hlið konu sinnar og lét aldrei bilbug á sér finna. Þuríður og Magnús tengdaforeldrar Jóhönnu hafa reynst þeim styrk stoð, að öllum öðrum ólöstuðum. Mæt kona er farin frá okkur. Sárastur er söknuður eiginmanns og dætra, auk hinna fjölmörgu ætt- ingja sem margir dvöldu við sjúkra- beð hennar síðustu dagana. Við hjónin þökkum yndislega við- kynningu og biðjum Guð að styrkja fjölskylduna á erfiðri stund. Elísabet S. Ottósdóttir. Kveðja frá Knattspyrnu- deiIdVals Jóhanna Smith gekk til liðs við Unglingaráð knattspyrnudeildar Vals haustið 1992. Það var mikill fengur fyrir_ félagið að fá Jóhönnu til starfa. Áhugi hennar á starfí yngri flokka kvenna í knattspyrnu var ómetanlegur. Ósérhlífni og dugnaður hennar lýsti sér best í því að í nær tvö ár annaðist hún ein alla yngri kvennaflokkana. Ekki lét Jóhanna erfið veikindi aftra sér frá því að taka þátt í starfi félagsins. Gilti þá einu hvort í hlut áttu kvenna- eða karlaflokkar fé- lagsins. Þegar ég heimsótti Jó- hönnu nokkrum dögum fyrir andlát hennar kvaddi hún með þeim orðum að ekki myndi líða langur tími þar til hún færi að mæta á leiki og fundi í Hlíðarenda. Með þessum fáu línum vil ég

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.