Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ1995 31 . færa Jóhönnu einlægar þakkir frá knattspyrnudeild Vals og þá sér- staklega okkur sem urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna með henni í Unglingaráði knattspyrnu- deildar. Eiginmanni Jóhönnu, Guðjóni Magnússyni og dætrum Unni og Hildi, sem leika með 3. og 4. flokki Vals, færum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þórarinn Gunnarsson, formaður Unglingaráðs knattspyrnudeildar Vals. Jóhanna á Tungulæk e&fallin frá í blóma lífsins. Lokið er langri og snarpri baráttu við illvígan sjúkdóm sem ekkert fékk við ráðið. Að leiðarlokum vil ég draga upp mynd af æskuvinkonu sem þrátt fyrir stopular samvistir hin síðari ár skipar stóran sess í hugann. Óljóstar minningar um Skarðsrétt- ardag koma fram í hugann. Stelpan frá Tungulæk, þessi stóra, gnæfír yfir alla í hópnum, rennir augunum yfir almenninginn og leggur sitt af mörkum til að Brekkuféð rati í réttan dilk. Systkinin okkar í ærsla- fengnum leika allt í kring, karlarn- ir að skeggræða og skemmta sér. Mæðurnar í pínulitlum pappa- klæddum skúr og framreiða kaffi og smurt brauð sem ilmar svo glöggt fyrir vitunum. Seinna áttum við eftir að kynn- ast afar náið. Það var þegar skóla- gangan hófst í heimavistarskólan- um á Varmalandi. Þar var gott og lærdómsríkt að vera. Þar hlýddu allir ákveðnum reglum og til þess var séð að nemendur stunduðu námið vel. Frístundir gátu verið ansi líflegar og kannski ekki alltaf farið að sofa strax og til var ætl- ast. Við þessar aðstæður sköpuðust kynni og náin vinátta. Þá nutu eðliskostir Jóhönnu sín í ríkum mæli. Hún var vinsæl meðal nem- enda og kennara og tilbúin að taka þátt í hverju sem gera þurfti. Síðan komu unglingsárin með allri eftirvæntingunni og spenn- ingnum. Við sóttumst stíft eftir því að heimsækja hvor aðra um helg- ar. Mikil skemmtan var fólgin í því að fara í reiðtúr og hápunkturinn var þegar við lögðum land undir fót með tvo til reiðar og riðum fram í Tungur ng Hvítarsíðu til að hitta vini okkar þar á bæjunum. Um þetta leyti var lagt á ráðin jim frekara nám. Haldið skyldi til höfuðborgarinnar og markið að sjálfsögðu sett á Hamrahlíðina þar sem voru eldri systkini Hönnu. Þar liðu árin líka hratt og alvara lífsins tók að blasa við. að stúdentsprófi loknu vann Jóhanna sem læknarit- ari og síðar ritari á lögfræðistofu.- Enginn vafi er á að störf sín stund- aði hún af alúð og natni. Þar kom þó að ekki var stætt lengur og varð hún að láta af störfum fyrir nokkru síðan. Jóhanna var hávaxin kona, smá- beinótt, ljós og björt yfirlitum. Fremur var hún alvörugefin þótt ærslafengin hlátrarsköll æsku- og unglingsáranna liti minninguna. Hún var skarpgreind og mikill lestrar- og námshestur. Eftirminni- legur þáttur í hennar fari er hversu jákvæð hún var í garð samferða- fólks og hversu henni var eðlislægt að vera stolt af sínum nánustu. Þannig vil ég minnast vinkonu minnar frá Tungulæk. Megi minningin hugga og styrkja þá sem eftir lifa. Lilja Arnadóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- iegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld f úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulcngd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttncfni undir greinunum. MINNINGAR HERMANN TORFASON -j- Hermann Torfa- • son var fæddur 26. apríl 1921 á Suð- ureyri við Tálkna- fjörð. Hann lést 6. júní sl. Foreldrar hans voru þau Guð- rún J. Elísabet Guð- jónsdóttir frá Set- bergi við Hafnar- fjörð og Torfi Snæ- björn Olafsson sjó- maður frá Tálkna- firði. Systkini Her- manns eru: Andrés, f. 27. okt. Kristinn f. 29. sept. 1917, d. 24. febr. 1974, Valdi- mar f. 27. júlí^ 1922, Guðrún f. 11. júní 1924, Ólafur f. 15. sept. 1928, Ásta f. 23. sept. 1932 og Unnur f. 6. júní 1934. Níu ára gamall fór hann í fóstur til hjónanna Magnúsar Gíslasonar og Halldóru Steindórsdóttur frá Auðkúlu við Arnarfjörð og var hjá þeim til 26 ára aldurs, eða þar til þau hættu búskap. Fóstursystkini Hermanns voru Margrét og Marinó Magnús- börn og eru þau bæði látin. Eftir það stundaði Hermann sjóinn, fyrst frá Patreksfirði og síðan frá Akranesi, þar sem hann kynntist eftirlif- andi eiginkonu sinni Halldóru Ól- afsdóttur. Þau áttu engin böra saman, en Hermann tók að sér og ól upp dætur Halldóru frá fyrra hjóna- bandi. Þær eru Oddrún, f. 2. jan. 1952, maki Pálmar Einarsson, þau eiga fjögur börn og búa í Grundarfirði, og Guðrún, f. 23. febrúar 1955, maki Hreinn Vagnsson, þau eiga fjögur börn og búa í Reykjavík. Hermann vann hjá Sementsverksmiðju ríkisins eftir að hann hætti á sjónum til 1991 að hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Her- mann og Halldóra bjuggu alla sína búskapartíð á Akranesi. Utför Hermanns fer fram mið- vikudaginn 14. júní 1995 frá Akraneskirkju og hefst athöfn- in kl. 14. HINN 6. júní sl., þegar sumarið sýndi sínar fegurstu hliðar, stöðvað- ist lífsklukka elskulegs fóstra míns á sviplegan hátt. Hann varð bráð- kvaddur á heimili 'sínu. Hann hafði ekki gengið heill til skógar í vor, en engan óraði fyrir að hann væri jafn veikur og raun bar vitni. Alltaf dró hann heldur úr veikindum sín- um því hann vildi ekki láta vesen- ast neitt við sig, eins og hann orð- aði það fyrir skömmu. Hann var samt sem áður búinn að panta sér tíma hjá lækni og átti að mæta hjá sérfræðingi á dánardegi sínum. Elsku fóstri minn, að hugsa sér til- veruna án þín er erfítt. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur systum- ar frá því við vorum litlar skottur. Fyrst sem barnelskur leigjandi for- eldra minna og síðar sem eiginmað- ur móður minnar, sem hafði orðið ekkja nokkmm ámm áður. Þótt þú værir ekki kynfaðir okkar, hefðir þú ekki getað verið okkur betri, eða elskað okkur meira, slíkt var eðli þitt. Ég man kátínu þína og létta lund, elsku fóstri minn og hjálpsemi við alla sem á þurftu að halda. í vetur þegar tengdafaðir minn lá banaleguna, þá labbaðir þú til hans á hveijum degi, hvernig sem viðr- aði. Hafðu þökk fyrir það. Nú ertu dáinn og horfinn frá okkur, elsku fóstri. Aldrei áttu eftir að koma í Grundarfjörðinn í heim- sókn. Alltaf þegar þú komst, var bletturinn sleginn, borið á girðing- una og stéttin sópuð á sumrin en mokuð út á götu að vetri, því verk- laus gastu ekki verið hvar sem þú varst staddur. Á kvöldin var síðan spilað af hjartans lyst eða farið í heimsókn- ir. Ferðirnar í Borgarfjörðinn með þér verða ekki fleiri og ekki tekpr þú oftar brosandi á móti okkur í útidyrunum er við komum á Skag- ann í heimsókn. Allt er í heiminum hverfullt og enginn fer áfallalaust í gegnum lífið. Móðir mín sér nú á bak öðrum eiginmanni sínum og er missir hennar mikill. Barnabörnin sjá á bak afa sem allt vildi fyrir þau gera væri það í hans valdi. Yngsta dóttir mín sagði er ég sagði henni lát þitt. „Það getur ekki ver- ið, hann afi var ekkert veikur." Ég kveð þig með tárum elsku fóstri minn og veit að vel hefur verið tekið á móti þér handan þessa heims. Ég elskaði þig afar, afar heitt. Þín fósturdóttir, Oddrún Sverrisdóttir. Þann fagra sumarmorgun hinn 6. júní síðastliðinn hringdi síminn og mér var tilkynnt andlát elskulegs fósturföðurs míns, Hermanns Torfasonar. Fegurð dagsins hvarf mér og nístandi sársauki fyllti huga minn. Ég vissi, fóstri minn, að þú gekkst ekki heill til skógar en grunaði ekki að kallið kæmi svo fljótt. Þú kvænt- ist móður minni, ungri ekkju með tvær litlar telpur, og gafst okkur alla þína ást. Þú varst mér svo ein- staklega góður, ávallt til staðar þegar ég þarfnaðist þín, tilbúinn að hjálpa, leiðbeina og veita hlýju. Aðalsmerki þín voru hógværð og manngæska og ekki skemmdi glað- værð þín og létt lund. Missir minn og fjölskyldu minnar er mikill en ég munn alltaf sjá þig fyrir mér brosandi í dyrunum er þú tókst á móti okkur, umvafðir okkur ást og hlýju er við komum í heimsókn á Akranes. Elsku fóstri minn, allir sem kynntust þér komust fljótt að því að þú varst maður sem áttir fáa þína líka. Máltækið segir að enginn viti hvað átt hafi fyrr en misst háfi, en mér var löngu ljóst þvílíkt gull af manni þú varst og hversu lánsöm ég og fjölskylda mín var að fá að njóta samfylgdar þinnar og tilsagn- ar. Með ást, virðingu og söknuði. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín, Guðrún og fjölskylda. Að morgni 6. júní 1995, lést á heimili sínu Hermann Torfason, einn okkar besti vinur og næsti granni. Hann var búinn að vera lasinn og dapur í nokkra daga, öll- um kom þó á óvart hans skyndilega brottför, en þannig er það þegar dauðann ber að. Hermann ræddi aldrei sinn lasleika og kvartaði ekki á torgum hins daglega lífs. Hann varð fyrir miklu vinnuslysi við ferm- ingu skips fyrir mörgum árum og leið oft í höfði eftir það, að öðru leyti virtist hann heilsugóður alla tíð. Hann var 74 ára gamall vinnu- lúinn erfiðismaður, og búinn að ljúka miklu og farsælu ævistarfi, sinum nánustu, landi og þjóð til heilla. Það var á haustdögum 1979, þegar við hjón fluttum frá Eystra- Miðfelli og keyptum okkur íbúð í rauðu blokkinni á Garðabraut 24, að okkur var fljótlega sagt frá ein- staklega ljúfum og vinsælum manni sem byggi þarna í blokkinni, hann héti Hermann Torfason. Eftir það bar fundum okkar fljótt saman, og síðan hefur þetta verið góður vinur okkar hjóna, sem svo fjölda margra sem áttu leið'með þessum mæta manni, sem alla gladdi með sínu hlýja og vingjarnlega viðmóti. Hann vildi okkur gott gera, viljugur, hjálplegur, síkvikur í spori og ák- afamaður og eftirsóttur til verka vegna dugnaðar og samviskusemi í hveiju starfi, vinsæll maður. Hann sagði mér, hress og glaður: Ég steig mitt mesta gæfuspor 1955, þegar ég flutti alkominn á Akranes. Ég var fæddur inn í stóra fjölskyldu foreldra minna á Tálknafirði, ólst upp að nokkru í Auðkúlu í Arnar- firði hjá góðum hjónum, sem eru mér mjög kær, svo ég kynntist ungur sveitastörfum og gamla vinnulaginu, eins og það hafði svo lengi í gildi verið. En ungur gerist ég togarasjómaður á Patreksfirði, er í skiprúmi hjá hinum valinkunna skipstjóra Kristjáni Kristjánssyni, svo þegar hann skiptir yfir, flyst til Akraness og tekur við skipstjórn á B/v Akurey þá er ég einn fárra sem hann hefur með sér að vestan. Eftir að hafa verið með þessum vini mínum fór ég á Akranesskipin og lenti með úrvalsmönnum, mikl- um aflamönnum, Einari frá Sóleyj- artungu, Þórði Oskars og fleirum, allt öndvegismenn. Þannig sagði Hermann frá sinni samtíð þar sem ævisporin lágu, það leyndi sér ekki að minningarnar voru honum mjög kærar. Eftir að hann hættir á sjón- um gerist hann starfsmaður hér í Sementsverksmiðjunni, vinnur þar sem verkamaður og fer marga ferð- ina á Skeiðfaxa sementsskipinu sem flytur sement til Reykjavíkur, vest- ur á firði og norður á Akureyri, Hermann var oft kallaður í þær feðrir. í Sementsverksmiðjunni vann Hermann til starfsloka. Það leyndi sér ekki að hann var vel lát- inn og vinsæll af félögum sínum, reyndar skrapp hann oft niður á sinn gamla vinnustað til að heilsa upp á góða vini. í ágúst 1984, eru okkur Hermanni afhentir lyklar að nýjum húsum á Höfðagrund, og flytjum, hann á nr. 12 og við nr. 14, sambyggð hús, og höfum búið hér síðan. Við ræddum oft saman um hve okkur liði vel í þessum húsum og hann sagði við mig: Ég vildi mega óska þess að verða hér til æviloka. Hermanni varð að þeirri ósk sinni og var það hans uppfyll- ing, eins hitt að þurfa ekki að lifa þunga kvalafulla elli, hans ósk rætt- ist, að mega fara nokkurn veginn heill, hress og glaður frá þessu lífi. Þess óskar svo margt fólk, en of margir verða að þola miklar þján- ingar. Árið 1955, þegar Hermann flytur 34 ára gamall einhleypur pilt- ur á Akranes, veit hann, að sjálf- sögðu ekki sín forlög, frekar en aðrir. Hann verður leigjandi ungra hjóna á Vesturgötu 129, í nýbyggðu stóru húsi, framtíðin blasti við aug- um unga fólksins þá sem endra- nær, flestir eiga sína björtu framtíð- ar-drauma. Ungu hjónin höfðu eignast tvær yndislegar dætur, sem voru þeirra augasteinar, eins og gengur. Hermann varð fljótt góð- vinur þessara ungu barna, oft færðL hann þeim gjafir þegar hann kom frá útlöndum en skipin sigldu í sö-. lutúra þá sem endranær. Allt hefur þetta aukið á vináttu þessa góða fólks, börnin eru næm á kærleiks- hug þeirra eldri og hina næmu nærgætni og vinarhug og blíðu. Nú hafði Hermann ákeðið að breyta til og fara á millilandaskip í sigling- ar og flytja af þessu heimili. Þá gerist það að heimilisfaðirinn veik- ist og var vanséð hver batavon væri. Vegna þess hve Hermann var vinsæll og virtur vegna sinna mann- gæða, var það von þeirra hjóna acT"* þessi góði leigjandi flytti ekki á brott, við þessar erfíðu aðstæður, það var öryggi og styrkur að góðum manni í húsinu. Hermann sagði mér frá hve sárt hann fann til með fjöl- skyldunni í þessum erfiðleikum. Hjónin voru nýlega búin að byggja sér stórt hús, sem eins og alltaf tekur mörg ár að greiða og ganga frá á ýmsan hátt, slíkt skapar áhyggjur. Þann 18. júlí 1959, deyr Sverrir Áskelsson, heimilisfaðirinn, svo konan stóð eftir með dæturnar tvær ungar að árum, ábyrgð og áhyggjur, sem von var. Én Her- mann brást aldrei, hann fór hvergi en kom til hjálpar, konu og börnum^- sú hjálp varði til hans lokadags. Hann tók þvílíku ástfóstri við þetta fólk, að honum varð til ómælds lofs hjá öllum sem til þekktu. Það getur enginn faðir borið meiri kærleiksást til ijölskyldu sinnar, en Hermann bar til þessa fólks síns. Litlu stúlk- urnar áleit hann sín börn og kallaði þær alltaf dætur sínar, þar var gagnkvæm ást. Hinn 9. júlí 1960 voru þau gefin saman Halldóra Ól- afsdóttir og Hermann. Þrátt fyrir erfiðleika, mótlæti, lasleika og „ árekstra hins daglega lífs, þá veit ég að þeim búnaðist vel Hermanni og Halldóru, þau búa við barnalán, þær dæturnar eru báðar giftar úr- vals-mannkosta-mönnum, sem sýnt hafa gömlu hjónunum einstakan drengskap, sem og þau öll börnin. Þau gömlu hjónin kunnu vel að meta það, eins og annað sem þeim var gott gjört. Þau voru ekki kvabbsamir grannar, en einstaklega þakklát fyrir hvern greiða og vildu ekki láta eiga hjá sér. Við áttum öll ljúfa minningu um góðar sam- verustundir í bílferðum okkar í fyr- rasumar það gladdi okkur hjónin hve vel þau skemmtu sér og voru ánægð og glöð. Við hjónin færum^. bestu þakkir góðum granna og ósk- um honum guðsblessunar. Guð varðveiti ástvini hans alla. Valgarður L. Jónsson. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, ÞURÍÐAR T. BJARNARSON. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrun- arheimilisins Sunnuhlíðar, Kópavogi. Rafn Bjarnarson, Benedikt Bjarnarson, Matta Friðriksdóttir, Guðfríður Hermannsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför FRÍÐU JÓHÖNNU JÓNSDÓTTUR (DídO, öldrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík, áður til heimilis í Steinholti, Vestmannaeyjum. Ebba Unnur Jakobsdóttir, Jónas Guðjónsson, Guðrún Halldóra Jóhannesdóttir, Guðmundur Einarsson, Jón Ólafur Jóhannesson, Ólöf S. Andrésdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.