Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 105 tonn á sólarhring ÆVINTÝRALEG þorskveiði hefur verið innan fiskvemdarsvæðis Norð- manna við Svalbarða nú í lok maí og byijun júni. Þýzki frystitogarinn Kiel var þar að veiðum í þrettán daga og hafði alls 1.374 tonn upp úr krafsinsu, eða 105 tonn á sólar- hring. Það er norska blaðið Fiskeriblad- et, sem greinir frá þessum ótrúlegu aflabrögðum. þar er haft eftir yfir- manni í norsku strandgæzlunni, að hann hafí aldrei vitað um annan eins afla á þessu svæði. Þýzki togar- inn Wiesbaden hefur einnig aflað mjög vel þessa dagana. Samkvæmt upplýsingum strandgæzlunnar hafa togarar frá Rússlandi og Portúgal einnig verið að veiða mjög vel á þessum slóðum, en mesti aflinn er á „Vestbanken" innan verndarsvæðisins. Hins vegar er sá hængur á í þessu þorskmoki, að fiskurinn er horaður og í slæmu ástandi. I upphafi júní voru engir norskir togarar komnir inn á svæðið, enda stunda þeir yfirleitt ekki veiðar á þessum miðum á þessum árstíma. „Þessar miklu aflafréttir munu vafalaust vekja mikla athygli á ís- landi og meðal annarra þjóða, sem stefna að veiðum í Smugunni. Æv- intýraleg veiði af þessu tagi verður ekki til að draga úr áhuganum á að veiða þorsk í Smugunni seinna í sumar,“ segir í frétt norska blaðs- ins. Coveney segir af sér HUGH Coveney, sjávarútvegsráð- herra Irlands, hefur neyðst til að segja af sér embætti aðeins hálfu ári eftir að hann tók við. Var ástæð- an frétt í dagblaði í Dyflinni um að hann hefði reynt að útvega fyrir- tæki fjölskyldu sinnar sámning við ríkisrekið gasfyrirtæki. Eftirmaður Coveneys sem sjávar- útvegsráðherra er Sean Barrett en Coveney hefur verið skipaður að- stoðarráðherra án setu í ríkisstjórn. í þann stutta tíma sem Coveney gegndi embætti sjávarútvegsráð- herra þótti hann standa sig vel og honum tókst til dæmis að tryggja írsku strandgæslunni aukið framlag frá framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins í Brussel. Varð það til að draga úr mestu gagnrýninni á þá ákvörðun stjómarinnar að leyfa Spánveijum og Portúgölum veiðar í írska hólfinu. Hann studdi hins vegar Spánveija til að byija með í grálúðustríðinu við Kanadamenn og féll það í heldur grýttan jarðveg meðal landa hans. Sneri hann þá við blaðinu og tók upp stuðning við Kanada. Smíða nýja mjöltanka SMÍÐI á fjórum mjöltönkum við verksmiðjuhús Loðnuvinnslunnar hf., sem verið er að reisa á Fáskrúðs- fírði, er nú hafin á staðnum, en hver tankur verður 32 metra hár og mun taka um 1.000 tonn af mjöli. Að sögn Gísla Jónatanssonar, framkvæmdastjóra Loðnuvinnslunn- ar hf., sér vélsmiðjan Héðinn um smíði tankanna að norskri fyrirmynd og einnig smíði daggeyma í verk- smiðjunni. Einnig sér Héðinn um smíði færslubúnaðar frá daggey- munum í mjöltankana og smíði sjálf- virks losunarbúnaður, sem verður frá tönkunum beint um borð í skip. Gísli sagðist hafa fregnir af því að mjöltankar af þessu tagi væru komn- ar í allar fiskmjölsverksmiðjur í Noregi og hér á landi væru áætlan- ir um að koma tönkum upp við verk- smiðjurnar á Eskifirði og Norðfirði. NÝ VINNSLULÍNA í SINDRA VE • NÝTT frystiskip Vinnslu- stöðvarinnar hf. í Vestmanna- eyjum, Sindri VE, er nú á Akra- nesi þar sem verið er að setja í það nýja vinnslulínu. Skipið, sem er 10 ára gamalt, var keypt frá Frakklandi og kom það til landsins fyrir hálfum mánuði. Það er 50 metra langt og 12,30 metra breitt og kemur það í stað eldra skips Vinnslustöðv- arinnar með sama nafni, en það var selt til Noregs í febrúar síðastliðnum. Að sögn Sighvats Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsaon Bjarnasonar, framkvæmda- stjóra Vinnslustöðvarinnar, er ráðgert að nýja vinnslulínan verði komin um borð í Sindra i lok júní, en þá fer skipið á úthafskarfaveiðar og að því ioknu í Smuguna. Utvegur kominn út Borgarplast hf. eykur framleiðsluna um 17% ■■■■■■■■■■■■■■■■■■ FYRSTU fjóra mánuði ársins Veltuaukningin á síðasta ári um 70% arnesi framieiðir um 17% og útflutningur jókst um 5% miðað við sama tíma í fyrra. Síðan Borgarplast hf. fékk ISO vottun árið 1993 hefur verið stöðug veltuaukning hjá fyrirtækinu og árið 1994 var aukningin 70% milli ára, að sögn Guðna Þórðarsonar framkvæmda- stjóra Borgarplasts hf. Hefur aukningin í útflutningnum aðallega verið á Bandaríkjamarkað. Fiskkör eru um 75% af fram- leiðslu Borgarplasts hf., en hjá fyr- irtækinu á Seltjarnarnesi eru að auki framleiddar rotþrær og frá- rennslisbrunnar, og í Borgarnesi eru framleiddar umbúðir úr frauð- plasti fyrir fisk sem fer með flugi á markað erlendis. Stór markaður í augsýn Að sögn Guðna varð 8% aukning í þeirri framleiðslu fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Guðni sagði að í þessum mánuði væri von á niðurstöðum frá Slagt- eriernes forskningsinstitut í Dan- mörku sem hefur verið að gera prófanir á ílátum frá Borgarplasti sem ætluð eru til flutnings á kjöt- vörum. Sagðist Guðni bjartsýnn á að niðurstöður prófananna yrðu jákvæðar, en hann sagði að ef það yrði raunin myndi mjög stór mark- aður opnast hjá kjötsölum í Evrópu fyrir framleiðslu fyrirtæksins. Starfsmenn Borgarplasts hf. á Seltjarnarnesi eru nú 25 talsins og er unnið allan sólarhringinn við framleiðsluna og verksmiðjan full- nýtt. Sagði Guðni að þegar væri farið að huga að stækkun, en Borg- arplast hf. verður 25 ára á næsta ári. Mikil þátttaka í sýningum Borgarplast hefur nýverið tekið þátt í þremur sjávarútvegssýning- um. Sú fyrsta var í Brussel í byijun máli og tókust þar samningar um sölu á töluverðu af kerum. Næsta sýning var í Eistalandi, en þar var Borgarplast eitt íslenzkra fyrir- tækja, og náði þar einnig samning- um um sölu á kerum inn á eist- neska markaðinn. Loks var Borgar- plast á alþjóðlegu sjávarútvegssýn- ingunni í Bella Center í Kaup- mannahöfn og þar náðist einnig ágætur árangur. ÚTVEGUR 1994 er kominn út. Útvegur hefur komið út árlega á vegum Fiskifélags íslands frá árinu 1977, en er fyrr á ferðinni en undan- farin ár. Ritið er byggt á gögnum sem Fiskifélagið safnar og varðveitir og hefur það að geyma allar helstu upplýsingar um veiðar og vinnslu landsmanna. Má því líta á það sem nokkurs konar tölfræðihandbók sjáv- arútvegsins. í Útvegi 1994 kemur meðal ann- ars fram að heildarafli landsmanna á síðasta ári, að undanskildum veið- um á fjarlægum miðum, var 1.510 þúsund tonn og hefur heildarafli þannig dregist nokkuð saman á milli ára. Verðmæti heildaraflans var 49,1 milljarður króna en það er lítil breyt- ing frá fyrra ári. Verðmæti karfa jókst Þorskafli er enn minnkandi milli ára en verð hefur hækkað. Ýsuafli hefur aukist umtalsvert og verð hef- ur hækkað lítillega milli ára. Ufsa- afli dregst enn saman árið 1994 og hefur gert það á hveiju ári síðan 1991 sem var metaflaár. Verð á ufsa var hins vegar lægra en verið hefur. Karfi jókst að verðmæti mil|i ára vegna hærra verðs sem gerði gott betur en vega upp á móti lítilsháttar aflasamdrætti. Afli úthafskarfa meira en tvöfaldaðist hins vegar milli ára og var verðmætaaukningin í samræmi við það. Meðalaldur fiskiskipaflotans er 17,2 ár og hefur hækkað um hálft ár. Skráð vélarafl hækkaði örlítið milli ára. Starfandi sjómönnum hefur fjölgað lítillega en fækkaði. áður nokkur ár í röð. Meira sótt á fjarlæg mið Veiðar á Ijarlægum miðum hafa aukist milli ára. Mest var veitt á Barentshafi en heildarafiamagn varð þar tæp 37 þúsund tonn að verð- mæti 2,7 milljarðar. Á Flæmingja- grunni veiddust 2.400 tonn að verð- mæti 420 milljónir króna og 330 tonn veiddust á Austur-Grænland- smiðum. Verðmæti þess afla var 57 milljónir. Gífurleg aukning varð á vinnslu á físki frá erlendum skipum á árinu 1994. Þannig var heildarafli erlendra skipa lagður hér á land til vinnslu 65 þúsund tonn að verðmæti 1.704 milljónir króna. Aflinn hefur tvöfald- ast milli ára en verðmætaaukningin er heldur minni. Afli erlendra skipa sem lagður var á iand árið 1994 til áframhaldandi útflutnings (transit) var 39 þúsund tonn, aðallega þorskur, karfi og rækja. Fiskifélagið áætlar að við- komandi skip hafi keypt þjónustu fyrir a.m.k. 2 milijarða króna. Útvegur er einungis seldur á skrif- stofu Fiskifélags íslands og kostar 3.000 kr. í lausasölu. Þol sjómanna undir meðallagi ÞOL togarasjómanna virðist í lakara lagi sam- kvæmt könnum, sem Magnús Ólafsson, sjúkraþjálfari í Mætti, gerði á þoli þeirra. Tog- arasjómenn koma þar mun verr út en slökkviliðsmenn, en þessir tveir hópar voru bornir saman. Könnunin sýnir að þol þeirra togarasjómanna, sem í þrekprófið fóru, er í 85% tilfella undir meðallagi og var enginn þeirra yfir meðallaginu. Af slökkviliðsmönnum voru aðeins 35% undir meðallagi, en til meðallagsins töldust hins vegar 64% þeirra. Þrektæki sett um borð í mörg skipanna og heilsufæði á boðstólum Það er Sjómannablaðið Víkingur, sem skýrir frá þessu. Magnús Ólafs- son sjúkraþjálfari segir í samtali við Víkinginn að niðurstaðan sýni að nauðsynlegt sé að koma æfínga- tækjum fyrir um borð í togurunum. Töluvert hafi reyndar verið gert af því, en það sé ekki síður nauðsyn- legt að kenna sjómönnum að nota þessi tæki. Hann segir að einstaka útgerðir hafi haft samband við Mátt til að fá tæki til þjálfunar. Þurfa ekki í einhverja kraftakeppni „Helzta markmiðið með líkams- þjálfun sjómanna er að koma þolinu í gott horf, það er hjartanu og æðakerfmu. Þoltækin eru bezt til að koma þessu í lag og í þeim flokki er um margs konar tæki að ræða. Einnig eru til tæki sem styrkja bol, herðar og axlir. Sjómenn þurfa ekki að hrúga upp lóðum og fara Þol íslenskra togarasjómanna Meðalþol Sæmilegtþol Lítið þol Engir sjómannanna mældust verameó gott eóa mjög gott þol í einhveija kraftakeppni. Það er tómt rugl,“ segir Magnús. Sigurbjörn Svavarsson, útgerð- arstjóri Granda hf., segir hreyfing- arleysi fyrst og fremst ástæðuna fyrir litlu þoli sjómanna. Grandi hf. fékk Mátt til að kanna þol sjó- manna sinna, meðal annars til þess að finna út hvaða tæki væri bezt að hafa um borð í togurunum og til að hjálpa mönnum til að sjá hvert líkamlegt ástand þeirra væri. Bara hrein heilsugæzla „Sumir ætla í framhaldi af þessu að stunda líkamsrækt í fríum. Ein- hveijir fóru til dæmis beint til lækn- is eftir að niðurstöður lágu fyrir úr þolprófinu vegna hás blóðþrýst- ings og fleira. Það má segja að þetta sé bara hrein heilsugæzla, sem er nauðsynleg í öllum starfs- stéttum. Eftir að í ljós kom hversu slæmt líkamsform sjómanna er ákváðu kokkar á nokkrum skipa okkar að breyta matseðlinum. Nú bera þeir fram heilsufæði," segir Sigurbjörn í samtali við Víkinginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.