Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. J ÚNÍ 1995 B 3 VIÐTAL Betri fiskur er hvergi fáanlegur mmmsmsi ' - *Jt J 'XiK'-'xr i ■ Wk Morgunblaðið/Páll Stefánsson MARGRÉT tekur á móti fiskinum að heiman á flugvellinum í Ostende. * Islendingar eru að hasla sér völl í síauknum mæli í sölu sjávaraf- urða á erlendri grundu. Margrét A. Jónsdóttir stofnaði fyrirtækið Superior Salmon Express í Ostende í Belgíu fyrir 6 árum. Margrét segir í viðtali við Hjört Gíslason, að reksturinn gangi vel. Islenzki fiskurinn sé eftirsóttur enda fáist hvergi betri fiskur. SUPERIOR Salmon Express er eitt þeirra fyrirtækja í eigu íslend- inga, sem náð hafa góðum árangri í innflutningi á ferskum og unnum fiski þangað. Fiskurinn er keypur á íslenzkum fiskmörkuðum og flogið með hann út til Ostende, þar sem Margrét A. Jónsdóttir ræður ríkjum í 6 ára gömlu fyrirtæki sínu. Salan hefur stöðugt verið að auk- ast svo og verðmætin, en fersk flök eru vaxandi þáttur í þessum umsvifum. Áætlað er að á þessu ári nemi sala fyrirtækisins um 240 milljónum króna, sem er tvöfalt meira en árið áður. Verið heim- sótti Margréti á dögunum til að forvitnast um þetta framsækna fyrirtæki: „Superior Salmon Express er fyrirtæki sem ég stofnaði 1989 hér í Ostende," segir Margrét. „Ætlun- in var fyrst að vera aðeins með ferskan lax frá íslandi. Ég hef allt- af verið mjög hrifin af íslenzka laxinum og taldi að góðir mögu- leikar væru á sölu hans hér í Belg- íu. Ég vissi einnig að hann var í hærri verðflokki en sá norski og skozki. Það hlyti að vera þó nokk- ur hópur fólks, sem væri tilbúinn til að borga heldur meira fyrir betri vöru. Það tókst. Laxinn seld- ist mjög vel í byrjun, en erfitt er að keppa við Norðmennina auk þess sem nokkur vandkvæði voru á því að fá réttar stærðir að heim- an. Því færði ég mig smám saman út í ferskan fisk annan en lax og í dag er ferskur fiskur uppistaðan í dreifingu og sölu. Allur fiskur með flugi Allur okkar fiskur kemur með flugi, mest beint inn á Ostende. Við höfum það að markmiði að ekki séu meira en 48 til 72 tímar frá því fiskurinn veiðist og þar til hann er kominn hingað út. Um leið og fiskurinn kemur með flug- vélunum, tökum við hann inn í kælibíla og dreifum. Komi vélin til dæmis á sunnudagskvöldi með 10 eða 20 tonn, er kaupandinn búinn að fá fiskinn fyrir hádegi á mánu- degi. Þá strax byrjum við svo að selja fisk fyrir flugið á miðviku- dagsmorgni. Við seljum allt fyrirfram, liggj- um ekki með birgðir, þannig að áhættan er í lágmarki. Þetta er bæði heiil fiskur, hausaður og slægður og flök, en flökin eru að vinna mikið á. Mest er um þorsk, en einnig steinbít og karfa, lúðu, skötusel og sólkola, en flest allar tegundir virðast mjög vel seljanleg- ar hér. Eftirspurn eftir fiski er mikil og víða erfitt að fá nægilega góðan fisk. Keypt á íslenzkum fiskmörkuðum Nánast allur fiskurinn okkar er keyptur á fiskmörkuðunum heima, mest á Fiskmarkaði Suðurnesja og Fiskmarkaðnum í Hafnarfirði. Hráefni er oft af skornum skammti og því leitum við fanga sem víð- ast. Nálægðin við Keflavíkurflug- völl skiptir okkur mjög miklu máli, einkum á veturna. Flugfiskur, sem er okkar helzti samstarfsaðili á íslandi, er í Sandgerði, aðeins 7 kílómetra frá flugvellinum og auk þess er fiskur af Suðurnesjabátum sérlega góður, þannig að staðsetn- ingin er afar mikilvæg. Samstarfið við Flugfisk hefur staðið í eitt ár, en áður vorum við í samstarfi við flögur til fimm fyrirtæki, meðal annars Fisk í Sandgerði, við Danica, Islenzkan fiskútflutning, Sjófang og fleiri. Við keyptum hér og þar, þar sem við vissum að góðan fisk var að fá. Við verzlum einnig við Silfurstjörnuna, við ís- lenzkan lax og fleiri,“ segir Mar- grét. Velgengni á sjávarafurðasýningu Superior Salmon Express var með myndarlegan bás á Evrópsku sjávarafurðasýningunni í Brussel í maí. Hvernig gekk það? „Þetta var í fyrsta sinn sem við tökum þátt í Evrópsku sjávaraf- urðasýningunni. Þar kynntum við aðallega ferskan fisk að heiman, reyktan lax frá Borgarlaxi og grá- sleppuhrogn frá Bakkavör. Við vorum með bás í samvinnu við Borgarlax og Flugfisk á íslandi, en Superior Salmon Express dreif- ir og selur afurðir þessara fyrir- tækja. Bakkavör bættist svo við á síðustu stundu. Undirtektir voru gifurlega góðar. Laxinn frá Borg- arlaxi vekur stöðugt meiri athygli, grásleppukavíarinn frá Bakkavör þótti afar góður og ferski fiskurinn stendur alltaf fyrir sínu. Mér fannst hins vegar að fólk kvartaði svolítið yfir því að lítið væri kynnt af ferskum fiski almennt á sýning- unni. Það væri nóg af frystum fiski og niðursoðnum, þannig að mikið var leitað til okkar. Fast verð að heiman Við vinnum þetta þannig að við höfum beðið fyrirtækin heima að senda okkur fast verð á miðviku- dögum fyrir sunnudagsflugið. Við sendum það verð síðan út hér ytra á miðvikudagskvöldi og seljum fiskinn á fimmtudagsmorgni. Síð- an sendum við pantanir heim um hádegi á fimmtudegi og á sunnu- degi kemur fiskurinn. Verðið hér ytra ræðst af markaðsverðinu heima, en framboð frá öðrum lönd- um hefur líka áhrif á það, hve hátt eða lágt verðið verður hér ytra. Við höfum svo enn skemmri tíma til að samhæfa þetta allt sam- an fyrir flugið, sem kemur á mið- vikudögum. Vel meö fiskinn farlð Islenzki fiskurinn nýtur vin- sælda hér í Belgíu og er alltaf að vinna á. Þegar ég bytjaði fyrir 6 árum var erfítt að koma þorskinum í verð. Hann var ekki talinn nægi- lega góður. Það voru gerðar at- hugasemdir vegna hringorms og að hann væri ekki nógu vel með farinn. Það hefur nánast orðið bylting á þessu nú. Bátarnir fara mjög vel með fiskinn og verðið fer hækkandi. Þegar ég byijaði í þessu héldu menn því fram að danski þorskurinn væri alltaf beztur, en við erum nú komin í þá aðstöðu í dag, að við getum verðlagt okkar þorsk jafnhátt eða hærra. Það er þróunin heima, sem byijaði um borð í bátunum, sem hefur ráðið úrslitum. Eftlrspurn mlkil Auðvitað er alltaf samkeppni, sem er að mínu mati af hinu góða. Hún eykur kröfurnar um gæði og stöðugleika. Við erum að selja vöru frá landi, sem er land hreinleika í hugum fólks. Fólki er ekki sama hvað það borðar og þá nýtur fiskur frá landi sem ér ómengað nokkurs forskots. Það er mikið talað um hormóna í kjöti og fólk veltir því fyrir sér í vaxandi mæli, hvað það sé að borða og hvaðan matvælin koma. Samkeppnin hefur ekki komið út á þann veg að menn séu að bjóða verðið niður hver fyrir öðrum. Við höldum verðinu uppi eftir föngum, enda engin ástæða til að missa það niður í einhverri misskildri samkeppni. Eftirspurn eftir fiski er mikil og séu gæðin í lagi fæst gott verð fyrir það magn, sem er hæfilegt hveiju sinni. í byijun gekk erfíðlega að halda stöðugleika í útflutningum, sem er ein forsenda þess að hægt sé að byggja upp áreiðanleg við- skiptasamnbönd. í dag er staðan önnur og við stöndum við það sem við segjum. Evrópubúar eru ákveðnir og góðir í viðskiptum og krefjast stöðugleika í gæðum og magni. Það þýðir ekkert að segja eina vikuna að því miður eigi ég engan fisk. Þá hætta þeir að verzla við mann og fara eitthvert annað. Mér sýnist að áherzlurnar séu að breytast eftir að tollarnir á ferskum flökum lækkuðu. Vinnsl- an færist þá meira heim, sem er mjög gott mál, og ennfremur sýn- ist mér að meira verði farið út í tilbúna vöru heima til útflutnings og sölu á markaðssvæðum eins og hér. Stefnt aö tvöföldun sölunnar Sala okkar 1994 var rúm 509 tonn auk íjögurra tonna af reykt- um laxi. Salan 1995 hefur aukizt. Við höfum nú frá fyrsta janúar selt á þriðja hundrað tonn og sala á reyktum laxi hefur aukizt og er komin upp í tvö tonn. Fyrstu þijá mánuðina 1994 vorum við með 93 tonn, en 140 tonn nú. Verðmæta- aukningin er enn meiri. Salan í fýrra var um 60 milljónir franka (120 milljónir króna) en áætluð sala á þessu ári er um 120 milljón- ir (240 milljónir króna). Verðmæt- ið hefur því aukizt meira en magn- ið, sem sýnir að við erum að fá mjög gott verð fyrir fiskinn. Vllja aöeins íslenzkan fisk Mörg fyrirtæki hér í Belgíu leggja mikið upp úr því að fá ís- lenzkan físk til sölu. Þar á meðal er frystivörukeðjan Covee. Þá má benda á að hér er lítið fyrirtæki sem selur físk til veitingahúsa og flugfélaga. Það heitir Ikarus og vill helzt ekkert annað en íslenzkan fisk. Við seljum líka fleiri stærri fyrirtækjum, sem eru sama sinnis. Mörg fyrirtæki, sem ég er með í dag, keyptu eingöngu danskan þorsk áður en kauga nú eingöngu þorsk frá íslandi. Ég tel að þetta sé vegna gæðanna heima, hve vel er farið með fiskinn úti á sjó og í vinnslunni í landi, það er ekki hægt að fá betri vöru. Þegar ég byijaði fyrir 6 árim hélt ég að það væri bara lítill hópur fólks, sem væri tilbúinn til að borga hærra verð fyrir betri fisk, en þessi hópur vex ár frá ári. Gott starfsfólk Við erum sjö sem vinnum við fyrirtækið hér í Belgíu. Það eru aðallega heimamenn, en ég svo heppin að einn þeirra, Pétur Ed- varðsson, talar reiprennandi ís- lenzku, auk nokkurra annarra tungumála, enda bjó hann heima í 10 ár. Við erum mjög heppin með starfsfólk, sem talar mörg tungumál og við erum því vel sett. Velgengni fyrirtækisins byggist á þessu mjög svo hæfa starfsfólki. Upphafiö eiginlega tilviljun Það var eiginlega tilviljun að ég stofnaði fyrirtækið. Maðurinn minn, Brynjólfur Jónsson, var með fragtflugfélag hér fyrir Nígeríu- mann. Upp úr því slitnaði svo, en við sáum að hér var mikið um fisk, svo ætlunin var að fara út í inn- flutning á físki. Brynjólfur hafði unnið í mörg ár hjá Flugleiðum, sem fengu hann til að koma hér á stofn fragtflutningaskrifstofu fyrir Flugleiðir. Ég hef alltaf unnið alla mína ævi og leiddist aðgerðar- leysi, þannig að ég fór í fisksöluna og hann í fragtina. Þetta átti fyrst að verða hluta- starf, en þáð óx strax, mun hrað- ar en ætlunin var, og er orðið að fullri vinnu fyrir 7 starfsmenn. Þetta er afar skemmtilegt starf og myndazt hefur náið samstarf við helztu viðskiptavini mína. Belgar vilja hafa hlutina í föstum skorðum og gæðin í lagi. Fyrir það eru þeir tilbúnir og borga bæði fljótt og vel. Því er óhætt að segja að góð framtíð sé i því að selja ferskan fisk hér. Ég tel að einu vandkvæðin kunni að verða þau að eftirspurn verði meiri en við getum annað. Því verðum við að velja úr þá við- skiptavini hér ytra sem eru traust- astir og borga bezta verðið. Við eigum stöðugt að reyna að halda verðinu uppi, innan skynsamlegra marka þó, það er engin ástæða til annars,“ segir Margrét Á. Jóns- dóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.