Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Aflabrögö Verkfall SJÓMENN hafa nú fellt miðlunar- tillögu sáttasemjara í kjaradeilu þeirra og sjómanna. Verkfall stend- ur því enn eða frá því í lok maí. Verkfallið setur strik í aflayfirlit Versins, sem fyrir vikið er ekkert í dag. Smábátar eru þó á sjó og skip frá Vestfjörðum, en auk þess hafa erlend skip landað hér tölu- verðu af fiski til vinnslu á undan- förnum dögum. Færeyingar hafa til dæmis veruið að mokfiska úr norsk-íslenzka síldarstofninum inn- an lögsögu okkar og hafa landað nokkrum sinnum í íslenzkum höfn- um. Reiknað er með að strax að loknu sjómannaverkfalli fari einhver ís- lensk skip til veiða í Smugunni, að sögn Jóhanns A. Jónssonar hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar. Hann sagðist reikna með að fá skip færu í byijun, en síðan myndu önnur fylgja í kjölfarið þegar fréttir hefðu borist af gangi veiðanna. Stakfellið líklega fyrst af stað „Ef þjóðfélagið þarf á annað borð að halda tekjum á auðvitað að sækja þær í Smuguna. Það er reyndar orðið mikið af verkefnum utan landhelgi, þannig að skipin sem eru í úthafskarfanum vilja vera þar eitthvað á meðan veiðin er þetta góð, en þau fara svo uppeftir á síð- ari stigum,“ sagði Jóhann. Skip Samheija hf. á Akureyri fara væntanlega í Smuguna í lok júlí, og að sögn Þorsteins Vilhelms- sonar, eins eigenda Samherja, fara væntanlega 4-5 skip fyrirtækisins til veiða þar. Næg vinna víð úthafskarfa Unnið héfur verið á vöktum hjá Krossvík hf. á Akranesi allan tím- ann sem verkfall sjómanna hefur staðið, en þar er unnin ferskur út- hafskarfi sem fyrirtækið kaupir af færeyskum skipum. Að sögn Svans Guðmundssonar, framkvæmda- stjóra Krossvíkur hefur vinnsla karfans gengið mjög vel, en tekið hefur verið á móti á annað þúsund tonnum frá því vinnslan hófst síð- ustu vikuna í apríl. Svanur sagði í samtali við Morg- unblaðið að bitar og karfaflök sem unnin væru í Krossvík færu aðal- lega á markað í Ameríku og Evr- ópu, og sagði hann verðið vera al- veg þokkalegt. „Þetta eru sömu verðin og við fáum fyrir hefðbundin karfa, þegar búið er að flokka þetta frá og laga þetta til,“ sagði hann. Samningurinn við Færeyinga er miðaður við allan úthafskarfatím- ann eða að líkindum fram í septem- ber að sögn Svans, og því fyrirsjá- anleg næg verkefni hjá fyrirtækinu í allt sumar. Það eru því smábátar, vestfirzk skip og útlendingar, sem halda uppi annars takmarkaðri vinnslu í fisk- verkuninni víða um land. Einnig hafa einstaka verkanir keypt heil- frystan fisk til uppþýðingar og vinnslu. Yeljum íslenskt Slippfélagið Málningarverksmiðja VIKAN 3.6.-10.6. Aldrei hafa fleiri átt beinan þátt í afrakstri fískistofnanna Vísbending fjallar um eignarhald aflakvótans MIKIL umræða hefur farið fram undanfarið um eignarhald fiski- kvótans; um svokall- aða sægreifa og kvótakónga. Vísbending, vikurit um viðskipti og efnahagsmál, flallaði nýlega um þessi mál. Tryggvi Þór Herbertsson skrifar þar um eignarhald kvótans og birtir yfirlit yfir Ijölda þeirra, sem að baki stærstu fyrirtækjun- um standa. „Sagan segir að nú sé svo komið að ungir menn í Eyjum skoði reglugerð sjávarútvegsráðuneytis um veiðar í atvinnuskyni áður en þeir leita sér kvonfangs. Það virðist vera orðin almenn trú manna að kvótinn safnist stöðugt á færri hendur og að flest séum við að verða Ieig- uliðar nokkurra einstaklinga sem ráðskast með Ijöregg þjóðarinnar — fiskistofnana,“ segir hann í Vísbendingu. Fyrirtæki með yfir 1% af aflamarkinu Tryggvi kannar síðan hvernig eignaraðild að sjærstu fyrirtækjun- um er háttað: „í meðfylgjandi töflu er að finna lista yfir þau fyrirtæki sem áttu yfir 1% af úthlutuðu afla- marki botnfisks fiskveiðiárið 1993/1994. Samtals fengu þessi 28 fyrirtæki tæp 50% hlutafjár í hveiju fyrirtæki 31. desember sl., þ.e. helming hlutafjár sem stærstu hluthafarnir áttu. Ástæðan fyrir því að efri 50% hlutafjársins eru ein- ungis skoðuð er sú að það má færa rök fyrir því að í þeim hópi sé meirihluti stærstu hluthafa í hveiju fyrirtæki, þ.e. þeir sem ráða mestu atkvæðamagni og þar með því hvernig kvótinn er nýttur. Eins og sést í töflunni er eignar- aðildinni skipt eftir því hvort það eru einkaaðilar, önnur hluta- eða sameignarfélög eða stofnanir sem ráða hlutafénu. Stofnanir eru skil- greindar sem bæjarfélög, lífeyris- sjóðir, hlutaijársjóðir, Byggðastofn- un, kaupfélög og almenningshluta- félög. Ef t.d. stærstu hiuthafarnir í tilteknu félagi eru einstaklingar og eiga samtals 50% heildarhluta- flár sýnir taflan 100% eignaraðild einkaaðila á efri helmingi hlutafjár- ins sem til skoðunar er o.s.frv. Áhugavert væri að flokka hlutaíjár- eignina í heild nánar, en ekki voru tök á því að sinni. Stofnanir og félög Flestir geta verið sammála um að sá hópur hluthafa sem hér er flokkaður sem stofnanir sé tæpast hægt að kalla sægreifa. Stór hluti íslendinga eru hinir raunverulegu eigendur þess hlutar sem lendir í þessum flokki. Eignarhald í þeim hópi hluthafa sem hér er nefndur hluta- og sameignafélög er óljóst. Nokkur þessara félaga eru eign fárra einstaklinga sem þá mætti segja með sanni að ráði miklu. Önnur eru að stórum hluta eign annarra félaga og jafnvel stofnana. Til að skera úr um þetta þyrfti mun viðameiri athugun en hér er kynnt og þyrfti hún að taka til eigna- tengsla í stórum hluta íslenskra fyrirtækja. í síðasta dálki töflunnar má finna hina eiginlegu sægreifa. Þeir 10 stærstu auka hlutdeild sína stöðugt Til að sjá hvernig kvótinn hefur verið að færast á stöðugt færri hendur þyrfti að gera sambærilega töflu yfir eignaraðild í sömu fyrir- tækjum árið 1984 þegar kvótakerf- inu var fyrst komið á í botnfiskveið- um. Þetta reyndist ekki unnt en í Kvctabókinni ’94-’95, bls. 88-89, má sjá að þróunin sl, ár hefur ver- ið sú að 10 stærstu fyrirtækin í töflunni hér að ofan hafa stöðugt verið að auka hlutdeild sína í heild- araflamarkinu. Þetta þarf hins veg- ar ekki að þýða það að kvótinn hafi safnast á færri hendur því að eigendur stærstu fyrirtækjanna eru fjölmargir og gætu verið fleiri en hinna minni. Þróunin undanfarin ár hefur ver- ið sú að stöðugt fleiri einkafyrir- tæki kjósa að skipta yfir í form almenningshlutafélaga. Ef menn vilja dreifa eignaraðildinni sem mest er framangreind þróun jákvæð og ekki í samræmi við þá skoðun að hinum raunverulegu eigendum kvótanna sé að fækka. Óhætt er að fullyrða að aldrei hafa fleiri ís- lendingar átt beina hlutdeild í af- rakstri fiskistofnanna og er það spá mín að innan ekki alltof margra ára verði öll stærstu félögin almanna- eign. Þá fyrst verða fiskistofnarnir sameign íslensku þjóðarinnar." Fyrirtæki Aflamark Hlutdcild Fjöldi Stofnanir Hluta- og Einka- 1993-94 i hcildar- hluthafa sameignar- adilar (tonn) aflamarki % % fídög % % 1 13.004 4.94 700 9 91 0 2 12.345 4.69 1.804 100 0 0 3 8.984 3.41 7 0 0 100 4 7.854 2.98 183 72 28 0 5 6.082 2.31 507 66 24 10 6 6.041 2.29 634 41 0 59 7 * 4.684 1.78 7 0 0 100 10 4.425 1.68 124 31 69 0 11 4.385 1.66 4 0 0 100 12 4.355 1.65 8 0 50 50 13 4.169 1.58 15 0 100 0 14 3.956 1.50 311 100 0 0 15 3.711 1.41 69 100 0 0 16 3.454 1.31 144 100 0 0 17 3.371 1.28 41 40 60 0 18 3.345 1.27 11 0 0 100 19 3.337 1.27 6 0 0 100 20 3.259 1.24 1 100 0 0 21 3.197 1.21 7 0 0 100 22 3.135 1.19 9 0 0 100 23 2.937 1.12 6 0 0 100 24 2.921 1.11 190 100 0 0 25 2.921 1.11 1 100 0 0 26 2.900 1.10 79 0 100 0 27 2.802 1.06 19 85 15 0 28 2.781 1.06 35 100 0 0 Samtals 124.355 47,48 4.922 *Samkvæmt hlutafélagaskrá Heimild: Tryggvi Þór Herbertsson og Hermann Bárðarson, (1995). íslenska kvótakerfið: þróun þess og framtíð. Óútgefið handrit. Dreifing efri 50% hlutafjár í fyrirtækjum sem ráða meira en 1% af úthlutuðu aflamarki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.