Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 8
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG MIDVIKUDAGUR 14. JÚNÍ1995 TUTTUGU ÁR AFTUR í TÍMANN • Grundarfirði. í þýska tog- aranum Bremen, sem landar úthafskarfa í Grundarfirði eru aðstæður þannig, að landa þarf fiskinum i körfum. Þetta er vinnuaðferð sem var lögð af hér á landi fyrir tuttugu árum. Lestarlúgurnar eru nýög þröngar svo að erfitt er að koma fiskkössum af venjulegri stærð í gegnum þær án sérs- taks útbúnaðar. Lestin sjálf er stíuð í sundur með álþiljum og fiskinum stafl- að í stíurnar. Þess vegna þarf að byrja á því að ryðja fiskinum niður úr stíunum og er það gert með kvíslum. Síðan er hann settur f körfur og hífður upp. Venjulega tekur tæpan sólarhring að landa úr togar- anum. Mikið hefur verið um landanir erlendra togara hér- lendis undanfarnar vikur. Þar ber mest á færeyskum togur- um, eða togurum undir hentif- ána, sem stunda veiðar á út- hafskarfa á Reykjaneshrygg. Þessi búbót hefur verið fisk- vinnslunni kærkomin í sjó- mannaverkfaliinu, en fyrir vik- ið hefur víða tekizt að halda uppi fullri eða þokkalegri vinnu í fiskinum. Flestir þess- ara togara eru gamjir og eru því margir þeirr enn með afl- ann í stíum eins og þýzki togar- inn Bremen. Kvótakerfið bjargaði miklu við Nýja Sjáland Jafnt og stöðugt framboð komið í stað óvissunnar áður A ARUNUM fyrir 1986 voru fiskveið- amar við Nýja-Sjá- land stundaðar með sama hætti og al- mennt gerðist og gerist víða enn. Sjómenn komu með aflann að landi og létu sig síðan litlu skipta hvað um hann yrði. Þeim fannst nóg að fá greitt fyrir hann, vinnsla og sala var ekki þeirra mál. Veiðar og markaðssetning voru sitt hvað. Brezka sjávarútvegsblaðið Fishing News birti nýlega úttekt sína á fisk- veiðistjórnunni við Nýja Sjáland og er eftirfarandi frásögn byggð á henni. Afleiðingin af þessu var sú, að veið- arnar minnkuðu vegna ofveiði og út- gerðir komust í þrot vegna offjárfest- ingar og þar með var allur markaður- inn í uppnámi. Allir töpuðu og neyt- andi mestu vegna þess, að gæðamálin höfðu alltaf verið dálítið útundan. Á árinu 1986 varð á sú breyting, að tekið var upp kvótakerfi, fiskveiði- leyfum var úthlutað í samræmi við veiðireynslu og í raun má segja, að þessi auðlind, fiskurinn í sjónum, hafi verið einkavædd. Eru kvótarnir fram- seljanlegir og þá má leigja að öllu leyti eða að hluta. Sjálfbær þróun Megintilgangurinn með þessu kerfi og raunar sá eini var að bjarga fisk- stofnunum og það hefur tekist vel. Tekist hefur að byggja suma upp og forða öðrum frá hruni og nú er verið að ræða um kvóta, sem verði ávallt í jafnvægi miðað við stofnstærð, það er að aldrei verði gengið of nærri neinni tegund. Önnur afleiðing þessa nýja kerfis er sú, að allir, sem að því koma, sjó- menn, vinnslan, verslanir og markaðs- ráðgjafar, hafa nú með sér náið sam- ráð og í stuttu máli má segja, að vissa og stöðugleiki hafi tekið við af óviss- unni og ringulreiðinni áður. Áherslan á gæðin hefur nú allan forgang eins og sést til dæmis á bún- aði nýrra skipa í nýsjálenska flotanum og í vinnslunni hefur átt sér stað mik- il endurnýjun. Er fjármögnunin miklu auðveldari og ódýrari en áður var enda er nú hægt að treysta því, að framboð- ið verði stöðugt. Það er hins vegar takmarkað að sjálfsögðu og það hefur svo aftur ýtt undir miklu meiri full- vinnslu og betri nýtingu. Sameiginlegir hagsmunir Kerfið hefur valdið því, að veiðiréttar- hafar hafa meiri samvinnu og meiri skilning á sameiginlegum hagsmunum en áður. Um það má nefna ýmis dæmi: ■ Á þessu ári ákváðu þeir, sem eru á smokkfisknum, að hefja ekki veiðar fyrr en 1. febrúar til að tryggja betra verð og fyrir nokkrum árum ákváðu þeir frammi fyrir lækkandi verði og minni afla að nýta ekki kvótann nema að hluta. Árangurinn var sá, að nú hefur veiðin aukist og markaðsverð hækkað. ■ Kvótahafar í búrfiskinum stofnuðu og fjármögnuðu sitt eigið fyrirtæki til að annast rannsóknir á stofninum auk þeirra rannsókna, sem nýsjálenska hafrannsóknastofnunin sér um. ■ Ástandið í hörpudisksveiðunum var afar slæmt þegar kvótakerfið var tekið upp en þá tóku leyfishafar sig saman um að stýra veiðunum þannig, að til fyrirmyndar þykir enda hefUr veiðin aukist og þá ekki síður framleiðnin í vinnslunni. Dæmi svipuð þessum má finna í öll- um greinum nýsjálenska sjávarútvegs- ins og um það eru allir sammála, að án núverandi kerfis heyrðu fiskveiðar við Nýja Sjáland sögunni til að mestu leyti. John Caddy, yfirmaður fisk- og sjáv- ardýrarannsókna hjá FAO, Landbún- aðar- og matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna, segir, að Nýsjálendingar séu nú'í fyrsta sæti í heiminum í fiskveiði- stjórn. Þangað streyma líka hópar manna úr öllum heimshornum til að kynna sér málin og Nýsjálendingar sjálfir eru farnir að flytja út þekkingu sína og reynslu. FÓLK Maður mánaðarins • TÍMARITIÐ Ægir, rit Fiskifélags íslands, velur í nýjasta tölublaði sínu Ármann Ármannsson, mann mánaðar- ins. Ármann er er fram- kvæmdastjóri Ingimundar hf. en nýlega hefur hann gengið frá samningi við Slippen Mek, Verksted í Sandnessjöen í Noregi um smíði á nýju sér- hæfðu rækjuveiðiskipi. Ingi- mundur hf. gerir nú út tvö skip, Helgu RE og Helgu II RE og verða þær báðar úreltar á móti nýja skipinu. Þá seldi fyrirtækið rækjuverksmiðju sína í Siglufirði fyrir skömmu og nokkru áður var bát- ur í eigu fyrir- tækisins, Og- mundur RE seldur. Allt er þetta gert til að búa í hag- inn vegna smíði nýja skipsins, sem verður með okk- ar stærstu fiskiskipum. Ár- mann er fæddur í Reykjavík ímarz 1949, sonur hjónanna Ármanns Friðrikssonar, skipstjóra og útgerðarmanns og Ragnhildar Eyjólfsdótt- ur, sem bæði voru frá Vest- mannaeyjum. Ármann fór 13 ára til sjós með föður sínum á Helgu RE. Hann aflaði sér síðar skipstjómarréttinda og var skipstjóri á Helgu II í 12 ár, en kom í land fyrir 14 árum. Ármann er kvæntur Sjöfn Haraldsdóttur, mynd- listarkonu. i Ármann Ármannsson „Steinn undir framtíðarhöll“ • SAGA Útgerðarfélags Akureyringa er nú komin út á hálfrar aldar afmæli félags- ins. Sagan heitir „Steinn und- ir framtíðar höll“ og er skráð af Jóni Hjaltasyni, sagnfræð- ingi. Saga ÚA er kynnt með eftirfarandi hætti á baksíðu bókarinnar: „Útgerðarfélag Akureyringa hf. var reist á hugsjón; stofnun þess var ekk- ert annað en stríðsáskorun á hendur atvinnuleysinu er heij- aði á íbúa Akureyrar. Þannig varð félagið strax í upphafi annað og meira en venjulegt fyrirtæki í augum bæjarbúa. Verkamenn jafnt og atvinnu- rekendur lögðu fram peninga svo að takast mætti að koma því á legg. í þeirra augum var hið nýja félag ekki aðeins ávís- un á betri tíð fyrir þá sjálfa heldur einnig börn þeirra og barnabörn. Þannig varð Út- gerðarfélag Akureyringa strax í upphafi óskabarn bæj- arbúa. Sagnfræðingurinn Jón Hjaltason segir hér frá þessari hugsjón er varð kveikjan að stofnun Útgerðarfélags Akur- eyringa og hvernig hún varði félagið falli þegar allt var kom- ið í óefni hjá því á seinni hluta Jón Hjaltason 6. áratugar- ins. Jón kem- ur víða við í frásögn sinni; hann skýrir frá erfiðleika- tímabili 7. áratugarins, þegar stund- um varð svo harðsótt að fá mannskap á togarana að leggja varð skipunum vegna manneklu, skuttogarakaupum 8. áratugarins, frystiskipa- væðingu 9. áratugarins og breyttri stjórnunarstefnu fé- lagsins á þeim tíunda. Þræðin- um er ekki sleppt fyrr en á árinu 1995 og segir meðal annars í ítarlegu máli frá þeim pólitísku sviptingum er urðu þegar ÍS freistaði þess að ná í sínar hendur afurðasölu Út- gerðarfélags Akureyringa frá SH. Fimmtíu ára saga Útgerð- arfélags Akureyringa hf. er saga ótrúlegrar þrautseigju, hún er saga bæjarfélags er lagði nánast allt undir til að koma fótunum undir eitt fyrir- tæki — og hún er saga þess hvernig fórnirnar báru að lok- um ríkulegan ávöxt.“ Suðrænn saltfiskur ENN leitum við í bókina Suðrænir saltfískréttir eftir uppskrift fyrir lesendur Versins, enda er þar margt að SriTTTTrTTHBI ^nna- SÍF gaf bókina út á 60 ára af- mæli sínu, en höfundur uppskrifta er spánski matreiðslumeistarinn Jordi Busquets. Það er kannski ofsagt að lífið sé saltfiskur, en lífið án saltfísks gæti verið fremur dauft, sérstaklega þegar fólk hefur kynnzt því, hve mikill herramannsmatur hann getur verið, matreiddur á suðræna vísu. í þennan rétt, sem heitir einfaldlega Suðrænn saltfiskur, og er ætlaður fjór- um, þarf: 600 gr saltfisk i 8 bitum 1 stóran lauk 1 stórt eggaldin 1 stóran kúrbit (zucchini) 3 stóra og vel þroskaða tómata 1 rauða papriku. (Venjan er að baka hana í ofni dálitla stund, þar til hýðið fer að losna eða nota niðursoðna papr- iku, en þetta gengur nú alveg með ferska, óbakaða papriku.) hveiti oliu Útvatnið saltfiskinn (einnig er hægt að kaupa útvatn- aðan saltfisk í búðum), þerrið hann, veltið bitunum upp úr hveiti og steikið i mikilli oliu, þar til fiskurinn verð- ur gullinn að lit. Bregðið tómötunum í sjóðandi vatn i augnablik, afhýðið, fjarlægið fræin og skerið mjög smátt. Afhýðið eggaldinið og kúrbítmn og sneiðið i strimla. Afhýðið laukhm og skerið í tvennt og siðan í sneiðar. Takið hýðið af paprikunni, ef hún hefur verið bökuð í ofni, skerið innan úr henni og sneiðið. Látið laukinn krauma í olíunni af saltfiskinum, í leirpotti (hér er átt við matseld á gasi, en eins mætti nota pönnu á rafmagns- hellu). Bætið eggaldininu og kúrbítnum við og látið krauma við vægan hita undir loki þar til grænmetið fer að taka lit. Bætið þá tómötunum og paprikunni við og steikið áfram við vægan hita i um það bil 8 mínútur. Látið steikta saltfiskbitana út í og hitið við vægan straum með grænmetinu í 8 til 10 mínútur í viðbót.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.