Morgunblaðið - 14.06.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 14.06.1995, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1995 rgunMa&i& ■ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ BLAÐ KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Sverrir Ottó Karl og Dulic með Fram OTTÓ Karl Ottósson lék ekki með Stjörnunni gegn Víði í 2. deildinni í gærkvöldi en var á æf- ingu hjá 1. deildarliði Fram. Ottó, sem var i U- 21s árs liðinu sl. haust, hefur áhuga á að skipta yfir í Fram og eins er líklegt að miðjumaðurinn Josip Dulic gangi til liðs við liðið. Dulic, sem er fæddur 1970 og hefur leikið með Spartak frá Subotica undanfarin áratug, kom til landsins í fyrrinótt og mætti á æfingu hjá Fram í gær. Hann þykir góður skotmaður, er sagður útsjónar- samur, fljótur og skotviss. Júgóslavnesku leik- mennirnir hjá Leiftri á Ólafsfirði Iéku með honum ytra og bera honum vel söguna en erlendur leik- maður hefur ekki leikið með Fram. Framarar taka á móti Breiðablik á Laugardalsvelli á morgun. Guðmundur loks í hópinn hjá KR GUÐMUNDUR Benediktsson verður í 16 manna leikmannahóp KR sem mætir Grindavík i 1. deild- inni á KR-velli í kvöld en þá hefst fjórða umferð deildarinnar með fjórum leikjum. Guðmundur var iðinn við að skora í vorleikjunum en hann meidd- ist á hné gegn Víkingi í Reykjavíkurmótinu í bytj- un mai og hefur ekki getað leikið síðan. Hins vegar verður Steinar Adolfsson ekki í hópnum hjá KR. Hann meiddist í leik gegn Leiftri í 2. umferð fyrir tæplega þremur vikum. Sár á hné hefur komið í veg fyrir nauðsynlega meðferð en gert er ráð fyrir að hann fari í speglun í dag. íslandsmeistarar í A, sem hafa ekki tapað stigi, sækja nýliða Leifturs heim í kvöld, Keflavík tekur á móti Eyjamönnum og FH og Valur eigast við í Kaplakrika en umferðinni lýkur á morgun með leik Fram og Breiðabliks. Sigurjón í fjórða sæti KYLFINGURINN Siguijón Arnarsson leikur um þessar mundir á Tommy Armour atvinnumótunum í golfi í Florída í Bandaríkjunum. Hann spilaði á þremur mótum á síðustu dögum og náði í fjórða sætið á síðasta mótinu. Sigurjón náði 15. sæti á Ridgewood Lakes vellinum þegar keppt var 7.-9. júní en 50 keppendur tóku þátt. Völlurinn er par 70 og lék hann á 207 höggum. Á föstudaginn var eins dags mót á Mission Inn vellinum, sem er par 72. Þar lék Siguijón á 69 höggum sem er þremur höggum undir pari og náði sjötta sæti af 35 keppendum en sigurvegar- inn fór völlinn á 66 höggum. Besta árangrinum náði Sigurjón síðan á mánu- daginn á Forest Lake vellinum, sem er par 72. Þar hafnaði Siguijón í fjórða sæti á 70 höggum en í þremur efstu sætunum voru menn með 68 högg. Keppendur voru 40. Tvö mörk Þróttar í af- mælisgjöf KNATTSPYRNUDEILD ÍR hélt upp á 25 ára afmæli deildarinnar í gær en Þróttarar voru ekki á þeim buxunum að gefa neitt inni á vellimim í tilefni dagsins og unnu IR-inga 2:1 í viðureign lið- anna i 2. deildinni. Að ofan sést hvar boltinn er á leið i net ÍR- inga eftir skalla Hreiðars Bjarna- sonar í fyrri hálfleik, Gunnar Gunnarsson og Sævar Guðjóns- son Þróttarar fylgjast vel með en Óli H. Sigurjónsson ÍR-ingur er ekkert sérlega kátur svo ekki sé talað um markvörðinn Ólaf Gunnarsson. Þróttarar komust síðan í 2:0 með marki Gunnars Gunnarsson- ar í síðari hálfleik, en Tómas Björnsson minnkaði muninn fyr- ir ÍR nokkru síðar. ÍR-ingar eru án stiga í deildinni eftir fjóra leiki en Þróttarar í toppbarátt- unni, hafa aðeins tapað einum leik. ■ Leikirnlr/C4 ISI OGOI Forseti Evrópusambands Ólympíunefnda um hugsanlega sameiningu Olympíugreinasambönd verða að hafá meirihluta Jacques Rogge, forseti Evrópu- sambands ólympíunefnda, sagði í samtali við Morgunblaðið, að sérsambönd þeirra íþrótta- greina sem keppt er í á ólympíu- leikum, verði alltaf að hafa meiri- hluta í stjóm og á ársþingum, komi til sameiningar íþróttasam- bands íslands og Olympíunefndar íslands. Talsverð umræða hefur verið um sameiningu þessara afla íþróttahreyfingarinnar. Juan Antonio Samaranch, for- seti alþjóða ólympíunefndarinnar (IOC) sagði — er hann kom til landsins í tilefni heimsmeistara- keppninnar í handknattleik í byij- un síðasta mánaðar — að það væri alfarið mál íslendinga hvort þeir sameinuðu íþróttasambandið og ólympíunefndina; „Við hjá IOC emm hvorki með eða á móti sam- einingu, viljum aðeins að ólympíu- sáttmálinn sé haldinn," sagði Samaranch. Rogge, sem auk þess að vera forseti Evrópusambands ólympíu- nefnda, er fulltrúi í alþjóða ólymp- íunefndinni og einn af varaforset- um heimssambands ólympíu- nefnda, tekur í sama streng, og það sem felst i þeirri yfirlýsingu að ólympíusáttmálinn verði hald- inn, er eftirfarandi, að sögn Rogg- es: „í fyrsta lagi verður orðið ólympíu- að koma fram í nafni hins nýja sambands. í öðru lagi verða ólympíuíþróttasamböndin — það er að segja sérsamböndin sem hafa með að gera þær greinar, sem keppt er í á ólympíuleikum — að hafa meirihluta atkvæða á árs- þingi sambandsins. í þriðja lagi verða umrædd ólympíuíþrótta- sambönd að hafa meirihluta at- kvæða í framkvæmdastjóm nýju samtakanna — í öllum málum — og í fjórða lagi verður að vera sérstakt ákvæði í nýju lögunum, sem kveður á um að ólympíu- íþróttasamböndin hafi ein at- kvæðisrétt um öll málefni sem tengjast ólympíuhreyfingunni.“ Rogge sagði þrenns konar fyr- irkomulag við lýði í Evrópu; sums staðar væri um að ræða ríkisrekn- ar ólympíunefndir, sem væru nokkurs konar íþróttamálaráðu- neyti, eins og t.d. á Ítalíu, annars staðar væri um að ræða eitt yfir- vald sem væri annað hvort sjálf- stæð ólympíunefnd eða sameinuð ólympíunefnd og íþróttasamband og sums staðar væri það sama upp á teningnum og hér á landi, þ.e.a.s. íþróttasamband og ólymp- íunefnd störfuðu sitt í hvoru lagi. „Það er algjörlega mál hvers lands fyrir sig hvort af samein- ingu verður eða ekki, en ef menn ætla sér að sameinast, verður það að gerast í sátt og samlyndi — annars er það dæmt til að mistak- ast,“ sagði Rogge. HESTAR: ÓGLEYMANLEG SÝNING SVARTS OG ÞÓRÐAR / C3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.