Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR14. JÚNÍ 1995 C 3 Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson ppni. Hún kostaðl mig mögulegan lakstri í flokki sérútbúinna jeppa. sntu m.a. á jeppa Haraldar. Þrátt ipnlnni. sturinn launum ir nú íslandsmótið á 32 stigum, Gísli er með 30, Benedikt 23 og Gunnar 22. „Ég tapaði mörgum stigum þegar framhjól flaug skyndilega undan í miðri þraut og hefti frekari framför, felga gaf sig. Stigin sem ég tapaði þar voru mér dýr, því ég var aðeins 25 stigum frá gullinu. Tapaði þar 40 stig- um. Það er nokkuð ljóst að þessi felga fær ekki að fara með í næstu keppni, sem vegur þungt í titilbaráttunni,“ sagði Haraldur. Sigurvegarinn, Bene- dikt Eiríksson er hógvær og hæglátur vörubflstjóri, sem annað slagið hefur ekið í torfærumótum. Hann naut að- stoðar fyrrum íslandsmeistara, ná- granna síns Magnúsar Bergssonar. „Ég fékk góð ráð og ók af varfærni, mér fannst menn oft keyra gróft, fara of hratt í þrautirnar,“ sagði Benedikt eftir keppnina. „Flestir ökumenn eru líka búnir að breyta jeppum sínum það mikið, að þeir þekkja ekki hegðun þeirra frá fyrra keppnistímabili. Ég þekki minn jeppa, hef engu breytt, hef aðeins yfirfarið það nauðsynlegasta. Sumar þrautanna voru mjög vara- samar, þó mér tækist að komast upp þær á meðan aðrir veltu. Minn jeppi hefur þann kost að vera stuttur og lip- ur, en ég mætti hinsvegar vera á grip- meiri dekkjum. Það liggur við að ég sé á sumardekkjum miðað við þá öflugstu. Eftir þennan sigur er ekki fráleitt að ég geti slegist um meistara- titilinn af kappi. Það getur enginn bókað sigur fyrirfram í þessu móti, svo jafnt er á milli manna í keppni," sagði Benedikt. _____________HESTAR__________ Ógleymanleg sýning Svarts og Þórðar á hestamótí Geysis Svartur frá Unalæk var yfir aðra hesta hafinn á hestamóti Geys- is er hann sigraði eftirminnilega í A-flokki gæðinga. Fas hans og fegurð var með þeim hætti að aðrir hestar sáust vart fbraut- inni þegar hann stikaði völlinn á ótrúlega rúmu brokki, sjón sem enginn gleymir. Það svigrúm sem fótabúnaðarreglurnar leyfa henta Svarti vel og bætir tölt hans prýðilega en skeiðsniðið virð- ist þó ekki jaf ngott og var á síðasta ári. Athygli vekur hversu lágar ein- kunnir voru gefnar í A-flokki en rétt er að taka fram að blm sá ekki forkeppnina. Svartur hlaut þar aðeins 8,35 í aðaleinkunn sem hefði aðeins dugað honum Valdimar í þriðja sætið á móti Kristinsson Harðar og hjá Fáki skrifar hefði þessi mikli gæðingur mátt sætta sig við 13. sætið langt frá úrslitum með þessa einkunn. Samanburður einkunna milli móta er oftast ótrúverðugur en þarna hlýtur eitthvað að hafa farið úrskeiðis. Nokkuð var skrafað um dómstörfin á mótinu meðal brekkudómara og þótti mörgum þeir mistækir og fara fijálslega með reglumar. í úrslitum bama stökk einn hesturinn út úr braut og kom ekki aftur inn á fyrr en eftir drykk- langa stund og hélt þá áfram eins og ekkert hefði ískorist. Þegar kom að röðun hafnaði hann í fjórða sæti en hefði átt að verma neðsta sætið sem í þessu tilviki var fimmta sætið. Þá þótti mörgum nóg um samræður milli dómaranna meðan á dómstörfum stóð en gert er ráð fyrir að dómarar dæmi sjálfstætt. Geysismenn buðu nú upp á tvo flokka í gæðingakeppni, I. flokkur fyrir vana og II. flokkur fyrir áhugamenn og minna vana. Þetta virtist gefa góða raun og var góð þátttaka í B-fiokki áhugamanna. í B-flokki hinna vönu sigraði Þyrill frá Vatnsleysu en knapi á honum var nú sem fyrr Vignir Siggeirsson. í flokki áhugamanna varð efstur Spaði frá Gunnarsholti með 8,40, knapi Hjördís Ágústsdóttir en ein- kunnir hennar og Söru Ástþórsdótt- ur, sem sýndi Flamingo frá Álfhól- um, hefðu dugað þeim í fjórða og fimmta sæti í flokki hinna vönu og þar með úrslita- og verðlaunasæti. í yngri flokkunum var þátttaka allþokkaleg en efstur unglinga varð Elmar Þormarsson en hann vann fyrsta sætið af Kristínu Þórðardótt- ur og Glanna. Af bömum varð hlut- skarpastur Heiðar Þormarsson á Degi frá Búlandi en hann sigldi lygnan sjó í úrslitunum og hélt sínu fyrsta sæti frá því í forkeppninni. Skráð var í kappreiðar á staðnum en tímar voru ekkert sérstakir. Fagur og fasmikill SVARTUR frá Unalæk kom nú fram í gæðlngakeppni í fyrsta slnn og heillaðl hann áhorfendur með fegurð sinnl og fasi, knapi var Þórður Þorgeirsson. Lrflegt í B-flokki hjá Herði MIKIL þátttaka hefur einkennt gæðingakeppni Harðar undanfar- in ár og á það ekki hvað síst við um B-flokkinn nú. Þar voru nú 34 skráðir tii leiks og nánast allt góðir hestar. A-flokkurinn hef- ur ávallt verið lakari hjá Herði og var svo einnig nú. Keppnin var þó spennandi í báðum flokkum. Pjakkur frá Miðhjáleigu, sem Guðmar Þór sat, hafði naumt forskot á Goða frá Voðmúlastöðum sem Sævar Haraldsson sat en röðin átti eftir að riðlast í úrslitum. Pjakkur sem er mjög viljugur hestur lét ekki vel að stjórn í úrslitum hjá hinum unga knapa enda ekki einfalt mál að ríða slíkum hesti ásamt sjö öðrum inn á hring- velli. Fór svo að Pjakkur hafnaði í fimmta sæti en Goði og Sævar smeygðu sér upp í fyrsta sætið. í A-flokki var efstur eftir forkeppni Prins frá Hörgshóli sem Sigurður Sigurðarson sat. Úrslitakeppnin varð nokkuð söguleg því þegar kom að skeiðinu var Ótta frá Hvítárholti efst og Prinsi fataðist flugið í fyrri spretti. Á sömu leið fór hjá Ottu og eiginlega verr en það því hún greip mjög illa fram á sig og féll úr keppni sem þýddi 8. sætið. Um var kennt auglýsingaskilti sem hengt hafði verið upp við skeið- brautina og var það að sjálfsögðu fjarlægt samkvæmt ósk knapanna. Þrátt fyrir að Prins lægi ekki seinni sprettinn reyndist sigurinn í höfn eftir brotthvarf Óttu úr keppninni. Prins var einnig valinn glæsilegasti hestur mótsins. í bæði A og B- flokki eru veitt sérstök áhuga- mannaverðlaun sem gefin eru af Hákoni Jóhannssyni í Sport og þau hlaut Guðríður Gunnarsdóttir sem hafnaði í þriðja sæti í B-flokki á Flóka frá Sigríðarstöðum. í A- flokki hlaut bikarinn Guðlaugur Pálsson, sem kenndur er við Reið- sport, á Jarli frá Álfliólum. í barnaflokki sigraði Hrafnhildur Jóhannsdóttir á Fjölni en Sigurður Pálsson hlaut Binnabikarinn sem veittur er þeim keppanda sem kepp- ir í fyrsta sinn og bestum árangri nær. I unglingaflokki sigraði eins og svo oft áður Guðmar Þór Péturs- son á Sakaríasi frá Kvíabekk en líklegast hefur Guðmar alltaf sigrað í unglingaflokki hjá Herði síðan hann hóf keppni á þeim vettvangi. í unghrossakeppninni, sem alltaf er vinsæl, sigraði ungur stóðhestur, Kappi frá Hörgshóli, en þessi hestur fékk sem kunnugt er fyrstu verð- laun á Héraðssýningu fyrir skömmu. Glæsilegur hestur og vel að sigrinum kominn en þó heyrðust raddir um að óeðlilegt væri að fram kæmu í þessari keppni margsýnd kynbótahross eins og Kappi. Vissu- lega er þetta sjónarmið án þess að hér sé verið að taka afstöðu. Kapp- reiðar voru nokkuð liflegar um síð- ustu helgi og má þar líklega þakka þátttöku væntanlegra keppenda í úrtökumóti fyrir H.M. sem óðum styttist í. Það sem helst bar til tíð- anda á kappreiðunum hjá Herði var að heiðursfélaginn Kristján Þor- geirsson er enn iðinn við kolann og sigraði í 150 metra skeiði á Þrymi frá Þverá á 15,1 sek. og skutu þeir þar aftur fyrir sig mörgum þekktum vekringum og knöpum. ÞRÁTT fyrir litla þátttöku á hestamóti Andvara að Kjóa- völlum gat þar að líta ágætis toppa eins og Gjafar frá Hofs- stöðum sem Maria Dóra Þórar- insdóttir sat í úrsiitum B-flokks fyrir mann sinn Orra Snorra- son. Sjálfur var hann ekki langt undan með Saum frá Litlu- Tungu í öðru sæti. Orri sat einnig efsta hestinn í A-flokki, Skörung frá Kálfholti. Systurnar Bylgja og Hrönn Gauksdætur röðuðu sér í efstu sætin í bamaflokki, Bylgja í fyrsta á Goða frá Enni og Hrönn á Hrefnu frá Þorleifsstöðum í öðru sæti en í unglingaflokki sigraði Helga S. Valgeirsdóttir á Draumi frá Hrólfs- stöðum og var lítið fyrir þeim sigri haft því keppendur voru aðeins tveir og mikill munur á þeim. Sömuleiðis var rýr þátttakan í unghrossa- keppni sem nú var boðið upp á. Kappreiðarnar voru ljósasti punktur mótsins því þar náðust prýðilegir tímar og voru sett vallarmet í 150 og 250 metrunum. Ósk frá Litladal og Sigurbjörn voru með bestan tíma í 250 metrunum, 22,7 sek. og Erró og Ágúst Hafsteinsson fljótastir í 150 metrunum á 15,09. MARÍA Dóra hafði góða stjórn á Gjafari þótt kiárinn væri að springa úr vllja og slgldi honum örugglega í fyrsta sætið. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Í BARNAFLOKKI sigraði Hrafnhildur á Fjölni, Sigurður á Frey annar, Signý Hrund á Hetti þriðja, Ásgerður fjórða á Bjólfi og Guðmundur fjórði á Sjóði. Með þeim á myndinni eru Einar Halldórs- son mótsstjóri og Karl Loftsson útibússtjóri Búnaðarbankans í Mosfellsbæ sem var nú eins og í fyrra styrktaraðlli mótsins og gaf öll eignarverðlaun. Vallarmet í skeiði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.