Morgunblaðið - 14.06.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 14.06.1995, Síða 1
\S3MM EM MŒSMEEniM ,W,IWWI.lT'W:lf,miUJIIL7rR Stiörnubjart ÉG heiti Sólveig og les alltaf Myndasögur Moggans. Myndin sem ég sendi er af húsi, tungli og stjörnum. Kær kveðja, Sólveig. Svona hljóðar bréfið sem fylgir með þessari fallegu mynd. Myndin minnir á stjörnubjarta sumarnótt. Kannski þetta sé sjálf Jóns- messunóttin. Hún er reynd- ar ekki langt undan því Jónsmessan er 24. júní. Þetta er forn helgidagur helgaður biskupi sem sat á Hólum í Hjaltadal fyrir mörgum öldum, þegar ís- lendingar voru kaþólsk þjóð. Dagurinn er yfirleitt ekki haldinn hátíðlegur en þó fylgja honum fjölmargar þjóðsögur og mikil hjátrú. Hún Sólveig er 6 ára göm- ul, en hún gleymir því miður að nefna hvar hún býr. Við þökkum henni kærlega fyrir myndina og vonum að hún muni að láta heimilisfangið sitt fylgja með ef hún sendir aðra mynd til okkar seinna. Það skuluð þið, hitt listafólk- ið, endilega gera líka. Sjónarspil NÚ er það athyglin sem gildir! Markmið þessarar þrautar er að finna hvaða reitur hefur verið tekinn út úr myndinni og stækkaður, þ.e. samsvarar reitnum sem sést við hlið stóra myndflatarins. Spreytið ykkur nú! Lausnina er að fínna annars staðar í blaðinu. KÆRA Barnablað Mogg- ans, ég óska eftir penna- vinkonu á aldrinum 11-13 ára. Sjálf er ég Í3. Áhugamál mín eru dýr, frímerki, pössun og að lesa. Mynd á að fylgja fyrsta bréfi ef hægt er. Hrafnhildur Alfreðsdóttir. Víðigrund 4 550 Sauðárkróki Sumarvísa Það er komið sumar og sólin skín um allt fara þá margir að vinna við humar og drekka þeir þá malt. En sumir lesa hók og drekka með þvi kók. Þessa sniðugu sumarvísu sendi Eygló Egils- dóttir okkur með sumarmyndinni sinni. Á mynd- inni sjáum við tvær stelpur að leik, en þær virð- ast vera að leika sér á miðri umferðargötu. Ég þarf auðvitað ekkert að minna ykkur á að það er alveg harðhannað! Og þó að sólin skíni skært á þessum heita sumardegi mega stelpurnar tvær ekki gleyma sér því að bílstjórarnir búast ekki við börnum á götunni og gæta ekki að sér. Til aiirar hamingju fara flestir ökumenn varlega, en maðurinn á myndinni virðist hafa ekið bílnum sínum beint á Ijósastaur vegna þess hve honum brá mikið. BíIIinn er sjálfsagt skemmdur, en von- andi er allt í lagi með manninn! Eygló býr í Heiðartúni 2, 900 Vestmannaeyj- um. En hún gleymir að geta um aldur sinn. Hjart- ans þakkir fyrir vísuna, myndina og þessa þörfu áminningu til okkar allra, Eygló, vonandi hefur þú það gott í sumar og þið öll, krakkar. Hafið bara hugfast að það er í rauninni aldrei of var- lega farið! Klukkan ÞAÐ var einu sinni klukka. Hún var alltaf að óska sér að hún myndi einhvern tímann lifna við. Allt í einu kom litli gauks- unginn og galaði gú, gú, gú, gú og þá vaknaði klukkan. Köttur úti í mýri setti upp á sig stýri, úti er ævintýri. Krakkar, munið þið eftir sögunni í Myndasögunum fyrir hálfum mánuði um prinsess- una sem svaf í heila öld? Ein- mitt! Höfundur þeirrar sögu er líka höfundúr þessarar sögu, Lena Snorradóttir, 7 ára, Kvisthaga 10, 107-Reykjavík. Lena teiknaði líka myndiná sem fylgir sögunni. Duglegi rithöfundur, þakka þér hjart- anlega fyrir. Elsku, yndislegu krakka- gemsarnir mínir, finnst ykkur ekki gaman að sögum? Ef svo er sendið okkur þá sögur eftir ykkur til birtingar í mest lesna dagblaði á íslandi, Morgun- blaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.