Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C/D 133. TBL. 83. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Kátir forsetar ÞRÁTT fyrir gagnrýni Banda- ríkjamanna á ákvörðun Frakka að hefja aftur kjarnorkutilraunir voru miklir kærleikar með forset- um Bandaríkjanna og Frakklands, Bill Clinton (t.h.) og Jacques Chirac, í Hvíta húsinu í gær er hinn nýlqömi Frakklandsforseti kom í fyrsta sinn til Bandaríkj- anna sem forseti. Clinton vék sér hjá því að gagnrýna Frakka í við- urvist Chiracs og sagði reyndar að samskipti landanna væru með miklum ágætum og nýkjörinn Frakklandsforseti ætti eftir að styrkja bönd landanna og efla. Talið er að ákvörðun Chiracs um að hefja kjarnorkutilraunir eigi eftir að setja mark sitt á þriggja daga fund leiðtoga helstu iðnríkja heims, sem hefst í Halifax á Nova Scotia í Kanada í dag. ■ Ákvörðun Chiracs/19 Múslimar safna miklu liði norðan Sarajevó Serbar hóta hörð- um viðbröffðum o % Sarajevó. Washington. Reuter. FREGNIR um að þúsundir liðs- manna stjórnarhers Bosníu hafi safnast saman norðan við Sarajevó hafa vakið ótta um að til heiftar- legra átaka kunni að koma ef herinn reynir að rjúfa umsátur Bosníu- Serba um borgina. Leiðtogar þeirra vöruðu í gær við því að þeir myndu bregðast við af fullri hörku. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sögðu í gær að um 30 þúsund hermenn stjórnarinnar væru komnir til Visoko-Brezahéraðs, nórðan við Sarajevó. Þetta væru mestu liðs- flutningar frá upphafi átakanna. Að mati fréttaskýrenda myndi til- raun af hálfu stjórnarhersins til þess að frelsa Sarajevó leiða til aukinnar hörku í átökunum og hafa í för með sér fall hundruða manna og grimmi- legar hefndarárásir Bosníu-Serba á Sarajevó. Forsætisráðherra Bosníu, Haris Silajdzic, staðfesti í gær að stjórn- arherinn væri að safna liði nærri Sarajevó. Markmiðið væri að vernda borgina, því óttast væri að Bosníu- Serbar hygðust gera árás á borgina. Blekking? Dragomir Milosevic, yfirmaður serbnesku hersveitanna sem sitja um Sarajevó, sagði að Serba grunaði að liðssöfnunin væri blekking og að stjórnarherinn hygðist ráðast til at- lögu annars staðar í Bosníu. Bandaríkjastjórn hvatti í gær Bosníumenn til þess að reyna ekki að ijúfa umsátrið um Sarajevó. Warren Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, gerði Silajdzic grein fyrir afstöðu Bandaríkjastjórn- ar. Carter bjartsýnn Jimmy Carter, fyrrum Banda- ríkjaforseti, tjáði hernaðarmála- nefnd öldungadeildar þingsins í gær að hann tryði því að hægt væri að komast að samkomulagi um frið í Bosníu. Hann kvaðst andvígur því að vopnasölubanni á múslima og Króata yrði aflétt, en sú hugmynd nýtur stuðnings í báðum deildum þingsins. Sagði Carter að Bosníu- Serbar virtust viljugir til að gefa eftir, og nefndi tilboð þeirra um að minnka það landsvæði sem þeir hafa á valdi sínu úr 70% í 53%. Hlerunarhneykslið á Spáni Gonzalez krafinn sagna Madrid. Reuter. FLOKKUR Katalóníumanna, sem tryggir stjóm Felipe Gonzalez for- sætisráðherra meirihluta á Spánar- þingi, krafðist þess í gær, að stjóm- in segði allan sannleikann um hlerunarhneyksli, sem eitt spænsku dagblaðanna hefur skýrt frá. Samkvæmt frétt i blaðinu E1 Mundo kom spænska leyniþjónust- an hlerunartækjum fyrir á heimilum kunnra stjórnmálamanna, blaða- manna og kaupsýslumanna ogjafn- vel hjá Jóhanni Karli konungi fyrr á þessum áratugi. Á þriðjudag var fyrirskipuð opinber rannsókn á málinu en Joaquin Molins, þing- flokksformaður Katalóníuflokksins, sagði í útvarpsviðtali, að ekki væri hægt að fjalla um það fyrir lokuðum dyrum í leyniþjónustunefnd þings- ins eins og til stæði. Alvarlegt mál „Þetta mál er miklu alvarlegra en svo, að það nægi að gefa á því skýringar á bak við luktar dyr enda snertir það tiltrú okkar á lýðræðis- legum stofnunum þjóðfélagsins," sagði Molins og lagði áherslu á, að ríkisstjóminni og Gonzalez bæri skylda til að upplýsa málið að fullu. Katalóníuflokkurinn hefur aðeins 17 þingmenn en án þeirra hefur ríkisstjóm sósíalista ekki meirihluta á þingi. Hefur óánægja með stuðn- inginn við stjómina farið vaxandi meðal þeirra út af öðrum málum einnig, t.d. væntanlegum lögum, sem eiga að auðvelda fóstureyðing- ar. Hefur hluti þingflokksins hótað að hætta honum af þeim sökum. Obærileg hlýindi ÓBÆRILEGUR hiti er í Rúss- landi en hitastig mældist 32 stig á celsíus í Moskvu í gær. Borg- arbúar hafa freistað þess að kæla sig í ám og vötnum borg- arinnar en böðun af því tagi var bönnuð er hættulegar bakt- eríur fundust í vötnum. Myndin var tekin suðaustur af Moskvu í gær. Hitabylgja hrellir einnig Finna. í gær hlýnaði skyndilega í suðurhluta landsins. Var hit- inn 25 stig er íbúar Helsinki risu úr rekkju. Til samanburðar var 15 stiga hiti er hlýjast var í Stokkhólmi í gær. Spáð er að enn eigi eftir að hlýna í Finn- landi. Ólikt Finnum og Rússum kvarta Bretar ekki undan hita Reuter þessa dagana, því kuldatíð hef- ur hrjáð þá að undanförnu og lofthiti verið mörgum gráðum lægri en í meðalári. Þeir ganga því um kappklæddir þessa dag- ana svo sem konan á minni myndinni sem fylgdist með tennismóti í London í gær. Hungurdauði vofir yfir millión íraka Bagdad. Reutcr. UM fjórar milljónir íraka lifa á mat- argjöfum og að minnsta kosti ein milljón þeirra á á hættu að deyja hungurdauða. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóð- unum en þar segir ennfremur, að æ fleiri börn látist úr minniháttar sjúk- dómum vegna „vannæringar og mik- ils skorts á lyfjum og iæknisaðstoð". í skýrslunni segir, að um 23% ír- askra barna þjáist af næringar- skorti, en vegna refsiaðgerða SÞ hafi ríkisstjómin neyðst til þess í októ- ber sl. að draga mjög úr matargjöf- um. Hefur stjóminni í Bagdad að vísu verið boðið að selja olíu til að draga úr sárustu neyðinni, en hún telur það bijóta í bága við fullveldi ríkisins. Talið er, að vannæring valdi dauða 39% þeirra 11.000 íraskra barna, sem deyja nú á mánuði hveijum, en sú tala er fjórum sinnum hærri en var 1991. Hafa SÞ verið með mikla matvælaaðstoð í írak, en þegar skýrslan var samin var búist við að birgðirnar þryti fyrir maílok. í mars sl. var farið fram á það við aðildar- ríki SÞ, að þau legðu fram 180 millj. dollara til að halda aðstoðinni áfram, en vilyrði voru aðeins gefin fyrir 12 millj. dollara. Skorturinn í landinu veldur því að matvæli hafa margfaldast í verði, eða um 84.644% frá maí 1990 til maí á þessu ári. Þá er mengunin orðin al- varleg og aðallega vegna þess, að hreinsistöðvar fyrir skolp í átta borg- um em ekki starfræktar lengur og í Bagdad er stöðin aðeins rekin á 30% afköstum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.