Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 11 FRÉTTIR Hafnarstjórn Vestmannaeyja tapar máli fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur Dæmd til að greiða rúmar 30 millj. króna auk vaxta „ERUM íslendingum þakklátir fyrir tækifærið sem okkur býðst hér,“ sögðu Maxwell Ditta frá Pakistan og Kofi Boateng - Agyen- im frá Ghana. Farandbóksalar frá fjarlægum löndum í hvert hús í sumar BÓKSALA á vegum aðventista hefur verið rekin á íslandi í nærfellt 100 ár. Fyrsti bóksalinn kom hingað frá Danmörku um aldamótin og seldi kristilegar bókmenntir. Þessari starfsémi hefir Frækornið, bókaforlag að- ventista á Islandi, haldið úti síð- an. Bóksalarnir sem verða á ferð- inni í sumar koma frá Ghana, Pakistan, Króatíu og Indlandi. Með bóksölunni afla þeir sér tekna sem gerir þeim kleift að leggja stund á menntun sem þeir geta hagnýtt sér seinna meir í starfi í sinu heimalandi. Kofi Boateng - Agyenim frá Ghana ætlar næstu þrjá mánuð- ina að knýja dyra á heimilum á Vesturlandi og á Vestfjörðum og Maxwell Ditta frá Pakistan á Norðurlandi Vestra. I samtali við Morgunblaðið sögðust gestirnir langtaðkomnu vera Islendingum mjög þakklátir fyrir það tækifæri sem þeim býðst með starfi sínu hér. Kofi Boateng kemur frá fá- tæku sveitahéraði í Ghana. Hann er aðventisti og bauðst að taka þátt í bóksölustarfi því sem að- ventistar skipuleggja, einkum á Norðurlöndum. Fyrir störf sín hlýtur hann styrk frá kirkju að- ventista til náms í skóla að eigin vali. Hann hyggst læra til kenn- ara hjá háskóla i Englandi sem rekinn er af aðventistum. Að náminu loknu ætlar hann heim til Ghana og verða þar kennari. Maxwell Ditta frá Pakistan hefur svipaða sögu að segja; hann ætlar að nýta launin fyrir störf sín á Islandi til að læra kennslu og skólasljórnarfræði í aðventistaháskóla á Filippseyj- um en snúa síðan heim til Pakist- an, þar sem hann langar að leggja sitt af mörkum í barátt- unni gegn ólæsi, sem er þar um 70%. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi nýlega Hafnarstjórn Vest- mannaeyja til að greiða Hafverki hf. í Garðabæ 30,5 milljónir króna auk vaxta vegna verks, sem Haf- verk hf. tók að sér árið 1992. Hafn- arstjórn Vestmannaeyja var stefn- andi í málinu og Hafverk hf. gagn- stefnandi. Hafverk hf. tók að sér dýpkunar- framkvæmdir í Vestmannaeyjahöfn samkvæmt verksamningi við Hafnamálastofnun ríkisins 20. júlí 1992. Tilboðið hljóðaði upp á 39,5 milljónir kr. og átti að skila verkinu l. október 1992. Hafverk hf. hófst handa við verk- ið en hvarf frá því 18. nóvember og tilkynnti verklok vegna þess að forsendur verksins hefðu brugðist, m. a. að botninn hefði reynst annar en ráða hefði mátt af lýsingu í út- boðsgögnum. Þegar Hafverk hf. hvarf frá verkinu hafði fyrirtækið fengið greiddar 31,5 milljónir fyrir það og fengið samþykktan reikning upp á 4,1 milljón króna. Annað fyrirtæki lauk verkinu Eftir að Hafverk hf. hvarf frá verkinu fékk Hafnarstjórn Vest- mannaeyja annað fyrirtæki, Svein- björn Runólfsson sf., til að ljúka því. Það var gert á tímabilinu 29. apríl til 7. júní 1993. Hafnarstjórn byggði kröfur sínar á því að um tvenns konar vanefnd- ir hefði verið að ræða af hálfu Hafverks hf. í fyrsta lagi hafi verk- inu ekki verið skilað á umsömdum tíma og í öðru lagi hafi verkið ekki verið unnið með þeim hætti sem um hafi verið samið. Botninn ekki í samræmi við útboðsgögn í dómsniðurstöðu kemur fram að álit dómsins sé að sá hluti graftar- svæðisins, sem Hafverk hf. hvarf frá að dýpka, hafi ekki verið í sam- ræmi við útboðsgögn. Frávikin hafi verið meiri en búast hafi mátt við og hafnarstjórn hafi mátt vera þetta ljóst. Þrátt fyrir þetta hafi Hafverki hf. næstum því tekist að ljúka verk- inu. Það sjáist best á því að samið hafi verið við Sveinbjörn Runólfsson sf. um að moka upp 700 rúmmetr- um en upphaflega hafi verið gert ráð fyrir að Hafverk hf. mokaði upp og fjarlægði 40.930 rúmmetra mið- að við áætlaðar magntölur í útboðs- gögnum. Fyrir að ljúka dýpkun að fullu og fullgera enda á Hörgeyrar- garði fékk Sveinbjörn Runólfsson sf. greiddar 10,6 milljónir króna. Einnig segir að kvartanir og bók- anir Hafverks vegna botnsins hafi verið raktar og viðbrögð hafnar- stjórnar við þeim. Það sé álit dóms- ins að þessi viðbrögð hafi ekki ver- ið í samræmi við ákvæði verklýsing- ar og verði hafnarstjórn að bera hallann af því. Krafa um dagsektir ekki teknar til greina Niðurstaða dómsins er sú að for- sendur útboðsins að þessu leyti hafi brostið eins og Hafverk hf. hafi haldið fram og því hafi verið rétt að tilkynna hafnarstjórn verk- lok og krefjast úttektar. „Af þessu leiðir, að krafa stefn- anda um að stefndi verði dæmdur til að greiða honum dagsektir verð- ur ekki tekin til greina, enda telur dómurinn sannað samkvæmt fram- ansögðu, að tafir þær, er urðu á verkinu fram yfir umsamin verklok og að teknu tilliti til samþykktra aukadaga, stafi af forsendubrestin- um. Með sama rökstuðningi verður krafa stefnanda um að stefndi greiði honum kostnað hans af dýpk- unarvinnu Sveinbjörns Runólfsson- ar sf. heldur ekki tekin til greina," segir í niðurstöðu. Hafnarstjórn gerði kröfu um bætur vegna frágangs á hafnar- garði, en sú krafa var ekki tekin til greina vegna þess hve seint hún kom fram. Hafverk var sýknað af öllum kröfum hafnarstjórnar. 59 milljóna króna gagnkrafa í gagnstefnu krafðist Hafverk hf. þess að fá eftirfarandi greitl.: Samþykktan verkreikning, sam þykkt aukaverk, eftirstöðvar verk samnings, kröfur vegna umferðar tafa, grjóturða, endurvinnslu, skemmda á gröfutæki, prófunar graftar, skipsstefnis í garðinum [Hörgaeyrargarðs], graftrar á flök um, járns og keija, kröfu um endur greiðslu verktryggingar og kröfu vegna undirbúnings kröfugerðar, samtals að upphæð 59,3 milljónir króna. Kröfurnar voru að hluta teknar til greina og var hafnarstjórn dæmd til að greiða 30,5 milljónir króna. Dráttarvaxtakrafa var einnig tekin til greina auk þess sem hafnarstjórn var dæmd til að greiða 1,9 millj. króna í málskostnað auk virðis- aukaskatts. Dóminn kváðu upp Arngrímur Isberg, Gunnar Torfason og Ragnar Ingimarsson. Sólstöðuhópurinn Fjölskyldu- hátíð í Holtum SÓLSTÖÐUHÓPURINN hefur skipulagt fjölskylduhátíð sem ber nafnið „í hjartans einlægni“. Hátíð- in verður dagana 30. júní til 2. júlí næstkomandi á Laugalandi í Holt- um í Rangárvallasýslu. Samkvæmt upplýsingum frá Sól- stöðuhópnum er hátíðin ætluð öllum sem áhuga hafa á að bæta mannlíf- ið, rækta tengslin við umhverfið, sína nánustu og sig sjálfa og er sniðin fyrir bæði unga og aldna, jafnt einstaklinga sem fjölskyldur. Þátttaka hefur þó verið takmörkuð við 300 fullorðna. Stutt námskeið Fyrirkomulag hátíðarinnar verð- ur með því móti, að boðið verður upp á stutt námskeið sniðin að þörf- um bæði fullorðinna og barna. Þ'jöldi fyrirlesara og leiðbeinenda úr hinum ýmsu starfsstéttum — sálfræðingar, prestar, heimspek- ingar, leikarar, fóstrur, vímuefna- ráðgjafar, dansarar og aðrir lista- menn — leggja sitt af mörkum til að miðla efnum eins og gagn- kvæmri skuldbindingu í parsam- bandinu, tryggð, trúfesti, ást og umhyggju, aga og uppeldi, trú og hjónabandi" og fleiru. Jafnffamt stendur til að lögð verði rækt við hvers kyns sköpun; að leika og dansa, mála og yrkja. Mikið verður lagt upp úr vandaðri barnadagskrá. Morgunblaðið/Albert Kemp Kominn á sinn stað BÚIÐ er að setja upp nýjan 30 metra reykháf við hús fiskimjöis- verksmiðju Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði en nýlega var birt. í Morgunblaðinu mynd af lionuin á bílpalli í Vesturbæ Reykja- víkur á leið inn í Sundahöfn. Reykháfurinn er úr stáli og var settur saman á mettíma, eða þremur vikum, og fluttur sjóleiðina austur. Sá nýi er talinn með stærstu reykháfum í landinu, vegur um 25 tonn og er 2,5 metrar í þvermál þar sem liann er breiðastur. Unglingar í félagsmiðstöðinni Fjörgyn á faraldsfæti Heimsóttu franska jafnaldra sína UNGLINGAR úr félagsmiðstöð- inni Fjörgyn í Grafarvogi í Reykjavík lögðu nýlega land und- ir fót og heimsóttu jafnaldra sína í Frakklandi. Þeir eiga svo von á frönskum ungmennum hingað til lands í samskonar heimsókn. Það voru fjórtán unglingar sem héldu utan ásamt tveimur leið- beinendum. Ferðin tók tíu daga og dvalið var á frönskum heimil- um í nágrenni Parísar. Að sögn Kristínar Sigurðar- dóttur leiðbeinanda kom það ungl- ingunum á óvart hve mikill munur er á menningu íslendinga og Frakka. „Ferðin heppnaðist ótrú- lega vel og við urðum ekki fyrir neinum óhöppum. Það var líka ánægjulegt hvað foreldrarnir tóku þessu vel, því það er ekki lítið mál að senda sextán ára ungling til Frakklands". Styrkt til fararinnar Samtökin Ungt fólk í Evrópu veittu styrk sem gerði ferðina mögulega. í honum fólst bæði aðstoð við að komast út og til að taka á móti hópi franskra ungl- inga sem mun koma hingað í byij- un júlí. Frönsku ungmennin munu dvelja á heimilum og kynnast ís- lensku hversdagslífi. Styrkurinn er veittur í þeim þilgangi að efla evrópska samvitund meðal ungl- inga. Svensson® í síðasta vörulista okkar misritaðist símanúmer póstverslunarinnar Rétt símanúmer er 566 7580
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.