Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Landið og friðurinn Aukin bjartsýni ríkir um friðarþróunina í Mið-Austurlöndum en á sama tíma hefur óvissa í ísraelskum stjómmálum farið vax- andi. Snorrí G. Bergsson fjallar um sam- skipti ísraela og nágranna þeirra og bregð- ------------------------ ur ljósi á valdabaráttuna í Israel Reuter VIÐRÆÐUR UM frið í Mið-Austurlöndum þykja hafa tekið mikinn kipp á undanförnum vikum. Aukinnar bjartsýni gæt- ir eftir för Warrens Christophers (t.h.), utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í fyrri viku sem hér sést á fundi í Kairó ásamt Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels (t.v) og Hosni Mubarak, Egyptalandsforseta. RÍKISSTJÓRN ísraels, undir forystu Verka- mannaflokks Yitzak Rabins, hefur nú setið við völd í tæp þrjú ár. Þessi tími hefur verið einn sá umdeildasti í sögu ísraels og haft afdrifaríkar afleiðingar í samskiptum ríkja fyr- ir botni Miðjarðarhafs. Með friðar- samningum ísraela og Palestínu- manna í Osló 1993 var stigið stórt skref til friðar í Miðausturlöndum, þótt enn sé full snemmt að spá fyrir um hvort varanleg sátt muni nást á milli ísraels og íslamskra ríkja. I lok maí tilkynnti ríkisstjórn ísraels að hafinn væri undirbún- ingur að þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Gólanhæða, sem inn- limaðar voru árið 1980 en til- heyrðu áður Sýrlendingum. Yfír- lýsingar Rabins og annarra ísrael- skra ráðherra eru á þá leið að ljóst þykir að Verkamannaflokkurinn sé tilbúinn að skila hæðunum í skiptum fyrir frið. Þessi stefna ríkisstjómarinnar hefur verið harðlega gagnrýnd af þingmönn- um Likud-bandalagsins og land- nemum á hæðunum. Telja and- stæðingar hennar að Gólanhæð- imar séu mikilvægar öryggi ísra- els og hefur Benjamin Nethanyu, formaður Likud, lýst því yfir að undir sinni stjórn muni ísrael aldr- ei hverfa þaðan á braut. Mikilvægi Gólanhæða hefur þó farið þverr- andi á síðasta áratug, sökum framþróunar í vopnabúnaði. Sýr- lendingar, sem áður notuðu hæð- imar sem skotpall fyrir stórskota- lið, ráða nú yfír hundruðum skammdrægra eldflauga sem draga til flestra staða í ísrael, hvort sem þeir ráða yfír Gólan- hæðum eða ekki. Staða Assads Eftirgjöf Gólanhæða er þó helsta skilyrði Sýrlendinga fyrir friðarsamningum við ísrael, vafa- laust vegna vatnsbóla sem þar fínnast. Hafez Assad, forseti Sýr- lands, á ekki marga annarra kosta völ en að ganga til samninga, gegn fyrri yfirlýsingum. Staða hans hefur veikst til muna á síð- asta ári, sérstaklega eftir að sonur hans og yfírlýstur arftaki lést á dularfullan hátt í „bílslysi". Assad er einnig mikið í mun að bæta ímynd Sýrlands út á við, sérstak- lega í Bandaríkjunum, en þar er landið á bannlista sem stuðnings- aðili hryðjuverkamanna. Skilyrði ísraels fyrir friði við Sýrland em aftur á móti stöðvun hryðju- verkaárása Hizballah og annarra skæruliðahópa sem starfa undir vemdarvæng sýrlenska hersins í suðurhluta Líbanon. Aukin áhersla ísraelsstjómar á friðarsamninga við Sýrland hefur dregið allan kraft úr samningum þeirra við palestínsku yfirvöldin um yfírtöku hinna síðarnefndu á borgarlegri stjórn á Vesturbakk- anum. Fyrstu vikuna í júní ákváðu þó samningamenn þeirra að draga til baka fyrri yfírlýsingar um að samningum skyldi lokið fyrir 1. júlí. Kom sú samþykkt í kjölfar yfírlýsingar ísraelsstjómar, að Palestínumenn fengju yfírstjóm svæðanna í hendur í einu lagi, en ekki í nokkmm áföngum eins og áður hafði verið ákveðið. Líklegt er að yfirstjórn Vesturbakkans verði komið í hendur Palestínu- manna áður en kosningabaráttan hefst í ísrael fyrir þingkosningam- ar í nóvember 1996. Nóvember 1996 Hin aukna áhersla ísraelskra og palestínskra yfírvalda á hrað- ari framkvæmd Oslóarsamkomu- lagsins kemur ekki til af friðar- vilja einum saman. Skuggi ísra- elsku þingkosninganna í nóvember 1996 er þegar farinn að færast yfír Miðausturlönd. Likudbanda- lag Benjamins Nethanyu, sem hingað til hefur verið talið nær ömggt um forystu í næstu ríkis- stjórn, er í flestum atriðum mót- fallið Oslóarsamkomulaginu og skiptum á landi fyrir frið. Líklegt er að undir stjórn Nethanyus muni ísraei verða tregara til samninga en um þessar mundir. Bandalagið hefur þó ekki náð að styrkja stöðu sína á síðustu misserum og inn- byrðis ágreiningur forystumanna þess getur hæglega orðið því að falli, eins og gerðist í kosningun- um 1992. í þingkonsningunum í júní 1992 missti ríkisstjóm Likud-banda- lagsins, undir forystu Yitzaks Shamirs, völdin í hendur Verka- mannaflokks Rabins, þrátt fyrir yfirburðastöðu í skoðanakönnun- um skömmu fyrir kosningar. Stjórnmálaskýrendur era einróma sammála um að helsta orsök þess hafi verið valdabarátta milli Shamirs og „flokkseigendafélags- ins“ og Davids Levy, þáverandi utanríkisráðherra og fulltrúa ýmissa hagsmunahópa. Ágrein- ingur um stefnumál er þó enginn, heldur snýst deilan um valdahlut- föll og persónuleg áhrif. Hin síð- ustu misseri hefur þetta valdatafl blossað upp að nýju, með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum. Á mið- stjórnarfundi Likud 5. júní, sem haidinn var án þátttöku Levys og stuðningsmanna hans, varð ljóst að dagar hans í Likudbandalaginu væm taldir. Samkvæmt yfirlýs- ingum talsmanna hans, mun hann tilkynna stofnun nýs stjómmála- flokks nú á sunnudag, 18. júní. Ef Levy hópurinn segir sig úr bandalaginu, sem virðist óumflýj- anlegt, er óvíst hvort ríkisstjórn Rabins muni falla í nóvember 1996. í því skyni að styrkja ríkis- stjórnina hefur Rabin kallað til þrjá vinsæla stjórnmálamenn sem samþykkt hafa að taka að sér ráðherraembætti. Þeirra á meðal er krónprinsinn Ehud Barak, fyrr- verandi formaður ísraelska herr- áðsins, sem talið er að muni verða arftaki Rabins þegar fram líða stundir. Hinn 74 ára gamli Yitzak Rabin hefur þó lýst yfir að hann muni ieiða Verkamannaflokkinn í næstu þingkosningum. Ekki er þó ólíklegt að áframhaldandi seta hans á stóli leiðtoga flokksins sé pólitískt sjónarspil, í því skyni að forðast uppgjör á milli stuðnings- manna hans og Shimonar Peres utanríkisráðherra, þar til Barak hefur verið kennt að fóta sig í undirheimum ísraelskra stjórn- mála. Nýr flokkur Það er einkum tvennt sem skað- að Verkamannaflokkinn sérstak- iega. Þrír þingmenn hans hafa mótmælt stefnu flokksins varðandi Gólanhæðir og án þeirra hefur rík- isstjóm Rabins ekki starfhæfan meirihluta á ísraleska þinginu. Ef Rabin heldur fast í áform sín um samninga við Sýrlendinga á upp- gefnum forsendum, er mögulegt að þremeningamir undir forystu Avigdor Kahalanis, styðji van- trauststillögu á stjórnina. Einnig er óljóst hvort nýr stjómmálafiokk- ur Nathans Scharanskys, fyrmrn samviskufanga í Sovétríkjunum, muni taka fyigi frá Verkamanna- flokknum. Flokkur Scharanskys höfðar einkum til innflytjenda frá lýðveldum fyrrnrn Sovétríkja, en þeir hafa verið taldir frekar hlynnt- ir Verkamannaflokknum. Líklegt er þó, eins og mál standa um þessar mundir, að framkvæmd friðarsamninga ísra- ela og Araba muni ganga nokkurn veginn samkvæmt áætlun. Friður við Sýrland gæti orðið til þess að sú spenna sem ríkt hefur í Líban- on muni hverfa og krafa ísraela um öryggi umfram frið verði dreg- in til baka. Það bendir allt til að friður muni komast á í Miðaustur- löndum, þótt óvíst sé hvort hann muni halda til lengdar. Höfundur er sagnfræðingur og stundar framhaldsnám í Jerúsalem. s s j ( \ \ ( s ( ( ( Steikar- og grillkrydd "original". Ekta blanda á steikina, ekki síst grillað lamba- og svínakjöt. Laumaðu líka nokkrum kornum í kartöflusalatið, grænmetis- réttina og fars- og kjúklinga- rétti. Steikar- og grillkrydd "barbeque". Bragðmikil blanda undir áhrifum frá amerísku cajunmatargerðinni. Prófaðu hana einu sinni á hvaða grillkjöt sem er - og hún verður ómissandi. Knorr kryddblöndur Provence krydd Þc-ssi kryddblanda gefur þér frábært og franskt bragð af grillaða lambakjötinu og kjúkl- ingunum. Og ekki er hún síðri á fisk, í paté og salatsósur. Pasta- og pizzukrydd Blandan sem setur punktinn yfir i-ið í ítalska matnum, ómissandi þegar þú eldar pasta, bakar pizzu og býrð til salat. Mexíkóskt krydd Kröftug kryddblanda á steikina og grillið. Prófaðu þig líka áfram með hana í pott-, pasta- og kartöflurétti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.