Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ l LISTIR Lofsamlegir dómar í NÝJASTA hefti tónlistartímarits- ins BBC Music Magazine, júníheft- inu, er fjallað um verk íslenskra listamanna. Fyrst er þar dómur um diskinn Songs from the Exotic með verkum eftir Hafliða Hallgrímsson og fleiri tónskáld. Diskurinn fær sérstaka viðurkenn- ingu sem framúrskarandi og verk Hafliða, Syrpa, er sagt sérstaklega ánægju- og skemmtilegt. í sama blaði er fjallað um útgáfu BIS á strengja- kvartettum Jóns Leifs í flutningi Yggdrasil-kvartettsins. Gagnrýnandinn, Hilary Finch, segir strengjakvartettana einkennandi fyrir fijálshugann og frumherjann Jón Leifs. „Þeir eru samdir án for- dóma og krefjast þess sama af áheyrandanum. Fyrsti kvartettinn er fábrotinn og síbreytilegur í einum þætti og byggður á fimmundasöng. Annar kvartettinn er ástríðufullur og leitandi, saminn í minningu drukknáðrar dóttur og sennilega mestur kvartettanna. Sænski Ygg- drasil-kvarettinn flytur verkin af skilningi og sannfæringu og sýnir þeim fullan sóma.“ í Grammophone er einnig getið um annað verk Jóns-Leifs, óratór- íuna Baldr í flutningi Sinfóníuhljóm- sveitar æskunnar undir stjórn Pauls Zukovskys. Getið er að fengur sé fyrir útgáfuna, The Complete Record Company, að hafa á sínum snærum fíðluleik- arann, stjórnandann og stjóra Arnold Schoenberg stofnunarinnar Paul Zuk- ovsky, son bandaríska skáldsins Louis Zukovskys. „Fremst verkanna hlýtur að teljast Baldr, tónlistar- og sögu- legt drama án orða eftir íslenska tónskáldið Jón Leifs, berangurslegt, beinabert, myrkt vérk, eins konar manískur sibelíusískur ballett/tóna- ljóð. Zukovsky stjómar Sinfóníu- hljómsveit æskunnar með framsögn og kór, og þurr upptakan spanar gríðarlegt tónsvið." Síðar í greininni er getið um aðra upptöku Sinfóníuhljómveitar æsk- unnar undir stjórn Zukovskys, á Pelleas og Melisande eftir Schoen- berg, sem deilir diski með verki eft- ir Rudhyar. Hafliði Hallgrímsson Guðmundur Karl sýnir í Freiburg EINKASÝNING á verkum Guð- mundar Karls Ásbjömssonar myndlistarmanns verður opnuð í HUK-húsi í Freiburg í Þýskalandi 24. júní nk. Á sýningunni verða eingöngu vatnslitamyndir unnar á síðasta ári, aðallega landslags- myndir frá íslandi, Spáni og Þýskalandi. Þetta er sjöunda einkasýning Guðmundar Karls á þessum áratug í Þýskalandi. Lista- maðurinn verður ekki viðstaddur opnunina, þar sem hann var að flýta sér heim til Islands til að nýta sér sumarbirtuna við málara- list. Sýningin stendur út sumarið. Jóhann Smári til Kölnar BASSASÖNGVARINN Jóhann Smári Sævarsson hefur í mörgu að snúast þessa dagana. Hann er að ljúka prófi frá Royal College of Music í London í júlí og óperuhús í Evrópu eru þegar byijuð að bjóða hon- um starf og hefur hann tekið tilboði frá óperuhús- inu í Köln. „Þeir höfðu samband við mig frá óperuhúsinu í Köln og buðu mér samn- ing við óperustúdíóið, sem gefur mér mikla mögu- leika, auk þess sem þeir hafa hug á að láta mig syngja nokkur hlut- verk við óperuna næsta vetur og verður gerður sérsamningur um það, en ég skrifa undir nú á næstu dögum.“ Jóhann hefur nýlokið við að syngja ásamt mörgum þekktustu atvinnusöngvurum Bretlands í sýn- ingu í Royal Albert Hall, þar sem voru teknir kaflar úr ýmsum perl- um óperubókmenntanna. „Þetta voru 10 söngvarar sem tóku þátt í sýningunni og BBC Conc- ert Orchestra sá um undir- ieikinn. Sýningin var tví- tekin og var troðfullt hús í bæði skiptin." Framundan hjá Jóhanni er svo útskrift frá skólan- um í júlí og þátttaka í verkefnum á vegum skól- ans, ásamt fleiru. Þá tekur við Belvedere-söngkeppn- in sem áður hefur verið minnst á hér á síðum Morgunblaðsins, en þar er Jóhann í undanúrslitum. „Ef vel gengur þar og ég fæ einhver freistandi tilboð í kjölfarið þá sögðu þeir mér í Köln að.þeir myndu ekki standa í veginum fyrir því að hleypa mér í önnur verkefni á samningstímanum.“ Jóhann Smári t. Wrmfými ?"*■* ' é íMÉLrÆWii- ÉFmrtmi, , ilt-lfili- Help ÓRATÓRÍUKÓR Gustavs Vasa og Konunglega sænska hirðhljómsveitin á tónleikum í kirkjunni. Einar Sveinbjömsson víolínleikari starfar með hljómsveitinni sem er hljómsveit Stokkhólmsóperannar. Kynna tónlist Ottos Olssons í Reykjavík 130 tónlistarmenn frá Svíþjóð söfnuðu fyrir íslandsferð SÍÐASTA atriði Kirkjulistahátíðar 1995 í Hallgrims- kirkju er flutningur óratóríukórs Gustavs Vasa og Konunglegu sænsku hirðhljómsveitarinnar á Sálu- messu og Te Deum eftir Otto Olsson, sunnudaginn 18. júní kl. 18. Hingað koma af þessu tilefni 130 sænskir tónlistarmenn sem hafa lagt á sig mikla vinnu og fjársöfnun til þess að komast í íslandsferð- ina. Stjórnandinn Anders Ohlson segir að heimsóknin til íslands eigi sér nokkurn aðdraganda. „Við ætluð- um til Ameríku í fyrra með viðkomu á íslandi en okkur tókst ekki að afla farareyris. Þá varpaði Ein- ar Sveinbjörnsson fram þeirri hugmynd að láta sitja við íslandsferð og fá að vera með „Olsson trúboð“ okkar á Kirkjulistarhátíð. Þetta fékk svo góðar undir- tektir að ákveðið var að keppa að íslandsferð." f Kynning á Olsson Einar Sveinbjömsson víóluleikari hefur um árabil starfað í Konunglegu sænsku hirðhljómsveitinni sem er hljómsveit Stokkhólmsóperunnar. Milli hennar og Óratóríukórs Gustavs Vasa er náin samvinna. Félag- ar í ópemhljómsveitinni hafa til dæmis gefið vinnu sína í sambandi við flutning Óratóríukórsins á Sálu- messu Verdis nýverið og þannig tekið þátt í að afla farareyris vegna Islandsfararinnar. Anders Ohlson segir að efnisskráin á tónleikunum hér þann 18. júní sé liður í þeirri viðleitni að kynna verk Otto Olssons fyrir sem flestum. „Sálumessa hans er æskuverk og talið að hann hafi lokið henni 23 ára að aldri. Verkið var greini- lega samið undir áhrifum frá klassískum meisturum svo sem Brahms og Verdi. Annars er Olsson sérstak- lega þekktur fyrir fjölradda stíl og mikinn tilfinninga- hita. Áhugi hans á gregoríönskum söng endurspegl- ast víða. Sálumessan hafnaði í skrifborðsskúffu og lá þar óhreyfð í hálfa öld. Hún var ekki frumflutt fyrr en 1976, sjö árum eftir dauða Olssons, en síðan hefur hún verið leikin víða um heim af kórum og hljóm- sveitum m.a. í Bandaríkjunum, Japan og Þýskalandi. Te Deum Ottos Olssons var hinsvegar frumflutt þegar árið 1910 og hefur lengi verið dáð verk.“ Svolítið undrabarn Anders Ohlson er sjálfur kunnur söngvari í Sví- þjóð. Hann er menntaður í Tónlistarháskólanum í Stokkhólmi og aðalstarf hans er að vera kórstjóri í Gustav Vasa kirkjunni. Hann stofnaði óratóríukórinn fyrir átta árum til þess að takast á við stór klassísk verkefni í samvinnu við hljómsveitir. í kórnum eru 70 félagar og eru þeir allir áhugamenn en skólaðir vel í tónlist, t.d. eru í hópnum margir tónlistarkennar- ar. Ohlson segir að einsöngvararnir með kórnum í íslandsferðinni séu ekki af verri endanum: „Charl- otta Nilsson er svolítið undrabarn. Hún var aðeins tvítug er hún komst inn á Óperuskólann og nú tíu árum síðan býr hún yfir stórkostlegri rödd, miklum messósópran. Inger Blom alt er starfandi við Stokk- hólmsóperuna sem og Lars Clevermann bariton. TRÚBADÚRNUM og leikstjóran- um Herði Torfasyni hafa verið veitt norræn menningarverðlaun sem kennd eru við hamar Þórs. Þórshamasrverðlaunin eru veitt ár hvert af samtökunum TUPIL- AK sem eru menningarsamtök samkynhneigðra á Norðurlönd- um. í kynningu segir „að Hörður fái verðlaunin fyrir að hafa með lífi sínu og list verið óþreytandi í baráttu homma og lesbía fyrir mannréttindum á Islandi. TUPILAK veitir einnig urugv- æsk/sænska rithöfundinum Ana Hörður Torfason fær Þórs- hamars- verðlaunin L. Valdés verðlaun, svo og tákn- ræna viðurkenningu til allra sam- kynhneigðra fórnarlamba í fangabúðum nasista í síðari heimsstyijöldinni. Minningu þessara karla og kvenna hefur allt of oft verið sýnd vanvirðing með því að hjúpa örlög þeirra þögn og afskiptaleysi." Verðlaunin verða afhent á há- tíðarsýningu á vegum TUPILAK í Regina leikhúsinu í Stokkhólmi þann 16. júní næstkomandi þar sem Hörður Torfason kemur fram meðal annarra listamanna frá Norðurlöndum. Grand finale TONLIST Ilallgrímskirkja ORGELTÓNLEIKAR Gillian Weir lék ensk, frönsk, sviss- nesk og belgísk orgelverk. Sunnu- daginn ll.júní 1995. ORGELVEISLUNNI á kirkju- listahátíð Hallgrímskirkju lauk með tónleikum orgelsnillingsins Gillian Weir. Tónleikarnir hófust á Prelúd- íu í cís-moll eftir Herbert Norman Howell (1892-1983), enskan orgel- leikara og tónskáld og samkvæmt tónstíl hans, er tónlist Howells framhald þeirrar endurvakningar sem herramennirnir Stanford og Parry stóðu fyrir um og eftir alda- mótin 1900, ágætlega samin en ekki áhugaverð, jafnvel þó flutning- ur prelúdíunnar væri í alla stað frá- bær. Tvö \oluntary í G-dúr og d- moll, úr safni fjögurra Voluntary verka, eftir Purcell voru næst á efnisskránni. Til eru 6 orgelverk eftir Purcell og hafa sagnfræðingar dregið í efa að þau sé í raun eftir hann, enda þá meðal veigaminnstu verka snillingsins, sem er einkenni- legt, þar sem Purcell var orgelleik- ari við Westminster Abbey. Þrátt fyrir ágætan leik Gillian Weir er þetta ákaflega slitrótt tónlist en þó gat þar oft að heyra skemmtilegan leik með svonefnda hljómleysinga, sem Purcell kunni betur að nota en margir enskir samtímamenn hans og því vilja margir fræðimenn meina að verkin séu ekta Pucell. Tvö smálög eftir John Bull voru næst á efnisskránni. Það fyrra nefn- ist „A Gigge. Doctor Bulls my selfe og það síðara Dr. Bullá Juell. Bull var gott tónskáld og frægur fyrir tækni sína á virginal, enda eru bæði þessi verk (ásamt fjölda ann- arra verka eftir Bull) prentuð í The Fitzwilliam Virginal Book (á bls. 267 og 128 í II hefti ). Þrátt fyrir að vera samin fyrir Virginal hljóm- uðu þau mjög fallega á orgelið. Þá kom Toccata alla Marcia eftir Robert Orr, (1909), skoskan orgel- leikara og tónskáld er lærði hjá Dent, Casella og Nadiu Boulanger. Hann hefur lengst af starfað í Cam- bridges. Tokkatan er ágætlega samin en eins og verkið eftir How- ell, ekki áhugaverð tónsmíð en var hins vegar frábærlega vel leikin. Veni Creator Spiritus er byggt á gömlum sálmi og samið af Kenneth Leighton (1929-1988) háskóla- manni frá Oxford, sem eftir að hafa unnið Mendelssohn verðlaunin 1951 stundaði nám í tónsmíðum hjá Petrassi. Verkið er hugleiðing um gamalt trúarstef, fallega unnið og var fallega leikið. Viðamesta verk tónleikanna var Inngangur, passacaglia og fúga, eftir Healey Willan (1880-1968) enskan orgelliakra og tónskáld er fluttist búferlum 1914 til Kanada og starfaði þar til æviloka. Þetta er rismikið verk sem Gillian Weir lék af glæsibrag. Býsantískir frumdrættir, heitir verk eftir Henry Mulet ( 1878- 1967) og úr þessu verki lék Gillian Weir einn þátt, er nenfist Rósa- skraut (á byggingum), fallegt og ljúft verk. En á eftir því kom sér- lega kátlegt verk er nefnist Sala- manca eftir Guy Bovet ( 1942) svissneskan orgelsnilling og tón- skáld og mun þetta líklega vera á einhvern hátt tengt sögunni um Don Quixote, eftir Cervantes, enda hið kátlegasta verk og ákjósanlegt sýningarverk á margbreytileika raddanna í Klais orgelinu í Hall- grímskirkju. Síðasta verk tónleikanna var Tokkata í Des-dúr, efir Joseph Jongen (1873-1953), belgískt tón- skáld og er tokkatan glæsiverk fyr- ir orgel, er minnir nokkuð á orgel- verk eftir Boéllmann og Vierne. Gillian Weir er snillingur á orgel og henni tókst að nota til hins ýtr- asta margþætta raddskipan orgels- ins, án þess að ofklæða tónverkin og þrátt fyrir að nota styrk orgels- ins var raddferli tónverkanna aldrei ofgert. Allt var skýrt og mótað af mikilli tilfinningu fyrir innviðum verkanna og voru þessir tónleikar hápunkturinn, Grand finale, á þess- ari stórlkostlegu orgelveislu, sem boðið var til á Kirkjulistahátíð Hall- grímskirkju. Jón Ásgeirsson ! ! I l I I ! í i I i ! i I i i I i i i i I i !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.