Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Rithöfundasambandið nýtur sérkjara hjá atvinnuleikhúsunum Félagar þurfa ekki að greiða aðgangseyri FÉLAGAR í Rithöfunda- sambandi ís- lands þurfa ekki að. greiða aðgangseyri að sýningum í Þjóðleikhúsinu og hjá Leikfé- lagi Reykjavík- ur. Sambandið hefur um langt árabil verið eina félagið utan leikhússheimsins sem nýtur slíkra sérkjara. Félagar í Rithöfundasamband- inu eiga rétt á einum frímiða á hveija uppfærslu á vegum leikfé- laganna að því gefnu að ekki sé uppselt á viðkomandi sýningu. Stefán Baldursson Þjóðleikhús- stjóri og Sigurður Hróarsson leik- hússtjóri Leikfélags Reykjavíkur segjast ekki þekkja forsöguna en telja að þetta hafi tíðkast frá því skömmu eftir að Þjóðleikhúsið var sett á laggirnar í því skyni að greiða götu leikritaskálda. Sem kunnugt er njóta félagar í Leik- ara- og Leikstjórafélagi íslands sambærilegra kjara. „Mér finnst allt í lagi að aðrir rithöfundar en leikritaskáld fái að fljóta með, enda eru þetta ekki miklir peningar í okkar veltu þeg- ar upp er staðið,“ segir Sigurður. „Nokkrir þúsundkallar til eða frá.“ Hann segir hins vegar að reglur um frímiða hafi verið þrengdar nokkuð í Borgarleikhúsinu fyrir tveimur árum og takmarkið sé að þrengja þær enn frekar. Hann gerir þó ekki ráð fyrir að félagar í Rit- höfundasam- bandinu verði fyrir barðinu á þeim þrenging- Stefán telur að annað markmið leikhúsanna hafi verið að hvetja íslenska rithöfunda til að kynna sér leikhúsverk. Félögum í Rit- höfundasambandi íslands hafi hins vegar fjölgað jafnt og þétt og segir Þjóðleikhússtjóri að komið hafi til tals að afnema þetta fyrirkomulag. Enginn hafi þó séð ástæðu til að taka af skar- ið. „Það er tiltölulega lítill hópur sem notfærir sér þetta - yfirleitt fólk sem er að spá í leikritin að einhveiju leyti. Við höfum gert úttekt á þessu og það er um 200 miðum ráðstafað með þessum hætti á hveiju leikári. Það er hins vegar gleðilegt að í flestum tilvik- um er keyptur annar miði um leið.“ Að sögn Stefáns hafa önnur félög ekki óskað eftir sambærileg- um sérkjörum við Þjóðleikhúsið. Að vísu hafi Félag kvikmynda- gerðarmanna spurst fyrir um þann möguleika en það mál hafi ekki verið tekið upp. Stefán SigTirfhir Baldursson. Hróarsson. um. * Stofnfundur Félags um Listaháskóla Islands Allt að milljarð þarf til að klára húsið STOFNFUNDUR Félags um lista- háskóla var haldinn í Rúgbrauðs- gerðinni í Borgartúni síðastliðið mánudagskvöld. Þangað mætti fólk úr öllum aðildarfélögum Bandalags íslenskra listamanna ásamt áhuga- fólki um listir og listmenntun á há- skólastigi. Á dagskrá fundarins voru lög fé- lagsins, kosning í stjórn og örinur mál. Það var Bandalag íslenskra lista- manna sem boðaði til fundarins. Fundarstjóri var Pétur Einarsson, en hann sat í undirbúnings- nefnd ásamt þeim Kristj- áni Steingrími Jónssyni og Hjálmari H. Ragnarssyni. Hjálmar H. Ragnars- son, formaður Bandalags íslenskra listamanna, rakti aðdragandann að stofnun Listaháskóla, samþykkt Alþingis á frumvarpi um Listháskóla í febrúar og undirbúningsvinnu sem farið hefur fram. Tillögur að samþykktum fyrir Félag um Listaháskóla íslands voru lagðar fram til umræðu. Hjálmar H. Ragnarsson lagði til að fundinum yrði fram haldið í haust og þá yrði kosið í stjórn félagsins, en bráðabirgðastjórn sæti þangað til. Hann lagði til að undirbúnings- nefndin sæti til bráðabirgða og var það samþykkt. Á fundinum var tekist á um ýmis mál er vörðuðu skólann, starfsemi hans, húsnæðismál, stjórnun, fjár- hagshlið og skipulagsskrá skólans. Listdansarar og arkitektar sögð- ust uggandi um sinn hag og vildu að skýrar yrði kveðið á um hlut þeirra í Listaháskólanum og að þeir yrðu settir við sama borð og aðrar listgreinar. Jes Einar Þorsteinsson, sem situr í stjórn Arkitektaskólans, ísark, minnti sérstaklega á þröngan húsakost í Listaháskólahúsinu í Laugarnesi. Tannfé listmenntunar Halldór Björn Runólfsson gerði húsakostinn líka að umtalsefni og sagði það skrýtið að heyra fólk allt- af vera að tala um Listaháskólahús- ið. Eitt hús dygði ekki, heldur þyrfti frekar að tala um háskólahverfi með mörgum byggingum, enda þyrftu margar listgreinar að komast fyrir; tónlist krefðist t.d. tónlistarhúss, leiklist leikhúss o.s.frv. Lagði hann til að reynt yrði að næla í sem flest hús og lóðir í nágrenni hússins í Laugarnesi, hugmyndinni til stuðn- ings. Gísli Alfreðsson skólastjóri Leik- listarskóla íslands vitnaði í orð Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra þeg- ar hann kallaði fullbúið Listaháskólahús tannfé listmenntunar á háskóla- stigi á íslandi og minnti síðan á að það gæti reynst löng bið eftir því tannfé þegar litið er til þess að framlög til hússins verða líklega engin á næsta ári. 700-1.000 milljónir þarf til að ljúka við húsið, en bjartsýnir menn gera sér vonir um að 50-70 milljónir verði lagðar í það árlega. I framhaldi lagði Gísli til að ekki skyldi beðið eftir húsinu heldur skólinn stofnaður strax og síðan yrði þrýst á byggingu hússins sem allra fyrst. Hjálmar H. Ragnarsson taldi að þrýstingur á stjórnvöld minnkaði ef skólinn yrði stofnaður strax. Einnig vildi hann undirstrika það að Listhá- skóli yrði ekki hattur yfir þá skóla á háskólastigi sem fyrir eru heldur ný stofnun sem myndi stokka upp í núverandi kerfi. Morgunblaðið/Sverrir FJÖLMENNI var á stofnfundi félags um Listaháskóla Islands. GINGE SC 40 Nett og meðfærileg sláttuv'' fyrir lítla og meðalstóra o Með grassafnara, 40 srr sláttubreidd og hjólal' Verð kr. 29.900,- MTD 478 Stór og kraftmikil sláttuvél með 5 hp B&S Quantum mótor. Vélin er með drifi, auðstillanlegum hjólalyftum og stórum grassafnara. k Sláttubreidd 21" eða 51 sm. i Verð kr. 73.886,- iA GINGE S 46 SNOTRA Þrælsterk sláttuvél með 3,75 hp B&S mótor, 46 sm sláttubreidd og hjólalyftum. Verð kr. 26.955,- FLYMO L 47 Létt loftpúðavél hentug fyrir brekkur, stórar lóðir og erfiðar aðstæður. Með 4 hp tvígengismótor. Verð kr. 47.375,- G.A. PETURSSON HF Faxafen 14 • Sími 685580 Ert þú með réttu vélina fyrir garðinn? Góð varahluta- og viðgerðaþjónusta. Hressir sölumenn! Opið mán. - íöst. kl. 9:00 - 18:00. Laugard. kl 10:00 - 14:00 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.