Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ -i MINNINGAR « « « GUÐRIÐUR MAR- GRÉT HANSDÓTTIR + Guðríður Mar- grét Hansdótt- ir fæddist á Holti í Fróðárhreppi 10. maí 1911. Hún lést í Sjúkrahúsi Akra- ness 5. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Hans Bjarni Árnason, fæddur 1883, dá- inn 1958, og Þor- hjörg Þórkatla Árnadóttir, fædd 1879, dáin 1969. Guðríður átti sjö systkini. Elst þeirra, Hansbjörg Kristrún, lést strax í barnæsku, en bræð- ur Guðríðar eru: Árni Kristinn, Hans Guðmundur, Kristvin Jósúa, Hallgrímur, Þorsteinn og Arnór Lúðvík. Árið 1932 giftist Guðríður Sigurði Guð- mundi Tómassyni. Þau bjuggu í Einarsbúð í Fróðárhreppi P E R L A N sími 620200 LCGSTCINflR Grofiíl s/f HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR -'SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629 fyrstu fimm bú- skaparárin en fluttust til Ólafs- víkur árið 1938. Þar byggðu þau sér hús sem þau nefndu Framtíð og stendur við Grund- arbraut. Síðustu árin dvöldu þau á Jaðri. Guðríður og Sigurður eignuð- ust fjögur börn. Þau eru: Hermann Marinó, kvæntur Ingveldi Magneu Karlsdóttur, Krist- ín, gift Hallmari Thomsen, Tómas, kvæntur Birnu Ragn- heiði Pétursdóttur, og Haukur, kvæntur Kristínu Halldórs- dóttur. Barnabörnin eru 10 og barnabamabörnin einnig. Guðríður verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.00. NÚ ER hún amma dáin og komin til afa. Það er alltaf sárt að kveðja þau sem ávallt voru svo nærri, sem lltaf höfðu tíma, hlý orð og hálsa- kot að kúra í þegar þurftum við þess. Ekki eru allir svo heppnir að al- ast upp í svo mikilli nálægð við afa og ömmu sem ég og mín börn hafa getað gert. Það er ómetanlegt. Elsku amma Guðríður, nú er ferðin langa hafin og um leið og ég þakka ykkur afa allt vil ég gera þessi orð að mínum, því svo vel lýsa þau ykkur afa mínum og þér elsku ömmu minni. ( „Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn þið mig haldið. En þegar þig hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu." (Ókunnur höf.) Hinsta kveðja. * Berglind. Okkur langaði til að rninnast hennar Guðríðar ömmu í nokkrum orðum. Þó að amma sé dáin lifir ^minningin um hana og við systum- ar eigum margar góðar minningar um ömmu sem við geymum í hjarta okkar. Amma og afí tóku alltaf vel á móti okkur þegar við komum í heimsókn í Framtíð, en þar áttu þau lengst af heima. Amma dekr- aði ævinlega við okkur, lagði dúk á borð og bar fram margskonar kræsingar, þar á meðal gómsætu kleinumar sínar. En amma gerði margt annað en að töfra fram ljúf- fengan mat því hún var mikil hann- yrðakona. Það eru ekki fá pör af sokkum og vettlingum sem hún ERFIDRYKKJUR hefur pijónað á okkur. Það gat verið mjög notalegt að sitja hjá ömmu þegar hún ptjónaði því oftar en ekki raulaði hún líka lítinn lag- stúf. Amma og afi áttu sumarbústað sem stendur rétt fyrir utan Ólafs- vík. Ferðirnar þangað voru alltaf jafnspennandi því þegar þangað var komið lánaði amma okkur systrum potta og pönnur og þar voru ekki ófáar drullukökur bakaðar og skreyttar með blómum. Amma var ákaflega hlý og góð kona sem bar hag okkar systra ætíð fyrir brjósti. Árin hennar ömmu voru orðin áttatíu og fjögur. Síðustu æviárin þurfti hún að takast á við erfiðleika vegna veikinda sinna en tók þeim með jafnaðargeði. Bömin þín og bamabömin blessa og þakka liðinn dag, þakka alla ástúð þína, allar fómir þeim í hag. Liðnar stundir ljúft við geymum, leiðir hér þá skilja nú. Frelsarans í faðminn blíða felum þig i bjartri trú. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku amma. Við vitum að þér líður vel núna. En mikið munum við sakna þess að hafa þig ekki hjá okkur. Við viljum þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Góður guð geymi þig. Brynja, Klara og íris Hrund. Með þessum orðum ætla ég að þakka ömmu minni, Guðríði Hans- dóttur, fyrir samfylgdina á lífsleið- inni. Mig langar að þakka svo ótal margt, segja svo margt, rifja upp óteljandi atvik, en það sem fyrst kemur upp í hugann er „þvílík for- réttindi að hafa átt hana ömmu í Framtíð í öll þessi ár“. Ég þakka ömmu fyrir að hafa tekið virkan þátt í lífí mínu. Hún gladdist með mér, tók líka þátt í ýmsum „smá vandamálum" sem urðu á vegi mínum, sagði mér mein- ingu sína umbúðalaust og skóf ekk- ert utan af hlutunum. Hún var hrein og bein og kom til dyranna eins og hún var klædd. I minningunni á ég mynd af konu, yndislegri konu sem ég bar mikla virðingu fyrir. Ég á líka minn- ingu um lífsglaða og skemmtilega ömmu sem hélt fullri reisn fram í andlátið. I einlægni vil ég þakka ömmu fyrir að hafa verið vinkona mín, henni gleymi ég aldrei og hana tek ég mér til fyrirmyndar. Börnin mín, Hermann, Magni og Kristrún, þakka langömmu sinni fyrir samverustundirnar. Guð styrki alla ættingja og vini Guðríðar Hansdóttur. Ó, faðir, gjör mig ljúflingslag, sem lífgar hug og sál og vekur sól og sumardag, en svæfir storm og bál. (Matthías Jochumsson) Maggý Hrönn Hermannsdóttir. Ástkær föðursystir mín, Guð- ríður Margrét Hansdóttir frá Ólafs- vík, er látin. Hún giftist eina bróður móður minnar, Sigurði Tómassyni, sem er Iátinn. Börn þeirra hjóna, Guðríðar og Sigurðar, og við, dætur Helgu og Árna, erum Jjví systkina- börn í báðar ættir. Óvenju mikill skyldleiki. Enda hefur mér alltaf fundist börnin þeirra, Hermann, Kristín, Tómas og Haukur, vera systkini mín, það lætur nærri. Dugnaði Guðríðar og skörungs- skap var við brugðið. Bakstur og matargerð léku í höndum hennar. Ekki var það ósjaldan sem ég naut góðs af. Pijónaskapur og handa- vinna hvers konar veitti henni ómælda ánægju og stundaði hún þá iðju til hins hinsta. Guðríður átti hugmyndina að því að við héldum ættarmót í septem- ber 1983, í minningu foreldra þeirra, Hans Bjarna Árnasonar og Þorbjargar Þorkötlu Árnadóttur. „Pabbi hefði orðið hundrað ára í ár,“ sagði hún, þegar hún var að ræða hugmyndina. Þessu var vel fagnað. Niðjar og makar umsvifa- laust settir í hinar ýmsu fram- kvæmdastöður. Mótið fór fram á Holti á Brimilsvöllum, þar sem afi og amma bjuggu lengst af og í Ólafsvík. Þar bjuggu þau síðustu æviár sín. Allir sem vettlingi gátu valdið mættu til mótsins, sem varð okkur ógleymanleg minningarperla. Ég minnist Guðríðar þar sem hún af skörungsskap og reisn, bauð okkur velkomin á svæðið, við hátíð- arkvöldverð í Hótel Ólafsvík. Einnig er mér föðursystir mín ógleymanleg á 300 ára afmæli Ól- afsvíkur. Þar skartaði hún sínum fallega íslenska búningi. Utan yfir hann bar hún möttul. Ég var mjög stolt af henni, þá sem og endranær. Allir miklir menn oss sýna, manndóms tign er unnt að ná, og eiga þegar árin dvína eftir spor við tímans sjá. Fram að starfa! fram til þarfa! flýjum aldrei skyldu-braut! Vinnum meira! verkum fleira! vinnum eins þó löng sé þraut! (Henry W. Longfellow) í mörg ár átti Guðríður við van- heilsu að stríða. Hún sigraði æ ofan í æ, þar til nú. Hún lést annan dag + Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir,afi,bróðir og tengda- sonur, HÖRÐUR KRISTJÁNSSON múrari, Vesturbergi 4, sem lést á heimili sínu 10. júní, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudag- inn 16. júní kl. 13.30. Ester Valtýsdóttir, Anna Gunnlaugsdóttir, Valtýr Harðarson, Dagný Ágústsdóttir, Laufey Harðardóttir, Steingrímur H. Steingrímsson, Stefán Harðarson, Maria Breiðfjörð, Garðar Jónsson, Atli Már Valtýsson, Elias Kristjánsson, Steinunn Halldórsdóttir, Svava T ryggvadóttir. hvítasunnu á sjúkrahúsi Akraness. Kæru ættingjar og vinir. Ég og fjölskylda mín vottum ykkur dýpstu samúð. Megi góður Guð styrkja ykkur og fylla það tómarúm sem fráfall Guðríðar skilur eftir. Ingibjörg Árnadóttir. Elskuleg föðursystir mín Guð- ríður Margrét Hansdóttir verður til grafar borin í dag. Með örfáum orðum langar mig að minnast hennar. Það verða mikil kaflaskipti hjá stórri fjölskyldu þegar ættmóðir fellur frá. Samheldin fjölskylda missir mikið, það kemur skarð sem ekki verður fyllt. Hefðir og sam- skipti sem mótast hafa á áratugum, þau raskast og verða ekki hin sömu aftur. En ef við horfum til baka yfir líf fullorðinnar konu sem hefur skilað sinni lífsgöngu og menningararfleið í alla staði vel og flutt trú á almátt- ugan Guð inn til nýrra kynslóða, þá getum við í rauninni verið glöð og þakklát. Hún heilsaði lífinu á bænum Holti á Brimisvöllum í Fróð- árhreppi á Snæfellsnesi þann 10. maí 1911 og kvaddi það 5. júní 1995 áttatíu og fjögurra ára gömul á Sjúkrahúsinu á Akranesi eftir stutta en erfíða sjúkdómslegu. Foreldrar hennar voru Þorbjörg Þórkatla Ámadóttir og Hans Bjarni Árnason. Sex bræður Guðríðar eru á lífí en systir hennar Hansbjörg Kristrún lést nokkurra mánaða gömul. Guðríður var þriðja elst af þessum systkinahópi en aldursröð þeirra er þessi: Hansbjörg Kristrún, Árni Kristinn, Guðríður Margrét, Hans Guðmundur, Kristvin Jósúa, Hallgrímur, Þorsteinn, og Arnór Lúðvík. Það verða mikil þáttaskil hjá þeim bræðmm sex sem nú kveðja sína elskulegu systur, ég trúi því að ég megi segja fyrir munn þeirra allra að hún var þeim öllum svo innilega kær, hún var þeirra kæra systir, djásn og drottning. Guðríður ólst upp í Holti við kærleika og hlýju foreldra sinna og bræðra. Hún hefur örugglega þurfta að leggja sitt af mörkum í erfiðri lífsbaráttu á þeim árum. Það voru margir munnamir að metta og afkomumöguleikar rýrir, eins og hjá flestum á þeim árum. Húsakost- ur og kjör voru þannig að við sem yngri erum höfum aldrei kynnst slíku. Strákarnir í Holti voru dug- miklir og kröftugir og hafa sjálf- sagt þurft sitt bæði í fæði og þjón- ustu. Guðríður lærði margt nytsam- legt og gott af sinni móður sem var hagleikskona við hannyrðir og sauma. Verk- og hagleikskunnáttan fylgdu Guðríði alla tíð. Foreldrar hennar Hans og Þorbjörg voru dugnaðarfólk sem komu upp þess- um stóra barnahópi með mikilli sæmd. Árið 1932 giftist Guðríður móð- urbróður mínum Sigurði Tómassyni frá Bakkabúð á Brimilsvöllum og byrjuðu þau sinn búskap að Einars- búð á Brimilsvöllum. Þar áttu þau heima um það bil sex ár. Sigurður stundaði þar búskap og sjóróðra. Árni Hansson (faðir undirritaðrar), bróðir Guðríðar, og Sigurður voru góðir vinir og félagar og áttu sam- an trillubát sem þeir nefndu „Þröst“. Vinátta þeirra Árna og Sigurðar var náin og innileg, margt var sér til gamans gert og ýmislegt brallað, en það var líka tekist sam- eiginlega á við erfiðleikana. Oft hefur verið talað um þessi ár og þó að þessir atburðir hafi átt sér stað áður en við afkomendur þeirra fæddumst hafa þeir öðlast líf í hugum þeirra sem á frásagnirn- ar hlýddu. Enn í dag er til trillubát- ur sem Hermann sonur þeirra hjóna á og ber nafnið „Þröstur“. Þeim báti er verið að leggja núna og nýr bátur að koma í staðinn en ekki fínnst neitt betra nafn á nýja bátinn , þannig að það verður bara „Þröst- ur II“. Þeir minntust oft á það að þegar þeir byijuðu sína útgerð sagði amma Sigurðar, Kristín Sigurðar- dóttir, að það þyrfti að blessa bát- inn og biðja fyrir þeim áður en þeir hæfu útgerðina. Þeir gegndu gömlu konunni og fóru með hana í sinn fyrsta róður og þáðu bænir hennar og blessanir sem hún bað til Skapara síns. Árið 1938 fluttust þau til Ólafs- víkur og byggðu sér hús sem þau nefndu Framtíð og stendur enn við Grundarbraut. Þar bjuggu þau síð- an allan sinn búskap fyrir utan síð- ustu árin þegar heilsu Sigurðar og reyndar Guðríðar líka um tíma hrakaði þá fluttu þau í íbúð á Dval- arheimilinu Jaðri í Ólafsvík. Sigurð- ur sótti í fýrstu sjóróðra frá Olafs- vík, en vann síðan við vélsmíði og vélgæslu. Sigurður lést 5. nóvember 1991 Guðríður og Sigurður eignuðust fjögur börn, þau eru: Hermann Marinó, sem rekur hjólbarða- og smurþjónustu, kvæntur Ingveldi Karlsdóttur; Kristín aðstoðarmaður tannlæknis, gift Hallmari Thomsen; Tómas rekur vinnuvélaleigu, kvæntur Birnu Pétursdóttur; Hauk- ur málarameistari, kvæntur Krist- ínu Halldórsdóttur. Barnabörnin eru 10 og baranbarnabörnin 10. Börn þeirra búa öll í Ólafsvík nema Haukur sem er búsettur í Reykja- vík. Ég undirrituð átti því láni að fagna að vera tengd þessum hjónum sterkum skyldleika- og kærleiks- böndum. Eins og áður var sagt var móðir mín systir Sigurðar og faðir minn var bróðir Guðríðar. Börnin þeirra hafa verið í mínum huga sem mín systkin. Ég var líka svo heppin að alast upp fyrstu átta ár ævi minnar í nágrenni við þau. Ég hef oft leitt hugann að því hvað það sé leiðinlegt að eiga ekki bróður eða bræður, en við erum þijár systurn- ar, þá hef ég alltaf bætt þeim syst- kinum við í huganum og þá eignast ég þijá bræður og eina systur í við- bót. Þau hafa alltaf verið í mínum huga sem systkini mín. Skyldleikinn var mikill, þótt að það segi ekki alltaf allt, heldur miklu fremur sá kærleikur og vinátta sem við feng- um í arf frá foreldrum okkar, sá kærleikur sem var á milli foreldra okkar, hann streymdi til okkar barna þeirra. Guðríður var mér kærleiksrík og góð frænka. Mér hefur verið sagt frá því að þegar ég var níu mánaða og foreldrar mínir nýfluttir til Ólafs- víkur með þijár ungar dætur sínar, bjuggu í leiguhúsnæði meðan verið var að byggja það hús sem átti að verða framtíðarheimilið. Þetta voru erfiðir tímar og lítil efni. Við þá erfiðleika bættist að pabbi veiktist hastarlega af einhveijum sjúkdómi sem ekki var vitað hver var, heimil- ið því sett í sóttkví . Ekki þótti ráðlegt að hafa svo ungt barn inni á heimilinu. Læknir staðarins krafð- ist þess að ég yrði tekin af heimil- inu. Það ráð var tekið að baða mig upp úr sterku sótthreinsandi vatni og síðan átti einhver utanaðkom- andi að koma með handkiæði með sér og taka við mér nakinni, nýbað- aðri og sótthreinsaðri. Það hefur sjálfsagt ekki verið neitt vinsælt að taka við barni frá þessari fjöl- skyldu þar sem það var ekki vitað hvaða sjúkdómur var þarna á ferð. Guðríður frænka mín valdi sér það hlutverk að taka við þessum nakta sótthreinsaða unga og annast hann á meðan þetta ástand varði. Böm skynja örugglega mun meira en við gerum okkur grein fyrir á fyrstu mánuðum lífsins. Mér hefur alltaf fundist hún svo einstaklega nákomin og það held ég að hafi verið gagnkvæmt. Allar mínar minningar úr Fram- tíð, heimili þeirra Guðríðar og Sig- urðar, eru ákaflega góðar. Sem krakki sótti ég fast að koma til þeirra og ef hliðið var lokað og ég gat ekki opnað það strax reyndi ég að klifra yfir. Afleiðingarnar af því brölti urðu ekki góðar, ég steyptist á hausinn á stéttina hinum megin og skarst á enninu og ber þess merki enn. En þetta voru smámun- ir sem höfðu ekkert að segja. „Bragð er að þá bamið finnur." Það var ætíð hlýtt og notalegt að koma í Framtíð, húsakynnin voru ekki stór og fylla ekki kröfur nútím- ans en það er ekki það sem hjarta mannsins leitar að í raun. Við « «
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.