Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ EYJOLFUR GÍSLASON + Eyjólfur Gísla- son fæddist á Búastöðum í Vest- mannaeyjum 22. maí 1897. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 7. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Gísli Eyjólfsson frá Kirkjubæ í Vest- mannaeyjum, for- maður og bóndi á Eystri-Búastöðum, f. 1867, d. 1914, og Guðrún Magnús- dóttir frá Berjanesi í V-Landeyjum, f. 1865, d. 1936. Gísli Eyjólfsson var sonur hjón- anna Eyjólfs Eiríkssonar, bónda á Kirkjubæ í Vestmanna- eyjum, og konu hans, Jórunnar Skúladóttur, sem ættuð var úr Pétursey í Mýrdal. Frá Eyjólfi og Jórunni eru komnar fjöl- mennar ættir í Vestmannaeyj- um. Böm þeirra voru Guðjón, síðar bóndi í Kirkjubæ, Jóel, formaður og útvegsbóndi í Sælundi, húsfreyjurnar Rósa, sem bjó í Eystra-Þorlaugar- gerði í Vestmannaeyjum og Margrét í Stóra-Gerði í Eyjum. Magnús Jónsson í Berjanesi, faðir Guðrúnar, móður Eyjólfs, var hálfbróðir Þorsteins Jóns- sonar læknis í Vestmannaeyj- um í rúm 40 ár, en hann var atkvæðamaður í málefnum Eyjamanna og stundum nefnd- ur Eyjajarl. Þau hjón, Gísli og Guðrún, eignuðust fimm börn, tvö þeirra dóu í frumbemsku, en þijú komust á legg: Lovísa, sem var elst, f. 1895, d. 1978, húsmóðir á Búastöðum, Eyjólf- ur og Jómnn, sem var yngst systkinanna og andaðist í Reykjavík 16 ára að aldri. Með fyrri konu sinni Margréti Run- ólfsdóttur eignaðist Eyjólfur Erlend, f. 1919, sem er kvæntur Helgu Áberg og eiga þau tvö böm. Með seinni konu sinni, Guðrúnu Brandsdóttur, eign- aðist hann þijú börn, dóttur sem dó í frumbernsku, Gísla, f. 1929, sem kvæntur er Hildi Káradóttur og eign- uðust þau fjögur börn, og Guðjón Ármann, f. 1935, kvæntur Aniku J. Ragnarsdóttur og eiga þau fjögur böm. Guðrún andaðist á Hrafn- istu í Reykjavík 16. desember 1981. Eyjólfur var einn af stofnend- um skipstjóra- og stýrimannafé- lagsins Verðandi i Vestmanna- eyjum árið 1938. Hann var heið- ursfélagi Verðandi og sat í stjóm og varastjórn samfleytt í rúman aldarfjórðung, oftast sem ritari, en formaður var hann 1955-56. Eyjólfur ritaði margar greinar í Sjómanna- dagsblað Vestmannaeyja og 1981 birtist þáttur um ævi hans í safnriti Guðmundar Jakobs- sonar, Fleytan í nausti. Eyjólfur var einn af stofnendum Vest- mannaeyingafélagsins Heima- kletts, sem starfaði að söfnun og varðveislu sögulegra minja í Vestmannaeyjum og öðmm menningarmálum eins og gerð sérstakrar kvikmyndar um Vestmannaeyjar. Hann sat í fyrstu Byggðasafnsnefnd Vest- mannaeyja, sem starfaði í 20 ár og lagði gmnn að Byggðasafni Vestmannaeyja. Um tíma starf- aði Eyjólfur á Byggðasafninu við skráningu muna og mynda. Utför Eyjólfs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. Jarðsett verður 1 Fossvogskirlqugarði. Á KVEÐJUSTUND Eyjólfs frænda, eins og mér var tamast að kalla hann koma fram í hugann myndir og minningar frá veröld sem var og kemur ekki aftur vegna ein- stæðra náttúruhamfara og jarðelda í Vestmannaeyjum. Eyjólfur ólst Erfídrykkjur Glæsileg kaffi- hiadborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 FLUGLEIÐIR HÖTEL LOFTLEIBIR upp á útvegsjörð þar sem fiskveið- ar, landbúnaður, fuglaveiði á súlu, svartfugli og lunda og eggjataka í björgum eyjanna var aðal björg fólks. Faðir Eyjólfs var mikill bjarg- veiðimaður og hans bræður ann- álaðir léttleikamenn í íjöllum og var Eyjólfur ekki gamall þegar faðir hans fór að lofa honum að koma með í útey og læra lundaveiðar og eggjatöku. Þegar Eyjólfur var full- tíða maður var hann með allra bestu bjargveiðimönnum, léttleikamaður og snar í hreyfingu og var hann oft forystumaður þegar farið var í Helliseyjaleigumála og seig hann oft Sám sem er erfiðasta bjargsig í Vestmannaeyjum. Þegar skemmti- ferðaskip voru að koma til Eyja á sumrum fyrir stríð sýndu Eyjólfur og hans félagar bjargsig af Mold fyrir ferðamenn sem gerðu góðan róm að fíldirfsku mannanna. Systkininn Eyjólfur og Lovísa voru ekki gömul þegar þau fóru að hjálpa til við búskapinn svo sem fiskaðgerð í Króm og hirða um sauðfé og aðdrætti til og frá heimil- inu sem þau réðu við, svo sem fugl sem kom úr úteyjum, því allir að- drættir voru bomir á höndum eða t Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför PAULS V. MICHELSEN garðyrkjubónda frá Hveragerði. Guð blessi ykkur. Frank Michelsen, Ragnar Michelsen, Georg Már Michelsen og fjölskyldur. baki á þessum tíma. Eyjólfur var 11 ára þegar hann fór að beita línu svo heitið gæti þá jafnhliða bama- skólanum. Það þótti mannsbragur að því að fara að heiman og draga sig til bjargar. Fimmtán ára fór Eyjólfur austur á Brekku í Mjóa- firði og var þar í þijú sumur og vann hann þar bæði á sjó og við landbúnaðarstörf eftir því sem til féll. Eyjólfur hóf sinn frægðarferil sem formaður árið 1919 sem stóð samfellt næstu 40 árin. Þegar ég minnist frænda míns hrannast upp minningar úr þessari stærstu ver- stöð landsins þegar róið var eftir hefðbundnu formi á línu og net. Mest var fylgst með þessum litlu bátum þegar suðaustan óveður var að skella á, þá stóðum við krakkarn- ir undir húsveggjum og fylgdumst með bátunum þegar þeir voru að koma úr Faxasundi austur flóann. Margir saman sigldu þeir í halarófu austur að Bjamarey en þar fengu bátamir lygnu af eynni. Við krakk- arnir þekktum alla bátana en þegar Emma kom hlupum við niður á bryggju til að taka á móti frænda. Arið 1928 byggði Eyjólfur hús skammt fyrir sunnan sitt æsku- heimili og kallaði það Bessastaði, eftir grunnbrotinu Bessa sem er grynning auðaustur af Heimaey og brýtur á í óveðmm. Sama ár giftist Eyjólfur Guðrúnu Brandsdóttur og var hún mikil húsmóðir og hann- yrðakona svo af bar. Eftir að systk- inin Lovísa og Eyjólfur fóra að búa höfðu þau félagsbú. Á sumrin var mikið líf og gleði við heyskap á túni Búastaða og mikill samgangur var á milli granna. Eldgosið á Heimaey og allt það umrót sem því fylgdi hafði slæm áhrif á Eyjólf og fleiri gróna Vestmannaeyinga. Seint um kvöldið þann 24. janúar 1973 var verið að bjarga því sem var fljótlegast að taka og koma út úr Bessastöðum og voru aðstæður erfíðar. Mér fannst sárast þegar ég stóð í síðasta sinn í skrifstofunni og bókaherbergi Eyjólfs frænda að þurfa að horfa á eftir öllum bókun- um og öðrum verðmætum í húsinu en Eyjólfur var mikill fræðimaður og fóríþar margur fróðleikur for- görðum. Eftir Eyjólf liggur fjöldi skrifaðra greina sem birtar hafa verið í sjómannadagsblaði Vest- mannaeyinga og fleiri ritum. Eyjólfur og Guðrún settust að í Garðinum innan um frændur og vini sem settust þar að eftir gosið. Úr Garðinum fluttu þau að Hrafn- istu í Reykjavík 1981 og leið þeim þar vel. Við Búastaðasystkinin þökkum honum allt sem hann var okkur í æsku og alla aðstoð við systur sína meðan hún var að koma bamahópnum á legg. Ég og fjöl- skylda mín viljum þakka Eyjólfí öll árin sem við fengum að vera með honum og minningar okkar um Eyjólf eru margar og hverfa ekki. Við viljum votta sonum hans og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Guð styrki ykkur öll. Jón Bryngeirsson frá Búastöðum. Aldamótakynslóðin er að kveðja. Eyjólfur Gíslason frá Búastöðum, lengst af kenndur við Bessastaði, þar sem hann bjó um áratugaskeið með ágætri eiginkonu sinni, Guð- rúnu Brandsdóttur og sonum, Gísla og Guðjóni Ármanni, hefur kvatt í hárri elli með farsælt ævistarf að baki. Austurgirðingin í Eyjum með Kirkjubæina að miðpunkti var heimur út af fyrir sig. Þeir, sem þar bjuggu, á einum fegursta un- aðsreit Heimaeyjar, urðu hvað harðast úti, er jarðeldarnir bratust út 1973. Þetta ágæta fólk lifði þá einstöku reynslu, að sjá ævistarfíð, ræktað land og híbýli sín hverfa undir ólgandi hraunflóðið. En miskunnsemi Guðs má ei gleyma. Öllum var bjargað. Styrkur Eyjólfs á Bessastöðum brást aldrei. Hans ævistarf var fyrst og fremst að sækja sjóinn og draga björg í bú, og leggja þar með grunn- inn að öllum framförunum sem við njótum í dag. Það tókst Eyjólfi með miklum ágætum. Hann var í áratugi í fremstu röð fengsælla formanna og happasæll með eindæmum. Einstaka mann- hylli hafði hann og sömu sjómenn- ina sér við hlið í áraraðir. Þetta sýnist hafa verið ærið ævi- starf, en Eyjólfi var þetta ekki nóg. Hann var fróðleiksfús og hafsjór af öllu, sem tengdist sögu Eyjanna sem hann unni svo mjög. Eyjólfur skráði feikn frá gömlum dögum, var einstaklega áheyrileg- ur, er hann sagði frá, svo að unun var á að hlýða hans sérstæðu frá- sagnarlist. Byggðasafnið, sem undirritaður veitir forstöðu, á Eyjólfi mikið upp að unna, og á skilnaðarstund er ljúft og skylt að þakka hans brautryðj- endastörf við söfnun og varðveislu menningarverðmæta, en hann vann lengi með Þorsteini Þ. Víglundssyni, þeim mikla eldhuga, og fleiri góðum mönnum, að stofnun safnsins, auk þess að vera í fyrstu stjóm þess. Við minnumst Eyjólfs Gíslasonar með virðingu og þökk og biðjum ættmennum hans og fjölskyldum blessunar Guðs. Jóhann Friðfinnsson. Afi okkar, Eyjólfur Gíslason frá Bessastöðum í Vestmannaeyjum, hefur nú lokið langri og merkilegri ævi. Hann lifði næstum því í heila öld og mundi tímana tvenna, árskip í naustum og fyrstu ár vélbátanna í Vestmannaeyjum. Á æskuáram hans hófst hin þróttmikla uppbygg- ing Vestmannaeyjabæjar í byijun þessarar aldar. Hann tók strax á unga aldri þátt í athafnalífinu í Vestmannaeyjum og aðeins 16 ára gamall fór hann til sjós. í hálfa öld sótti hann sjóinn og var einn af aflasælustu skipstjór- um í Eyjum. Hann var farsæll skip- stjóri í rúm 40 ár; vinsæll og virtur af öllum og þó sérstaklega sinni skipshöfn, sem þótti vænt um hann eins og öllum sem honum kynntust á lífsleiðinni. Afi var einkar mann- sæll og hafði sömu hásetana ár eftir ár. Margir þeirra urðu ævi- langir vinir hans og sendu honum gjafir og stóðu í bréfaskriftum við hann svo lengi sem afí lifði. Þegar við komum í þennan heim hafði afi þegar lagt dijúgan skerf til þjóðfélagsins sem sjómaður. Eftir að afí hætti á sjónum vann hann við fiskvinnslu og uppsetningu veiðarfæra í Vestmannaeyjum. í eldgosinu á Heimaey í janúarmán- uði árið 1973 fór hann ásamt fjöl- skyldu sinni frá Vestmannaeyjum. Heimili afa og ömmu, Bessastaðir og allt nágrenni og æskuslóðir hans, fór undir hraun og eimyiju í eldgos- inu. Þennan gosvetur fluttu þau afi og amma suður í Garð. í Garðinum hóf afí störf hjá ísstöðinni og vann þar fram yfir áttrætt. Eins og flestir Eyjadrengir á æskuáram afa, valdi hann sjó- mensku sem ævistarf. Hann var hneigður fyrir sjóinn og lýsti því oft hvað honum leið vel á sjónum og hefði átt skemmtilega ævi með góðri skipshöfn og félögum við að draga físk úr sjó og veiða fugl í bjargi. Afi var einnig mjög bókhneigður og hafði alla tíð sérstaklega gaman af að skrifa, enda hafði hann fal- lega rithönd og var vel ritfær. Sú litla og takmarkaða skóla- ganga sem hann átti kost á í æsku nýttist honum ótrúlega vel, til dæm- is gat hann haldið uppi samræðum og bjargaði sér á ensku eftir aðeins stuttan kvöldskóla. Á níræðisaldri þuldi hann utan að heilu kaflana og ensku stílana, sem hann hafði skrifað um tvítugt. En í hans ung- dæmi voru viðhorfín önnur en nú til dags og álitið „að bókvitið yrði ekki í askana látið“. Það hljómaði því undarlega í okkar eyrum, þegar við heyrðum hann segja frá því, þegar hann var lítill drengur og varð að stelast til að lesa við lítið lampaljós á kvöldin. Þegar það upp- götvaðist var lampinn tekinn frá honum og hann fékk ákúrur fyrir. Ef afi hefði fengið tækifæri, hefði langskólanám legið vel fyrir honum. Hann var grúskari og ágætur fræði- maður og safnaði öllum blöðum og ritmáli sem hann komst yfir. Þegar hann var hressastur á Hrafnistu var varla hægt að fá sæti fyrir öllum blöðunum, sem voru hjá honum. Við eldri systkinin munum vel eftir stóra fallega húsinu, Bessa- stöðum í Eyjum, en þangað var alltaf gaman og spennandi að koma og fá leyfí til að skoða fallega muni í stásstofunni hjá afa og ömmu. Við eigum margar kærar minn- ingar um heimsóknir okkar út í Garð, en þangað var farið svo til á hveijum sunnudegi í mörg ár. Okk- ur þótti þetta þá talsvert ferðalag og mikið ævintýri. Á milli þess sem við fjögur drukkum súkkulaði hjá ömmu og úðuðum í okkur pönnu- kökum, geystumst við um húsið og lóðina í leikjum, og þótti afa stund- um nóg um. Stuttu eftir að afi og amma fluttu á Hrafnistu í Reykjavík dó Guðrún amma 16. desember 1981. Afi avaldi áfram á Hrafnistu seinustu fjórtán ár ævinnar við skriftir og lestur góðra bóka. Afi skrifaði svo lengi sem hann gat endurminningar frá sjómannsáram sínum og lífínu í Éyjum. Vonandi verða þær gefnar út í bók sem merk heimild um sjó- mennsku og aldarfar fyrr á þessari öld. Á Hrafnistu leið afa vel og var heilsa hans góð þar til síðustu mán- uðina sem hann lifði. Aldrei heyrðist hann kvarta enda var hann sérstak- lega nægjusamur maður og vildi aldrei láta aðra hafa neitt fyrir sér. Til vitnis um hvað honum leið vel á Hrafnistu og hve heimakær hann var þar er að oft var erfítt að fá hann með okkur í bíltúr á sunnudög- um eða í kaffi i Hjallalandið. Þó lét hann stundum tilleiðast og var nafni hans þá venjulega uppáhaldsbílstjór- inn, en á góðviðrisdögum keyrði hann iðulega með afa sinn í langar ökuferðir út fyrir bæinn. Alltaf nema síðasta æviárið hafði afí logandi vita út í glugga sem þannig skar sig úr og lýsti langar leiðir. Það var alltaf gaman að koma að Hrafnistu og sjá kveikt á vitanum í glugganum hjá afa. Þaðan naut hann útsýnis yfír Reykjavíkurhöfn og borgina. Alltaf var hægt að spjalla við hann um liðna tíma í Eyjum. „Mig dreymir alltaf til Eyja“, sagði hann oft með þungri áherslu. Við kveðjum afa okkar með sökn- uði og þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast honum og hafa haft hann hjá okkur svo lengi. Hveija sjóferð hóf hann með því að fara með langa sjóferðabæn sem hann kunni utan að. Nú hefur afi lagt upp í sína hinstu sjóferð og „sýður á keipum himinlind “. Þessi fallega sjóferðabæn er höfð eftir afa í Sögum og sögnum úr Vest- mannaeyjum og hann gat farið með hana fram að dánardægri. Fyrr á tímum lásu sjómenn í Vestmanna- eyjum bænina í hljóði, hver fyrir sig, þegar komið var út á móts við Nausthamar og tóku þá ofan höfuð- fötin. Þar segir í upphafsorðum : „Við skulum nú allir biðja guð al- máttugan að vera með okkur í Jesú nafni." Síðar segir í bæninni: „Uppljúk þinni mildu hendi og send oss þína blessun". Þetta er okkar kveðja til elsku afa, Eyjólfs Gísla- sonar. Guð blessi minningu hans og Guðrúnar ömmu. Ragnheiður, Ragnar, Eyjólf- ur og Kristín Rósa. ‘Vandaðir Cegsteinar Varanleg minning TASTEINN Brautarholti 3. 105 Reykjavík Sími: 562 1393 Úrval Ijóskera, krossa og fylgihluta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.