Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 41 SKÓLALOK MIIMIMIIMGAR Morgunblaðið/Björn Björnsson Utskriftarnemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Slit Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki Sauðárkróki - Jón Fr. Hjartarson, skólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra minnti í skólaslitaræðu sinni, þá nemend- ur skólans sem nú hverfa til frek- ara náms og annarra starfa, á þau sannindi að gefa gaum að gildum hins daglega lífs og áhættum, án þess að vilji þeirra og hugrekki til að leggja góðum málum lið, biði við það hnekki. Einnig að sjálfbirgingsháttur og steigurlæti væri lélegt veganesti þeim sem legði út á braut frekari þckking- aröflunar eða mannlegra sam- skipta. Skólaslit Fjölbrautaskólans fóru nú í fyrsta sinn fram.í hinu nýja og glæsilega bóknámshúsi skólans að viðstöddum fjölda gesta. í skólaslitaræðu sinni gerði skólameistari grein fyrir starfi skólans á liðnum vetri og kom þar fram hversu mjög aðbúnaður allra þeirra sem við stofnunina starfa hefur breyst til batnaðar með tilkomu hins nýja húss, sem er þó ekki enn fullbúið eða að fullu tekið í notkun. Enn er ófrá- gengið tölvuver skólans ásamt fyrirlestrasal og kennslustofu, sem er á neðri hæð í norðurenda hússins. Þá kom einnig fram í ræðu skólameistara að verkfall kenn- ara gerði starfið á vetrinum mjög erfitt, og einnig varð það til þess að allmargir nemendur hurfu frá námi og komu ekki aftur að verk- falli loknu. Útibú á Siglufirði og Blönduósi í tengslum við skólann voru starfrækt útibú á Siglufirði og Blönduósi, þar sem kennsla fór fram í almennu bóknámi á fyrsta ári, en einnig var sjúkraliðabraut á Siglufirði. Fjöldi nemenda hlaut viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur og einnig fyrir góð störf í þágu skólans og nemenda- félagsins, en síðan þakkaði skóla- meistari þeim kennurum sem nú láta af störfum ágætt samstarf og þakkaði sérstaklega Þórdísi Magnúsdóttur dönskukennara sem hefur starfað við skólann frá upphafi, en er nú á förum frá Sauðárkróki. Aðrir kennarar sem hverfa nú frá skóianum eru á leið til frek- ara náms. Að þessu sinni brautskráðust 41 af stúdentsprófsbrautum, tveir af atvinnulífsbraut og einn af iðn- námsbraut. Við skólaslitin söng kór skólans undir stjórn Hilmars Sverrissonar tónmenntakennara en einnig sungu þau Gísli Magnason nýstúd- ent og Svana Berglind Karlsdóttir einsöng og tvísöng við undirleik Heiðdísar Lilju Magnúsdóttur, en þær Svana og Heiðdís eru báðar fyrrverandi stúdentar frá skólan- um. Fyrir hönd nýstúdenta flutti Stefán Kemp skólanum kveðjuorð og Júlíus Guðni Antonsson flutti kveðju tíu ára stúdenta, árnaði skólanum velfarnaðar og afhenti peningagjöf í hljóðfærasjóð skól- ans. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LEOPOLDI'NA BJARNADÓTTIR, Þrastargötu 3, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. júní kl. 1 5.00. Sigríður Ella Magnúsdóttir, Símon Vaughan, Bjarni P. Magnússon, Steingerður Hilmarsdóttir, HallgrímurÞ. Magnússon, Sigurlaug Jónsdóttir, Sigrún K. Magnúsdóttir, Tryggvi Felixson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar GUÐMUNDAR KRISTJÁNSSONAR vélstjóra, Borgarbraut 8, Grundarfirði. Jón Kristjánsson, Elinborg Kristjánsdóttir, Trausti Jónsson, Rúrik Kristjánsson, Ragnheiður Reynis, Arnór Kristjánsson, Auður Jónasdóttir, Jónína Kristjánsdóttir, Jón Eibergsson, Kristín Kristjánsdóttir, Oddur Magnússon. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNBORGAR TÓMASDÓTTUR frá Seljalandi, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á hjúkrunardeild A-3, Hrafnistu í Reykja- vík. Sigríður Sigurjónsdóttir, Björn Önundarson, Dýrfinna Sigurjónsdóttir, Sigurður Jónsson, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Jörgen Sigurjónsson, Anna Ingólfsdóttir, Jón Oddur Sigurjónsson, Helga Snorradóttir, Sigrún Ingimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Fyrstu nemendurnir útskrifast úr fjarnámi Fósturskóla Islands „Þetta hefur verið gott fyrir sjálfstraustið“ t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, LILJA STEFÁNSDÓTTIR, Granaskjóli 3, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. júní kl. 13.30. Guðmundur Gíslason, Steinunn Jónsdóttir, Guðmundur Kjalar Jónsson, Særún Sigurgeirsdóttir, Guðmundur Ingvar Jónsson og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og lang- amma, RUT ÞÓRÐARDÓTTIR, Vífilsgötu 1, Reykjavík, sem lést i Borgarspítalanum laugardag- inn 10. júní, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 16. júní kl. 10.30. Óli Valdimarsson, Alda Óladóttir Bredehorst, Manfred Bredehorst, Erna K. Óladóttir, Atli Þór Ólason, Guðrún Guðmundsdóttir, ElfarÓlason, Bjarney Bergsdóttir, Eygló Rut Óladóttir, systur, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra mörgu, sem heiðruðu minningu bróður míns, GUNNARS A. HUSEBY, og sýndu mér vináttu og samúð. Sérstakar þakkir til sr. Braga Friðriks- sonar, Knattspyrnufélags Reykjavíkur, íþróttasambands Islands og Iþrótta- þandalags Reykjavíkur. Guð blessi ykkur öll. Britha Huseby. GUÐFINNA Magnúsdóttir frá Bol- ungarvík er ein þrjátíu kvenna sem nýlega útskrifuðust frá Fósturskóla íslands, eftir fjögurra ára lj'arnám. Þetta er fyrsti hópurinn sem útskrif- ast sem leikskólakennarar úr námi stunduðu að mestu í heimabyggð hvers og eins. Guðfinna segir vinnu- öryggi hafi ýtt henni út í að hefja nám eftir 26 ára hlé, en hún hefur unnið á leikskólanum í Bolungarvík undanfarin ár. Hún segir að námið hafi verið skemmtilegt, en jafnframt strembið. „Þetta hefur verið gott fyrir sjálfs- traustið," segir hún. Hópur 36 kvenna hóf námið fyrir fjórum árum og að sögn Elsu Jóns- dóttur hjá Fósturskóla Islands, er námið þannig uppbyggt að nemendur koma til Reykjavíkur þrisvar á ári, í ágúst, janúar og maí/júní í 3-4 vikur í senn, alls í tíu vikur á ári. Þær vik- ur sem nemendur eru í Reykjavík eru helst notaðar til að kenna listgreinar en heima vinna nemendur að ýmsum öðnim verkefnum. Elsa segir að markmiðið með ijarnáminu hafi verið að veita fólki á landsbyggðinni tækifæri til að mennta sig og að sama skapi reyna að bæta úr skorti á leikskólakennur- um. Guðfinna tekur undir þetta og segir að þessi möguleiki á fjarnámi skipti miklu máli fyrir landsbyggð- ina. Námið skili sér jafnóðum, og nýtist þannig í heima- byggð hvers og eins. Nemendur þessa fyrsta útskriftarár- gangs komu víðsvegar að af landinu, stór hóp- ur var að norðan, en einungis ein af Aust- flörðum og einnig var Guðfinna ein af Vest- fjörðum. „Það var oft erfitt að vera ein í fjórð- ungnum," segir hún. „Það er oft gott að að tala við einhvern sem er á sama róli.“ Á eftir að sakna námsins Guðfinna segist eiga eftir að sakna þess að hitta ekki bekkinn eins og undanfarin fjögur ár, þó svo að oft hefði verið stremb- ið að komast í burtu í fjórar vikur í senn. Einnig segir hún að það sé stórt stökk að hefja nám eftir rúmlega tveggja áratuga hlé auk þess að íjarnáminu fylgdi talsvert álag á fjöl- skylduna. „Þetta byggist allt á sam- vinnu og því að færa fórnir. Maður þarf að eiga góða íjölskyldu sem þolir að maður sé á flakki,“ segir hún. Guðfinna er gift og á fjögur börn. Þtjú þeirra eru vaxin úr grasi, en yngsta dóttirin var sex ára þegar • Kristinn Guðfinna Magnúsdóttir. Guðfinna hóf fjar- námið. „Þetta hefur bitnað mest á henni,“ segir hún. Tvisvar varð Guðfinna til dæmis að taka dótturina með til Reykjavíkur í janúar- önninni, taka hana úr skólanum fyrir vestan og koma henni í skóla í Reykjavík. Þurfti að standa við stóru orðin Ástæðu þess að hún skellti sér í nám segir hún vera að hún hafi alltaf sagt að hún gæti ekki farið í frekara nám því hún gæti ekki flutt fjölskylduna suður. Þegar hún frétti af ijarnáminu þurfti hún að standa við stóru orðin, hún hafi ekki haft neina afsökun lengur. „I fyrstu ætlaði ég bara að prófa og hugsaði sem svo að ég gæti allt- af hætt,“ segir hún. „En okkur var gert ljóst strax í upphafi að við yrð- um að standa okkur því þetta væri fyrsti árgangurinn í ijarnáminu. Því yrðum við að sýna gott fordæmi." Til gamans má geta þess að eldri dóttir Guðfmnu útskrifaðsit úr Fóst- urskólanum árið 1993 og starfar nú sem leikskólastjóri í Bolungarvík, þannig að þær mæðgur vinna nú saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.