Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JLINÍ 1995 43 FRÉTTIR íslenski arkitektaskólinn hefur starfsemi Fimm erlendir arki- tektar flytja fyrirlestra SUMARNÁMSKEIÐ íslenska arki- tektaskólans (ÍSARK) hófst 1. júní, en skólinn var stofnaður á sumardag- inn fyrsta í fyrra. Arkitektafélag Is- lands stendur að skólanum. Á vettvangi félagsins hefur lengi verið rætt um hvort og"f)á hvernig unnt væri að stofna til kennslu í byggingarlist á háskólastigi hér á landi. Eitt af markmiðum ÍSARK er að gefa íslenskum arkitektanemum, er nú stunda nám í ýmsum löndum, kost á að kynnast og vinna saman að úrlausn verkefna á heimavett- vangi. Jafnframt því að skapa ís- lenskum arkitektanemum nýjan námsvettvang er námskeiðið opið erlendum þátttakendum sem áhuga hafa á að kynnast menningu og stað- háttum í framandi landi og njóta leiðsagnar kennara frá ólíkum þjóð- löndum. Fengnir hafa verið til iiðs við sum- arnámskeiðið fimm arkitektar frá jafnmörgum löndum, sem allir hafa mikla reynslu af háskólakennslu í byggingarlist. Auk hinna erlendu gesta kenna arkitektamir Halldór Gíslason, Guðjón Bjarnason og Maggi Jónsson, sem er jafnframt forstöðumaður sumarskólans. Erlendir fyrirlesarar í tengslum við námskeiðið halda hin- ir fimm erlendu gestakennarar fyrir- lestra fyrir nemendur skólans og aðra sem áhuga hafa. Mánudaginn 12. júní hélt Juhani Pallasmaa, for- stöðumaður arkitektadeildar Tækni- háskólans í Helsinki, fyrirlestur í Odda, þar sem hann greindi frá starfi sínu að sýningu, sem opnuð var nú í maímánuði í Helsinki og standa mun til 20. október í haust. sýning þessi er um arkitektúr dýranna, sér í lagi skordýranna, og hvaða lær- dóma mennirnir geta dregið af hon- um. Fimmtudaginn 15. júní flytur Carsten Juel-Christiansen, prófessor í arkitektúr við Listaakademíuna í Kaupmannahöfn fyrirlestur um „rýmisverk" í Norræna húsinu. Á þriðjudaginn kemur, þann 20. júní, flytur Stanislas Fiszer, franskur arkitekt og prófessor við Háskólann í Naney, erindi, einnig í Norræna húsinu, og nefnist það „Proble- matique; á mótum þekkingar og málamiðlunar". Þriðjudaginn 27. júní mun hinn þekkti bandaríski arkitekt Steven Holl, er nýverið hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um hönnun nútímalista- safns í Helsinki, fjalla um „spurning- ar um skynjun: fyrirbærafræði bygg- ingarlistar" í Odda. Loks flytur Daniel Liebeskind, arkitekt í Berlín og prófessor við UCLA, erindi fimmtudaginn 29. júní í Odda og nefnist hann „Handan við múrinn". Fyrirlestrarnir hefjast allir kl. 20:00. Erindi um áhrif hitabreytinga á steinsteypu GÚSTAF Vífilsson heldur fimmtu- daginn 15. júní kl. 11.15 kynningar- fyrirlestur um ritgerð sína til meist- araprófs í verkfræði við umhverfis- ?g byggingaverkfræðiskor Háskóla Islands. Fyrirlesturinn fer fram í stofu V-158 í VR-II, Hjarðarhaga 2-6. Ritgerðin fjallar um hvernig hita- breytingar hafa áhrif á spennu í steinsteyptum byggingum sem eru einangraðar að innan. Mæld er hita- dreifing í vöidum útvegg og gildin notuð í líkan sem lýsir hitadreifing- unni og reiknar hitaspennu út frá henni. Umsjónarmaður með verkinu var Ragnar Sigurbjömsson, prófess- or við Háskóla íslands og forstöðu- maður Aflfræðistofu Verkfræði- stofnunar Háskóla íslands. Fyrirlest- urinn er öllum opinn. Kvennahlaup KVENNAHLAUP ÍSÍ fer fram sunnudaginn 18. júní nk. Hlaupið verður á um 80 stöðum um land allt. Hlaupið fyrir höfuðborgar- svæðið fer fram í Garðabæ líkt og verið hefur sl. 5 ár. Safnast verður saman við Flata- skóla við léttar upphitunaræfingar kl. 13.30. Hlaupið hefst kl. 14. Hægt er að ganga, skokka eða hlaupa 2, 5 eða 7 km allt eftir getu og áhuga hvers og eins. Að hlaupinu loknu fá allir þátttakend- ur verðlaunabol og veitingar og skemmtiatriði verða í boði. í ár verður í fyrsta skipti boðið upp á handverksmarkað kvenna á hátíð- arsvæðinu. í kvennahlaupinu í Garðabæ sl. sumar tóku rúmlega 6000 konur þátt í hlaupinu og um 15.000 á landinu öllu. Markmið kvennahlaupsins er ÍSÍ í Garðabæ m.a. að undirstrika mikilvægi hollr- ar hreyfingar og útiveru og benda á gildi almenningsíþrótta. Fram- kvæmdarnefnd á vegum íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar sér um undirbúning og framkvæmd hlaupsins í Garðabæ í samvinnu við samtökin íþróttir fyrir alla. Skráning í hlaupið er í Frísporti, Sportkringlunni, Útilífi, Sportbúð Kópavogs, Fjölsporti, Versluninni Stórar stelpur, Sundlaug Seltjarn- arness og Varmá. í Garðabæ er skráning í H-búðinni og íþrótta- miðstöðinni Ásgarði. Á hlaupadag- inn er skráning frá kl. 11 við Garða- skóla. Þátttökugjald er 550 kr. og er innifalið bolur, veitingar og verð- launapeningur. Verðlaunapeningar eru aflientir þeim þátttakendur sem hlaupa - ganga í bol merktum kvennahlaupinu í ár. VINIR vors Útgáfutón- leikar Vina vors og blóma HLJÓMSVEITIN Vinir vors og blóma heldur í kvöld, fimmtudaginn 15. júní, út- gáfutónleika í tilefni af út- komu Tvistsins nýju plötu VV&B. Á útgáfuhátíðinni spila þeir nýju lögin í bland við þessi gömlu og allur að- gangseyrir rennur til Sam- starfshóps ungs fólks gegn alnæmi. Tónleikarnir eru haldnir í Tunglinu og hefjast kl. 22. Vinir vors og blóma hafa það að leiðarljósi að láta gott af sér leiða um leið og þeir skemmta í kringum landið og fyrir skömmu hófu þeir sam- starf með Sjóvá-Almennum til að sporna við slysum sem oft fylgja skemmtunum um land- ið, segir í fréttatilkynningu. og blóma Furðuleik- húsið í , Kringlunni LEIKSÝNING verður fyrir börn í Ævintýra-Kringlunni á 3. hæð Kringlunnar í dag . Fimmtudaginn 15. júní kl. 17 sýn- ir Furðuleikhúsið leikritið um Hlyn kóngson. Sýningin er byggð á gamla þjóðsöguævintýrinu um Hlina kóng- son og Signýju Karlsdóttur. Leikend- ur eru Eggert Kaaber, Margrét Pét- ursdóttir og Olöf Sverrisdóttir. Leik- stjóri er Gunnar Gunnsteinsson. Ævintýra-Kringlan er listasmiðja fyrir börn. Þar geta þau dvalist í allt að 1 '12 klst. Á meðan á leiksýn- ingu stendur eða milli kl. 17 og 17.30 er ekki tekið á móti börnum og því eru foreldrar beðnir að koma með eða sækja börnin annaðhvort fyrir eða eftir þann tíma. Venjulega kostar 100 kr. inn í Ævntýra-Kringl- una en eitthvað meira þegar leiksýn- ingar eru. Foreldrar og eldri systkin eru velkomin á leiksýningarnar. Metþátttaka á Evrópumóti Morgunblaðið/Golli BRIDSLANDSLIÐIN brugðu sér í keilu í vikunni og hér sést karlaliðið glaðhlakkalegt með kúlurnar. BRIPS Villamoura, Port- úgal Evrópumót Keppni í opnum flokki og kvennaflokki 17. júní -1. júlí ÞRJÁTÍU og tvær þjóðir hefja keppni um Evrópumeistaratitilinn í sveitakeppni brids í Villamoura í Portúgal á sunnudaginn. Þetta er í 42. sinn sem mótið er haldið og hafa þátttökuþjóðir aldrei verið fleiri. ísland sendir að venju lið til keppni bæði í opnum flokki og kvennaflokki. Þá keppa fimm ís- lensk kvennapör í Evrópumóti kvenna í tvímenningi sem fer fram samhliða. íslenska liðið í opna flokknum er skipað þeim Guðmundi Páli Arn- arsyni, Þorláki Jónssyni, Jakobi Kristinssyni, Matthíasi Þorvalds- syni, Jóni Baldurssyni og Sævari Þorbjömssyni en fyrirliði er Karl Sigurhjartarson. Kjarninn í liðinu er sá sami og á síðasta Evrópu- móti, þegar ísland endaði í 6. sæti, en Jakob og Matthías, sem eru núverandi Norðurlandameistarar ásamt Jóni og Sævari, taka nú þátt í sínu fyrsta Evrópumóti. Kvennaliðið er skipað Esther Jakobsdóttur, Valgerði Kristjóns- dóttur, Önnu ívarsdóttur, Gunn- laugu Einarsdóttur og Ljósbrá Baldursdóttur en undirritaður verð- ur fyrirliði. Þetta er sama lið og keppti á síðasta móti að því undan- skyldu að Hjördís Eyþórsdóttir, sem valin var í liðið nú, sá sér ekki fært að keppa á mótinu og því verða liðsmennirnir aðeins fimm. Síðast endaði kvennaliðið í 12. sæti. Eins og áður fá fjórar efstu þjóð- irnar þátttökurétt á heimsmeist- aramótinu í brids, sem í haust verð- ur haldið í Bejing í Kína. Það verð- ur efalaust hart barist um þessi sæti og íslendingarnir hafa fullan hug á að blanda sér í þá baráttu. Helstu keppinautar Fyrirfram má búast við því að helstu keppinautar íslands í opna flokknum verði Hollendingar sem eru núverandi heimsmeistarar, Pól- veijar sem eru núverandi Evrópu- meistarar, Frakkar, Syíar, Danir, Norðmenn, Bretar og ítalir. Pólverjar mæta með geysisterkt lið að venju, þá Cecari Balici, Adam Zmudzinski, Piotr Gawrys, Krzysztof Lasoci, Jacek Romanski og Apolinary Kowalski. Þeir fjórir fyrstnefndu hafa verið fastamenn í pólska landsliðinu í mörg ár en Romanski og Kowalski eru einnig gamalreyndir spilarar; Kowalski er m.a. núverandi heimsmeistari í tví- menningi S blönduðum flokki. Hollendingar senda þá Enri Le- ufkens, Berry Westra, Piet Jansen, Jan Westerhof, Anton Maas og Erik Kirchhoff. Þeir fjórir fyrst- nefndu voru í heimsmeistaraliði Hollendinga fyrir tveimur árum en Maas og Kirchhoff hafa oft spilað í hollenskum landsliðum. Frakkar senda Paul Chemla, Michel Perron, Michel Lebel, Philipe Soulet, Christian Mari og Robert Replinger; litlar breytingar þarna. Hjá Svíum hafa þau tíðindi gerst að Pio Sundelin er ekki í Iið- inu en það er nú skipað þeim And- ers Morath, Sven-Ake Bjerregárd, Björn Fallenius, Mats Nilsland að venju auk Johan Bennet og Anders Wirgren. Nýliðamir eru þó engir aukvisar og unnu m.a. Bridshátíð á Loftleiðum fyrir nokkrum árum. Það vekur athygli að Norðmenn senda enga af þeim sem unnu silf- urverðlaunin á síðasta heimsmeist- aramóti og hafa menn velt því fyr- ir sér hvort það stafi af því að samskipti norskra bridsyfírvalda við Evrópubridssambandið eru stirð um þessar mundir. Norska liðið er skipað Tor Bakke, Tom og Jim Hoyland, Helge og Roald Mæsel og Jensen Æystein. Stjörnupar Breta, Forrester og Robson, eru ekki í breska liðinu frekar en fyrir tveimur árum en þess í stað senda Bretar John Arm- strong, Graham Kirby, Gerald og Stuart Tredinnick, Glyn Liggins og Andrew Dyson. Danir náðu bronsverðlaunum á síðasta Evrópumóti og þeir senda sterkt Iið nú: Lars Blakset, Sören Christiansen, Dorthe og Peter Schaltz og Jens Auken og Dennis Koch sem hafa lengi verið besta par Dana. Það er greinilegt að þeir þekkja hvern annan út og inn eins og sést af þessu spili sem kom fyrir í sterku tvímenningsmóti í Hollandi í vetur Norður/allir Norður ♦ K865 V- ♦ Á82 + ÁD6542 Vestur Austur ♦ 93 ♦ G74 VK9876 VÁD10532 ♦ 109876 ♦ DG ♦ 97 ♦ 8 Suður ♦ ÁD102 VG4 ♦ K543 ♦ KG3 Af 8 pörum sem sátu NS komust aðeins tvö í 7 spaða. Danimir létu það ekkert á sig fá þótt Chemla og Perron létu ófriðlega: Vestur Norður Austur Suður Chemla Koch Perron Auken 1 lauf 1 hjarta dobl 4 hjörtu 5 hjörtu pass 7 spaðari/ Það var ekkert slegið af en greinlegt að Danirnir vissu hvað þeir voru að gera því alslemman var borðleggjandi þegar spaðinn lá 3-2. Nánar verður fjallað um Evrópu- mótið á næstu dögum. Guðm. Sv. Hermannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.