Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ljóska Vaknaðu, herra ... það er matartími... hérna, fáðu þér epli... NICE eOIN6,5IR..SHE 5AIPTHATWA5THE BE5T AN5WER VOll'VE 6IVEN TODAT.. i i I WA5TRVIN6 TO SPELL ''mississippú:.. U/HERE'ú THI5 APPLE COME fmi K Á V) § ra a> U. WÁ) r .1 5 $ =1 J| © s.» Vel af sér vikið, Ég var að reyna herra... hún sagði að þetta væri besta svarið sem þú hefðir gefið í dag ... að stafa „Miss- issippi" ... hvað- an kom þetta epli? BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Samstilling orku, efnis og1 hugar Hin veraldlega þrenning Frá Atla Hraunfjörð: ÚT ER komin stórmerkileg bók þó ekki fari mikið fyrir henni i almennum umræðum á þessu augnabliki. Bókin ber heitið Dr. Helgi Pjeturss, samstilling lífs og efnis í alheimi og er samvinnu- verkefni nokkurra vísindamanna sem vilja halda á lofti kenningum dr. Helga. í bókinni er rakin þróun kenn- inga dr. Helga allt þar til út kem- ur fyrsta bók hans um samband lífs í alheimi og samstillingu lífs og efnis og áfram þar til ævi hans lýkur. Inn í er skotið umsögnum annarra vísindamanna innlendra sem erlendra um manninn Helga og kenningar hans. Að sjálfsögðu eru skoðanir manna misjafnar, með og móti. í ritdómum sem út hafa komið er tæpt á kenningum dr. Helga í þessajri bók, en ekki orð um eitt af aðalmálum hennar, en það er umfjöllun um orkudeilikenning- una sem telja má staðfasta vís- indalega staðreynd, byggða á rannsóknum hæfustu vísinda- manna nútímans. Samkvæmt niðurstöðum þess- ara rannsókna er ljóshraðinn ekki hinn mesti hraði í alheimi. Allt í veröldinni er hvikult, þannig að hvert minnsta ódeili hefur áhrif á allan heiminn samkv. kenningum Faradays. Skammtafræðin segir okkur frá ósamfelldri hreyfingu einda. Þegar ögn hverfur úr massa skapast hún samstundis einhvers staðar úti í hinum endalausa geimi og önnur skapast í massanum samstundis einhvers staðar að komin. Við lestur þessarar makalausr- ar bókar undrast maður hvað allt er í sjálfu sér einfalt, svo einfalt að maður sér það ekki og þarf að láta benda sér á það. Allt í veröldinni leitar jafnvægis. Jafn- vægi má einnig skoða sem sam- stillingu. Við sjáum jafnvægið á milli jötunhnattarins sólarinnar og allra hinna litlu hnatta er um hana snúast. Samstilling er nær að segja, því þarna á sér stað jafn- vægi á milli miðflóttaafls reiki- stjarnanna og aðdráttarkraftar sólar. Þetta hárfína jafnvægi sem heldur reikistjörnunum á braut sinni, skapar sólkerfið okkar og þetta jafnvægi er ekki bundið við okkar sólkerfi, heldur allan heim- inn hvorki meira né minna. Ver- öldin öll er samstillt samkvæmt vísindalegri niðurstöðu orkudeili- kenningarinnar og þegar kenning- um dr. Helga er bætt inn í mynd- ina er þetta allt skiljanlegra. Heimurinn er ein órofa heild. Skynheimurinn er einn, veru- Ieikinn er einn. Veröldin er sam- stilling orku, efnis og hugar. Maðurinn einn er ekki samstillt- ur í tilveru sinni hér á jörð og getur það orðið honum dýrkeypt. Hann einn getur rofið samstillingu orku og efnis og orðið sér og öllu lífríki á jörðinni að aldurtila. Manninum er nausynlegt að skilja, að samstillist hann ekki nátúrunni losar náttúran sig við manninn. Annað, ekki eins langstótt og margur vill halda, maðurinn fær ekki aðgang að vitsambandi lífs í alheimi án samstillingar við mann og náttúru. Um það má langt mál rita. Eg hvet alla er vita vilja og áhuga hafa á andlegum jafnt sem efnislegum málum, að lesa þessa bók sér til vitkunar. Virðingarfyllst, ATLI HRAUNFJÖRÐ, Kársnesbraut 82a, Kópavogi. Hinni Opinberi Frá Garðari Vilhjálmssyni: NÚ GEISAST fram á ritvöll allra landsmanna ungir íhaldshnokkar og ungar íhaldstátur og segja okk- ur hinum hve stóran hluta ársins við þurfum að vinna fyrir Hinna Opinbera. Hinni Opinberi er ein- hver skonar skrímsli sem sífellt étur upp meira og meira af okkar tíma og ekkert virðist fá við ráðið. Það er hins vegar þannig með hann Hinna Opinbera að hann og enginn annar hefur greitt fyrir háskólanám flestra þessara íhalds- hnokka og íhaldstáta, Hinni opin- beri kemur líka til með greiða umönnum þessara hnokka og táta þegar þau þurfa að leggjast inn á spítala og Hinni Opinberi hugsar líka um þau þegar þau verða göm- ul. Hinni Opinberi veit líka að við getum ekki öll farið í háskóla og orðið efnaðir efnafræðingar eða viðskiptafræðingar, þess vegna vill hann Hinni Opinberi jafna dálítið kjörin okkar. Auðvitað er hann Hinni Opin- beri dálítið spilltur - hann treður mönnum í feitar og dýrar stöður, Iánar oft peninga í vitlausta hluti sem hann fær aldrei til baka og svo á hann Hinni Opinberi það til að halda mönnum á sérverkefnum hjá sér án þess að nokkur ástæða sé til. Þannig get ég tekið undir að það þarf að tukta hann Hinna Opinbera dálítið til - en það eiga íhaldshnokkar og íhaldshnátur að gera á heimavelli en ekki ritvelli allra landsmanna. GARÐAR VILHJÁLMSSON, skrifstofustjóri Iðju, félags verk- smiðjufólks. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.