Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ NÁTTHAGI Garðplöntustöð við Hvammsveg í Ölfusi Ýmsar tegundir sjaldgœfra trjáa og skrautrunna til sölu, auk venjulegra harðgerðra runna. Einnig 33 mismunandi sortir af alparósum, 12 sortir af klifurplöntum, 6 sortir af sólberjum, 3 sortir af rifsi, 4 sortir af stikilsberjum, og margvíslegum sígrœnum "krúttrunnum". S érfrœðiþjónusia. Opið alla daga kl. 10.00 - 22.00 Vpplýsingar í síma 483 - 4840 RELAIS & CHATEAUX. V E R Ð K Ö N N U N ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Enn af hjólaþjófnaði við Sundlaug Vesturbæjar EFTIR AÐ HAFA lesið bréf Flosa Kristjánssonar sl. sunnudag um hjóla- þjófnað við Sundlaug Vest- urbæjar tel ég eðlilegt að greina frá öðrum hjóla- stuldi við sundlaugina nú nýverið. Þannig er mál með vexti að sonur minn mætti í síðasta tímann í skóla- sundi í Vesturbæjarlaug- inni þann 30. maí sl. Hann fór á hjólinu sínu sem er grænt TREK 820 ijallahjól og læsti því með gormalás utan um þar til gerðar hjó- lagrindur. Þegar hann kom úr sundtímanum lá lásinn í íjorum hlutum á stéttinni og hjólið horfíð. Þegar hjól- in var keypt sl. sumar var okkur tjáð að þetta væru sterkustu og öruggustu lásarnir á markaðnum. Þessi lás hafði verið skor- inn í sundur að því er virð- ist ekki með meira átaki en þarf til að skera brauð. Það styður tilgátu Flosa um að hér sé um skipu- lagða starfsemi að ræða, að nákvæmlega eins var að verki staðið í þessi skipti og hjólin eru sömu tegund- ar. Að sögn lögregluþjóns sem starfar í óskilamuna- deild lögreglunnar er mjög sjaldgæft að TREK-fjalla- hjól komi til þeirra. Því spyr maður sig hvað skyldi verða um þau. Sú saga gengur að hjólin séu sett í gám og seld til Danmerk- ur, hvað svo sem til er í því. Að lokum vil ég taka undir með fyrrgreindum lögregluþjóni er hann sagði að ekkert dygði gegn þess- um þjófum annað en alvöru keðjur til að læsa hjólunum með. Unnur Sverrisdóttir, Rekagranda 3, Reykjavík. Þakkir til Ingnnnar Asdísardóttur SIGURVEIG Guðmunds- dóttir hringdi og bað fyrir þakkir til Ingunnar Ásdís- ardóttur fyrir ágætan lest- ur á sögunni „Tarfur af hafí“ eftir Mary Renault og óskar eftir að hún lesi fleiri sögur eftir þennan höfund. Þakklæti er einnig komið á framfæri fyrir söguna „Zorba“ sem Þor- geir Þorgeirsson er að lesa. Tapað/fundið Úr fannst í Kópavogi KARLMANN SÚR með leðuról fannst á Ásbraut í Kópavogi sl. fimmtudag. Uppl. í síma 554-3867. Vasaútvarp týpt SVART SONY Walkman vasaútvarp tapaðist á Miklatúni sl. fimmtudag. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 5524263. Gæludýr Kettlingar fást gefins FJÓRIR kassavanir kettl- ingar óska eftir heimili. Upplýsingar í síma 562-3292. Kettlingur óskar eftir heimili LÍTILL NÍU vikna kettl- ingur, læða, óskar eftir góðu heimili af sérstökum ástæðum. Læðan er hvít með bröndótta bletti á bak- inu. Upplýsingar hjá Krist- ínu í síma 568-2373 á kvöldin. Páfagauks saknað PÁFAGAUKUR slapp út í fyrradag úr húsi í Hlíðun- um. Hann er blár með hvít- an koll og mjög gæfur. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 552-5068. Kettlings sárt saknað RÚMLEGA mánaðar gam- all hvítur kettlingur tapað- ist frá Lindargötu. Hún er sérstaklega mannelsk. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 5511742. Hvar er hjólið mitt? HJÓL VAR tekið ófrjálsri hendi frá Kleifarseli 45, trúlega aðfaranótt laugar- dagsins 10. júní. Hjólið er blátt TREK karlmannshjól með svörtu sæti og svört- um stöfum. Þeir sem geta gefíð einhvcrjar upplýs- ingar vinsamlegasi. hringi í síma 557-5525. Með morgunkaffinu Aster . . . að segja honum að ástarlínan sé sterkleg. TM Reg. U.S. Pal. Oft. — aR rights reserved (c) 1995 Loa Angeiea Times Syndicate augnablikinu. HÖGNIHREKKVÍSI SAMKEPPNISSTOFNUNAR Ágætu viðskiptavinir! Við viljum vekja athygli ykkar á niðurstöðum verðkönnunar Samkeppnisstofnunar á bls.12 í Morgunblaðinu 7.júní og á bls. 6 í Helgarpóstinum 8.júní. HAFÐU ÞAÐ FYRSTA FLOKKS. ÞAÐ KOSTAR MINNA. BORÐAPANTANIR í SÍMA 552 5700 Víkveiji skrifar... MIKIÐ verður um að vera á Austfjörðum um næstu mán- aðamót. Fyrst skal nefnt, að þá verður haldið hátíðlegt 100 ára afmæli Seyðisfjarðarkaupstaðar. Listsýn- ingar, leikur og skemmtun setja svip sinn á bæinn frá morgni og fram á miðja nótt frá fimmtudegi til sunnudagsins 2. júlí. Forseti ís- lands heimsækir þá bæjarfélagið, sem sannarlega á sér merka sögu í atvinnu- og menningarlífi þjóðar- innar. Á Egilsstöðum hefur verið skipu- lögð mikil hátíð frá 23. júní til 2. júlí undir heitinu Drekinn ’95 og verður þar margvíslegt efni á boð- stólum fyrir heimamenn og gesti. Loks má nefna að sunnudaginn 2. júlí leikur landslið íslands í knatt- spyrnu gegn Færeyingum í Nes- kaupstað. Þetta verður fyrsti lands- leikur íslendinga í knattspyrnu á Austfjörðum. Marga Austfirðinga fýsir örugglega að sjá í leik íslenska liðið, sem svo vel hefur staðið sig á þessu ári og gert jafntefli við Chile og Svíþjóð á útivelli og nú síðast unnið Ungveija á Laugar- dalsvellinum. Á hvetju sumri leggur fjöldi ferðamanna leið sína um Austur- land. Það er ekki bara að fallegt sé á fjörðum eystra heldur er líka löngu vita að ef á annað borð er gott veður fyrir austan þá gerist vart hlýrra á landinu. Þegar svo við bætast hátíðarhöld eins og að fram- an er getið halda trúlega enn fleiri ferðamenn austur á bóginn en alla jafna. xxx SKRIFARI heyrði fyrir nokkru á tal tveggja manna sem höfðu horn í síðu símkerfisbreytinganna í byrjun júní. Fannst þeim lítil fyrir- hyggja hjá Pósti og síma og of oft hefði þurft að breyta símanúmer- um. Töluðu þeir um að breytingin hefði verið óþörf, við ættum ekki að taka tillit til þess sem væri að gerast annars staðar í Evrópu, fimm stafa númer hefði verið alveg nóg, svo ekki væri talað um sex stafa númer og nú sjö stafi í hvetju símanúmeri. Þetta kostaði fólk og fyrirtæki umstang og útgjöld og alveg hefði mátt sleppa þessu; við værum aðeins 260 þúsund hræður og þetta væri ekki svo flókið. Það var eins og mennirnir fylgd- ust ekkert með tímanum, tækninni né samskiptum og samningum við aðrar Evrópuþjóðir. Skrifari velti því fyrir sér hvort mennirnir hefðu ekki helst viljað hafa gömlu sveita- símana eins og voru fyrir 3-4 ára- tugum úti um land. í stað fullkom- ins tónvalssíma, reyndar með sjö stafa númeri, hefði annar mann- anna kannski haft 37 stuttar hring- ingar og 11 langar. Hvað hefðu þeir félagarnir sagt þá?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.