Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ IDAG FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 47 I I I I I J I I I I I I f f f + Arnað heilla Q r\ÁRA afmæli. Frú O VrSigríður Helgadótt- ir, Víðilundi 14F, Akur- eyri verður áttatíu ára á morgun, 16. júní. Af því til- efni verða kaffíveitingar í sal Þjónustumiðstöðvar aldraðra við Víðilund frá kl. 15-19 á afmælisdaginn. Ættingjar og vinir hjartan- lega velkomnir. CT/VARA afmæli. í dag I vrl5. júní er sjötugur Haraldur Sveinsson, framkvæmdastjóri. Hann og kona hans, Agnes Jó- hannsdóttir, taka á móti gestum á Grand Hótel Reykjavík (áður Holiday Inn), Sigtúni 38, milli kl. 17 og 19 í dag. ÁRA afmæli. Á morgun föstudaginn 16. júní er sjötugur Björg- vin Björnsson fyrrver- andi sölustjóri hjá Versl- uninni O. Ellingsen. Hann tekur á móti gestum í sal Múrarafélags Reykjavíkur að Síðumúla 25 frá kl. 5 til 8 á afmælisdaginn. BRIDS Umsjón Guómundur Páll Arnarson „LÁTTU mannspiiið strax, ef það kemur að engum noturn," er BOLS-heilræði Kínveijans Zhou Qi, sem nú er búsettur í Bandaríkj- unum, en var á árum áður einn helsti keppnisstjóri Kínveija. Hann rifjar upp frægt spil úr heimsmeist- arakeppni 1975 milli Ítalíu og Bandaríkjanna, þar sem ítalarnir Belladonna og Garozzo lentu í 7 laufum á tromplitinn ÁD tvíspil á móti G9 sjötta. Eddie Kant- ar lá með KIO á undan ÁD og lét tíuna þegar litnum var spilað. Bellinn svínaði og felldi síðan kónginn, en eftir á að hyggja hefði Kant- ar líklega hnekkt spilinu með því að henda strax kóngnum undir eins og hann væri einn á ferð. Þessa sögu þekkja margir spilarar. En Zhou Qi notar líka annað minna þekkt dæmi úr ít- ölsku innanlandsmóti árið 1963. Garozzo og Forquet eru þar í aðalhlutverki: Austur gefur; AV á hættu. Norður ♦ 2 V ÁIO ♦ KDG7654 ♦ G93 Vestur Austur ♦ Á109876 ♦ KDG543 ♦ 854 ♦ ÁDIO Suður ♦ - V KG97642 ♦ 109 ♦ K762 Vestur Norður Austur Suður - - 1 spaði 4 hjörtu 4 spaðar 5 hjörtu Dobl Pass Pass Pass Útspil: tígulþristur. Lauf út er það eina sem dugar í þessari legu til að hnekkja 5 hjörtum, en Forqu- et valdi styttri láglitinn. Garozzo drap á ásinn og lagði niður laufás, en spilaði svo aftur tígli þegar Forquet vís- aði laufinu frá. Sagnhafi átti slaginn á tígultíu og sá nú að spilð stóð ef trompið kæmi 2-2. Hann hugðist spila hjartakóng og hjarta á ásinn og taka tígulslagina. En þeg- ar hann lagði niður hjarta- kónginn, lét Forquet drottn- inguna undirí! Sagnhafi beit á agnið: yfirdrap með ás og spilaði frítígli. Hann bjóst við að austur trompaði, sem hann myndi þá yfirtrompa og spila hjarta á tíuna. En það var ekki Garozzo sem trompaði, heldur Forquet í vestur með hjartahundi sem hann gat ekki áttí! Sem sagt: „Ruglaðu sagn- hafa með að henda ónýtu mannsspili." Ágætt heilraeði. ÁRA afmæli. í dag /»/\ÁRA afmæli. í dag 15. júní verður sjötug Öv/15. júní er Svanur Ingibjörg Dan Krisljáns- Jóhannsson, fyrrverandi dóttir, húsmóðir, Háa- skipstjóri, Kleppsvegi gerði 2, Akureyri. Hún 128, Reykjavík sextugur. verður að heiman á afmæl- isdaginn. skák Umsjón Mnrgcir Pctursson SVARTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á meistaramóti Hvíta-Rúss- lands í vetur. Smirnov (2.305) var með hvítt en alþjóðlegi meistarinn Dydyshko var með svart og átti leik. Svartur hefur þegar fórnað drottningunni fyrir hrók, en lét ekki þar stað- ar numið: 35. - Re3!! og hvítur gafst upp. 36. Dxf2 - Rxf2 er auðvitað mát og sömuleiðis 36. Bxe4 - Bg2+! 37. Rxg2 - Hfl mát. Pennavinir TUTTUGU og átta ára Finni með margvísleg áhugamál: Arto-Ala PietilS, Nastolantie 17 A5, 00600 Helsinki 60, Finland. TUTTUGU og.sex ára þýsk stúlka með áhuga á ferðalögum, jarðfræði, landafræði o.fl. auk þess sem hún er uppfull af ís- landsáhuga: Heike Riihl, Im Lech 11, 61350 Bad Homburg, Germany. Leiðrétt Missagnir leiðréttar Hinn 27. september 1994 birtist í Morgunblaðinu afmælisgrein Kristínar Sveinsdóttur um Önnu Þórhallsdóttur söngkonu níræða. Kristín fór fram á að eftirfarandi missagnir í greininni yrðu leiðréttar: 1) Missagt var í greininni að Anna hefði gefið út bókina Brautryðjendur á Höfn í Hornafirði árið 1975. Hið rétta er að bók- in kom út árið 1972. 2) Missagt var að Anna hefði leikið á langspil og sungið í ríkisútvarpið 16. nóvember 1961. Rétt dag- setning er 15. nóvember 1961. 3) Missagnar gætir í greininni um útgáfu hljómplatna með söng Önnu. Hið rétta er: Anna söng inn á tvær hæggeng- ar tvíóma hljómplötur. Hin fyrri, Tólf íslensk sönglög, var gefrn út árið 1960 í Danmörku undir merki His Masters Voice. Anna gaf þá plötu út sjálf. Und- irleikarar hennar voru Gísli Magnússon og Her- bert Rosenberg. Síðari platan var gefin út árið 1975 á Ítalíu. Á þenri plötu syngur Anna íslensk þjóðlög, vísnalög og viki- vaka og leikur sjálf undir á langspil. STJÖRNUSPÁ cltir Franccs Drake TVIBURAR Afmælisbarn dagsins: Sjálfstraust gerir þér fært að ná settu marki þótt á móti blási. Hrútur (21. mars - 19. apríl) W* Láttu ekki ' skemmtanalífið trufla þig, því þú hefur áríð- andi verk að vinna í dag sem leitt getur til batnandi af- komu. Naut (20. apríl - 20. maí) Undirbúðu þig vel áður en þú ferð til viðræðna við ráða- menn, því þá nærð þú tilætl- uðum árangri. Ferðalag virð- ist framundan. Tvíburar (21. maí - 20. jún!) 5» Þú mátt eiga von á stöðu- hækkun í vinnunni bráðlega. Eitthvað kemur þér mjög skemmtilega á óvart á vina- fundi í kvöld. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Taktu ekki nærri þér gagn- rýni sem á ekki við rök að styðjast og stafar af öfund. Ástvinir fara út saman í kvöld. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Þú ert ekki í skapi til að blanda geði við aðra í dag, en vinur fær þig til að skipta um skoðun og kvöldið verður skemmtilegt._____________ Meyja (23. ágúst - 22. september) Með þolinmæði og þraut- seigju tekst þér að ná góðum árangri í vinnunni í dag. Þú þarft að sýna ástvini um- hyggju í kvöld. Vog (23. sept. - 22. október) Misstu ekki þolinmæðina þótt starfsfélagi sé nokkuð tilætl- unarsamur í dag. Einbeittu þér að því sem gera þarf. Sporödreki (23. okt. - 21. nóvember) Taktu ekki afstöðu í deilu- máli í vinnunni fýrr en þú hefur kynnt þér málið ítar- lega. Slakaðu á í vinahópi í kvöld. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Skynsemin kemur þér til hjálpar þegar þig langar skyndilega til að kaupa rán- dýran hlut í dag. Kvöldið verður rómantískt. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Smávegis ágreiningur kemur upp milli ástvina í dag, en þegar kvöldar fellur allt í Ijúfa löð og góðar sættir tak- ast. Vatnsberi (20.janúar- 18.febrúar) Sættir takast í ágreinings- máli milli vina í dag. Vertu samt á varðbergi, því undir niðri er vinurinn ekki ánægð- ur með úrslitin. Fiskar (19. febrúar-20. mars) !£* Þótt þú eigir annríkt í vinn- unni í dag, ættir þú ekki að láta það spilla fyrirhuguðum kvöldfagnaði með fjölskyld- unni. Stjömuspána á ad lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra stað- reynda. með jarðarberjum og musfi me$ jarðarberjum og musli laröar^eí rðarberjum og m' 1 í VjS / OIS0H VljAH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.