Morgunblaðið - 15.06.1995, Page 1

Morgunblaðið - 15.06.1995, Page 1
ferðamAl _______Hótel í Hveradölum /3 ______BANKAR Fjármálamiðstöö að Kirkjusandi /4 FÓLK Frá Össur til Oxford /8 VIÐSKIFn MVINNULÍF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 BLAÐ n Ríkisbréf Alls bárust 35 gild tilboð í öðru útboði 3ja ára óverðtryggðra ríkis- bréfa sem lauk í gær. Heildarfjár- hæð tilboðanna var 480 milljónir. Þá bárust 9 gild tilboð í 3ja mánaða ríkisvíxla að ijárhæð 767 milljónir króna. Engum tilboðum var tekið í ríkisvíxlana en heildarfjárhæð tek- inna tilboða í ríkisbréf er 290 millj- ónir á meðalverðinu 9,75%. Parkett Byko hefur framleitt nokkur hund- ruð fermetra af parketti úr íslensku lerki úr Hallormsstaðaskógi. Is- lenska parkettið er í dýrari kantin- um miðað við innflutta framleiðslu, en samt ekki fjarri henni. Ætlunin er að íslenska parkettið verði komið í almenna sölu síðari hluta sumars og munu viðtökurnar ráða umfangi framleiðslunnar. Útbod STJÓRN Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að leggja til við borgarráð að til- boði lægstbjóðanda, Sveinbjarnar Runófssonar sf. verði tekið í lagn- ingu Strandvegar og undirganga. Tilboðið hljóðaði upp á tæpar 54 milljónir eða 55,9% af kostnaðar- áætlun. Verklok eru haustið 1996. SÖLUGENGIDOLLARS * Yfirmenn Eftirlitsstofnunar Islands koma til viðræðna við stjórnvöld Kanna réttmæti mismununar á tryggingargjalds EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) hefur hafíð rannsókn á því hvort álagning svonefnds tryggingagjalds feli í sér einhveija mismunun gagn- vart atvinnugreinum hér á landi og hvort það samrýmist samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Trygg- ingagjald er lagt á launagreiðslur fýrirtækja og nemur 3% í sjávarút- vegi, landbúnaði, hugbúnaðariðnaði, ferðaþjónustu og samkeppnisgrein- um. Aðrar greinar greiða hins vegar 6,35% tryggingagjald. Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, staðfesti í sam- tali við Morgunblaðið að von væri á yfirmönnum ESA hingað til lands á mánudag vegna þessa máls. Skilar 10,9 miiyörðum Tryggingagjaldið var fyrst lagt á árið 1991 þegar ýmis smærri gjöld eins og launaskattur, atvinnuleysis- tryggingagjald o.fl voru sameinuð. Um er að ræða mjög stóran tekju- stofn fyrir ríkissjóð því áætlað er að hann skili um 10,9 milljörðum í ár. Ljóst er að álagning trygginga- gjalds í landbúnaði er utan lögsögu ESA og hið sama á við um sjávarút- veg. Hins vegar gæti komið til kasta stofnunarinnar ef í ljós kemur að álagning gjaldsins feli í sér einhveija mismunun milli fyrirtækja í sam- keppnisgreinum. Fulltrúar ESA munu einnig ræða við stjómvöld um önnur mál sem snerta ríkisstyrki t.d. um hvort banka- starfseminni í landinu sé mismunað, styrki til skipaiðnaðar og styrki vegna markaðssetningar á EES. íslandsbanki fól á sínum tíma lög- fræðingi sínum kanna hvort ríkis- ábyrgð á starfsemi ríkisbankanna og aðrar stjómvaldsaðgerðir þeim til styrktar samrýmdust EES-samningn- um. Vakti bankinn athygli ESA á nokkmm atriðum er þessi mál snertu. Ráðuneytið svaraði fyrirspum ESA um málið í mars með því að gera grein fyrir lögum og regtum um ríkis- ábyrgð og niðurstöðum Seðlabankans úr athugun á samkeppnisstöðu banka. Samkeppnisstofnun skoðar útboð Tryggingarstofnunar STOÐTÆKJAFYRIRTÆKIÐ Össur um, en í kjölfar þess samdi stofnunin hf. og Skóstofan Dunhaga hafa kært við átta fyrirtæki um kaup á spelkum, úrvinnslu Tryggingarstofnunar á út- gervilimum og bæklunarskóm. boði sem stofnunin hélt undir lok síð- Páll Ásgrímsson hjá Samkeppn- asta árs, fyrir Samkeppnisstofnun. isstofnun, sagði í samtali við Morg- Um er að ræða útboð vegna kaupa unblaðið, að þar væri enn unnið að Tryggingarstofnunar á hjálpartækj- gagnaöflun í málinu. Glitnirhf DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA Ármúla 7, 155 Reykjavík Sími 560 88 00 og 560 88 20. Myndsími 560 88 10. að hug$a um að j)átfese< Vegna sérstakra laga um flýtifyrningar er rekstraraöilum afar hagstætt aö fjárfesta í atvinnutækjum nú í ár. Við hjá Glitni sérhæfum okkur í fjármögnun atvinnutækja. Með Kjörleiðum Glitnis bjóðast þér fjórar ólíkar leiðir til fjárfestingar í atvinnutækjum. Hafðu samband og fáðu að vita meira um flýtifyrningar, skattfrestun og hvernig þú losnar við að binda rekstrarfé í tækjakosti. Út er komið upplýsingarit um Kjörleiðir Glitnis. Þar er á einfaldan hátt fjallað um ólíkar gerðir fjármögnunar. Hringdu og fáðu eintak eða líttu inn og spjallaðu við ráðgjafa okkar. 0TTÓ - GRAFlSK HÖNNUN LJÓSM: THE IMAGE BANK / BRETT FR00MER

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.