Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Sparisjóðsstjóri Sparisjóðs vélstjóra um tilboð Handsals í langtímalán Kann að hafa áhrif til lækkunar vaxta HALLGRÍMUR G. Jónsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs vélstjóra, segir að vel komi til greina að tilboð Handsals hf. um langtímalán fyrir einstakl- inga hafi áhrif til vaxtalækkunar hjá sparisjóðnum. Níu lífeyrissjóðir sameinast um stórt til- boð í húsbréfaeign Seðlabankans Vilja kaupa bréf fyrir250 milljónir VERÐBRÉFAFYRIRTÆKIÐ Handsal hf., setur í dag fram kauptilboð á Verðbréfaþingi íslands í húsbréf í eigu Seðlabankans að íjárhæð 250 milljónir króna. Að sögn Pálma Sigmarssonar, framkvæmdastjóra Hand- sals, er tilboðið gert fyrir hönd 9 lífeyrissjóða. Tilboð af þessu tagi er óvenjulegt því hingað til hafa viðskipti átt sér stað með mun lægri fjárhæð- ir á Verðbréfaþinginu. Leirverksmiðja í Búðardal í bígerð 50-100 milljóna króna fjárfesting Pálmi sagði að tilgangur tilboðs- ins væri að kaupa fyrir hönd sjóð- anna húsbréf af eldri árgangi með hærri ávöxtun en væri á nýjum bréfum. „Seðlabankinn hefur hing- að til ekki sett fram nein sölutilboð í húsbréf á þinginu. Þetta er því tilraun til að kanna hvaða verð bankinn sættir sig við. Þá viljum við koma húsbréfaviðskiptunum inn á Verðbréfaþingið þannig að þau verði sýnilegri." Aðspurður sagði hann að frekar lítið framboð hefði verið á góðum skuldabréfum að undanfömu á markaðnum. „Seðlabankinn á nokkra milljarða í húsbréfum og það að bankinn selji húsbréf getur hugsanlega skapað honum meira svigrúm á markaðnum." Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær býður Handsal fyrir hönd nokkurra lífeyrissjóða allt að 25 ára lán til einstaklinga með 7-8,25% vöxtum umfram verðtryggingu. Gerð er krafa um að veðsetning sé undir 55% af markaðsvirði fasteign- ar. Þetta eru talin hagstæðari kjör en bjóðast að jafnaði í bankakerfinu. Sparisjóður vélstjóra býður við- skiptavinum sínum lán til allt að 15 ára með 8,4-9,15% vöxtum umfram verðtryggingu. Hins vegar eru gerð- ar minni kröfur um veðhæfni hjá sparisjóðnum en Handsali því veð- setning þarf að vera undir 70% af fasteignamati. Hallgrímur sagði að eftirspurnin eftir svona lánum hefði ekki verið mjög mikil því í mörgum tiivikum væri búið að fullnýta veð- setningarmöguleika með húsbréfum. „Það kann þó vel að vera að þetta hafi áhrif til lækkunar á vöxtum hjá okkur," sagði hann. Brynjólfur Helgason, aðstoðar- bankastjóri Landsbankans, segir að bankinn hafi hingað til ekki verið á langtímalánamarkaði nema að mjög takmörkuðu leyti. „Við höfum ekki ennþá boðið upp á 15 ára lán nema í undantekningartilvikum. Við fylgj- umst að sjálfsögðu með eftirspurn- inni og skoðum þau mál eins og eftir- spurn eftir annarri þjónustu." ÍSLENSKIR aðilar undirbúa nú stofnun fyrirtækis um rekstur leir- verksmiðju í Búðardal til framleiðslu á gólfflísum, veggflísum, múrstein- um, útihellum og jafnvel skolprör- um. Viðræður standa nú yfir um kaup á verksmiðju frá Frakklandi en áætlað er að hún muni veita um 15-20 manns atvinnu. Gunnar Björnsson, sem hefur unnið mest að undirbúningi verk- smiðjunnar áætlar að heildarfjár- festing hennar á bilinu 50-100 millj- ónir. Verði verksmiðjan öll keypt ný frá Frakklandi gæti hún ein og sér kostað 50-80 milljónir en einnig þurfí að byggja um 1500 fermetra hús í Búðardal yfir verksmiðjuna. Gert er ráð fyrir að Dalabyggð, hið nýsameinaða sveitarfélag, taki þátt í stofnun hlutafélags, ef af verður, ásamt nokkrum einstaklingum sem Gunnar telur ekki rétt að nafn- greina að svo stöddu. Gunnar segir að bygging verk- smiðjuhússins hefjist í haust ef allt gangi að óskum. Líklegast sé að í byijun verði megináhersla lögð á framleiðslu á gólf- og veggflísum og stefnt verði að 20-30% markaðs- hlutdeild á þeim markaði fyrst um sinn. Versnandi afkoma Vinnslustöðv- arinnar hf. fyrstu átta mánuði reikningsársins Hagnaður 63 milljónir REKSTRARHAGNAÐUR Vinnslustöðvarinnar hf. í Vest- mannaeyjum var 62 milljónum minni eftir fyrstu átta mánuði kvótaársins en á sama tíma í fyrra. Velta fyrirtækisins hefur minnkað um 7% á sama tímabili en framleiðslan aukist um 10%. Lágu afurðaverði er einkum kennt um. Þetta kemur fram í milliupp- gjöri fyrirtækisins sem nær frá byrjun kvótaársins, 1. september 1994 til 30. apríl 1995. Á þessum átta mánuðum nam heildarhagn- aður fyrirtækisins tæpum 63 millj- ónum króna. í fyrra var hagnaður- inn um 308 milljónir en þar af nam söluhagnaður 183 milljónum. Rekstrartekjur Vinnslustöðvar- innar drógust saman um 7%, námu um tveimur milljörðum nú en voru 2.234 milljónir í fyrra. Þá námu rekstrargjöld að afskrift- um meðtöldum um 89% af tekjum fyrirtækisins nú en í fyrra námu þau 84% af tekjum. 100 milljóna króna tekjumissir vegna sjómannaverkfallsins Sighvatur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinn- ar, segir að ástæður minnkandi rekstrarhagnaðar megi einkum rekja til lágs afurðaverðs á loðnu- vertíðinni. Hann segir að kvótaár- ið hafí byrjað vel hjá fyrirtækinu en veturinn komið fremur ílla út vegna offramleiðslu á loðnuhrogn- um og lækkandi verðs á loðnuaf- urðum. Þá byiji sumarið illa með sjómannaverkfallinu og sé áætlað að fyrirtækið hafi tapað um 100 milljóna króna tekjum á þeim þremur vikum sem það hafi stað- ið. „Verkfallið hindrar okkur í úthafskarfaveiðum og humarveið- um en leysist það fljótlega lítur sumarið ekki illa út að öðru leyti. Við stefndum á að ná 100 milljóna króna hagnaði á kvótaárinu en það er orðið nokkuð ljóst að það næst ekki. Miðað við fyrra ár, þegar rekstrarhagnaðurinn nam 125 milljónum, erum við því ekki ánægðir með árangurinn nú.“ Betri eignastaða Samkvæmt milliuppgjörinu er eignastaða fyrirtækisins mun betri nú en í fyrra. Eigið fé fyrir- tækisins nemur nú 474 milljónum króna en var 88,5 milljónir í fyrra. Eiginfjárhlutfallið er nú 11% en var 3% í fyrra. Skýrist þessi breyt- ing af því að hlutafé var aukið í fyrirtækinu á síðastliðnu hausti auk rekstrarhagnaðar. Heildarskuldir Vinnslustöðvar- innar hafa hækkað um 357 millj- ónir síðan í fyrra og eru nú tæpir 3,7 milljarðar. Nettóskuldir hafa hins vegar lækkað um 270 milljón- ir, eru nú 2.670 í stað 2.940 millj- óna í fyrra. Emerald Air ánægl með viðtökurnar Stefnt að flugi til íslands allt árið TÖLUVERT hefur verið um bókan- ir í áætlanaflug Emerald Air til Belfast og London frá því ferðirnar voru fyrst auglýstar um síðustu helgi, samkvæmt upplýsingum söluaðila fyrirtækisins. Þá hefur verið mikið um fyrirspurnir. Félagið býður sérstök afsláttarfargjöld á ferðum til Belfast og London fram til 20. júní. Farmiði til Belfast kost- ar nú 17.140 kr., og til London 21.140 kr. Eftir 20. júní mun far- gjaldið hækka um 4 þúsund krónur á báðum leiðum. Að sögn Karls Sigurhjartarsonar, fulltrúa Emerald Air er félagið ánægt með móttökurnar nú en ætl- ar þó að fara sér í engu óðslega á næstunni. „Við stefnum að því að þetta verði heilsársflug. Nú er flog- ið tvisvar í viku en við hyggjumst vera með þijú flug á viku á næsta ári.“ Emerald Air er í eigu íslenskra og breskra aðila og er Kristinn Sig- tryggsson framkvæmdastjóri þess með aðsetur í Belfast. Félagið hefur haldið uppi reglulegu áætlunarflugi á milli Belfast og Luton undanfarna 6 mánuði og er í athugun að bæta við fleiri áætlunarleiðum erlendis á næstunni en að sögn Karls er enn of snemmt að segja til um hvaða áætlunarstaðir verði fyrir valinu. Ætlunin nú sé hins vegar fyrst og fremst að ná fótfestu á þeim mark- aði sem flugfélagið er á áður en hugað verði að frekari útfærslu. Bananar hf. í nýtt húsnæði BANANAR HF. eru um þessar mundir að taka í notkun nýtt hús- næði sem tengir saman tvö eldri hús fyrirtækisins. Fyrirtækið held- ur nú upp á 40 ára afmæli. Fyrirtækið hefur frá upphafi flutt inn ávexti og grænmeti af ýmsu tagi svo sem hina þekktu Chiquita banana. Auk þess hefur dreifing á innlendri framleiðslu verið vaxandi þáttur. Fyrir skömmu eignaðist hópur garð- yrkjubænda hlut í fyrirtækinu og segir Kjartan Már Friðsteinsson, frkvstj. Banana hf., að þeir hafi mikla trú á samkeppnishæfi inn- lendrar framleiðslu. Með aukinni áherslu á innlendar afurðir hafi tekist að brúa bil í rekstri fyrirtæk- isins, bil sem gjarnan hafi myndast vegna innflutningstakmarkana á erlendum ávöxtum og grænmeti á meðan að innlend framleiðsla er á boðstólum. Á myndinni má sjá Kristin Guðjónsson, annan af stofn- endum, ásamt Kjartani Má.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.