Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 B 7 ÞAÐ kom í sjálfu sér ekki á óvart þegar Microsoft og Intuit tilkynntu í október á síðasta ári, að til stæði að sameina fyrirtækin. Tímarit á borð við Newsweek höfðu velt vöngum yfir þessum möguleika og í grein í 11. júlí 1994, þar sem fjallað var um Bill Gates og Microsoft, gaf blaðamað- ur Newsweek það sterklega í skyn að það myndi gerast. Það sem kom fólki á óvart var kaupverðið. Upp- haflega var talað um 1,5 milljarð dala, en þegar upp var staðið var kaupverðið komið í 2 milljarða. Hvers vegna Intuit? Intuit er ekkert sérlega stórt hugbúnaðarfyrirtæki, en það hef- ur náð að skapa sér sérstöðu. Þessi sérstaða fellst í hugbúnaði fyrir einstaklinga og smáfyrirtæki, sem eins og segir í kynningu um fyrir- tækið: „..gera einstaklingum og fyrirtækjum kleift að framkvæma algengar fjárhagsfærslur sjálf- virkt.“ Vinsælustu forritin eru Quicken og QuickBook. Einnig er fyrirtækið með vinsælan framtals- hugbúnað fyrir einstaklinga, smá- fyrirtæki og fagfólk sem sér um að útbúa skattframtöl fyrir við- skiptavini. Aður en til viðskiptanna við Microsoft kom, var það á stefnu- skrá hjá fyrirtækinu að koma á markað með nýja tækni fyrir raf- rænar greiðslur milli tölva. Þetta er einmitt eitt af helstu vandamál- unum á Internetinu og því má búast við að sá aðili, sem kemur með viðunandi lausn, geti orðið býsna vinsæll og ríkur. Hin hliðin Viðbrögð markaðarins urðu engu að síður mjög snörp. Menn sáu strax fyrir sér einokun Micros- oft á þessum hluta markaðarins og kölluðu eftir rannsókn sam- keppnisstofnunar þeirra í Banda- ríkjunum og dómsmálaráðuneytis- ins. Eftir að hafa kynnt sér málið, ákvað hið síðarnefnda að stefna Microsoft fyrir brot á samkeppnis- lögum. Lögsóknin kom Microsoft fullkomlega á óvart. Fyrirtækið hafði átt í samningaviðræðum við ráðuneytið í nokkurn tíma út af fyrri rannsóknum um samkeppnis- heftandi viðskiptahætti og höfðu aðilar meðal annars átti í sam- stárfi vegna dómúrskurðar frá 14. Microsoft og Intuit Nýlega ákvað Microsoft að hætta við kaup á hugbúnaðarfyrirtækinu Intuit. Marinó G. Njálsson skoðaði hvað var að gerast og hvers vegna Microsoft var reiðubúið að borga 2 milljarða dala fyrir þennan keppinaut sinn. Tölvupistill febrúar sl., þar sem samkomulag þeirra um breytta viðskiptahætti Microsofts var dæmt ómerkt. Fleira athyglisvert var í kring- um kaup Microsoft á Intuit. Eins og ýmsir vita er Microsoft með hugbúnað (Microsoft Money) í harðri samkeppni við Quicken. (Quicken er talið vera með 70% markaðshlutdeild í Bandaríkjun- um, meðan Money er í öðru sæti með 22% hlutdeild.) Til að koma í vegfyrir algjöra markaðslega ein- okun, þá skuldbatt Microsoft sig til að selja Microsoft Money til Novell. Áður en það átti að gerast varð Microsoft að tryggja að Mon- ey væri samkeppnishæfur hug- búnaður. Það hlýtur að vera sér- stakt að selja aðalkeppinautinum sínum eitt af börnunum sínum og þurfa að tryggja að væri snillingur að auki! Hvað gerist næst Intuit virðist lítið hafa skaðast á öllu saman. Fyrirtækið var í góðri stöðu fyrir_ og hún getur vart hafa versna. Á meðan Micros- oft stóð í stappi við yfirvöld, hélt lífið sinn vana gang hjá Intuit. Fyrirtækið hefur verið að vinna að nýrri Windowsútgáfu af Quic- ken, þar sem lögð verður áhersla á að tengjast ónefndu fjármálafyr- irtæki. Hvað Microsoft varðar, þá virð- ist sem allt hafi snúist um tíma og peninga. Fjárstreymið er í lagi hjá fyrirtækinu, en tíminn var að skornum skammti. Window 95 er væntanlegt á markað eftir nokkrar vikur og hugmynd fyrirtækisins var að koma með Windows 95- útgáfu af Quicken um svipað leiti. Nú er það ævintýri úti í bili að minnsta kosti. Framhaldið hjá fyr- irtækinu er að styrlq'a stöðu Mic- rosoft Money. „Við getum ekki tafið ferð okkar að markinu", sagði Bill Gates, þegar hann til- kynnti áð hætt væri við kaupin á Intuit. Vegna góðrar stöðu Micros- oft á markaðnum fyrir hugbúnað á einmenningstölvur, eru miklar líkur á að fyrirtækið geti bætt samkeppnisstöðu Microsoft Money í framtíðinni. Spurning er bara hvenær og hvernig. Númer tvö ekki nógu gott í áðurnefndri grein í Newsweek fékk greinarhöfundurinn að sitja fund stjórnenda hjá Microsoft. Þar var farið yfir málin eins og gengur og gerist. Meðal annars var rætt um hvernig gengi með Microsoft Money. í ljós kom að það gekk ekki nógu vel. Microsoft Money var „aðeins" í öðru sæti á mark- aðnum. Þetta líkaði Bill Gates alls Fundur norrænna við- skipta- oghag- fræðinga UNORRÆNIR viðskiptafræðing- ar og hagfræðingar halda fund á Höfn í Hornafirði, dagana 17.-20. júní nk. Fundurinn er haldinn á veg- um Norræna hagrannsóknaráðs- ins en það var stofnað árið 1980 af fjármálaráðherrum Norðurland- anna. Ráðið skipa þrír fulltrúar frá hveiju Norðurlandanna og sér það< um að veita styrki til samnorrænna hagrannsókna. Nú verða sérstaklega til umfjöllunar kröfur sem fyrirsjá- anlegar eru á opinbera aðila, svo sem ríkissjóð og sveitarfélög, t.d. í formi lífeyrisgreiðslna og um rekstur vel- ferðarkerfis almennt. Ljóst er að það verður æ erfiðara fyrir ungt fólk sem fer hlutfallslega fækkandi í þjóðfé- lagi nútímans, að halda velferðar- kerfinu gangandi um leið og lífaldur fer hækkandi og þar af leiðandi fleiri og fleiri sem þurfa að notfæra sér það sem kerfið hefur upp á að bjóða. Nánari upplýsingar veitir Bryiý- ólfur Sigurðsson, Háskóla Islands í síma 569 4532. Ráðstefna um fitu U ALÞJÓÐLEG ráðstefna á vegum Samnorrænna samtaka um rann- sóknir á efnafræði fitu og fitu- tækni verður haldin dagana 18.-21. VlÐSKIPTl/miNNllLlr DAGBÓK júní nk. á Scandic Hótel, Loftleið- um. Þessi samtök, Lipidforum, voru stofnuð 1969 og hafa haft það að meginmarkmiði sínu að efla tengsl á milli vísindamanna og fyrir- tækja á sviði efnafræði fitu og fitu- tækni meðal þjóða Norðurlandanna. Á þeim 25 árum sem liðin eru frá því samtökin voru stofnuð hefur aðaláherslan beinst að lífefnafræði, næringar- og heilsufræði mannsins og gæðum matvæla hvað fitu viðvík- ur, svo og tækninýjungum í fram- leiðslu á fitu. Núverandi fulltrúar Islands í stjórn samtakanna, sem er skipuð tveimur fulltrúum hvers aðildarlandanna, einum úr iðnaðin- um og öðrum úr háskólasamfélag- inu, eru Baldur Hjaltason, forstjóri Lýsis hf. og dr. Guðmundur G. Ilaraldsson, dósent í efnafræði við HÍ. Það sem einkum verður til um- fjöllunar í þetta sinn er næringá- fræði fitu, þránun og stöðugleiki, ýmsar tækninýjungar við fram- leiðslu á fitu, gæði og markaðssetn- ing fitu í matvælum, fita í fiskeldi, tengsl fituefna við lyfja- og læknis- fræði svo og efnagreining á fituefn- um. Sérstök áhersla verður lögð á fitu sjávarfangs en þar hefur okkur íslendingum tekist að hasla okkur völl og öðlast viðurkenningu á alþjóð- legum vettvangi, bæði hvað snertir iðnað og rannsóknir. Nánari upplýs- ingar veitir Guðmundur G. Har- aldsson við Raunvísindastofnun Há- skóla íslands í síma 525 4000. GolfmótFVH UGÓLFMÓT Félags viðskipta- fræðinga og hagfræðinga verður haldið föstudaginn 30. júní nk. á Hólmsvelli í Leiru (Keflavík). Keppt verður í A og_B flokki og nú líka í kvennaflokki. í A-flokki spila kylfingar undir 24 í forgjöf en þeir sem eru með hærri forgjöf spila í B-flokki. Leiknar eru 18 holur með forgjöf. Keppt verður um Morgun- blaðsbikarinn og Hard Rock bik- arinn. Einnig er fjöldinn allur af glæsilegum verðlaunum í öllum flokkum. Mótið hefst kl. 13.00 og verður farið í rútu frá Grand Hótel Reykjavík kl. 11.45. Að loknu móti verður snæddur kvöldverður í Golf- skálanum þar sem mótsslit og verð- launaafhending fara fram. Þátttöku- tilkynningar þurfa að berast fyrir 27. júní til eftirtalinna aðila: Ólafs Ó. Johnson, Stefáns Unnarssonar, Sigurðar Ágústs Jenssonar. (I) Ráðstefnuskrifstofa Islands SÍMII 626070 - FAX 626073 kostar ekki. Hann hellti sig yfír framkvæmdarstjórann ábyrgan fyrir sölu á Microsoft Money, hundskammaði og úthúðaði, svo greinarhöfundinum var farið að líða illa. Að lokum spurði Gates af hveiju? Og svarið var einfalt: „Almenningi virðist líka betur við Quicken en Microsoft Money.“ Leiðin til að bjarga þessu var fund- in nokkrum mánuðum síðar, þegar Microsoft keypti Intuit. Hér sann- aðist hið fornkveðna, að allt er falt fyrir peninga, sérstaklega tvo milljarða dala. Þetta dæmi sýnir hve staðráðinn Bill Gates er í að Microsoft sé í fyrsta sæti alls staðar þar sem fyrirtækið tekur þátt í samkeppni. Þannig mun hann ekki fyrirgefa sér þá „yfírsjón“ að eftirláta No- vell netstýrikerfum fyrsta sætið á þeim markaði. Einhvern tímann stóð til að kippa því í liðinn og voru viðræður komnar ansi langt á milli fyrirtækjanna um samein- ingu. I viðtali í Playboy (finna má viðtalið á Internetinu) var Gates spurður að því hvort hann (Micros- oft) vildi ríkja yfir markaðnum’. Hann svaraði: „Nei. Við verðum bara heilir meðan allur iðnaðurinn er heill. Flestur hugbúnaður er ekki hentugur fyrir okkur. Sá sem er það verður alltaf í samkeppni. Það er mjög einfalt. í hvert skipti sem fyrirtæki gengur vel, er sagt að það vilji vera drottnandi ... Það sem fólki yfírsést er að markaður- inn leyfír ekki hveijum sem er að gera hvað sem er nema betri og betri vöru.“ Höfundur er tölvunarfræðingur. HÖNNUN GADI ■ Z O Skemmuvegi 4 Kópavogi Simi 5573100 Nýr og betri Nissan Patrol 2,8 dísil turbo & millikælir Ástralskur fjöðrunarbúnaður - 35" BF Goodrich-dekk - American Racing álfelgur - Warn 8000 dráttarspil - IPF Ijóskastarar - ný gerð af brettaköntum ofl. Ingvar Helgason hf. S. 567 4000 Til sýnis á Vagnhöfða 23. Sjón er sögu ríkari. Vagnhöfða 23, sfmi 587 0587. SKATTSKRÁIN 1994 fiL SÖLU Nútíma samskipti hf. býður Skattskrána til sölu á frábæru verði Gerð Form Verð með Vsk Skattskrá Reykjavikur Bókaform 29.800,- Skattskrá Reykjavíkur lögaðilar Tölvutækt form 29.800,- Skattskrá Reykjaness Bókaform 19.000,- Skattskrá Reykjaness lögaðilar Tölvutækt form 19.000,- Aðrir landshlutar Bókaform (stk.) 11.500,- Sé skattskrá Reykjavíkur og Reykjaness keyptar samtfmis er veittur /O^lsiáttur. Annars gildir 5^/o staðgreiðsluafsláttur. Allarfrekariupplýsingareru veittarhjá Nutíma samskiptum hf., Hamraborg 7, 201 KópavogL Sími. 564-1177. 1 KRA 199

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.